Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 32
Helgarblað 31. janúar 201432 Fólk Viðtal Vonuðu að þetta myndi hverfa Einu sinni voru þær báðar fjölskyldufeður sem sinntu hefðbundnu fjölskyldulífi með öllu sem því fylgir. Önnur hét Ágúst og hin hét Kristján. Í dag heita þær báðar Anna og eru loksins sáttar í eigin skinni. Vin- konurnar Anna Margrét Grétarsdóttir og Anna Kristjánsdóttir fóru í kynleiðréttingar- aðgerðir með 18 ára millibili. Þær segja valið hafa snúist um dauðann eða að koma fram og lifa sem manneskjurnar sem þær raunverulega eru. Viktoría Hermannsdóttir ræddi við Önnurnar um lífið og tilveruna fyrir og eftir aðgerðina. N ánast allt transfólk finn- ur fyrir því á endanum að það rekst á vegg og kemst ekki lengra. Þá er bara um tvennt að velja. Ann- aðhvort að kála þér eða fara yfir múrinn og koma út úr skápnum með þetta,“ segir Anna Margrét Grétarsdóttir sem þangað til fyrir nokkrum árum síðan hét Ágúst. Hann var ósköp venjulegur fjöl- skyldufaðir sem vann hjá Eimskip- um. Hann átti konu og tvö börn og engan grunaði að hann væri kona. Eftir 35 ára hjónaband gat Ágúst ekki meir. Öll þessi ár hafði hann falið það fyrir umheiminum hver hann raunverulega var og það tók sinn toll. Í maí í fyrra fór Anna Margrét loks í langþráða kynleið- réttingaraðgerð, þá orðin sextug. Anna Kristjánsdóttir, sem fór í sína aðgerð árið 1995, tekur í sama streng. Sjálf var hún einu sinni Kristján, kvæntur þriggja barna faðir. Báðar þekkja þær það að hafa lifað í feluleik með sitt raun- verulega sjálf í alltof mörg ár og að hafa stigið stóra skrefið í átt að því að fá að vera þær sjálfar. Skref sem þær segjast hafa orðið að taka. Þær hafi fæðst í röngum líkama og það hafi þurft að leiðrétta. Stelpur fastar í strákalíkama Við sitjum á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Önnurnar tvær sitja hlið við hlið – önnur með kaffi og hin með kók. Fínar frúr komnar yfir miðjan aldur og enginn inni á staðnum er neitt sérstaklega að kippa sér upp við það að þær sitji hér. Fyrir nokkrum tugum ára hefði þeim líklega ekki verið rótt inni á slíkum stað vegna augngota gesta. En samfélagið hefur breyst og er orðið umburðarlyndara. Allavega að mestu. Báðar áttuðu þær sig á því þegar þær voru pínu- litlir strákar að það væri eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Þær voru stelpur fastar í strákalíkama. Það hefur margt breyst síðan þær voru litlir strákar og í dag eru til dæmis nokkur transbörn – börn sem eiga við kynáttunarvanda að stríða – innan samtakanna Trans- Ísland. Fylgir fólki frá blautu barnsbeini „Þessi tilfinning fylgir fólki alveg frá blautu barnsbeini, og ef svo er ekki og viðkomandi kemur fram um tvítugt og segist finna að hann sé ekki í réttum líkama, þá er yfir- leitt eitthvað að. Í flestum tilfell- um hættir fólk við eða fær eftirsjá. Þetta verður að blunda í fólki frá blautu barnsbeini. Það eru t.d tvö dæmi sem við vitum af hér á landi þar sem að einstaklingar komu út úr skápnum um og yfir tvítugt og í báðum tilfellum hafa viðkomandi manneskjur hætt við,“ segir Anna K. Þegar Anna K. kom fram sem kona voru miklir fordómar í sam- félaginu enda lá leið hennar svo til Svíþjóðar þar sem hún var bú- sett meðan á kynleiðréttingarferl- inu stóð og allt þar til ári eftir að- gerð. Þá flutti hún til Íslands og fann fyrir gríðarlegum fordómum. „Fólk starði á mig úti á götu og ég fékk enga vinnu. Þegar ég kom heim var endalaust verið að aug- lýsa eftir vélstjórum og ég sótti um 70 störf á einum mánuði en enginn vildi ráða mig,“ segir Anna sem hafði fyrir aðgerðina starfað sem vélstjóri við góðan orðstír. Breyttur líkaminn þvældist fyrir en á end- anum fékk hún í gegnum góðan vin pláss á togara. Fordómarnir voru mun meiri á þeim tíma sem Anna K. fór í sína aðgerð en í dag og þær eru báðar sammála um að margt hafi breyst til batnaðar í dag þó að margt sé eftir í réttindabar- áttu transfólks. Vonaði að þetta hyrfi Athygli vekur að þær störfuðu báð- ar í störfum sem venjulega flokkast undir „karlastörf“ ef svo má að orði komast, fyrir aðgerðirnar. Anna K. var vélstjóri á sjó og Anna Mar- grét öryggisvörður hjá Eimskip auk þess sem hún sinnti fleiri störfum þar. Báðar eru þær sammála um að það sé hluti af því að fela það fyrir sjálfum sér og öðrum hverjar þær raunverulega voru að sækja í slík störf. „Ég var alltaf að vonast til þess að þetta myndi hverfa. Ég fann fyrir þessum tilfinningum strax þegar ég var lítil. Fyrstu minningarnar mínar af mér var þegar ég var á kafi inni í fataskáp hjá mömmu að máta föt en ég vissi líka að þetta var eitt- hvað sem ég mætti ekki gera. Síð- an þegar ég var 14–15 fór ég að átta mig betur á þessu. Ég sá myndir af „idolinu“ okkar í þessu, Christine Jörgensen, danskbreskum her- manni sem fór í aðgerð 1952, en lokaði á þetta og vonaðist til þess að þetta myndi hverfa,“ segir Anna Margrét sem reyndi ýmislegt í þeirri von að losna við þessar til- finningar. „Ég fékk mér kærustu og vonaði þá að þetta myndi hverfa, gifti mig og eignaðist börn og von- aði að þetta myndi hverfa, sökkti mér svo á fullu í allt félagsstarf sem ég komst í – í þeirri von að þetta myndi hverfa en á endanum kemst maður að því að það gerir það ekki. Þetta er það sem maður er og það hverfur ekki,“ segir Anna Margrét. „Þegar þú ert kominn af ung- lingsárunum þá er annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Margir leita mjög út í feluleikinn og grafa sig eins langt inni í skáp og unnt er í þeirri von að losna við þetta,“ segir Anna K. „Hluti af því er auðvitað að sækja í svona störf, vera karl- mannlegur, en svo er aftur ann- að sem er mikill misskilningur hjá fólki. Það eru margir sem halda að þegar maður fer í þessa aðgerð þá breytist persónuleikinn og maður hljóti þá að fara starfa við eitthvað annað, en það er ekki rétt. Þú ert enn þá sama persónan. Það breyt- ist auðvitað ýmislegt í þínu fari, þú getur leyft þér hluti sem þú máttir ekki áður, en persónan breytist ekki þannig þó að líkaminn geri það,“ segir Anna K. Mætti í kjól á skemmtun hjá Eimskipum Anna Margrét kom út úr skápnum opinberlega sem kona árið 2009 og hafði þá einungis sagt eiginkonu sinni og börnum frá því hvernig væri í pottinn búið. Hún mætti á starfsmannaskemmtun hjá Eim- skipum klædd í kvenmannsföt og kom vinnufélögunum í opna skjöldu. „Opinberlega miða ég við 9. október 2009 sem þann dag sem ég kom út með þetta. Þá mætti ég í kvenmannsfötum á skemmtun í vinnunni. Enginn vissi um þetta á svæðinu nema ein manneskja – vinkona mín til 40 ára. Mér var tekið vel – það var starað og spurt, þú getur rétt ímyndað þér – þetta er 600 manna vinnustaður. Fólk spurði þessa vinkonu mína hvort ég væri að djóka og hún sagði að ef ég væri einhvern tímann að djóka þá væri það ekki núna. Eftir þetta þá vissi nú hálf þjóðin af þessu,“ segir Anna Margrét glettin. Hækkaði hlutfall kvenna í fyrirtækinu Eftir skemmtunina kallaði starfs- mannastjóri fyrirtækisins hana á fund til sín eftir að hún hafði spurt hvort hún yrði rekin fyrir uppá- tækið. „Hún sagðist nú ekki ætla að reka mig en vildi vita meira um þetta. Til þess að hafa gam- an af hlutunum sagði hún í enda „Þá er bara um tvennt að velja. Annaðhvort að kála þér eða fara yfir múrinn og koma út úr skápnum með þetta. Anna Margrét Hvað er að vera trans? Að vera trans- eða transsexual er þegar einstaklingar fæðast í líkama af röngu kyni, þ.e. að fæðast sem kona í karlmannslíkama eða karlmaður í kvenmannslíkama. Einstaklingurinn upplifir sig af öðru kyni en líffræðin segir til um og kýs oft, þó ekki alltaf, að gangast undir hormónameðferð og/eða kynleiðréttingaraðgerð. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is 24. janúar 2014 Hún er pabbi minn Hannes Óli Ágústsson sonur Önnu Margrétar sagði frá því kynjaleiðréttingu föður síns í síðasta helgarblaði DV. Helgarblað 24.–27. janúar 2014 7. tölublað 104. árgangur leiðb. verð 659 kr. Þú hitar bílinn með fjarstýringu og þannig notið þæginda og öryggis Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara Bílasmiðurinn hf. Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavik - sími 5672330 - www.bilasmiðurinn.is - bilasmiðurinn@b ilasmiðurinn.is „Hún er pabbi minn“ Núna er ég eini feiti, ungi leikarinn. Viðtal 28–30 Hannes Óli Ágústsson leikari segist stoltur af pabba sínum sem fór í kynleiðréttingu og lifir nýju lífi sem kona. „Stundum kemur hrollur í mig“ Guðmundur F. Jónsson glímir við Alzheimer. 18 Viðtal Byrði að vera barna­ stjarna Margrét Gauja sló í gegn 12 ára 32–33 Viðtal „Ég hótaði aldrei Bubba“ 54 n DV birtir bréfið Helga í Ísland Got Talent Algengar mýtur um karla – Bjórbumban er mýta m y n d B ja r n i E ir ík ss o n Anna og Anna Einu sinni hétu þær Ágúst og Kristján en heita í dag báðar Anna. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.