Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 14
14 Fréttir
V
afi leikur á hvort ný
kærunefnd útlendinga-
mála geti talist óháður
og sjálfstæður úrskurðar-
aðili. Samkvæmt frum-
varpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkisráðherra til breytinga á
útlendingalögum sem liggur fyrir
Alþingi mun innanríkisráðherra
sjálfur skipa alla nefndarmenn án
aðkomu annarra aðila. Þetta geng-
ur þvert gegn því sem lagt var upp
með þegar hugmyndir um nýja
kærunefnd útlendingamála komu
fram á síðasta kjörtímabili. Allar
ákvarðanir Útlendingastofnun-
ar, sem teknar eru á grundvelli
útlendingalaga, verða kæranlegar
til nefndarinnar, þar á meðal um-
sóknir flóttafólks um hæli hér á
landi. Í frumvarpi Hönnu Birnu er
gert ráð fyrir því að staða formanns
kærunefndarinnar verði auglýst en
einu skilyrðin þau að hann hafi lok-
ið fullnaðarprófi í lögum. Í frum-
varpinu er ekki tilgreint hvern-
ig skipun annarra nefndarmanna
verður háttað en þeir verða einnig
skipaðir af innan ríkisráðherra.
Rauði kross Íslands er á
meðal þeirra aðila sem gera sér-
stakar athugasemdir við það
hvernig fyrir hugað er að skipa
kærunefndina. Í umsögn Rauða
krossins sem lögð hefur verið fyrir
allsherjar- og menntamálanefnd
segir að tryggja þurfi að ekk-
ert gefi tilefni til að draga óhlut-
drægni og sjálfstæði nefndar-
innar í efa. Þá hvetja samtökin til
þess að allsherjar- og mennta-
málanefnd endurskoði ákvæð-
ið og geri breytingatillögur um
skipan nefndarinnar „með það að
leiðarljósi að sem minnstur vafi
leiki á um sjálfstæði hennar, t.d.
með tilnefningu frá Dómarafélagi
íslands og Alþingi.“ Fleiri hafa efa-
semdir um að úrskurðarnefndin
geti talist sjálfstæður og óháður
úrskurðaraðili þegar ráðherra get-
ur skipað í hana að eigin geðþótta.
Átti að vera óháð ráðherra
Hingað til hafa ákvarðanir
Útlendingastofnunar verið kæran-
legar til innanríkisráðuneytisins.
Þetta hefur Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna ítrek-
að gagnrýnt þar sem ráðuneytið
geti ekki talist óháður úrskurðar-
aðili. Árið 2011 skipaði Ögmundur
Jónas son, fyrrverandi innanríkis-
ráðherra, sérstakan starfshóp um
málefni útlendinga utan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES), sem falið
var að gera tillögur að breytingum
á lögum þegar kemur að aðgengi
þeirra að landinu. Var sérstök
kærunefnd í útlendingamálum eitt
af þeim atriðum sem starfshópur-
inn skoðaði, og fyrirkomulag slíkra
kærumála á Norður löndunum.
Árið 2012 kom svo út skýrsla
þar sem starfshópurinn lagði fram
tillögur að breytingum. Þær birt-
ust síðar í frumvarpi Ögmundar
til setningu nýrra heildarlaga um
útlendinga sem lagt var fyrir Al-
þingi á síðasta kjörtímabili en
dagaði þar uppi. Þar var gert ráð
fyrir því að þriggja manna nefnd
mæti hæfi umsækjenda og að ráð-
herra væri óheimilt að víkja frá
því mati. Jafnframt skyldu aðrir
nefndarmenn skipaðir eftir tilnefn-
ingu Mannréttindastofnunar Ís-
lands og Mannréttindaskrifstofu
Íslands. Þá var sérstaklega tiltekið
að annar skyldi hafa sérþekkingu
á flóttamanna- og hælismálum og
hinn á útlendingamálum í breiðari
skilningi. Ekkert af þessu hefur skil-
að sér inn í frumvarp Hönnu Birnu.
„Útvötnuð kærunefnd“
Halla Gunnarsdóttir fór fyrir starfs-
hópnum. Hún hefur gagnrýnt þær
hugmyndir sem birtast í þeim
breytingum á útlendingalögum sem
nú liggja fyrir þinginu. Í grein henn-
ar sem bar fyrirsögnina „Útvötnuð
kærunefnd“ og birtist í Fréttablað-
inu þann 27. febrúar síðastliðinn,
sagði hún það vekja furðu hvernig
núverandi innanríkis ráðherra,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefði
útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir
í innanríkis ráðuneytinu. Halla sagði
það jákvætt að ráðherrann héldi á
lofti þeim tillögum sem náðist víð-
tæk sátt um á síðasta kjörtímabili en
að forsenda þess að setja á laggirnar
sjálfstæða kærunefnd væri hins
vegar sú að hún yrði að vera „óháð
ráðuneytinu.“
Sú væri hins vegar ekki raunin
sé litið til þess að ráðherrann muni
sjálfur skipa nefndina: „Með þessu
móti er því þveröfugt farið. Tveir
af þremur fulltrúum verða skipað-
ir af ráðherra einum og hafa þar af
leiðandi úrslitaáhrif í öllum mál-
um sem nefndin fær til meðferðar.
Þetta fyrirkomulag kemur ekki til
móts við þá gagnrýni sem íslensk
stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavett-
vangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir
þarf því að skýra hvers vegna þessi
leið er farin. Alþingi breytir frum-
varpinu vonandi til betri vegar
þannig að réttarbótin sem það
kveður á um verði raunveruleg.“
Áfram dæmt í fangelsi
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-
lögmaður er einn af þeim sem hafa
gert sérstakar athugasemdir við
það hvernig kærunefndin verður
skipuð. Bendir hann á að sam-
kvæmt skýrslu starfshóps um mál-
efni útlendinga utan EES hafi verið
lagt til að formaður kærunefndar-
innar yrði tilnefndur af Dómara-
félagi Íslands, og tveir meðstjórn-
endur yrðu tilnefndir annars vegar
af Mannréttindaskrifstofu Íslands
og hins vegar af Alþingi. „Er það
í samræmi við skipan dönsku úr-
skurðarnefndarinnar (Flygtninge-
nævnet),“ segir í umsögn Ragnars
sem liggur fyrir Allsherjar- og
menntamálanefnd.
Eins og fyrr segir gerir Rauði
krossinn svipaðar athugasemdir.
Í umsögn Hermanns Ottóssonar,
framkvæmdastjóra Rauða krossins
á Íslandi, þar sem hann fjallar um
kærunefndina segir að það þurfi
að vera hafið yfir allan vafa að
slík kærunefnd sé óhlutdræg og
sjálfstæð. „Tryggja þarf að skipan
nefndarinnar sé sannarlega með
þeim hætti að ekkert gefi tilefni til
að draga óhlutdrægni og sjálfstæði
nefndarinnar í efa,“ segir meðal
annars í umsögninni og leggur
Rauði krossinn til að nefndarmenn
verði til dæmis valdir með tilnefn-
ingu frá Dómarafélagi Íslands og
Alþingi. Þá er einnig tekið fram
að málafjöldi hjá kærunefndinni
megi ekki verða þess valdandi að
kærumál er varða alþjóðlega vernd
tefjist í afgreiðslu með tilheyrandi
óþægindum fyrir þá sem í hlut
eiga.
Eins og DV greindi nýlega
frá munu íslensk yfirvöld halda
áfram að refsa flóttafólki fyrir að
koma hingað til lands á fölsuðum
skilríkjum. Þrátt fyrir að þetta sé
eitt af þeim atriðum sem Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur gagnrýnt hvað harðast
þegar kemur að meðferð hælisleit-
enda hér á landi, og að hér sé um
skýr brot á Flóttamannasamningi
Sameinuðu þjóðanna að ræða, er
ekkert kveðið á um breytingar á
þessu í nýjum útlendingalögum
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. n
Helgarblað 28.–31. mars 2014
Kærunefnd Hönnu
Birnu gagnrýnd
n Vafi á sjálfstæði kærunefndar útlendingamála n Ráðherra skipar nefndarmenn
Rauði krossinn gagnrýnir Hermann
Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða
kross Íslands, gerir athugasemdir við það
að innanríkisráðherra sjálfur muni skipa
kærunefndina.
Fór fyrir starfshópi Halla Gunnarsdóttir
fór fyrir starfshópi sem skoðaði meðal
annars kærunefndir á Norðurlöndum.
Niðurstaða þeirra var sú að nefndarmenn
yrðu meðal annars skipaðir eftir tilnefningu
Mannréttindastofnunar Íslands og Mann-
réttindaskrifstofu Íslands. Mynd SigtRygguR ARi
Horfir til danmerkur Ragnar Aðalsteins-
son hæstaréttarlögmaður gerir athugasemd-
ir við skipan kærunefndarinnar og vísar
meðal annars til þess hvernig slík kærunefnd
er skipuð í Danmörku. Mynd RóbeRt ReyniSSon
Jón bjarki Magnússon
jonbjarki@dv.is
„Tveir af þremur full-
trúum verða skipaðir
af ráðherra einum og hafa
þar af leiðandi úrslitaáhrif
í öllum málum sem nefndin
fær til meðferðar