Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 12
Helgarblað 28.–31. mars 201412 Fréttir
M
ikil óvissa er um hver efna
hagsleg áhrif skuldarniður
fellingar ríkisstjórnarinn
ar verða í raun og veru.
Spár Seðlabanka Íslands
og greiningafyrirtækisins Analytica
eru mjög ólíkar og gera ráð fyrir mis
munandi afleiðingum. Forsenda þess
að áhrifin verði hófleg er að gengi
krónunnar haldist stöðugt og að verð
bólgu verði haldið í skefjum. Þetta
kemur fram í greinargerð með frum
varpi fjármálaráðherra um niðurfell
ingar á verðtryggðum fasteignalánum
einstaklinga á árunum 2008 og 2009.
Í lagafrumvarpinu heldur ríkis
stjórnin því einnig opnu að leið
réttingarhluti lána muni enda á herð
um lántakenda aftur, fáist ekki árlegt
fjármagn frá Alþingi.
Fjármögnun ákveðin árlega
Ríkisstjórnin getur ekki skuldbundið
Alþingi til að veita fjármagni í aðgerð
irnar. Samþykkja þarf árlegt fjármagn
til þeirra í hverjum fjárlögum fyrir sig.
Það þýðir að þrátt fyrir ákvörðunina
núna verður framkvæmd niðurfell
inganna háð ákvörðun Alþingis hverju
sinni. Það verður þó að teljast ólíklegt
að núverandi stjórnvöld hætti við eða
dragi úr aðgerðunum. Því til viðbót
ar er ekki ljóst hversu dýrar aðgerð
irnar munu reynast ríkissjóði þar sem
heildarumfang aðgerðarinnar kemur
ekki í ljós fyrr en hún er þegar hafin.
Heildarumfangið mun ekki liggja
fyrir fyrr en að loknu umsóknarferli en
gert er ráð fyrir að það verði næstkom
andi haust. Stefnt er að því að opna
fyrir umsóknir um niðurfellinguna frá
15. maí næstkomandi og það standi
til 1. september. Á blaðamannafundi
sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra og Bjarni Benedikts
son, fjármála og efnahagsráðherra,
héldu um aðgerðina á miðvikudag
kom fram að reiknað sé með að lang
flest heimili nýti sér hana. Af því leið
ir að kostnaðurinn er metinn á um 72
milljarða króna auk vaxta og verðbóta.
Veruleg óvissa og áhættuþættir
„Ljóst er að mikil óvissa er um heildar
áhrif aðgerðanna og áhættuþættir eru
fjölmargir,“ segir í athugasemdum
með frumvarpi fjármálaráðherra. Þar
er rakið hverjir helstu áhættuþættirn
ir eru samkvæmt greiningum sem
Seðlabanki Íslands gerði annars vegar
og greiningarfyrirtækið Analytica hins
vegar. Talsverður munur er á þessum
tveimur greiningum enda byggjast
þær á ólíkri aðferðafræði. Báðar bera
þær þó með sér þá miklu óvissu sem
felst í efnahagslegum áhrifum að
gerðanna, eins og það er orðað í
athugasemdunum.
Greining Seðlabanka Íslands er
mun umfangsmeiri en sú sem fyrir
tækið Analytica framkvæmdi og er
gjarnan vísað í. „Munar ekki síst um
það að fjárfesting, nafnlaun og vaxta
stig eru innri breytur í líkani Seðla
bankans en ekki í greiningu Ana
lytica,“ segir um mun á greiningunum.
„Þjóðhagsleg áhrif aðgerðanna eru til
tölulega mild samkvæmt greiningu
Analytica þótt talsverðra örvandi
áhrifa geti gætt á fjárfestingu í íbúðar
húsnæði. Spá Seðlabankans gerir ráð
fyrir mun meiri áhrifum.“
Ýtir undir einkaneyslu og verðbólgu
Báðum aðilum ber saman um að að
gerðirnar leiði til lækkaðrar greiðslu
byrði en Seðlabankinn telur að sú
staða ýti undir þjóðarútgjöld á grund
velli aukinnar einkaneyslu. Það muni
svo hafa þau áhrif að verðbólga auk
ist, vextir hækki og fjárfesting verði
minni en ella. Auknar inngreiðslur í
séreignarlífeyrissparnaðarsjóði gætu
haldið aftur af aukningu einkaneysl
unnar á meðan þær vara. Það er þó
tímabundin aðgerð en til þess fallin að
auka á fjárfestingu í íbúðarhúsnæði.
Það mun þó velta talsvert á framgangi
og útfærslu annarra tillagna ríkis
stjórnarinnar; afnámi verðtryggingar
og framtíðarskipan húsnæðismála.
Seðlabankinn spáir því að að
gerðirnar leiði til þess að vöxtur
einkaneyslu verði fjórum prósentum
meiri á þriggja ára tímabili en annars
hefði orðið. Analytica er heldur
ekkert vitað um
afleiðingarnar
n Efnahagsleg áhrif og kostnaður skuldaniðurfellinganna er óljós
20.000
15.000
10.000
5.000
0 0–0,5 m. 0,5–1 m. 1–1,5 m. 1,5–2 m. 2–2,5 m. 2,5–3 m. 3–3,5 m. 3,5–4 m.
Svona skiptist niðurfærslan
Súlurnar sýna hvernig niðurfærslan
skiptist á milli heimila. Stærsta
súlan sýnir þannig að 20 þúsund
heimili fá leiðréttingu sem nemur
frá hálfri til einnar milljónar króna.
hóflegri í sinni spá og gerir aðeins ráð
fyrir 0,4 prósenta vexti umfram það
sem annars hefði orðið. Fjármála
ráðuneytið telur þetta hins vegar of
mat þar sem ekki sé gert ráð fyrir því
að við höfuðstólslækkunina muni
vanskil og jöfnunarreikningar vegna
greiðslujöfnunar fyrst lækka.
Allt dregið frá
Líkt og í tillögum sérfræðingahóps
ins sem vann upphaflegu niðurfell
ingartillögurnar fyrir ríkisstjórnina er
gert ráð fyrir að allar fyrri afskriftir og
niðurfærslur komi til frádráttar þeim
rétti sem fólk kann að eiga til niður
fellingar nú. Þá verður afskriftun
um líka fyrst beitt á jöfnunarreikning
vegna greiðslujöfnunar, sé til staðar
skuld á honum við framkvæmd niður
fellingarinnar, sem mun þýða að í ein
hverjum tilfellum finni fólk ekki fyrir
niðurfellingunni með sama hætti og
annars hefði verið.
Á síðasta kjörtímabili voru 107,94
milljarðar afskrifaðir eða veittir í sér
stakar vaxtabætur til skuldara. Lang
mestu skilaði 110 prósenta leiðin svo
kallaða þar sem fasteignalán voru
færð niður um samtals 46 milljarða
króna. Greiðslufrestanir námu svo 33
milljörðum króna, sérstakar vaxta
bætur 12,3 milljörðum, greiðslujöfn
un hjá Íbúðalánasjóði 7,6 milljörðum
og sértæk skuldaaðlögun 7,3 millj
örðum. Allar tölurnar eru fengnar úr
skýrslu sérfræðingahópsins sem nú
verandi stjórnvöld skipuðu.
Ekki greint eftir eignastöðu
Athygli vekur að í yfirliti sem birtist
með frumvarpinu um skiptingu
niðurfellinganna eftir heimilum
er ekki tiltekið hvernig niðurfell
ingin skiptist miðað við eignir fjöl
skyldnanna sem eiga í hlut. Skoðað
er hvernig skipting niðurfellingar
innar er eftir árstekjum heimil
is, eftir fjölskyldustærð, eftirstöðv
um fasteignaláns og aldursbilum.
Skuldaaðgerðirnar hafa einna helst
verið gagnrýndar fyrir það að verið
sé að færa fé úr ríkis sjóði og afhenta
það eignafólki sem þarf ekki á því að
halda. Ekki er gerð tilraun til að svara
þessari gagnrýni eða skýra stöðuna í
skýringum með frumvarpinu.
Samkvæmt þeim greiningum sem
liggja fyrir munu tæplega 40 prósent
af milljörðunum sem verja á til að
gerðanna fara til heimila með árs
tekjur umfram átta milljónir. Um
44 prósent niðurfellingarinnar fara
í hlut heimila með árstekjur undir
sex milljónum króna. Meðalfjárhæð
niðurfærslunnar hækkar eftir því sem
heimilistekjur eru hærri. Það er vegna
þess að þau heimili eru að jafnaði
skuldugri en þau sem eru tekjulægri.
Hlutfall fjárhæðar niðurfærslunnar
og árstekna er aftur á móti hærra hjá
tekjulægri heimilunum.
Pólitíska staðan líka óljós
Það er ekki bara efnahagslegar af
leiðingar aðgerðanna sem eru óljós
ar heldur einnig pólitískar afleiðingar
þeirra. Frækinn sigur framsóknar
manna má að miklu rekja til fyrir
ferðarmikilla loforða um skuldaniður
fellingu og ríkisstjórnarsamstarfið
er reyst á grundvelli þess og loforðs
um afnám verðtryggingar. Kjósendur
hafa beðið lengi eftir að sjá loforðin
koma til framkvæmda þrátt fyrir að
innan við ár sé frá kosningum. Fylgi
og stuðningur við ríkisstjórnina hefur
hrunið frá kosningum. Líklega kem
ur það ekki í ljós fyrr en aðgerðirnar
eru komnar til framkvæmda að fullu
hvaða áhrif þær muni hafa á pólitíska
stöðu þeirra Sigmundar Davíðs og
Bjarna og flokka þeirra. n
Í hnotskurn
n 67.000 heimili eiga
rétt á niðurfellingu
n Meðalfjárhæð niður-
fellingar er 1,1 milljón
n 5.000 heimili sem
áttu lán 2009 fá ekkert
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is