Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 36
Helgarblað 31. janúar 201436 Fólk Viðtal
„Hvað er Vestfirðingur
að vilja upp á dekk?“
H
alldór kemur gangandi til
fundar við blaðamann frá
vinnustað sínum í Borgar-
túni. Hann gengur oft eða
hjólar til vinnu frá heim-
ili sínu sem er rétt austan við mið-
bæinn. Hann hefur búið í Reykja-
vík síðustu þrjú ár svo þeir sem
halda að flogið hafi verið með hann
í neyðarflugi til Reykjavíkur til að
bjarga málum sjálfstæðismanna í
Reykjavík geta hugsað sig tvisvar
um.
Hann er frjálslega klæddur og
því fer fjarri að hann virki form-
fastur. Hann er með spangir sem
ræna hann öllum íhaldssvip. Það
kemur enda í ljós að hann þarf ekki
að setja slíkan svip upp. Hann er
frjálslyndur fram í fingurgóma.
Hann fær sér kaffibolla og spyr
um asann á DV. Hann er forvit-
inn um fjölmiðilinn og segist sjálf-
ur ekki kippa sér upp við umfjöllun
um málefni tengd honum. Öll um-
ræða sé góð og honum hugnist ekki
að hafa í kringum sig já-kór. Gagn-
rýnin umræða skipti hann máli.
Vill gagnrýni
„Ég vil fá gagnrýni og ég vil sjálf-
ur geta gagnrýnt,“ segir Halldór.
„Ég var ekki með mikið af já-fólki
í kringum mig í prófkjörinu. Ég er
með mjög gagnrýninn hóp í kring-
um mig sem hjálpar mér mikið. Það
fara margir illa út úr stjórnmálum
sem kunna ekki að taka gagnrýni og
taka henni persónulega. Ég er með
góðan hóp í kringum mig, hóp fólks
sem stundaði með mér MBA-nám,
fólk hefur líka haft samband sem vill
taka þátt í baráttunni með mér. Fjöl-
skylda mín tekur einnig ríkan þátt í
kosningabaráttunni,“ segir Halldór
og segist búa vel enda úr stórri og
samrýndri fjölskyldu.
Vill gera vel
Stærð fjölskyldunnar er ekki orðum
aukin. Halldór er að vestan og einn
sjö systkina og alinn upp í náttúru-
fegurðinni við Ísafjarðardjúp. Faðir
hans hét Halldór Hafliðason og
móðir María Guðröðardóttir. Bæði
eru þau fallin frá.
„Pabbi var frá Ögri við Ísafjarðar-
djúp, mamma var líka frá Ísafjarðar-
djúpi, Kálfavík. Þegar ég var eins árs
fluttum við í Vesturbæinn á Fram-
nesveginn en ég var enn á barns-
aldri þegar mamma og pabbi tók
við búinu á Ögri og við fluttum aftur
vestur. Ég kom svo hingað til Reykja-
víkur 16 ára gamall til þess að ljúka
skólagöngu minni og bjó hér og í
Grindavík og Garðabæ sem ungur
maður.“
Spurður um gildin sem hon-
um voru innrætt í æsku segir hann
foreldra sína hafa hvatt þau syst-
kinin til þess að vanda ávallt til
verka í öllu því sem þau tóku sér fyr-
ir hendur. Ef þau treystu sér ekki til
þess, væri betra að sleppa því. „Bæði
pabbi og mamma sögðu okkur að
ef við ætluðum ekki að gera eitt-
hvað vel þá ættum við að sleppa því.
Mottóið mitt er að gera mitt besta.
Ég vil ekki hætta fyrirfram við verk-
efni – því ég ætla mér alltaf að gera
vel. Pabbi var hrjúfur á yfirborðinu
en við erum alin upp í miklum kær-
leika og erum ótrúlega samrýnd.“
Sækir í náttúruna
Sem dæmi um það reka Halldór
og systkini hans ferðaþjónustu
frá Ögri á sumrin. Þaðan fara þau
í kajakferðir og reka Slow Food-
veitingastað. „Þetta gerum við í
sumarfríum og það auðgar líf okkar
allra. Mamma gerði þetta með okk-
ur í fyrstu. Pabbi féll frá árið 2009
þá orðin 76 ára gamall og móðir
mín árið 2012 þá 69 ára gömul úr
krabbameini. Þá hafði hún komið
því í verk að við ættum þetta saman
að verkefni við systkinin.
Ég er auðvitað alinn upp við
Djúpið og sæki í náttúruna þar.
Kajakferðirnar sem við förum með
ferðamenn í eru allt að fimm til sex
daga langar og um Djúp og Jökul-
firði. Þá eldum við handa þeim
og sjáum um allt. Þau þurfa bara
að róa og hjálpa til við að tjalda.
Á meðan ég var bæjarstjóri fór ég
í einn og einn túr í Jökulfirði fyrir
önnur ferðaþjónustufyrirtæki til að
finna það að ég væri lifandi. Tók þá
part úr sumarfríinu í það. Þetta er
eitthvað sem mér finnst æðislegt og
ég finn að gerir mér gott.“
Erfiður tími
Halldór segist lánsamur og lífið
hefur leikið við hann. Hann nýtur
þess að starfa við stjórnmál og hef-
ur gaman af viðfangsefnum sínum.
Hann nefnir aðspurður veikindi
foreldra sinna sem eitt það erfið-
asta sem hann hefur gengið í gegn-
um í lífinu. Allir þurfi að kveðja for-
eldra sína en reynslan hafi samt
sem áður reynst honum erfið og
veikindi móður hans óvænt.
„Við áttum ekki von á veikind-
um mömmu. Hún ætlaði að búa
áfram í Ögri eftir fráfall föður míns.
Hafði sigrast á krabbameini í nef-
holi nokkrum árum áður. Hún fékk
hins vegar aftur krabbamein og lést
úr því meini. Þetta var auðvitað,
eins og það er fyrir alla, mjög erfiður
tími. Sjúkralega hennar var of löng
fannst manni. Foreldrar mínir eru
báðir jarðaðir við kirkjuna í Ögri,
þar hvíla þau hlið við hlið.“
Missti hárið
Fleiri atburðir í lífinu hafa mótað
Halldór. Hann fékk nýja sýn á lífið
þegar hann varð fyrir heilsubresti
á fyrsta ári sínu sem bæjarstjóri. Þá
bilaði ónæmiskerfið, hann missti
hárið og varð fárveikur. Í fram-
haldinu hefur hann notið þess enn
frekar að njóta útivistar og leggja
rækt við mannleg samskipti og
eigin heilsu.
„Ég veiktist mjög alvarlega á
fyrsta ári mínu sem bæjarstjóri. Ég
var 32 ára gamall og ónæmiskerf-
ið bilaði. Það var sjálfsofnæmi.
Ég missti allt hár og var fárveikur.
Skjaldkirtillinn bilaði og það gekk
illa að fá greiningu. Ég sýndi öll
merki um að skjaldkirtillinn væri úr
lagi. Skjaldkirtillinn varð ofvirkur,
og ég hrundi niður í þyngd á með-
an ég missti allan þrótt. Það er í raun
ótrúlegt að sjá myndir af mér frá
þessu tímabili. Ég var búin að fara
til nokkurra lækna og ekkert gekk,
svo loks uppgötvaði einn læknirinn
hvað gekk að mér og þá var hægt að
takast á við veikindin af fullum krafti
sem gekk vel.
Að öðru leyti hef ég verið heilsu-
hraustur og í góðu formi, sérstak-
lega síðari ár. Ég er fararstjóri í kajak-
ferðum og lengri gönguferðum fyrir
vestan og útivistin hefur bætt heils-
una og líðanina. Mér finnst ég lán-
samur. Ég hef alltaf verið að gera
eitthvað skemmtilegt, auðvitað er
það algjör klisja og frasi. En satt. Ég
á mína slæmu daga en ég er alltaf
að gera eitthvað sem ég hef rosa-
lega mikinn áhuga á,“ segir hann.
Kynntist konunni í fiskvinnslu
Eiginkona Halldórs er Guðfinna M.
Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og
MA í hagnýtri menningarmiðlun,
og eiga þau tvo syni og eina dóttur.
Fyrir á Halldór einn son. Halldór og
Guðfinna kynntust í fiskvinnslu.
„Ég var 22 ára gamall og hún var
rétt orðin tvítug og nýútskrifuð úr
MR. Ég var verkstjóri hjá Þorbirni
hf. í Grindavík og hún kom og sótti
um vinnu. Þetta var að hausti til og
hún lét þess getið að hún ætlað í há-
skóla eftir áramót. Ég neitaði henni
þess vegna um vinnu, vildi aðeins
ráða fólk til lengri tíma. Guðfinna
þrjóskaðist við svo ég réð hana á
endanum. Við byrjuðum saman í
janúar nokkrum mánuðum eftir að
hún byrjaði að vinna hjá mér og við
giftum okkur í júlí. Einn frændi minn
sendi mér símskeyti við það tæki-
færi sem að mamma var nú hálffúl
yfir: Girndarráð gefast best. En ætli
það sé ekki bara rétt?“ Segir Halldór
og hlær.
Nú eiga þau þrjú börn saman.
Frumburðinn átti Halldór aðeins
átján ára gamall.
„Ég varð ungur faðir í fyrsta sinn
og lagði mig fram um að halda
tengslum. Það gekk á ýmsu við það
en það varð til góðs að hann átti afa
og ömmu í sveit fyrir vestan og þá
reyndist barnsmóðirin standa sig
ákaflega vel og gerir enn.“
Sagði nei við altarið
Guðfinna sagði nei við altarið og
þá varð uppi fótur og fit. Athöfnin
endaði þó vel og út gengu Halldór
og Guðfinna hjón.
„Séra Baldur í Vatnsfirði gaf okk-
ur saman í troðfullri kirkju. Honum
var tamara að segja nafn föður
míns en mitt og sagði við Guðfinnu:
Vilt þú ganga að eiga Halldór Haf-
liðason. Hún sagði bara nei. Hann
leiðrétti sig og hún sagði þá já. Ég
veit að einhverjir í kirkjunni hlupu
út til þess að hlæja að þessu. Það
var mikið kurr og mamma stóð upp
og svona í öllum látunum.
Á þessu sekúndubroti sem hún
er að átta sig á þessu bjargar hún
málunum og verður konan mín en
ekki stjúpa.“
Stjórnmálamenn
valda vonbrigðum
Halldór er sagður skapgóður
og seinþreyttur til vandræða.
Hann er einnig raunsær og segist
hafa áhyggjur af fylgi flokksins í
borginni. Þótt hann hafi fulla trú á
því að ná því upp í baráttunni sem
sé enn ekki hafin.
„Umræðan er ekki hafin, þegar
hún hefst þá veit ég að okkur tekst
að koma stefnu okkar skilmerkilega
til skila og varpa ljósi á hana.
Ég er raunsær stjórnmálamaður
og hreinskilinn við sjálfan mig og
aðra. Ég tek undir það til dæmis
að stjórnmálamenn eru fólk sem
veldur vonbrigðum. Það er af því
að þeir teikna upp betri framtíð og
spenna upp væntingar. Vilja fara á
betri stað. Stundum tekst það ekki
en það er starf stjórnmálamanna
að gefast ekki upp á ferðalaginu.
Nú getur fólk haft ótal skoðanir á
því hvernig sjálfstæðismenn eru.
En verkefni mitt hér í borginni er að
seiglast áfram, vera staðfastur í því
og trúa því að við höfum ýmislegt
fram að færa. Það er ekki að öllu
leyti í andstöðu við það sem aðrir
flokkar bjóða upp á. Markmið okk-
ar allra er betra samfélag. Við erum
svo lánsöm, við njótum þess að við
búum í góðu samfélagi sem við get-
um gert betra. Sum samfélög eru í
rúst og þar er markmiðið að kom-
ast úr ömurleikanum. En þegar
kjósendur eru að velta sér fyrir þvi
hvaða aðferð er best til þess þá er
það okkar hlutverk að teikna upp
hugmyndafræði okkar. Við viljum
góða þjónustu en samhliða viljum
við líka leita allra leiða til þess að
íbúar hafi sem mestar ráðstöfunar-
tekjur.“
Vill gera breytingar
á aðalskipulagi
Halldór er eins og áður hefur verið
kynnt formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og fyrrverandi
bæjarstjóri á Ísafirði. Hann hefur
starfað að sveitarstjórnarmálum
frá því að hann var kjörinn í bæjar-
stjórn Grindavíkur árið 1994 og síð-
ar sem framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Vestfirðinga í rúm
tvö ár og sem bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar og oddviti sjálfstæðismanna
í 12 ár. Nú bíður hann óþreyjufull-
ur eftir því að sinna málum borgar-
innar.
„Ég bíð óþreyjufullur eftir því
að fá að gera ákveðnar breytingar
á aðalskipulagi höfuðborgarinnar.
Það er ekki nægilegur skilningur á
því að höfuðborgin sem hýsir allar
helstu stofnanir Íslendinga þarf
að vera aðgengileg. Ég skil þörfina
á því að skoða Vatnsmýrina sem
íbúðabyggð en það er framtíðar-
músík. Mér finnst það eigi að vera
kristaltært að ef ekkert kemur út
úr þeirri vinnu þá þarf ekkert að
flytja flugvöllinn eitt eða neitt. Það
er hið minnsta skilyrði að hann sé
í Reykjavík.“
Tími til kominn að
opna skólakerfið
Þá finnst Halldóri löngu kominn
tími til þess að gera viðamiklar
breytingar í skólakerfinu. Hann
nefnir sem eitt dæmi fyrirkomu-
lag til fyrirmyndar í Norðlinga-
skóla en skólinn starfar á grund-
velli bókunar fimm í kjarasamningi
launanefndar sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands. „Það
hefur gefist vel þetta samkomulag
og það myndi ég vilja fá almennt í
samninga við kennara. Ég er auð-
vitað í forystu í sambandinu en
það byggist á samvinnu okkar við
kennara hvort það tekst. Það eru
tækifæri fólgin í því. Þess utan tel
ég nauðsynlegt að opna skólakerfið
meira. Við þurfum að vita nákvæm-
lega hvernig hver skóli er að standa
sig og í því sambandi vil ég aukna
samræðu og samstarf við foreldra.“
Hann tekur dæmi um þörfina á
slíku samstarfi hvað varðar skóla án
aðgreiningar. „Hversu langt eigum
við að ganga með skóla án aðgrein-
ingar? Margir foreldrar fatlaðra
barna hafa orðið til að gagnrýna
fyrirkomulagið. Ég myndi aldrei
vilja loka þessu en við getum gert
betur. Við þurfum að endurskoða
þetta allt saman.“
Samkeppni til góðs
„Erum við alltaf að vinna með
lægsta samnefnara? Erum við að
halda aftur af fólki? Er það á kostn-
að krakkanna sem geta orðið mik-
ið afreksfólki í námi, atvinnulífi og
verðmætasköpun. Þetta eru allt
hlutir sem við eigum að þora að
breyta.
Mér finnst áhugavert að byrja
kennslu fyrr, vel þess virði að láta
reyna á það á fleiri stöðum þar sem
það er mögulegt.
Við erum hrædd við allt sem
heitir einkaskóli og slíkt. En viljum
á sama tíma vera í samanburði
við hinar Norðurlandaþjóðirnar.
Þar er hefð fyrir einkaframtaki og
samkeppni við ríkisskólana. Hún er
til góðs, slík samkeppni.“
Hvað er Vestfirðingur
að vilja upp á dekk?
Halldóri hefur verið tekið sem að-
komumanni þótt hann hafi búið
í Reykjavík í mörg ár sem ungur
maður og haldið heimili í borginni
frá árinu 2010.
„Það sem er búið að vera mest
krefjandi eftir prófkjör er að stilla
saman strengina. Ég held að það
hljóti alltaf að vera þannig. Ég er
búinn að fara mjög víða og hitta
fólk. Ég fæ góðar viðtökur en oft
vill fólk spyrja hvað Vestfirðing-
ur sé að vilja upp á dekk í Reykja-
vík. En það er skemmtilegt að svara
þeirri spurningu. Sér í lagi þeim
sem halda að ég þekki borgina ekki
neitt, að ég hafi komið hingað al-
veg grænn í haust til þess að koma
að málefnum borgarinnar. Stað-
reyndin er sú að ég bjó í Reykja-
vík í mörg ár og hef verið hér síð-
an haustið 2010. Ég kem inn í þetta
sem Reykvíkingur. Maður vill hlú
að garðinum sínum, þar sem mað-
ur býr. Og ég bý í Reykjavík. En
ég er Vestfirðingur með gríðar-
lega reynslu af rekstri fyrirtækja og
sveitarfélags. Borgarbúar ættu að
geta tekið því fagnandi að fá slíka
reynslu inn í stjórnun borgarinnar.“
Halldór ætlaði sér ekki að fara
aftur í pólitík eftir að hann hætti sem
bæjarstjóri. „Ef þú hefðir spurt mig
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, er stundum spurður að því hvað
Vestfirðingur sé að vilja upp á dekk í borginni. Hér
hefur Halldór hins vegar búið stóran hluta ævi sinnar.
„Maður vill hlú að garðinum sínum, þar sem maður
býr. Og ég bý í Reykjavík,“ segir hann. Kristjana Guð-
brandsdóttir ræddi við Halldór um uppvöxtinn fyrir
vestan, veikindin í bæjarstjórastóli sem kenndu hon-
um að forgangsraða í lífinu og þau mál sem hann bíð-
ur með óþreyju eftir að fá að takast á við í borginni.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
„Ég
missti
allt hár og
var fárveikur