Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Síða 35
Bílar 7Helgarblað 28. febrúar 2014 F ord hóf innreið sína á raf- bílamarkaðinn í lok árs 2011 þegar Ford Focus Electric var fyrst settur á markað. Bíllinn er ekki kominn í sölu hér á landi, en Brimborg stefnir að því að hefja sölu á bílnum í lok árs. Stefnt hefur verið að því síðustu tvö ár og nú er útlit fyrir að hægt verði að kaupa bílinn á Evrópumarkaði í stað þess að kaupa hann frá Bandaríkjunum. Snöggur og lipur Blaðamaður fékk að reynsluaka ein- um slíkum bíl sem til er hér á landi, en hann var fluttur inn í fyrra frá Bandaríkjunum. Óhætt er að segja að upplifunin var allt öðruvísi en búist var við. Í raun var munurinn svo lít- ill að ekki var hægt að finna mikinn mun á keyrslu hans og annarra nýrra sjálfskiptra bíla, líkt og Toyota Yar- is-tvinnbílsins. Í rólegum innanbæj- arakstri var munurinn sérstaklega lítill og það eina sem auðvelt er að benda á er vélarhljóðið, sem er auð- vitað ekkert í þessum bíl. Þegar út á stofnbrautir var komið tók annað við. Á Sæbraut þurfti að gefa aðeins í og bíllinn lék sér að því. Togkrafturinn er ótrúlegur og bíllinn er mjög snöggur á fyrstu metrunum. Ef slökkt er á útvarpinu heyrist ekkert nema dauft veghljóð og hljóð vegna vindmótstöðu, þegar bílinn er kom- inn á þokkalegan hraða. Bíllinn er um 150 hestöfl og er ekki nema sex sekúndur að komast upp í 100 kíló- metra hraða. 100 kílómetra hleðsla Blaðamaður var hissa. Hann bjóst við því að finna verulega fyrir því að bíllinn væri ekki knúinn áfram af bensínvél. Svo var alls ekki. Bíll- inn er útbúinn líkt og um hefðbund- inn sjálfskiptan bíl væri að ræða og ekkert við hann er öðruvísi en í nú- tímabílum. Í raun er það eina sem breytist að lítið sem ekkert þarf að greiða fyrir eldsneyti. Rafmagns- reikningur heimilisins hækkar, en hækkunin er aðeins brot af elds- neytiskostnaði hins hefðbundna bensínbíls. Bíllinn er vel búinn og allt er til alls. Hægt er að forrita lyklana þannig að bíllinn lagar sig að þeim stillingum sem viðkomandi hef- ur sett inn, svo sem hraðatakmark- anir, hljóðstyrk útvarps og fleira í þeim dúr. Hleðslan á rafgeyminum dugir í 100 kílómetra akstur, sem er í raun nokkuð lág tala samanborið við Tesla S, sem fer 500 kílómetra á einni hleðslu. Um 5–7 tíma tekur að full- hlaða bílinn, á venjulegri hleðslu- stöð í heimahúsi. n „Vindurinn gerir mörgum skráveifu“ Ódýrasta bílaleiga landsins stækkar ört Þ að er búið að vera mjög mikið að gera í vetur,“ segir Sigurður Smári Gylfason, einn þriggja stofnanda SADcars og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Í kring- um 200 bílar eru í eigu fyrirtækisins og hefur um það bil helmingur bíla- flotans verið leigður út í allan vetur. SADcars hefur allt frá stofnun boðið upp á ódýrustu bílaleigu á Íslandi – sem kemur til vegna þess að bílarnir eru eldri en gengur og gerist á bíla- leigum. „Aðalástæðan er sú að við erum með eldri bíla, að meðaltali 10 ára gamla,“ útskýrir Sigurður Smári, en meðalaldur bíla á Íslandi er einmitt í kringum 11–12 ár. „Meðalaldurinn hefur hækkað svo rosalega mikið. Við reynum að halda verði eins lágu og við getum. Það er enginn sérstak- ur leyndardómur á bak við það.“ SADcars hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum tíðina. Flest allar pantanir fara í gegnum vefinn þeirra, en 99 prósent þeirra sem eiga í viðskiptum við Sigurð og fé- laga eru túristar. Því leggja þeir mikla áherslu á að viðskiptavinir tryggi sig fyrir ferðalögin. „Vindurinn gerir mörgum skrá- veifu,“ segir Sigurður Smári. Túristar eru óvanir vindinum á Íslandi og hafa þeir brennt sig á því að skilja dyrnar eftir opnar á bílunum. Sigurður Smári vonast til þess að fyrirtækið stækki enn frekar og munu þeir leggja áherslu á að bjóða upp á rausnarlegt verð í framtíðinni. „Við munum vonandi stækka jafnt og þétt með áframhaldandi vexti í ferðamannabransanum,“ segir Sig- urður Smári að lokum. n ingolfur@dv.is Ferðamenn að stærst- um hluta SADcars býður upp á allar gerðir bíla. Mynd Facebook-Síða SadcarS Snöggur og snar n Ford Focus Electric prófaður n Lítið frábrugðinn „venjulegum“ bílum rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Ford Focus electric Bíllinn er glæsilegur og grillið minnir á Aston Martin. Myndir rögnvaldur Már Þægilegur Bíllinn er þægilegur í akstri og innanrýmið er snyrtilegt. lítið skott Mikið fer fyrir rafhlöðunni í skottinu, sem fyrir vikið tekur ekki mikið af farangri. Það er kannski óþarft, þegar aðeins er hægt að komast 100 kílómetra á hleðslunni. innanbæjarbíll Vel fer um farþega í bíln- um og hann gæti auðveldlega þjónað sem innanbæjarbíll fyrir litla fjölskyldu. Hleðslutengið Ljósið í kringum tengið verður blátt þegar rafhlaðan er fullhlaðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.