Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 31. janúar 201462 Fólk
G-blettur
í Nepal
Sjónvarpskonan Sigríður Elva
Vilhjálmsdóttir á ekki sjö dag-
ana sæla á Facebook. Logi Berg-
mann, vinnufélagi hennar á
Facebook, kemst reglulega inn
á aðganginn hennar og sendir
frá sér ýmislegt í hennar nafni.
Á þriðjudag var sett klippa úr
þættinum Kolla sem fjallaði um
leit að G-blettinum. Við færsl-
una stóð: „Við Teitur Þorkels-
son fundum minn í Nepal.“ Var
þar átt við kærasta Sigríðar. Hún
mun þó ekki hafa verið á Face-
book og höfðu vinir hennar Loga
grunaðan um að hafa komist inn
á aðgang hennar aftur.
„Raggi og konan í Bónus“
Fylgst er með ferðum fræga fólksins á Íslandi
Í
slendingar eru þekktir fyrir að
vera nokkuð sama um frægt fólk
og hvort sem það eru Hollywood-
stjörnur sem heimsækja landið
eða þjóðþekktir Íslendingar fá
flestir að ganga óáreittir um göturn-
ar og sinna sínu daglega amstri. En
nú er fræga fólkið ekki lengur óhult
því Facebook-hópurinn Frægir á ferð
leggur áherslu á einmitt hið gagn-
stæða. Þar birtast, líkt og nafnið gefur
til kynna, myndir sem almenningur
hefur tekið af fræga fólkinu á ferðinni
og eru margar þeirra ansi skemmti-
legar. Má þar til dæmis finna myndir
af Ólafi Ragnar í IKEA, Gísla Marteini
í göngutúr með hundinn og Ingi-
björgu Pálmadóttur í röðinni á Bæj-
arins beztu en þeir „frægu“ einstak-
lingar sem á hópinn hafa ratað koma
úr öllum áttum og meira að segja sér-
stakur saksóknari fær ekki frið.
Meðlimir hópsins eru nú rúmlega
1.500 talsins en hópurinn er opinn
sem þýðir að allir geta fylgst með því
sem þar fer fram, en hver sem er getur
tekið mynd af einhverjum frægum og
sett þar inn. Þeir sem áður voru laus-
ir við paparazzi-ljósmyndara og brjál-
aða aðdáendur gætu því þurft að hafa
varann á til að halda einkalífinu út af
fyrir sig hér eftir. n
Hákarlasjómenn
eftirminnilegastir
Sigríður Halldórsdóttir segist ekki eltast við skrítið fólk
Á
huginn þróaðist hægt og ró-
lega en ég byrjaði í þessum
bransa eftir menntaskóla
þegar ég starfaði sem skrifta á
fréttastofu Ríkissjónvarpsins.
Það var aldrei neinn æskudraum-
ur hjá mér að starfa í sjónvarpi en
með starfinu á fréttastofunni kvikn-
aði áhugi á að fá að takast á við stærri
og meiri verkefni,“ segir sjónvarps-
konan Sigríður Halldórsdóttir sem
áhorfendur þekkja úr Landanum.
Mastergráða í alþjóða-
samskiptum
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sig-
ríður starfað á RÚV í átta ár með
hléum. Hún og fjölskylda henn-
ar komu heim í sumar eftir árs dvöl
í Barcelona þar sem Sigríður tók
mastergráðu í alþjóðasamskiptum.
Hlæjandi segist hún ekki nota nám-
ið mikið í vinnunni. „Ekki beint en
ég hef áhuga á þessu og langaði til að
bæta við mig menntun.“
Sigríður, sem ólst upp í Vík í Mýr-
dal og á Hvolsvelli en býr nú í Reykja-
vík, segir vinnuna við Landann
skemmtilega og fjölbreytta. „Það er
gaman að fá tækifæri til að hitta allt
þetta fólk sem maður hefði annars
ekki tækifæri til að hitta og tala við
það um hluti sem maður hefði aldrei
annars fengið að forvitnast um. Í
starfinu förum við víða og hittum
marga. Hópurinn sem stendur að
Landanum er líka mjög góður og
skemmtilegur svo það er gaman í
vinnunni.“
Saknar stelpunnar sinnar
Sigríður þarf að ferðast um landið
til að taka upp efni fyrir þáttinn.
„Við förum vítt og breitt. Oftast kem
ég heim að kvöldi en stundum för-
um við í lengri ferðir. Í síðustu viku
fór ég á sunnanverða Vestfirði í ferð
sem átti að vera þriggja daga en varð
fjögurra daga vegna ófærðar. Í svona
tilfellum getur verið svolítið erfitt að
vera í burtu frá litlu stelpunni minni.
Ég hugga mig við að ég er örugg-
lega uppteknari af aðskilnaðinum en
hún, sem er bara í góðu yfirlæti hjá
pabba sínum á meðan.“
Innt eftir eftirminnilegasta við-
mælandanum nefnir hún hákarla-
sjómenn á Vopnafirði. „Ég fór með
tveimur hákarlasjómönnum út á
Héraðsflóa til að vitja um hákarla-
línu sem þeir höfðu lagt. Þetta var
mjög skemmtileg ferð og ég var
ánægð með innslagið sem við gerð-
um svo úr myndefninu. Þetta voru
flottir karakterar, þessir sjómenn,
svo þeir koma fyrstir upp í hugann.
Þetta er einmitt það skemmtilega við
vinnuna; ég efast um að ég hefði far-
ið á hákarlaveiðar nema af því að ég
er í þessu starfi.“
Alls konar fólk
Sigríður segir það misskilning að
Landinn elti uppi skrítið og sérviturt
fólk úti á landi. „Við leggjum einmitt
ekki upp úr því heldur reynum við
að tala við ósköp venjulegt fólk,
sem er að gera áhugaverða og eftir-
tektarverða hluti. Fólk er auðvitað
af öllu tagi, en viðmælendur Land-
ans eru ekki skrítnari en hver ann-
ar. Svo tökum við líka efni upp á höf-
uðborgarsvæðinu því við lítum svo
á að landinn sé úti um allt land þótt
við förum eflaust meira en flestir út á
landsbyggðina.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Það er gaman að
fá tækifæri til að
hitta allt þetta fólk sem
maður hefði annars ekki
tækifæri til að hitta.
Nýkomin heim Sig-
ríður kom heim í sumar
eftir ársdvöl á Spáni.
Erpur
genginn út
Rapparinn Erpur Eyvindarson
er kominn með kærustu. Það
var tímaritið Séð og heyrt sem
greindi frá þessu en sú heppna
heitir Sigrún Erlingsdóttir. Munu
þau hafa verið að hittast um
nokkurt skeið en sambandið
núna orðið opinbert. Erpur er vel
þekktur sem rapparinn Blaz Roca
en einnig sem vinsæll sjónvarps-
maður þar sem hann sló í gegn
fyrir nokkrum árum sem Johnny
International.
Kynnir íslenska
veitingastaði
Matarbloggarinn Eva Laufey
Hermannsdóttir var fengin til að
sýna blaðamönnum frá tímariti
breska stjörnukokksins Jamie
Oliver íslenska veitingastaði
síðastliðinn miðvikudag. Þetta
skrifar Eva á bloggsíðu sína en
hún hefur getið sér góðan orðstír
í matreiðslu og er einn vinsælasti
matarbloggari landsins.
„Í dag eyddi ég deginum með
blaðamönnum frá Jamie Oli-
ver tímaritinu í Bretlandi. Við
löbbuðum um Reykjavík og ég
sýndi þeim marga dásamlega
veitingastaði sem við erum svo
heppin að eiga. Það var ekki
leiðinlegt að monta sig af góða
og fjölbreytta matnum okkar hér
á Íslandi,“ skrifar Eva Laufey á
bloggsíðu sína.
Í Bónus „Raggi og konan í Bónus,“ stendur
við þessa mynd af Ragga Bjarna.
Á Bæjarins beztu „Á sumum veitinga-
stöðum er engin VIP-röð,“ stendur við þessa
mynd af Ingibjörgu Pálmadóttur í röðinni á
Bæjarins beztu.
Herbert á ferð Þessi mynd náðist af
söngvaranum Herberti Guðmundssyni fyrir
skemmstu.