Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Page 60
Helgarblað 31. janúar 201460 Fólk
Eyðilagði næstum kjólinn
Jennifer Lawrence borðaði Doritos í búningnum
B
andaríska Óskarsverð
launaleikkonan Jennifer
Lawrence var næstum því
búin að eyðileggja hvíta
kjólinn, sem hún klæddist
í American Hustle, með snakkáti.
Lawrence er þekkt fyrir afslapp
aða og hispurslausa framkomu og
hefur ósjaldan talað um ást sína
á mat í viðtölum og svo virðist
sem matarást hennar nái alla leið
inn á kvikmyndasettið. Búninga
hönnuður myndarinnar, Michael
Wilkinson, sagði frá því í viðtali á
dögunum að Lawrence hafi næst
um því eyðilagt hvíta kjólinn með
því að borða appelsínugult Doritos
er hún klæddist honum en krydd
mylsna af snakkinu fór á kjólinn
og skildi eftir sig blett. Wilkinson
hafði sem betur fer vit á að útbúa
fleiri en einn kjól fyrir leikkonuna,
en alls voru fjórir eins kjólar saum
aðir á Lawrence fyrir myndina.
Wilkinson er tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir búninga
hönnunina í American Hustle,
en myndin er alls tilnefnd til tíu
Óskars verðlauna, þar á meðal sem
besta myndin. Lawrence er til
nefnd sem besta leikkona í auka
hlutverki og gætu það því orðið
önnur Óskarsverðlaunin hennar í
röð. Verðlaunin verða afhent þann
2. mars næstkomandi. n
1 Dwayne JohnsonDwayne „The Rock“ Johnson var
sá leikari sem þénaði mest allra á síð-
asta ári. Hann lék í myndunum G.I. Joe,
Pain and Gain og Fast and Furious 6 og
þénaði 1,3 milljarða Bandaríkjadala, eða
um 150 milljarða íslenskra króna.
2 Robert Downey Jr.Robert Downey
Jr. hefur löngum verið
með hæst launuðu
leikurum heims en
árið 2013 lék hann
í Iron Man 3 og
þénaði 1,2 milljarða
Bandaríkjadala, eða
138,3 milljarða króna.
3 Steve Carell
Grínleikarinn góð-
kunni, Steve Car-
ell, þénaði 964
milljónir dollara,
um 111,1 milljarð
króna, á síðasta ári.
Hann lék í myndunum The Way Way
Back, The Incredible Burt Wonderstone
og Despicable Me 2, en sú síðastnefnda
var næsttekjuhæsta mynd ársins.
4 Vin DieselÁ árinu 2013
þénaði Vin Diesel
887 milljónir
Bandaríkjadala,
en það eru um
102,3 milljarðar
íslenskra króna. Líkt
og Dwayne Johnson lék
hann í Fast and Furious 6 en hún fékk
mikla aðsókn og halaði inn 789 milljónir
dollara í miðasölu.
5 Sandra Bullock
Sandra Bullock er
tilnefnd til Ósk-
arsverðlaunanna
fyrir leik sinn í
Gravity. Myndin
hlaut afar góða að-
sókn sem hefur skilað
sér í kassann hjá Bullock því hún þénaði
862 milljónir dollara árið 2013, eða um
99,4 milljarða króna.
Hæst launuðu
leikarar 2013
topp 5
B
arkhad Abdi er ein ótrúleg
asta stjarnan í Hollywood.
Ólíkt þeim fjölmörgu leikur
um sem reyna fyrir sér í borg
englanna svo árum skiptir til
að slá í gegn hafði Abdi aldrei leikið
áður en hann hreppti hlutverk í verð
launamyndinni Captain Phillips.
Hann kunni heldur ekki að synda,
þrátt fyrir að stærsti hluti myndar
innar sé tekinn á sjó, og þurfti að
leggja mikið á sig fyrir hlutverkið
en hann hefur nú verið tilnefndur
til Óskarsverðlaunanna fyrir eins
taka frammistöðu sem sjóræninginn
Muse.
Vann sem límósínubílstjóri
Barkhad Abdi fæddist í Mogadishu
í Sómalíu 10. apríl 1985. Fjölskylda
Abdi fluttist þó stuttu síðar til Jemen
þar sem hann ólst upp sem barn
og árið 1999, þegar Abdi var fjórtán
ára, flutti fjölskyldan til Minnea
polis í Minnesota í Bandaríkjunum.
Þar sótti hann meðal annars tíma í
verkfræði við Minnesota State Uni
versity Moorhead en lauk þó ekki
námi. Eftir að hafa unnið við ýmis
störf, meðal annars sem afgreiðslu
maður í verslun, plötusnúður og síð
ar límósínubílstjóri, heyrði Abdi af
áheyrnarprufum fyrir Hollywood
kvikmynd og ákvað að slá til, en sú
ákvörðun átti eftir að breyta lífi hans
til frambúðar.
Tók stjórnina í hópnum
Framleiðendur Captain Phillips
ákváðu að halda áheyrnarprufur í
Minneapolis til að leita að leikur
um í hlutverk sómalska sjóræningj
ans Abduwali Muse og áhafnar hans.
Borgin varð fyrir valinu því þangað
hafa fjölmargir Sómalar flust í gegn
um tíðina en alls komu rúmlega þús
und manns í áheyrnarprufur fyrir
hlutverkin fjögur sem í boði voru.
Ekki leið á löngu þar til Abdi og þrír
félagar hans höfðu verið settir saman
í hóp sem sjóræningjahópurinn til
að sjá hvernig þeir ynnu saman. Fjór
menningarnir pössuðu vel saman og
hófu sjálfir að æfa sig undir hlutverk
in en Abdi var fljótur að taka stjórn
ina og stýra æfingunum. Þóttu þeir
passa einstaklega vel saman sem
hópur og Abdi henta vel sem leiðtogi
þeirra, skipstjórinn Muse.
Strangur undirbúningur
Abdi og hinir sjóræningjarnir þrír,
þeir Barkhad Abdirahman, Faysal
Ahmed og Mahat M. Ali, þurftu að
gangast undir strangan undirbún
ing fyrir kvikmyndina þar sem Abdi
lærði meðal annars að synda.
„Paul [Greengrass, leikstjóri
myndarinnar] sagði okkur að hann
væri ekki bara að leita að leikurum –
hann vildi að við yrðum sjóræningj
ar,“ sagði Abdi eitt sinn í viðtali um
myndina. „Svo með vikum af stífum
æfingum og harðri þjálfun urðum
við sjóræningjar. Ég kunni ekki að
synda. Ég þurfti að læra að klifra. Það
var ekki í boði að vera hræddur.“
Fjórmenningarnir þurftu líka að
læra að stýra sjóræningjabátnum
eins og þeir hefðu alist upp á honum,
en sú þjálfun tók nokkrar vikur áður
en þeir gátu farið með bátinn út á sjó.
Hefur nóg á sinni könnu
Líkt og fyrr segir hefur Abdi vakið
mikla lukku fyrir túlkun sína á sjóræn
ingjanum Muse og hefur þegar hlotið
fern verðlaun og þrettán tilnefningar
fyrir leik sinn í myndinni, þar á með
al Óskarstilnefningu sem besti leikari
í aukahlutverki. Óvenjuleg aðkoma
Abdi að kvikmyndabransanum hef
ur vakið mikla athygli vestanhafs og
hefur hann verið fenginn í ófáa sjón
varpsþætti í kjölfarið.
Abdi hyggst flytja til Los Angeles
í febrúar næstkomandi til að fylgja
draumum sínum um frekari kvik
myndaleik eftir en um þessar mund
ir er hann að leikstýra kvikmynd í
heimalandi sínu, Sómalíu, en hann
hefur áður leikstýrt nokkrum tón
listarmyndböndum. Auk þess hefur
hann verið fenginn til að lesa hand
rit að nokkrum sjónvarpsþáttum svo
hann hefur nóg á sinni könnu og það
verður spennandi að fylgjast með
þessum efnilega leikara á komandi
árum. n
Lærði að synda fyrir
Captain Phillips
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
n Barkhad Abdi hafði aldrei leikið áður n Tilnefndur til Óskarsins
Flottir Abdi ásamt
mótleikara sínum,
Tom Hanks.
Abduwali Muse
Abdi í hlutverki sínu
sem sjóræningja-
foringinn Muse.
„Ég kunni ekki að
synda. Ég þurfti
að læra að klifra. Það
var ekki í boði að vera
hræddur.
Með matarást
Lawrence hefur
ósjaldan rætt um ást
sína á mat í viðtölum.
Bieber segist
saklaus
Kanadíska poppstirnið Justin
Bieber segist saklaust af því að
hafa ráðist á límósínubílstjóra í
Toronto í Kanada, í lok desem
ber. Bieber var
fyrir skömmu
ákærður fyr
ir líkamsárás
en hann fór
sjálfur til lög
reglunnar til
að láta taka
fingraför og
mynd. Málið
verður dómtekið 10. mars. Máls
atvik eru óljós en fram hefur kom
ið að bílstjóri hafi keyrt Bieber og
fimm aðra farþega af næturklúbbi
í Toronto 30. desember. Til átaka
hafi komið og að einhver farþeg
anna hafi lamið bílstjórann ítrekað
í höfuðið og svo yfirgefið vettvang
áður en lögreglu bar að. n