Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Qupperneq 44
Helgarblað 31. janúar 201444 Neytendur
D
rög að nýrri reglugerð fyrir
Skráargatið eru nú lögð fram
til umsagnar og gefst al-
menningi, matvælafyrirtækj-
um, dreifingaraðilum og öðrum
hagsmunaaðilum kostur á að koma
athugasemdum á framfæri. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Matvælastofnun.
Í tillögunum sem nú eru lagðar
fram er skerpt á skilyrðum fyrir salt,
mettaðar fitusýrur, sykur og heil-
korn í skráargatsmerktum vörum.
Í drögunum eru tillögur að nýjum
matvælaflokkum en jafnframt er lagt
til að fella einn flokk úr gildi.
Skráargatið er samnorrænt, opin-
bert merki sem finna má á umbúð-
um matvara sem uppfylla ákveðin
skilyrði varðandi samsetningu nær-
ingarefna eins og sagt var frá Í DV
þegar Skráargatið var tekið upp hér
á landi 12. nóvember síðastliðinn.
Markmiðið með Skráargatinu er að
auðvelda neytendum að velja holl-
ari matvöru á einfaldan og fljótlegan
hátt og stuðla að bættu mataræði og
þar með bættri heilsu.
Vörur sem bera
merkið eru holl-
ari en aðrar vör-
ur í sama flokki
sem ekki upp-
fylla skilyrði til
að bera merkið.
Skráargatið hefur
verið í notkun í Sví-
þjóð í tæplega 25 ár
og í Noregi og Danmörku í tæplega
fimm ár.
Í þessari nýjustu endurskoðun
reglugerðarinnar hefur verið lögð
sérstök áhersla á skerðingu saltinni-
halds og sett skilyrði fyrir mettaðar
fitusýrur. Skilyrði um salt í fisk- og
kjötvörum verða innleidd í fyrsta
skipti. Ýmsar breytingar á matvæla-
flokkunum eru einnig fyrirhugaðar.
Nokkrum nýjum flokkum hefur verið
bætt inn í reglugerðina eins og hrís-
grjónum, rúgbrauði og hnetum svo
dæmi séu tekin en einnig er tillaga
um að fella einn flokk úr gildi. n
fifa@dv.is
S
érfræðingar segja hag-
ræðingu í danskri svínakjöts-
framleiðslu hafa komið illa
niður á heilbrigði dýranna.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri danskri heimildamynd
Det store svinerige eða Stóra svína-
ríkið/svínaríið sem sýnd var í danska
ríkissjónvarpinu DR1 nýlega en mik-
il umræða spannst um svínarækt þar
í landi eftir að fjallað var um mál-
ið í sjónvarpsþættinum Borgen eða
Höllin, í fyrra. Myndina er hægt að
horfa á í heild sinni á myndbanda-
síðunni youtube.com.
Þar er vísað í skýrslur þess efnis
að langstærstur hluti danskra svína-
bænda geldi grísi og klippi af þeim
rófuna án deyfingar. Grísir eru
ræktaðir á stórum svínabúum við
slæman aðbúnað og um það bil
þriðjungur svína í sláturstærð er með
magasár.
„Hagræðingin hefur farið úr
böndunum,“ segir Kjeld Hansen
sem rannsakað hefur þróun danskr-
ar svínaræktunar undanfarinn ára-
tug. Í heimildamyndinni segja hann
og fleiri frá áhrifum hagræðingar í
svínarækt á velferð dýranna.
Eitthvað ekki i lagi
„Það er eitthvað ekki í lagi, hvort
sem við lítum á velferð dýranna eða
áhrifin á lofthjúpinn,“ segir Mickey
Gjerris, lektor í lífsiðfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla og einn fræði-
mannanna sem tóku þátt í gerð
heimildamyndarinnar.
Hann útskýrir að halinn hafi verið
klipptur af að minnsta kosti 95 pró-
sentum danskra svína án deyfingar
og mikill meirihluti þeirra hafist við
í stíum þar sem þau eru ófær um að
hreyfa sig.
„Fæst svínin hafa tækifæri til
eðlislægrar hegðunar,“ segir Gjerris.
Handfylli af hálmi
Samkvæmt dönskum lögum eiga
svín að hafa aðgang að nægum
hálmi eða öðru því sem uppfyllir
þörf þeirra fyrir hreiðurgerð.
Lene Juul Pedersen, sem fer fyrir
rannsóknum við dýravísindadeild
Háskólans í Árhúsum hefur rann-
sakað hvað getur talist sem nægilegt
magn í þessu samhengi. Hún seg-
ir best fyrir svínin að fá hálm, hey
eða annað sambærilegt og að hvert
svín ætti að fá um 400 grömm á dag.
Öðruvísi geti svínaræktendur ekki
fullyrt að þeir mæti þörf dýranna til
hreiðurgerðar.
Í raun þurfa svínin hins vegar að
hafa fyrir því að finna hálm í stíun-
um. „Það er misjafnt hvort þeim er
nokkuð gefið. Þar sem þau fá hálm
á annað borð eru það yfirleitt um 10
grömm á svín á dag, það er hand-
fylli,“ segir Pedersen.
Ásættanlegar aðstæður
Svínabændur segja sjálfir að að-
stæðurnar á svínabúunum séu af-
leiðing þess að framleiðslan þurfi að
vera eins fjárhagslega hagkvæm og
mögulegt er.
Fyrirkomulagið hefur gert Dan-
mörku að leiðandi landi í svínakjöts-
framleiðslu í heiminum en árlega
eru seldar úr landi svínaafurðir fyrir
um 30 milljarða danskra króna. Það
samsvarar um 630 milljörðum ís-
lenskra króna.
Martin Merrild, formaður Land-
búnaðar- og matvælaráðs Dan-
merkur sem fer fyrir landbúnaði og
matvælaiðnaði í Danmörku, segir
hagræðinguna þó ekki á kostnað
dýravelferðar.
„Við komum vel fram við svínin
okkar og velferð dýranna hefur ekki
hrakað gegnum tíðina. Reyndar
fengu svínin meiri hálm í gamla daga
en á móti kemur að núna eru óhrein-
indin minni og dýrunum er sinnt
með kerfisbundnari hætti og því bet-
ur en áður,“ segir Merrild.
Of margir dauðir grísir
Merrild viðurkennir að nútímaleg,
hefðbundin, svínaræktun takmarki
tækifæri svínanna til eðlislægrar
hegðunar. „Dýrin okkar ráfa ekki um
skógana heldur ölum við þau í stíum.
Öðruvísi gætum við ekki staðið fyrir
svínakjötsframleiðslu á heimsvísu,“
segir Merrild.
„Eitt af því sem við höfum beint
sjónum okkar að eru afföllin en við
vinnum í að minnka þau því það er
jú hagur bænda að fá sem flest lif-
andi svín út úr ræktuninni,“ segir
Merrild.
Nýlegar skýrslur sína að einn
af hverjum fjórum mjólkurgrísum
drepst fyrir fjögurra vikna aldur,
venjulega úr kulda og hungri. Það
þýðir 25.000 dauðir grísir samtals á
dag. n
n Ný dönsk heimildamynd sýnir nöturlegan veruleika danskra svína
Svínarí í svínarækt
Auður Alfífa Ketilsdóttir
fifa@dv.is „ Fæst svínin hafa
tækifæri til eðlis-
lægrar hegðunar
Svínabú Á þessu skjáskoti úr myndinni
má sjá gyltur í stíum og dauða grísi sem
liggja í hrúgu upp við básinn.
1 Vinnur að markmiðum Það er eitt að dreyma
um hagsæld en annað að stíga
skref í átt að henni. Fólk sem er
áhyggjulaust varðandi fjármál sín
bíður þess ekki að peningar falli
í kjöltu þeirra heldur vinnur að
hagsæld hörðum höndum.
2 Eyðir samkvæmt áætlun Þetta fólk gerir sér grein fyr-
ir því að það eru takmörk fyrir því
hvað það getur gert þegar kem-
ur að fjármálum. Eins og annað
fólk gæti það alveg hugsað sér að
eyða eins og því sýndist en þar
sem það er sjaldnast möguleiki
þá heldur það sig við áætlunina.
3 Greiðir kreditkortaskuldir og yfirdráttarheimildir
Fjárhagsleg hamingja helst í
hendur við fjárhagslega ábyrga
hegðun. Þetta fólk þekkir hættur
kreditkorta og notar þau bara
þegar það er bráðnauðsynlegt og
greiðir reikninginn að fullu hver
mánaðamót.
4 Gerir ráð fyrir fjárhags-legum skakkaföllum
Það gæti litið út fyrir að fólk sem
nýtur hagsældar hafi aldrei fjár-
hagsáhyggjur en það veit sem er
að áföll geta dunið yfir hvenær
sem er og er þess vegna búið
undir þær með varasjóðum og
tryggingum.
5 Lætur bankareikninginn ekki skilgreina velgengni
Þótt þetta fólk vinni hörðum
höndum að því að sjá fyrir sér
og sínum þá áttar það sig á því
að velgengni er ekki eingöngu
skilgreind af upphæðum á inni-
stæðureikningum. Hagsæld felst
líka í því að vita að maður sé á
réttri leið.
6 Nægjusemi Fólk sem nýt-ur hagsældar sýnir ráð-
deild í fjármálum og forðast að
eyða um efni fram og ber sig ekki
saman við aðra. Útgjöld ráðast af
tekjum.
7 Forðast hvatvísi í innkaupum Hvatvísi í
eyðslu fer illa með fjárhagsáætl-
anir. Hagsýnt fólk leyfir skyndi-
hugdettum ekki að ráða því þær
eru örugg leið til að rústa mark-
miðunum.
8 Er upplýstir lántakendur Hvar sem hagsýnt fólk sækir
um kreditkort eða húsnæðislán
ber það alltaf saman mismun-
andi lánamöguleika og vinnur
heimavinnuna til þess að komast
að því hvar bestu kjörin bjóð-
ast. Ef því líka ekki kjörin er það
óhrætt við að hætta við.
9 Leggur fyrir lífeyrissparnað Lífeyrissparnaður er víðs-
fjarri í fjármálahugsun ungs fólks
en vilji fólk lifa við hagsæld á
eldri árum þarf hann að byrja
strax. Hagsælt fólk hugsar til
lengri tíma og veit að ákvarðan-
ir dagsins í dag hafa áhrif á fjár-
hagslega framtíð þess.
10 Gefst ekki upp Bakslög geta orðið jafnvel þótt
áætlanir séu góðar. Fólk miss-
ir vinnuna og þarf að ganga á
sparnað auk þess sem óvæntir
reikningar geta alltaf dúkkað upp.
10 atriði
sem hagsælt fólk
gerir öðruvísi en aðrir
Saltmagn takmarkað í matvælum
Endurskoðun á reglum um Skráargatið