Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Page 62
Helgarblað 28.–31. mars 201454 Fólk F ólki finnst svolítið skemmti- legt að lesa þetta. Þetta er öðruvísi,“ segir Valdís Rán Samúelsdóttir en viðtal sem hún tók við Ásgeir Guðmundsson áhættuleikara fyrir vefritið Spegill. is hefur vakið mikla athygli. Viðtalið þykir nokkuð óvenju- legt enda snýst það að mestu um útlit og karlmennsku Ásgeirs og lýsir því hvernig Valdís fellur fyrir honum á meðan hún tekur viðtalið. Í viðtalinu má lesa lýsingar Valdísar um Ásgeir: „Ég verð bara að segja stelpur að ég er orðin gjörsam- lega „head over heals“ yfir þess- um íslenska víkingi, sem umfaðm- ar bæði í sér íslenska karlfegurð og karlmennsku.“ En Valdís segist bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við viðtalinu. Aðspurð hvort viðtalið hafi alltaf átt að einblína á hvað hún væri hrifin af Ásgeiri segir hún ekki svo vera. „En svo þegar þú kynnist þessum manni þá er þetta bara orkan sem hann ber með sér. Svo er þetta bara náttúrulega svolítið „storytelling“ til að leyfa fólki að vera með á staðnum og upplifa það sem maður er að upplifa frá honum.“ Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að Valdís hafi hlutgert viðmælenda sinn í viðtalinu og ef kynjahlutföllun- um hefði verið snúið við er ekki víst að allir væru á eitt sáttir. „Mér finnst ég alls ekki hlutgera hann, mér finnst ég bara tala fallega um hann,“ segir hún. „Ég geng út af Café Haítí með þá von að ég eigi eftir að fá símtal um stefnumót seinna í kvöld,“ skrifar Val- dís svo í enda viðtalsins. Aðspurð hvort henni hafi orðið að ósk sinni segir hún þetta hafa verið skrifað meira í gamni en alvöru en bætir jafn- framt við „Ég meina, ef hann býður mér þá er ég alveg „game“ sko.“ Valdís stefnir á að halda áfram í fjölmiðlun en ásamt því að vera blaða- maður er hún einnig auglýsinga- og markaðsstjóri fyrir vefinn. „Maður er náttúrulega búinn að vera „involv- eraður“ í fjölmiðla svo lengi. Maður endar alltaf aftur þarna. Þetta er svona heima.“ n Fékk ekki stefnumót eftir viðtalið Valdís vekur athygli fyrir skrautleg skrif Réttsýnn Einar Einar Bárðarson, forstöðumað- ur Höfuðborgarstofu, greindi frá því á Facebook-síðu sinni á dögunum að hann hefði skellt sér í laser-aðgerð á augum og segist hann vera feginn að vera laus við gleraugun. Svo feginn er hann að hann leggur ekki einu sinni í að fá sér hin há- tæknilegu Google-gleraugu: „Ég er nú svo feginn að vera laus við gleraugun að ég held það sé einhver tími í það að ég nenni googla í gleraugum,“ skrifar Einar í færslunni. Ásgeir Guðmundsson Ásgeir heillaði Valdísi upp úr skónum. Valdís Rán Samúelsdóttir Valdís nýtur þess að vinna við fjölmiðla. Raggi Bjarna sameinar kynslóðirnar n Raggi Bjarna, Valgeir Guðjóns og Jón Ólafs spila saman í fyrsta sinn H ann gerði tvö lög á plöt- unni minni Falleg hugs- un og síðan hef ég ekki talað við hann því það var konan hans sem réð mig,“ segir Raggi Bjarna, hlæjandi, að- spurður hvernig samstarf hans við Valgeir Guðjónsson kom til. DV hitti þá Ragga, Valgeir Guð- jónsson og Jón Ólafsson í litlum bílskúr í Vesturbænum þar sem sem sá síðastnefndi hefur kom- ið sér upp stúdíói. Það er hljóm- sveitaræfing og tilefnið er tón- leikar sem tríóið ætlar að halda í Kirkjunni á Eyrarbakka um helgina, en tónleikarnir eru hluti af menningarhátíðinni Leyndar- dómar Suðurlands. En hver var kveikjan að sam- starfi þeirra þremenninga? „Við Ásta vorum að flytja okkur um set austur á Eyrarbakka til þess að standa þar fyrir menningarstarfi fyrir ferðamenn. Svo er brostið á með þessari vikulöngu listahátíð á Suðurlandi sem heitir Leyndar- dómar Suðurlands. Og ég hugs- aði með mér: hvernig er hægt að koma og opna svona sinn „reikn- ing“ þarna fyrir austan. Svo hittir Ásta Ragnar Bjarnason nokkurn úti í búð og hún sá bara að þetta var gráupplagt,“ svarar Valgeir og á þar við Ástu Kristrúnu Ragnars- dóttur, eiginkonu sína, en þau hjónin hafa flutt og standa nú fyr- ir öflugri menningarstarfsemi á Eyrarabakka. „Vegna þess að það er enginn sem sameinar kynslóð- ir þessa lands betur en Ragnar Bjarnason“ segir Valgeir og hlær. „Þeir [Valgeir og Ragnar] hafa staðist allar mínar væntingar. Maður hlustaði náttúrlega á Ragga sem krakki og svo hlust- aði ég mikið á Spilverkið og Stuð- menn sem unglingur,“ segir Jón þegar blaðamaður spyr hvernig samstarfið gangi. „Þetta er ekkert nema bara skemmtilegt, ég er bú- inn að gera plötu með þeim báð- um, þetta eru lífsglaðir menn og hæfileikamiklir,“ segir Jón sem er þó ekki viss um hvort það verði nokkuð talið í á æfingunni. „Ég veit nú ekki hvernig þessi æfing verður, ætli það verði ekki bara skrifuð niður lög á blað, ég ef- ast um að við förum að æfa mik- ið, kannski Flottan jakka eða eitt- hvað,“ segir hann hlæjandi. Talið berst að því hvað sé svo næst á dagskrá hjá Ragga: „Við erum að fara að búa til áttræðis- afmæli Ragga Bjarna, í Eldborg í Hörpu þann 20. september. Þetta verður mikið fjör og mikil gleði,“ segir Ragnar að lokum. Tónleikar þeirra félaga verða, sem fyrr seg- ir, haldnir í kirkjunni á Eyrarbakka á laugardag og sunnudag, bæði þessa helgi og þá næstu. Tónleik- arnir hefjast klukkan 16 og hægt er að nálgast miða á midi.is og nánari upplýsingar um miðasölu má finna á vefsíðunni bakkastofa. is. n jonsteinar@dv.is „Þetta er ekkert nema bara skemmtilegt Rándýrt bílskúrsband Það er örugglega aldrei leiðinlegt á æfingum hjá þeim félögum. mynd SiGtRyGGuR aRi Sölvi leggur land undir fót Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason nýtir frítíma sinn vel milli þess sem hann tekur upp þátt sinn, Málið, sem sýnd- ur er á Skjá Einum. Nú er Sölvi staddur í Mexíkó en það er 33 landið sem hann heimsækir. „Á öllum þessum ferðalögum finnst mér ég hafa lært mikið,“ skrifar hann á Facebook-síðu sinni og segir frá atviki sem snart hann þegar götusölu- kona vatt sér upp að honum. „Það var eitthvað í nærveru hennar sem barði svo harka- lega úr mér vanþakklætið að ég þurfti að hafa mig allan við að beygja ekki af. Við ráðum því ekki hvaða spil okkur eru gefin, en við höfum fullt vald yfir viðhorfum okkar.“ Á skíðum í Ölpunum Söngvarinn Högni Egilsson er staddur í skíðaferð í svissnesku Ölpunum með vinum sínum þeim Daníel Ágústi, Stefáni Stefánssyni, plötusnúðinum dj. Margeiri og hárdoktornum Jóni Atla. Þeir félagar renna sér um Alpana í blíðskapar- veðri og virðast vera njóta vel. Högni birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni en þar má sjá félaga úr hljómsveitinni GusGus; Högna, Daníel Ágúst og Stefán eða Stebba Stef eins og er hann er gjarnan kallaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.