Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 10
Helgarblað 28.–31. mars 201410 Fréttir E mbætti sérstaks saksóknara mun að öllum líkindum kæra frávísunarúrskurðinn í málinu gegn Hannesi Smárasyni, fyrrverandi for­ stjóra og stjórnarformanni FL Group, út af millifærslunni út úr FL Group árið 2005. Ákærunni í mál­ inu gegn Hannesi var vísað frá á miðvikudaginn á grundvelli van­ reifunar: „Engar skýringar er að finna í röksemdum fyrir því hvern­ ig ákærði lét millifæra fjármunina,“ segir í niðurstöðu dómarans, Guð­ jóns Marteinssonar. Embættið hef­ ur frest þar til í dag, föstudag, til að kæra úrskurðinn. Líkt og DV hefur margoft fjallað um snýst málið um tæplega þriggja milljarða króna millifærslu út úr FL Group í apríl 2005. Peningarn­ ir voru millifærðir af bankareikn­ ingi FL Group og inn á bankareikn­ ing Fons, fjárfestingarfélags Pálma Haraldssonar, en félagið notaði peninga svo til að greiða fyrir danska flugfélagið Sterling. Fons seldi Sterling svo til FL Group á uppsprengdu verði nokkrum mánuðum síðar og átti svo eftir að kaupa það aftur af FL Group fyrir enn hærri upphæð í gegnum ann­ að félag. Vantar lýsingu á brotinu Ákæruefnið í málinu er fjárdráttur og byggir meint sakarefni á því að Hannes hafi misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður FL Group þegar hann fyrirskipaði millifærsl­ una. Líkt og DV hefur fjallað um lét Hannes annan starfsmann FL Group stofna sérstakan reikn­ ing í Kaupþingi í Lúxemborg til að taka við millifærslunni. Tölvupóst­ ur frá Hannesi mun einnig vera til í málinu sem og frekari gögn frá Lúxemborg sem sýna fram á hvert peningarnir fóru og hvern­ ig en embætti sérstaks saksóknara beið lengi eftir þessum gögnum frá Lúxem borg. Þessi bankagögn eru lykil atriði á bak við þá staðreynd að hægt var að ákæra í málinu. Dómarinn í málinu var hins vegar ekki sannfærður um sakar­ efnið við lestur ákærunnar. Orðrétt segir í úrskurði hans: „Í ákærunni segir að ákærði hafi látið millifæra þessa fjármuni af bankareikningi FL Group hf. í Kaupthing Bank Lux­ embourg S.A., yfir á reikning Fons eignarhaldsfélags í sama banka. Ekki er í ákærunni nánari lýsing á því hvernig ákærði lét gera þetta en fram kom við munnlegan málflutn­ ing vegna frávísunarkröfunnar að ákærði neitar sök í málinu.“ Verknaðarlýsingu á meintum fjárdrætti Hannesar vantar því í ákæruna að mati dómarans. Embættið getur lýst verknaðinum Það sem virðist vera vandamálið í málinu er að embætti sérstaks saksóknara hafi ekki lýst því með nægilega ítarlegum og nákvæmum hætti hvernig Hannes Smárason kom að millifærslunni á peningun­ um og hvernig. Miðað við þau gögn og þær upplýsingar sem fyrir ligg­ ur að embættið hefur þá ætti það að geta lýst aðkomu Hannesar með nákvæmari hætti. Embætti sérstaks saksóknara getur kært úrskurðinn til Hæsta­ réttar Íslands. Að öllum líkindum verður þetta gert. Fari svo að Hæsti­ réttur staðfesti niðurstöðu Héraðs­ dóms Reykjavíkur þá mun emb­ ætti sérstaks saksóknara geta ákært aftur í millifærslumálinu með ná­ kvæmari og ítarlegri hætti. Stað­ festing Hæstaréttar á úrskurði Hér­ aðsdóms Reykjavíkur myndi hins vegar ekki koma sér vel fyrir emb­ ættið. Hugsanlegt er að niðurstaða Hæstaréttar varðandi annað mál sem vísað var frá dómi í héraði, Aserta­málið, muni hafa ákveðið fordæmisgildi í Hannesarmálinu. Ef Hæstiréttur Íslands snýr við frá­ vísun héraðsdóms í því máli, sem snýst um meint gjaldeyrislagabrot, er afar líklegt að rétturinn muni einnig fallast á að ákæran í máli Hannesar hafi verið vanreifuð en báðum málunum var vísað frá á grundvelli vanreifunar í ákæru. n Kæra líklega úrskurð í Hannesarmáli n Ákæran talin ófullægjandi n Betri lýsingu á aðkomu Hannesar vantaði „Nánar tiltekið lét ákærði [Hannes Smára- son] 22. apríl 2005 millifæra 46.500.000 bandaríkjadali af bankareikningi FL Group hf. nr. 002-1006036216 í útibúi Danske Bank í New York í Bandaríkjunum inn á bankareikning FL Group hf. nr. 401301 í Kaupthing Bank Luxembourg S.A., sem ákærði hafði látið stofna 17. apríl 2005, en samkvæmt sérstöku umboði, sem barst síðastnefndum banka 20. apríl 2005, hafði ákærði fullt og ótakmarkað umboð til ráðstafana á fjármunum félagsins á þeim bankareikningi. Hinn 25. apríl 2005 var 45.864.241,84 bandaríkjadölum skipt yfir í 2.875.000.000 íslenskra króna í gjaldeyrisviðskiptum á áðurnefndum reikningi FL Group hf. í Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Sama dag lét ákærði millifæra 2.875.000.000 króna af sama bankareikningi yfir á bankareikning Fons eignarhaldsfélags hf. nr. 401098 í sama banka en ráðstöfunin var ekki í þágu FL Group hf. eða hluti af lögskiptum félagsins. Millifærslan var framkvæmd án vitundar, og þar með samþykkis, þáverandi for- stjóra, fjármálastjóra og annarra meðlima í stjórn FL Group en ákærða. Sama dag var fjárhæðinni skipt yfir í 260.889.292,20 danskar krónur og 375.000.000 danskra króna millifærðar af sama reikningi Fons eignarhaldsfélags hf. yfir á bankareikning þáverandi eiganda Sterling Airlines A/S. Takmörkuð lýsing í ákæru Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Engar skýringar er að finna í röksemdum fyrir því hvernig ákærði lét millifæra fjármunina. Ekki búið hjá Hannesi Sérstakur saksóknari mun áfrýja frávísunarúr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hannesar Smára- sonar til Hæstarétt- ar Íslands. Léttara yfir landanum Íslendingar eru nú mun bjart­ sýnni á ástand og horfur í efna­ hags­ og atvinnumálum miðað við seinni helming síðasta árs, ef marka má Væntingavísitölu Gallup fyrir marsmánuð. Grein­ ing Íslandsbanka gerir þetta að umtalsefni á vef sínum og vísar í Capacent Gallup sem birti niður­ stöður vísitölunnar í vikunni. Vísitalan hækkaði um tæp níu stig milli febrúar og mars og mælist hún nú 94,8 stig. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar frá því í júní í fyrra og hefur hún raun­ ar aðeins tvisvar mælst hærri frá því í apríl 2008; það gerðist í maí og júní í fyrra þegar vísitalan fór upp í 101 stig. Ef vísitalan er und­ ir hundrað eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. „Þrátt fyrir að VVG fari ekki yfir 100 stigin í þetta sinn, og Íslendingar teljist því ekki enn almennt bjartsýnir á ástandið í efnahags­ og atvinnumálum þjóðarinnar, þá teljum við ekki ólíklegt að með hækkandi sól fari vísitalan yfir 100 stigin,“ segir í frétt Greiningar Íslandsbanka. Sveik út vörur Héraðsdómur Suðurlands sak­ felldi á fimmtudag konu fyrir fjársvik, en hún greiddi fyrir vör­ ur með debetkorti sem var ekki í hennar eigu. Alls sveik hún út vörur fyrir 27.513 krónur, meðal annars í verslun Olís á Hellu og á Bestu útihátíðinni sem haldin var á Gaddstaðaflötum í júlí í fyrra. Konan viðurkenndi brotin, en hún hefur þrívegis áður gerst brotleg við lög. Héraðsdómur ákvað að fresta ákvörðun um refsingu. Fellur hún niður að liðnum tveimur árum, að því gefnu að konan haldi sig réttu megin laganna. Ekki refsað fyrir þjófnaði Héraðsdómur Suðurlands hefur sakfellt konu fyrir þjófnað í versl­ un Samkaupa á Selfossi. Í þrjú skipti, frá 25. júlí í fyrra til 30. september, stal konan vörum úr versluninni. Meðal annars stal hún kjöti, sósu, handspritti, frönskum kartöflum og gosi. Konan játaði brotin en hún hef­ ur sex sinnum áður sætt refsingu, þar af tvisvar fyrir auðgunarbrot. Í september í fyrra var konan dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Var það mat dómsins að þjófnaðarbrotin úr verslun Samkaupa hefðu ekki leitt til þyngri refsingar en henni var gert að sæta þegar hún var dæmd í sex mánaða fangelsi. Af þeim sökum var konunni ekki gerð sérstök refsing í málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.