Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Side 38
Helgarblað 31. janúar 201438 Lífsstíll n 60 ára afmæli fagnað í Skálatúni n Áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu við íbúa V ið leggjum mikla áherslu á að þjónustan sé persónu- leg og einstaklingsmiðuð. Horft sé á þarfir einstak- lingsins,“ segir Helgi Hróðmarsson, framkvæmdastjóri Skálatúns. 30. janúar átti Skála- tún 60 ára afmæli en þar hafa þroskahamlaðir búið síðan 1954. Upphaflega átti Skálatún að vera barnaheimili, sérstaklega fyrir börn með þroskahömlun en heimilt væri þó að starfsemin miðaðist við alla aldurshópa. Nú fagnar staðurinn 60 ára afmæli og var af því tilefni blás- ið til hátíðarhalda fyrir íbúa á af- mælisdaginn sjálfan þar sem meðal annars Páll Óskar og Bjartmar Guð- laugsson skemmtu. Stækkað mikið Saga Skálatúns er merkileg og má með sanni segja að margt hafi breyst þar á þessum sex áratugum sem það hefur verið starfrækt. „Fyrst var gert ráð fyrir að þar byggju 17 börn og unglingar. Fyrstu þrjú börn- in fluttu á Skálatún 30. janúar 1954. Fyrstu árin var bara eitt íbúðarhús og þar bjuggu 23 íbúar ásamt starfs- fólki. Það hafa átt sér stað miklar breytingar síðan þá. Núna eru fimm herbergjasambýli og tvö hús með samtals tíu íbúðum. Í dag búa hér 37 íbúar en þeir voru 39 til skamms tíma en því miður féllu tvö þeirra frá undir lok síðasta árs,“ segir Helgi. Sjálfsákvörðunarréttur lykill að lífsgæðum Að sögn Helga er lögð mikil áherslu á að koma til móts við þarfir hvers og eins einstaklings. Ekki er einung- is um að ræða búsetuþjónustu því einnig er þar dagþjónusta og vinna. „Í stefnu okkar er lögð áhersla á einstaklinginn og að veita hverjum og einum einstaklingsmiðaða þjón- ustu. Sjálfsákvörðunarréttur er lykill að lífsgæðum því hverjum manni er nauðsynlegt að fá að velja og hafa áhrif á eigið líf. Starfsfólkið ber ábyrgð á því að örva og þjálfa sjálfs- ákvörðunarrétt einstaklingsins og stuðla að því að fólk þekki sína val- möguleika og afleiðingar þeirra,“ segir hann. Margt breyst Íbúar á Skálatúni sækja dagþjón- ustu og vinnu í vinnustofum Skála- túns en einnig utan Skálatúns. Þar koma einnig einstaklingar til vinnu sem ekki eru búsettir þar. Á vinnu- stofunum er fjölbreytt starfsemi þar sem meðal annars er unnið að pökkun í neytendaumbúðir fyrir ýmis fyrirtæki. Eitt af verkefnum vinnustofanna er skönnun á ljós- myndum. List og handverk skipar stóran sess í starfsemi vinnustofanna og í handavinnustofu er unnið við vefn- að, kortagerð og hönnun ýmissa textílmuna. Afraksturinn er til sölu í galleríinu á staðnum sem er opið alla virka daga og hefur orðið þekkt. Helgi segir gríðarlega margt hafa breyst í málefnum þroskahamlaðra á undanförnum árum til betri vegar. Í tilefni afmælisins verður Skála- tún með opið hús laugardaginn 22. febrúar frá kl. 14.00 til 17.00. Allir eru boðnir velkomnir en þá verður starfsemin kynnt og boðið verður upp á léttar veitingar. n Breytt umhverfi þroskahamlaðra Svipmyndir úr starfinu Hér má sjá skemmtilegar myndir úr 60 ára sögu Skálatúns. Fjör Það var mikið fjör þegar ljós- myndara DV bar að garði í Skálatúni á fimmtudaginn. Þá var Ás vinnustofa að afhenda vinum sínum á Skálatúni gjöf í tilefni afmælisins. Mynd Sigtryggur Ari „Við leggjum mikla áherslu á að þjón- ustan sé persónuleg og einstaklingsmiðuð. Horft sé á þarfir einstaklingsins. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.