Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Page 47
Helgarblað 31. janúar 2014 Sport 47 Eru þEtta tíu bEstu janúarkaupin? n Félagskiptaglugginn hefur stöku sinnum reynst ensku liðunum vel 8 Steven PienaarLánaður til: Everton Kom frá: Tottenham Ár: 2012 n Vængmaðurinn átti góðan tíma hjá Everton, undir stjórn David Moyes, á árunum 2008 til 2011. Hann vakti athygli annarra liða og var seldur til Tottenham 2011. Þar fann hann sig engan veginn og var lánaður aftur til Everton eftir aðeins tólf mánaða dvöl í London. Hann skoraði ekki eitt deildarmark fyrir Tottenham en setti fjögur á útmánuðum fyrir Everton, og var um sumarið aftur keyptur til liðsins. Þar leikur hann enn. 7 Adam JohnsonKeyptur til: Manchester City Kom frá: Middlesbrough Ár: 2010 n Fyrir nokkrum árum var Adam Johnson einn efnilegasti vængmaður Englendinga. Á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar 2010 gekk þessi fyrrverandi leikmaður Middlesbrough í raðir Manchester City, fyrir sjö milljónir punda. Þar lék hann í tvö ár og skoraði 11 mörk í 73 leikjum. Hann var í City- liðinu sem varð deildarmeistari leiktíðina 2011–2012 og skoraði sex mörk það árið. En samkeppnin er hörð í Manchester-borg og hann var seldur til Sunderland 2012. 6 Andrey ArshavinKeyptur til: Arsenal Kom frá: Zenit St. Petersburg Ár: 2009 n Arsenal kom líklega flestum á óvart með því að spandera fimmtán milljónum punda á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar 2009. Til að byrja með reyndust kaupin frá- bærlega. Arshavin skoraði sex mörk og átti níu stoðsendingar í fimmtán leikjum þann vetur. Leiktíðina 2010–2011 var hann frábær og skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp heil sautján. En þá fór að halla undan fæti og hann naut ekki lengur náðar Wengers. Hann fór aftur til Zenit 2011. 5 Jermain DefoeKeyptur til: Portsmouth Kom frá: Tottenham Ár: 2008 n Harry Redknapp fékk framherjann Jermain Defoe til félagsins í janúar til þess að halda öðrum leikmönnum á tánum í aðdraganda bikarúrslitaleiksins í FA Cup. Defoe hafði leikið í bikarnum með Totten- ham og mátti því ekki spila í þeirri keppni fyrir Portsmouth. En fimmtán mörk skoraði hann í 31 leik fyrir Redknapp í deildinni og myndaði eitrað framherjapar með sóknar- manninum hávaxna, Peter Crouch. 4 Daniel SturridgeLánaður til: Bolton Kom frá: Chelsea n Bolton var í fallbaráttu árið 2010–2011. Í þeirri viðleitni sinni að halda sér uppi fengu þeir hinn stórefnilega Daniel Sturridge að láni frá Chelsea, á lokadegi félagaskipta- gluggans í janúar. Hann reyndist mikill happafengur fyrir félagið og skoraði 8 mörk í 12 leikjum til vorsins. Hann þurfti sannarlega á reynslunni að halda og hefur blómstrað allar götur síðan. Hann hefur nú skorað 21 mark í 28 leikjum fyrir Liverpool, þangað sem hann fór í fyrra. 3 Alvaro ArbeloaKeyptur til: Liverpool Kom frá: Deportivo La Coruna Ár: 2007 n Þann 31. janúar 2007 keypti Liverpool vinstri bakvörðinn frá spænska liðinu fyrir 3,9 milljónir evra. Þetta reyndust frábær kaup fyrir knattspyrnustjórann Rafael Benitez. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans var gegn Lionel Messi og félögum í Barcelona, í einvígi sem Liverpool vann. Leikmaðurinn lék með liðinu í á hálfa þriðju leiktíð áður en risarnir í Real Ma- drid klófestu hann, fyrir miklu hærri upphæð. Bakvörðurinn lék 66 leiki fyrir Liverpool. 2 Asmir BegovicKeyptur til: Stoke Kom frá: Portsmouth Ár: 2010 n Eftir að hafa verið á lánssamningum hjá hinum og þessum félögum, gekk Begovic í raðir Stoke City á síðasta degi félagaskipta- gluggans veturinn 2010. Kaupin litu svo sem þokkalega út á sínum tíma en fáir bjuggust við að leikmaðurinn myndi slá í gegn, eins og raunin varð. Félagið keypti hann á 3,25 milljónir punda en í dag er hann einhver besti markvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni og hefur leikið 110 leiki fyrir Stoke. 1 Luis SuárezKeyptur til: Liverpool Kom frá: Ajax n Eftir að hafa skorað 81 mark fyrir hol- lensku risana, árin 2007 til 2010, þar af 49 síðustu heilu leiktíðina hans fyrir félagið, gekk Suárez í raðir Liverpool fyrir 22,8 milljónir punda, sem þá var félagsmet hjá Liverpool. Síðar keypti félagið Andy Carroll á 35 milljónir punda, leikmann sem gat ekkert í rauðu treyjunni. Suárez hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool og er líklega besti leikmaður ensku deildarinnar eins og sakir standa. M argir knattspyrnustjórar hafa farið flatt á fé- lagaskiptaglugganum í janúar. Almennt er litið svo á að leikmenn sem fengnir eru í janúar, oft á síðustu stundu og til að freista þess að snúa við slæmu gengi, séu ekki góð- ar fjárfestingar. Á því eru augljós- ar undantekningar, eins og þegar Manchester United krækti í Nem- anja Vidic og Patrice Evra 2006, þegar Chelsea keypti Gary Cahilll 2005 og þegar Everton gerði láns- samning við Mikel Arteta, sem síð- ar var keyptur til félagsins. Oft er það á lokadegi félaga- skiptagluggans sem örvæntingin grípur knattspyrnustjóra sem óttast um starf sitt. Þá eru stundum boðn- ar mjög háar upphæðir í leikmenn sem ekki er víst að standi undir væntingum. Bleacherreport hefur tekið saman tíu af bestu kaupunum sem ensk úrvalsdeildarlið hafa gert í janúar – svona í seinni tíð. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Markahrókur Suárez hefur skorað 23 deildarmörk í 18 leikjum á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð þurfti hann 33 leiki til að skora 23 mörk. 10 Andy ReidKeyptur til: Sunderland Kom frá: Charlton Ár: 2008 n Reid var látinn fara frá Tottenham til Charlton árið 2006 og fór með því niður um deild. Árið 2008 keypti Sunderland leikmanninn og gerði reyfarakaup. Hann stóð sig frábærlega með liðinu og lék 32 leiki á fyrsta heila tímabilinu sínu, besta tímabili sem hann hefur átt í boltanum. Reid lék 68 leiki fyrir Sunderland áður en hann var lán- aðar til Sheffield United. Hann leikur í dag með Nottingham Forrest og hefur skorað 16 mörk í 107 leikjum. 9 Robbie KeaneKeyptur til: Tottenham Kom frá: Liverpool Ár: 2009 n Markahrókurinn Robbie Keane hefur marga fjöruna sopið á ferlinum en yfirleitt alltaf skorað mörk. Sumarið 2008 keypti Liverpool hann frá Tottenham, þar sem hann hafði skorað 82 mörk í 197 leikjum. Honum gekk illa að skora í rauðu treyjunni og var aðeins hálft ár í Liverpool. Á síðasta degi janúargluggans gekk hann aftur í raðir Tottenham – þar sem hann skoraði fimmt- án mörk fyrir félagið áður en hann færði sig til Bandaríkjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.