Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 31. janúar 201446 Sport
M
anchester City getur unnið
áttunda leik sinn í röð
þegar liðið tekur á móti
Chelsea í sannkölluðum
toppslag í ensku úrvals-
deildinni á mánudag. Leikurinn á Eti-
had-vellinum verður síðasti leikur 24.
umferðar deildarinnar en hinir leik-
irnir fara fram á laugardag og sunnu-
dag. City hefur verið óstöðvandi á
heimavelli í vetur þar sem liðið hefur
unnið alla 11 leiki sína. Í þeim hefur
liðið skorað 42 mörk og fengið á sig 8.
6–3 fyrir City
City skaust á topp deildarinnar á mið-
vikudagskvöld þegar liðið valtaði yfir
Tottennham, 5–1, á útivelli. Á sama
tíma gerði Chelsea markalaust jafn-
tefli á heimavelli gegn West Ham í
leik þar sem Chelsea hafði mikla yfir-
burði. Fyrir leikinn á mánudag er City
sem fyrr segir á toppnum með 53 stig
en Chelsea í 3. sæti með 50 stig. City
hefur haft þokkalegt tak á Chelsea á
undanförnum árum. Í síðustu 10 leikj-
um þessara liða hefur City unnið sex
leiki, Chelsea þrjá en einn hefur end-
að með jafntefli. Markatalan er 16–12
fyrir City.
Markahrókurinn Sergio Aguero
fór meiddur af velli í leiknum gegn
Tottenham og er óvíst hvort hann
verði með gegn Chelsea.
Nýliðar á Emirates
Arsenal fær kærkomið tækifæri til að
bæta fyrir vonbrigðin gegn South-
ampton í vikunni þegar liðið tekur á
móti Crystal Palace. Nýliðar Palace
eru í þokkalegum málum í 14. sæti
deildarinnar en Arsenal er í 2. sæti
með 52 stig.
Liverpool, sem vann stórsigur gegn
Everton í vikunni, heimsækir The
Hawthorns og mætir WBA. Liverpool
er í 4. sæti með 46 stig en WBA í því
fimmtánda með 22 stig. Þrátt fyrir stór-
tap gegn Liverpool hefur Everton ekki
sagt skilið við baráttuna um 4. sætið.
Liðið er í 6. sæti deildarinnar með
42 stig og tekur á móti Aston Villa á
Goodison Park á laugardag. Villa siglir
nokkuð lygnan sjó um miðja deild þar
sem liðið situr í 10. sæti með 27 stig.
Ellefu af tólf gegn Stoke
Englandsmeistarar Manchester
United hafa átt í talsverðu basli á
leiktíðinni eins og flestum er kunn-
ugt. Liðið vann þó góðan sigur á
Cardiff í vikunni og mætir Stoke á
útivelli á laugardag. United hefur
unnið ellefu af síðustu tólf leikjum
sínum gegn Stoke í öllum keppnum.
United þarf að komast á sigurbraut
ætli liðið sér að eiga möguleika á að
ná fjórða sætinu og þar með sæti í
Meistaradeild Evrópu að ári. United
er í 7. sæti með 40 stig en Stoke í 16.
sæti með 22 stig. n
Ekkert fær stöðvað
Manchester City
n Chelsea heimsækir Manchester City n United unnið 11 af síðustu 12 leikjum gegn Stoke
Allt lagt undir
Leikurinn á mánudag
er einn af stærri leikjum
tímabilsins í enska
boltanum. Með sigri
getur City náð sex stiga
forskoti á Chelsea.
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stuðn-
ingsmaður Luton, er spámaður helgar-
innar. Hann telur að City haldi sigurgöngu
sinni áfram, United vinni annan leik sinn í
röð og Liverpool misstígi sig gegn WBA.
Laugardagur
West Ham- Swansea 0–1
„Ég held að West Ham sé að sökkva hratt
þó það muni ekki gleðja Gylfa Orrason vin
minn að bera fram þann spádóm. Þeir tapa
þarna, 1–0. Það kæmi mér ekki á óvart þó
West Ham færi niður.“
Newcastle United
- Sunderland 0–0
„Newcastle er mun sterkara um þessar
mundir. Ég held samt að þessi leikur endi
með markalausu jafntefli. Það verður
mikið af áhorfendum berum að ofan sem
munu gleðja áhorfendur.“
Stoke - Manchester United 1–2
„Manni sýnist Manchester United hafi aðeins
verið að finna fjölina sína. Þeir klára þetta en
þó ekki með neinni flugelda sýningu.“
Hull - Tottenham 0–3
„Tottenham-menn eiga að vera einu núm-
eri stærri en Hull. Þeir snúa vörn í sókn og
gætu jafnvel unnið nokkuð stóran sigur.“
Fulham - Southampton 2–2
„Draumaleikur hins hlutlausa áhorfanda.
Fulham hefur aðeins gert eitt jafntefli á
þessari leiktíð. Ég held að þeir bæti úr því,
segjum 2–2.“
Everton - Aston Villa 1–2
„Þegar ég byrjaði að fylgjast með fótbolta
var Villa Evrópumeistari og mér fannst það
alltaf töff. Ég held við gætum séð fágætan
útisigur hjá Villa.“
Cardiff - Norwich 1–0
„Er ekki bara tímaspursmál hvenær eig-
andi Cardiff stillir upp liðinu sjálfur? Það er
smá stemning í kringum komu Solskjær og
það virkar. Þetta verður baráttusigur hjá
heimamönnum, 1–0.
Sunnudagur
West Brom - Liverpool 1–1
„Þeir eru orðnir svo roggnir aftur Liverpool-
mennirnir. Þeir eru kátir að vera komnir í 4.
sætið sitt. Þeir verða slegnir rækilega niður
á jörðina og þetta endar með jafntefli.“
Arsenal - Crystal Palace 2–0
„Palace-menn skora ekki mikið og Arsenal
vinnur þetta. Ég er ekki viss um að þetta
verði nein flugeldasýning samt.“
Mánudagur
Manchester City - Chelsea 3–1
„City er á þannig flugi núna að maður sér
ekki svo glatt hvernig það verður stöðvað.
Ég held að þeir vinni þetta, 3–1.
Vissir þú …
… að Crystal Palace hefur tapað 9 af
síðustu 11 leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
… að Fulham hefur tapað 12 af síðustu 15
leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
… að Aston Villa varð á miðvikudag
sjötta liðið til að ná 300 sigrum frá
stofnun úrvalsdeildarinnar.
… að West Ham og Arsenal hafa oftast
haldið hreinu í vetur, eða 10 sinnum.
… að Christian Benteke hefur nú skorað
í þremur úrvalsdeildarleikjum í röð eftir
að hafa ekki skorað í síðustu ellefu þar
á undan.
… að Manchester City hefur nú skorað 66
mörk í deildinni, jafn mörg mörk og allt
síðasta tímabil.
… að aðeins Andy Cole, Alan Shearer,
Ruud van Nistelrooy og Fernando Torres
voru fljótari en Sergio Aguero til að ná 50
mörkum í úrvalsdeildinni.
„Slegnir rækilega niður á jörðina“
Staðan
1 Man.City 23 17 2 4 68:26 53
2 Arsenal 23 16 4 3 45:21 52
3 Chelsea 23 15 5 3 43:20 50
4 Liverpool 23 14 4 5 57:28 46
5 Tottenham 23 13 4 6 30:31 43
6 Everton 23 11 9 3 35:24 42
7 Man.Utd 23 12 4 7 38:27 40
8 Newcastle 23 11 4 8 32:28 37
9 Southampton 23 8 8 7 31:27 32
10 Aston Villa 23 7 6 10 26:32 27
11 Swansea 23 6 6 11 29:33 24
12 Norwich 23 6 6 11 18:35 24
13 Hull 23 6 5 12 22:29 23
14 Cr.Palace 23 7 2 14 15:31 23
15 WBA 23 4 10 9 27:33 22
16 Stoke 23 5 7 11 22:37 22
17 Sunderland 23 5 6 12 22:36 21
18 West Ham 23 4 7 12 22:33 19
19 Fulham 23 6 1 16 22:50 19
20 Cardiff 23 4 6 13 17:40 18
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is