Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Side 60
Helgarblað 28.–31. mars 201452 Fólk Nálgunarbann á eltihrelli PoppstjarnanTaylor Swift fékk ný- lega samþykkt nálgunarbann á mann sem hafði elt hana og áreitt síðastliðin þrjú ár. Maðurinn, sem er 33 ára og heitir Timothy Sweet, hafði meðal annars haft í hót- unum um að „drepa hvern þann mann sem stæði í vegi fyrir hon- um og Swift“ og hótaði að myrða John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem og ættmenni Swift. Sweet hefur einnig margoft lýst yfir ást sinni á söngkonunni, sem hann kallaði eiginkonu sína á netinu, ásamt því að senda henni óteljandi ástarbréf í pósti. Í máls- gögnum um nálgunarbannið kemur fram að Swift hafi þótt hegðun mannsins „virkilega ógn- vekjandi fyrir mig og fjölskyldu mína.“ Sweet þarf héðan í frá að halda sig í 90 metra fjarlægð frá söngkonunni, hið minnsta. Vill hætta að leika Chris Evans, sem leikur hina ró- lyndu ofurhetju Captain America sagði nýlega í viðtali við Variety að hann vilji hætta að leika og snúa sér að leikstjórn. Leikarinn sagði að hann sæi ekki fyrir sér að hann héldi leik sínum áfram eft- ir að samningur hans við Marvel rennur út. Evans leikstýrði sinni fyrstu mynd fyrir stuttu. „Mig hefur lengi langað til að leikstýra en mér gefst aldrei tími til þess. Það er alltaf önnur mynd og ann- að hlutverk sem tekur við. Ég var kominn á þann punkt að ég hugs- aði bara að ég yrði að gera þetta.“ Cooper næsti Indiana Jones? Svo virðist sem Lucasfilm og Dis- ney skipti Harrison Ford út fyrir næstu mynd um Indiana Jones. Ford hefur leikið Indy í fjórum myndum fram að þessu og það virðist ekki vera vilji til þess að fá hann aftur í þeirri fimmtu. Leik- arinn Bradley Cooper hefur verið orðaður við hlutverkið og mun hann þá líklega leika Jones í nýj- um þríleik. Fjórða myndin um ævintýri Jones kom út árið 2008 og fékk afar slaka dóma. Sú stað- reynd rennir styrkum stoðum undir orðróminn um að leitað sé að nýjum leikara í hlutverkið. R apparinn og sjónvarpskynn- irinn Nick Cannon virðist hafa komið sér í vandræði með nýju tónlistarmynd- bandi við lagið Looking for a Dream sem hann gaf út á dögunum. Í myndbandinu er Cannon málaður eins og hann væri hvítur, en nýja platan hans ber einmitt heitið White People Party Music. Rapparinn, sem er kvæntur söngkonunni Mariuh Carey, hefur átt í vök að verjast á veraldarvefnum vegna at- viksins. Viðbrögðin við mynd- bandinu voru lík- lega ekki þau sem hann bjóst við en Cannon hefur feng- ið að heyra það frá aðdáendum og öðrum sem saka hann um kynþáttahatur með athæfinu. Sam- félagsmiðlar loguðu vegna neikvæðra viðbragða og end- aði Cannon á því að setja færslu á Twitter þar sem hann bað fólk um að halda ró sinni. „Fólk elskar drama! Við nærumst á því. Slakið bara á og skemmtið ykkur!“ stóð í færslunni. Til að réttlæta athæfið benti hann svo á að aðrir skemmtikraft- ar hefðu gert svipaða hluti og hann gerir í myndbandinu. Þar nefndi hann til dæmis Robert Downey Jr. í myndinni Tropic Thunder, en í henni leikur Downey Jr. kvikmyndaleikarann Kirk Lazar- us sem er ráðinn til að leika svart- an hermann. „Það er mikill mun- ur á gríni og hatri,“ sagði Cannon í annarri færslu. n jonsteinar@dv.is Sakaður um kynþáttahatur Rapparinn Nick Cannon er í vanda Hjón Nick Cannon er kvæntur söngkonunni Mariuh Carey. Hvítur Cannon er hvítur í myndbandinu. Á föstu með frægum n Sex stjörnur sem eru á föstu með „venjulegu“ fólki Stórlax! Amal Alamuddin fellur ekki alveg í sama flokk og glamúrpíurnar sem George Clooney hefur „deitað“ að undanförnu. Þau eru engu að síður par, en Alamuddin, sem fædd er í Líbanon en búsett í London, er sannkallaður stjörnulögfræðingur á Englandi. Alamuddin tók meðal annars að sér mál Julians Assange, stofnanda Wikileaks, þegar þess var krafist að hann yrði framseldur frá Bretlandi til Svíþjóðar. Kærasta vinar síns Simon Cowell leitaði ekki langt yfir skammt að hinni einu sönnu. Cowell, sem á þeim tíma var í hópi eftirsóttustu piparsveina Hollywood, byrjaði með Lauren Silverman en svo vildi til að hún var kærasta vinar Cowells, fasteignamógúlsins Andrew Silver­ man. Þau eignuðust nýlega soninn Eric. Hannar skartgripi Anne Hathaway er þekkt andlit í Hollywood en það sama verð­ ur ekki sagt um makann henn­ ar, Adam Shulman. Shulman er skartgripahönnuður og afar lítið fyrir sviðsljósið. Franskur ritstjóri Scarlett Johansson er ein skærasta stjarnan í Hollywood en virðist nægjusöm þegar kemur að karlmönnum. Þeir þurfa allavega ekki að vera frægir. Scarlett er í sambandi með franska blaðamanninum Romain Duriac og eiga þu von á barni saman. Duriac var ritstjóri listatímarits í Frakk­ landi en er í dag eigandi auglýsingastofu. Hittust á barnum Matt Damon hafði „deitað“ þekktar leikkonur eins og Winonu Ryder og Minnie Driver áður en hann hitti núverandi eigin­ konu sína, Luciönu, við tökur á myndinni Stuck on You árið 2003. Luciana þjónaði Damon á bar á Miami og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sín þegar Luciana afgreiddi okkar mann – á barnum það er. Með lögfræðingi Lítið hefur farið fyrir Britney Spears undanfarin misseri. Hún hefur fundið ástina í örmum lög­ fræðingsins Davids Lucado sem jafnframt er eigandi lögfræðistofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.