Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 18
Helgarblað 28.–31. mars 201418 Fréttir Hrædd um starfsfólk „Við vissum ekkert hvað gæti gerst. Við notuðum sama inngang bakdyra megin og í húsinu er í raun innan- gengt alls staðar. Okkur fannst þetta ógn við starfsfólk okkar sem var að koma snemma á morgnana og fara seint á kvöldin. Það var kannski bara ein stúlka að loka og maður vissi ekkert í hvaða ástandi fólkið var. Við lentum ekki í neinu hættulegu, en við urðum vör við þessi krakkagrey,“ segir hún. Starfsfólk Baðhússins hafði ítrekað samband við eiganda hússins til að fá hann til að loka hæðunum og hindra aðgang ung- menna að húsinu. Erfitt að hitta ungmennin Þá hafi það tekið mjög á að hitta ungmenni, jafnvel börn sem höfð- ust við í húsnæðinu. Á öðrum stað í sama húsi hafðist svo við eldra fólk sem hafði komið sér haganlega fyrir, þrátt fyrir að hafa engan leigusamn- ing eða heimild til að vera í hús- inu. „Okkur var mjög brugðið. Þetta voru alveg kornungir krakkar. Við komumst eiginlega að þessu þegar að starfsmenn meðferðarheimila fyrir unglinga voru að koma og leita að krökkunum,“ segir hún og segir að þeir hafi beðið starfsfólk Baðhússins að hafa samband ef það yrði vart við umgang þarna og unga krakka. „Þau komu svo kannski og sóttu þau, en svo komu þau bara aftur,“ segir hún. Áttu ekki samleið „Við mæðgurnar áttum ekki leið saman,“ segir móðir sem átti dóttur í heimi fíkniefnanna. Þangað leiddist hún sem unglingur í menntaskóla en á þeim tíma voru börn sjálfráða 16 ára og því ekkert sem hægt var að gera. „Ég lét aldrei lýsa eftir henni, en lögreglan gerði það einu sinni. Ég fór frekar bara að leita að henni og reyndi að fá hana heim. Sem betur fer tókst mér stundum að ná til vina hennar sem sögðu mér hvar hún var. Svo fórum við foreldrarnir bara og sóttum hana. Þetta var oft í hræði- lega ógeðslegum íbúðum – svo ég tali ekki um ástandið á þeim sem bjuggu þar,“ segir hún. Skárra í dópbæli? „Ég spurði hana einu sinni: Er virki- lega svona hræðilegt heima, viltu frekar vera í þessum viðurstyggilegu dópistabælum?“ segir móðirin. Sjö ár eru liðin frá því að dóttir hennar sneri við blaðinu, þá hafði hún eign- ast barn sem foreldrar hennar tóku að sér. „Að byggja upp traust eftir svona er nánast óyfirstíganlegt. En það var bara ekkert annað í boði í mínum huga. Við vorum heppin að þetta gekk upp. Ég þekki alltof mörg dæmi um að það geri það ekki. Hún þurfti að fá að hitta drenginn og ég vildi auðvitað fá stelpuna mína aftur,“ segir hún. „Núna sér maður stöðugt myndir af börnum í stroki. Mér líður alltaf illa þegar ég sé þetta.“ Úrræðaleysið algjört „Það er gríðarlegt úrræðaleysi þegar kemur að þessum börnum,“ segir Sigurbjörg Sigurðardóttir, einn stofn- enda samtakanna Olnbogabörnin. Samtökin voru stofnuð fyrir aðstand- endur barna með áhættuhegðun en týndu börnin falla mörg hver undir þá skilgreiningu. „Ég myndi segja flest, ef ekki öll. Hvort sem þau koma af brotnum heimilum, hafa lent í kynferðislegu ofbeldi eða eru félags- lega illa stödd,“ segir Sigurbjörg. Sjálf hefur hún gengið í gegnum ýmislegt með dóttur sína sem er sextán ára. Í fyrra kom hún ásamt eiginmanni sínum fram í Kastljósi þar sem þau sögðu frá því þegar þau með aðstoð handrukkara sóttu dóttur sína, sem þá var fimmtán ára, í fíkniefnagreni. Þar fundu þau hana út úr heimin- um vegna eiturlyfjaneyslu liggjandi á dýnu í íbúð þar sem einnig voru fimm eldri karlmenn. Í Kastljósviðtalinu gagnrýndu þau úrræðaleysi stjórnvalda en dótt- ir þeirra átti ekki að komast í með- ferð strax. Eftir umfjöllunina komst hún hins vegar í meðferð og hefur nú verið edrú síðan. Sigurbjörg þekkir vel þann heim sem f oreldrar þeirra barna sem fara út á þessa braut glíma við. Seinagangur „Við í Olnbogabörnum höfum verið að gagnrýna þetta úrræðaleysi og seinagang sem virðist einkenna kerfið okkar gagnvart þessum börn- um. Það er ekki eðlilegt að biðin eftir því að koma barni í meðferð geti ver- ið ár eða eitthvað álíka.“ Hún segir sárlega vanta úrræði fyrir börn sem glíma við geðrænan vanda og eru í neyslu. „Það þarf fyrst og fremst einstaklingsmiðuð úrræði. Við höfum nokkur úrræði en þau henta alls ekki öllum og það er stór hópur sem þau henta engan veginn fyrir. Það eru engin sértæk úrræði fyrir börn sem eru með geðrænan vanda eða greiningar til dæmis. Við höfum Stuðla, Lækjarbakka, Hamar- skot og svo höfum við Laugaland og Háholt. Enginn af þessum stöðum er til dæmis þannig séð í stakk bú- inn til að taka við þessum börnum, BUGL lokar á þess börn um leið og þau eru komin í neyslu og 33 A tek- ur ekki við þeim fyrr en þau ná 18 ára aldri.“ Passa hvergi inn Hún segir þessi börn oft eiga við verulega félagslega erfiðleika að stríða. Líkt og dóttir hennar sem aldrei hafði passað inn neins stað- ar. „Það vilja öll börn tilheyra ein- hverjum hópi. Mín stelpa passaði aldrei inn. Hún var sett í allar íþrótt- ir og námskeið sem voru í boði en hún tolldi aldrei í neinu. Þegar hún svo kynnist þessum krökkum sem eru í neyslu þá passaði hún loks- ins inn og var tekin inn í hópinn. Þessi börn eru nefnilega velkomin í þessa hópa.“ Brotin sjálfsmynd Dóttir hennar var í slagtogi við miklu eldri menn meðan á neysl- unni stóð. „Mín stelpa var komin í samband við mjög vafasama menn fyrir 13 ára aldur. Þetta er hópur manna sem sækir í þessar stelpur. Það segir sig auðvitað sjálft að ung- menni með brotna sjálfsmynd og fullorðnir einstaklingar sem tengd- ir eru við undirheimana eiga enga samleið. Það er þó staðreynd að margir af þessum einstaklingum gera út á þetta. Koma sér í kynni við ungar stelpur, bjóða þeim á rúnt- inn, gefa þeim dóp, kaupa handa þeim föt og svo framvegis og þegar þær eru orðnar háðar, jafnvel langt leiddar í neyslu þá er þeim hent í burtu og þeir finna sér nýjar, yngri og saklausari stelpur.“ Fela stelpurnar „Þessir menn eru að fela stelpur þegar þær eru í stroki. En það er einmitt eitt af því sem þarf að breyta. Í dag er lagaramm- inn þannig að það er foreldranna eða forráðamanna að kæra þessa menn, en það þarf að breyta þessu og setja valdið yfir á Barnavernd eða löggjafarvaldið,“ segir Sigur- björg. Þetta eru oft og tíðum hættuleg- ir menn og foreldrar kæra þá ekki af hræðslu við að fá þá heim. Hún segir erfitt að vera foreldri í þessum sporum, að horfa upp á litla barnið sitt vera komið á þenn- an stað. Samtökin Olnbogabörnin voru stofnuð til þess að vera stuðn- ingur fyrir þessa foreldra og til að knýja á um lausnir. Sigurbjörg seg- ir miklar brotalamir vera í kerfinu þegar kemur að þessum börn- um. Til dæmis þegar börn komi úr meðferð þá sé lítill stuðningur. „Það vantar eftirmeðferð sem fylgir þeim eftir í langan tíma. Þau koma til baka, falla ekki inn í gamla vina- hópinn og vilja ekki fara vera með gömlu neyslufélögunum. Þau upp- lifa sig oft svo ein. Það vantar al- mennilega eftirfylgni. Það myndi spara ríkinu mikið fé að fá þessi mál í lag og bjóða upp á fjölbreytt- ari lausnir.“ Nánari upplýsingar um samtök- in Olnbogabörn er að finna á síð- unni: olnbogabornin.is. n Slæm umgengni Nágranni sem DV ræddi við sagðist varla hafa trúað því þegar sófar og rúm voru borin út úr húsinu. „Ég veit ekki hvernig þau komu þessu þarna inn,“ sagði hann. „Viltu frekar vera í þessum viðurstyggilegu dópista- bælum? Byrjaði að dópa 11 ára Ég sagði alltaf já „Ég byrjaði í neyslu þegar ég var 11 ára. Ég kynntist eldri krökkum og fannst ég loksins passa inn,“ segir 16 ára stelpa sem hefur verið edrú í að verða ár. Hún byrjaði ung að fikta við eiturlyf en henni hafði gengið illa félagslega og fannst hún hvergi eiga heima. Þegar hún komst í kynni við fólk í neyslu fannst henni hún hafa fundið sinn farveg. Foreldrar hennar komust ekki að neyslunni strax. „Ég kynntist eldri krökkum í skólanum og fór þá að fikta við að reykja gras. Ég vildi aldrei segja nei því ég var svo hrædd um að þau myndu hafna mér. Þannig ég sagði alltaf já strax. Í gegnum þau kynnt- ist ég svo eldra fólki. Ég dópaði með þeim og hékk í alls konar grenum,“ segir hún. Fyrst um sinn voru krakkarnir sem hún umgekkst aðeins nokkrum árum eldri en það var fljótt að breytast. „Þegar ég var orðin svona 12–13 ára var ég farin að hanga með mönnum um tvítugt og eldri. Elsti var að verða fimmtugur. Þá var ég tólf ára. Við hittumst oft og hann gaf mér dóp.“ Hún segir flesta þá sem hún var í félags- skap með hafa vitað hvað hún var gömul. „Ég held að flestir hafi vitað það, sumir hafa kannski haldið að ég væri 15–16 ára en ég trúi ekki öðru en að flestir hafi vitað það.“ Hún segist fljótt hafa sogast inn í þennan heim neyslu. „Ég hékk í alls konar dóp- grenum, á viðbjóðslegum stöðum. Þessi dópgreni eru yfirleitt lítil herbergi, með kannski einni þunnri dýnu og allt á kafi í dópi. Draumur fyrir dópista.“ Yfirleitt fékk hún eiturlyfin gefins en stundum þurfti hún að gera fólki greiða til þess að fá efni. „Stundum stal ég og sumir voru beðnir um að selja sig,“ segir hún en neitar að hafa veitt kynlífsgreiða gegn dópi en segir marga gera það. „Þær fara til eldri karla sem þær telja vera stóru gæjana í undirheimunum. Þegar maður kemur út úr þessu þá áttar maður sig á því að þessir karlar nota þessar ungu stelpur til þess að totta sig og gera alls konar hluti fyrir sig. Þær halda að það sé voða flott. Þessir menn eru yfirleitt á aldrinum 30–50 ár. Elsti sem ég var með var held ég 48 ára.“ Hún segist hafa verið 12 ára þegar hún byrjaði að vera í kringum þann mann. Hvað eiga 12 ára gamalt barn og 48 ára gamall maður sameiginlegt? Um hvað töluðuð þið? „Hann gaf mér bara fullt af dópi og það var það eina sem við töluðum um,“ segir hún. Oft er það svo að börnin hreinlega vilja ekki láta finna sig, þau vilja bara vera í sínum heimi. „Ég kem ekki frá vondu heimili og mamma mín var frábær mamma. Þegar ég var fimmtán ára þá fór ég í strok og ég fór eiginlega aldrei aftur heim. Ég vildi það bara alls ekki,“ segir karlmaður sem er nú tæplega þrítugur. Hann segir að slæmur félagsskapur sem hann leiddist út í eftir langvarandi einelti í grunnskóla hafi reynst örlagaríkur. „Ég kynntist nokkrum krökkum sem voru á mínum aldri fyrir utan einn sem var miklu eldri en ég. Núna þegar ég er orðin fullorðinn þá sé ég að þessi eldri strákur stjórnaði okkur alveg. Hann gat alltaf reddað okkur dópi í fyrstu, en svo þurftum við að fara að gera eitt og annað til að fá fixið,“ segir hann. Það gat verið þjófnaður en oft tengdist það kynferðislegum athöfnum. „Við gerðum ýmislegt,“ segir hann en segist ekki geta rætt það frekar, það sé einfaldlega of erfitt. „Mér finnst erfitt að tala um þennan tíma. Ég var tæplega tvítugur þegar afi minn lést og ég áttaði mig á því að ég hafði ekki talað við hann í fjögur ár. Þá fannst mér þetta allt í einu svo tilgangslítið og erfitt og ég vildi bara deyja og fara til afa,“ segir ungi maðurinn og segir að hann hafi verið byrjaður að sakna fjölskyldu sinnar eftir lítil tengsl í áraraðir. „En svo finnst mér eins og afi hafi eigin- lega bara bjargað mér,“ segir hann. „Því ég hefði getað dáið, en ég gerði það ekki. Mér fannst eins og hann væri að bjarga mér þegar þetta gerðist því eftir það fékk ég aðstoðina sem ég þurfti.“ En leiðin til baka var mun erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund. „Ég hélt alltaf að það væri bara ekkert mál að hætta. Mér fannst erfitt að slíta mig frá hluta af hópnum, en suma var mjög gott að vera laus við. Það sem var kannski erfiðast af öllu var að vinna upp traust fjölskyldunnar og sérstaklega mömmu. Að mæta aftur í barnaafmæli var stórt skref,“ segir hann. Langvarandi fíkniefnaneysla og harður heimur undirheimanna hafði einnig gert það að verkum að félagsþroski hans var lítill og langt á eftir jafnöldrum hans. „Það tók mig svona fimm ár að verða endalega edrú og byrja að ná réttum þroska eftir þetta allt og stundum á ég mjög erfitt með aðstæðurnar,“ segir hann en bætir við að stöðug sjálfskoðun, virk þátttaka í tólf spora samtökum og stuðningur fjölskyldunnar hafi reynst honum vel. „Ég er samt alltaf fíkill og það er stutt í að ég falli eða leiti aftur í þetta líf. Það þarf ekkert mikið til, en ég tek ákvörðun á hverjum degi, stundum oft á dag, að vera í núinu.“ Hélt að það væri ekkert mál að hætta n Ég vildi bara deyja og fara til afa n Tók hann fimm ár að ná sama þroska og jafnaldrarnir Kústurinn Svo virðist sem einhver hafi ætlað sér að laga til og tekið með sér kúst í húsnæðið. Sjónvarp Gamalt sjónvarp og DVD-diskar voru í húsnæðinu, sem og rúm og sófar. Greinilegt var að ungmennin höfðu verið þar um tíma. Rekur meðferðarheimili Pétur Brodda- son rekur meðferðarheimili fyrir ungar stúlkur á Laugalandi. Mynd AKuREyRi ViKuBlAð „Ég var með kveikt á símanum allan tímann en svaraði ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.