Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 37
Helgarblað 31. janúar 2014 Fólk Viðtal 37 þá, þá hefði ég sagt nei. Ég þurfti á sjálfsendurnýjun að halda og hugs- aði með mér að maður kæmi í manns stað. Ég vildi ekki koðna nið- ur í því sem ég var að fást við. Ég tel nauðsynlegt að skipta um starfs- vettvang og umhverfi öðru hverju. Ég tók að mér formennsku í Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og sá ekki eftir því. Þar reynir á aðra hæfileika mína í rekstri og stjórnun og ég hef lært mikið í starfi. Í fyrravetur byrjaði hins vegar áhuginn að krauma. Það var skorað á mig að fara fram til Alþingis en ég var ekki spenntur fyrir því. Í framhaldi af því fór fólk að spyrja mig hvort ég gæti hugsað mér að fara fram í Reykjavík. Það varð til þess að ég leiddi hugann að borgarmálum. Áður en ég vissi af fékk ég brennandi áhuga fyrir því að vinna að bættu lífi borgarbúa.“ Halldór er frjálslyndur sjálfstæðis- maður og finnst flokkurinn hafa þró- ast fullmikið í íhaldsátt. „Ég ætla að leggja mig fram um það að við för- um aftur á þann stað þar sem við eig- um að vera sem er opinn, frjálslyndur og umbótasinnaður flokkur. Það eru grunngildin og þau standa fyrir sínu. Ég gekk í þann Sjálfstæðisflokk, ég hef unnið þannig í gegnum tíðina. Ég vil að við séum alltaf með þessa hug- myndafræði á hreinu.“ Vildi konu í annað sætið En hvað með karlaslagsíðuna í flokknum? Mun honum takast að afla sér fylgis með karla í efstu sætum? „Mér finnst eðlilegt að þessi umræða hafi verið tekin um karlaslagsíðuna í flokknum. Ég tók hana sjálfur í próf- kjörsbaráttunni. Þegar fólk spurði hvern það ætti að setja í annað sæti – þá sagði ég að við gæfum ekkert slíkt út en vildi hins vegar að kjósendur mínir pössuðu upp á kynjahlutföllin. Ég vildi helst að þeir sem höfðu ekki skoðun á öðru en því að hafa mig í fyrsta sæti settu konu í annað sætið. Af hverju sagði ég þetta? Af því þetta skiptir máli. Ég er ekki án þeirra sterku kvenna sem eru í flokknum. Við erum þarna saman. Þegar út í bar- áttuna er komið er ekkert mikið verið að hugsa um sæti, heldur bara hverjir verða borgarfulltrú- ar. Ég trúi því að við náum að jafna hlutföllin. Síðar ættum við að taka umræðu um aðferðirnar sem við notum, læra af þessu tímabili og ef til vill hugleiða að taka upp blandaðar aðferðir.“ n „Maður vill hlú að garðinum sínum, þar sem maður býr. Og ég bý í Reykjavík. Vill rækta garðinn Halldór Halldórsson var viss um að snúa ekki aftur í stjórnmálin eftir að hann hætti sem bæjarstjóri á Ísafirði. Honum snerist þó hugur fljótt og örugglega og er haldinn ástríðu fyrir borgarmálum Reykja- víkurbúa. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.