Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Page 38
38 ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 22. október 2010 föstudagur 80 ára á laugardag Ingi Bergþór Jónasson bifvélavirki í Mosfellsbæ Ingi fæddist á Skógum í Þorskafirði en ólst upp á Múla í Þorskafirði og víðar. Hann flutti til Reykjavíkur um tvítugt þar sem hann starfaði við bílaverkstæði, lengst af sjálfstætt. Árið 1984 flutti Ingi til Noregs ásamt fjölskyldu sinni og starfaði þar í Rasta og víðar. Ingi flutti aftur heim 1997 og hefur verið búsettur í Reykjavík og síðan Mosfellsbæ. Hann starfaði hjá Bílaleigu Flugleiða á árunum 1997– 2000 og síðan á Réttingaverkstæði Þórarins til 2008. Ingi starfaði með Alþýðuflokkn- um um árabil og síðan í Bandalagi jafnaðarmanna. Fjölskylda Eiginkona Inga er Kristrún G. Gests- dóttir, f. 16.6. 1946, sjúkraliði. Hún er dóttir Gests Óskars Friðbergssonar, f. 7.10. 1902, d. 30.4. 1982, vélstjóra hjá Eimskip, og Önnu Maríu Friðbergs- son, f. Andreasen 12.2. 1908, í Fær- eyjum, d. 19.12. 2004, húsmóður. Börn Inga og Kristrúnar eru Jónas Rafnar Ingason, f. 27.2. 1964, viðskiptafræðingur í Mosfellsbæ, kvæntur Synthiu Trililane og eiga þau þrjá syni, Inga Benedikt, Jónatan Jópie og Óliver Aradana; Anna Björg Ingadóttir, f. 29.7. 1965, húsmóð- ir í Mosfellsbæ, var gift Páli Borgari Guðjónssyni húsasmið og eiga þau fjögur börn, Alexöndru, Áróru, Jak- ob og Júlíu Rún; Óskar Ingi Ingason, f. 6.7. 1969, sóknarprestur í Búðar- dal, en kona hans er Guðrún Krist- insdóttir og eru börn hennar Erla, Kristinn og Hlöðver en börn þeirra eru Kristrún Inga og Jónas Vilberg; Fanney Kristrún Ingadóttir, 19.11. 1970, vinnur að hjálparstörfum í Kenía, gift Jóni Fjölni Albertssyni húsasmið og eru synir þeirra Daní- el, Markús Salómon Sandel og Dav- íð Pálmi. Bróðir Inga er Kristján Jón Jónas- son, f. 5.3. 1938, d. 4.1. 2010, vélvirki og eignaðist hann eina dóttur, Guð- björgu, og uppeldisson, Guðmund. Auk þess misstu foreldrar Inga tvo drengi nokkurra vikna gamla. Foreldrar Inga voru Jónas Aðal- björn Andrésson, f. á Þórisstöðum 27.3. 1905, d. 14.7. 1974, bóndi á Skógum, Múla í Þorskafirði og víðar, og s.k.h., Guðbjörg Bergþórsdóttir frá Alheim í Flatey á Breiðafirði, f. 21.6. 1917, d. 29.6. 1943, húsmóðir. Fyrri kona Jónasar var Ketilríð- ur Gísladóttir, f. 1.10. 1897, d. 12.12. 1932, ljósmóðir. Þau áttu ekki börn saman en hún átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Sambýliskona Jónasar og fóstur- móðir þeirra bræðra var Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir, f. 3.7. 1904, d. 5.8. 1988, ljósmóðir. Ætt Jónas var sonur Andrésar, b. á Þór- isstöðum Sigurðssonar, í Múla Jóns- sonar, á Hólum Björnssonar. Móðir Andrésar var Jóhanna Magnúsdótt- ir, Andréssonar í Veiðileysu. Móðir Jónasar var Guðrún Sig- ríður, húsfreyja á Þórisstöðum Jónsdóttir, á Kleifastöðum í Kolla- firði Jónssonar, á Galtará Guðna- sonar. Móðir Jóns á Kleifastöðum var Helga Guðmundsdóttir. Móð- ir Guðrúnar Sigríðar var Valgerður Hafliðadóttir en hún og Jón, maður hennar, voru bræðrabörn. Guðbjörg, móðir Inga, var dóttir Bergþórs, sjómanns í Flatey Einars- sonar, í Flatey Sveinssonar. Móðir Bergþórs var Björg Sólmundsdóttir, úr Dölum. Móðir Guðbjargar var Ingibjörg Jónsdóttir, í Flatey Árnasonar, á Bæ á Bæjarnesi Jónssonar, á Bæ Árnar- sonar, á Vattarnesi Jónssonar. Móð- ir Ingibjargar var Sigurrós Jónsdóttir frá Litlalóni á Snæfellsnesi. 70 ára á sunnudag Þórdís fæddist i Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg 1946 og síðar stúdentsprófi þaðan 1992. Auk heimilisstarfa vann Þórdís við bókhald hjá heildverslun Ól- afs Gíslasonar & Co og á bæjar- skrifstofu Hafnarfjarðar í þrjátíu ár. Þórdís starfaði mikið í skáta- hreyfingunni á æsku- og ung- lingsárunum, starfaði með Kvenskátafélagi Hafnarfjarðar og starfar með eldri skátum, St. Georg gildinu. Fjölskylda Þórdís giftist 24.12. 1948 Bene- dikt Sveinssyni, f. 23.3. 1926, sem starfrækti innrömmunina Gallerí jörð. Hann er sonur Sveins Bene- diktssonar, f. 28.1. 1881, d. 16.4. 1962, útvegsbónda frá Borgareyri í Mjóafirði, og k.h., Steinunnar Þorsteinsdóttur, f. 21.6. 1892, d. 26.10. 1969, húsmóður. Börn Þórdísar og Benedikts eru Kristinn Helgi, f. 4.10. 1948, ljósmyndari, búsettur í Grinda- vík, og eru börn hans Hildur Sigrún, Jóel og Rakel; Steinunn María, f. 23.4. 1952, sérfræðingur hjá Teris, búsett í Hafnarfirði, gift Sverri Bergmann Friðbjörnssyni, f. 21.4. 1951, svæðisstjóra hjá Ís- landspósti og er dóttir þeirra Þórdís en sonur Sverris er Þór- hallur; Svava Björk, f. 25.1. 1957, starfsmaður hjá Flugleiðum, bú- sett í Kópvogi, gift Gesti Kristj- ánssyni, f. 15.5. 1952, fararstjóra og starfsmanni hjá Olíudreif- ingu og er dóttir hennar frá fyrra hjónabandi Lísa Ragnoli en börn Gests frá fyrra hjónabandi eru Anna Dóra og Ívar. Systkini Þórdísar: Magnús, f. 18.2. 1917, d. 14.3. 1991; Bertha Helga, f. 29.2. 1929, d. 23.3. 1997; Kristjana Ósk, f. 3.6. 1921, lengst af húsmóðir á Raufarhöfn; Gísli Sigurður Bergmann, f. 27.8. 1922, nú látinn, málarameistari í Hafnarfirði; Sigurbjörn Óskar, f. 5.3. 1924, listmálari í Garðabæ; Albert Júlíus, f. 4.6. 1926, fyrrv. verkstjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Þórdísar: Kristinn Jóel Magnússon, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1983, málarameistari í Hafnarfirði, og k.h., María Al- bertsdóttir, f. 9.11. 1893, d. 28.5. 1979, húsmóðir. Þórdís Kristinsdóttir húsMóðir og fyrrv. skrifstofuMaður 30 ára á föstudag Unnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs en síðan í Svíþjóð. Hún var í barnaskóla í Sví- þjóð, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2000, lauk BS- prófi í tölvunarfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og M.Sc.-prófi í viðmótshönnun frá Chalmers-há- skólanum í Gautaborg 2008. Unnur var í unglingavinnunni, starfaði hjá Myndvali í Mjódd í eitt ár, starfaði hjá Landsbankan- um 2004–2008 og hefur starfað hjá Skýrr frá því nú í ársbyrjun. Fjölskylda Maður Unnar er Elías Raben Gunnólfsson, f. 27.7. 1979, múr- arameistari. Sonur Unnar og Elíasar er Andri Hrafn, f. 12.1. 2009. Systkini Unnar eru Helga María Guðmundsdóttir, f. 9.3. 1984, menntaskólakennari í Svíþjóð; Davíð Erik Mollberg, f. 16.5. 1994, framhaldsskólanemi. Foreldrar Unnar eru Karen Garðarsdóttir, f. 8.10. 1957, hús- móðir í Svíþjóð, og Guðmundur Hafsteinsson, f. 1.7. 1955, ráðgjafi. Unnur K. Guðmundsdóttir vefsíðuforritari 30 ára á mánudag Hildur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hún var í Hjallaskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Kópavogi og Keili en stundar nú matsveinanám við MK. Þá hefur hún lokið prófum fyrir kennararéttindi í Fit Pilates. Hildur var starfsmannastjóri hjá Bakarameistaranum í Mjódd í nokkur ár en hefur verið kennari í Sporthúsinu frá 2008. Fjölskylda Maður Hildar er Henry Birgir Gunnarsson, f. 18.5. 1977, íþrótta- fréttastjóri Fréttablaðsins og rit- höfundur. Börn Hildar og Henry Birgis eru Ísak Daði Henrysson, f. 9.3. 2003; Ísabella Henrysdóttir, f. 5.8. 2005. Systur Hildar eru Una Björk Sig- urðardóttir, f. 4.3. 1983, listamaður í Reykjavík; Sigrún Ýr Sigurðar- dóttir, f. 30.9. 1990, tamningakona í Árnessýslu. Foreldrar Hildar eru Sigurð- ur Leifsson, f. 9.5. 1955, pípu- lagningameistari í Kópavogi, og Hallfríður Ólafsdóttir, f. 8.7. 1958, leikskólastjóri. Hildur Sigurðardóttir fit pilates-kennari við sporthúsið Erlendur Magnússon fyrrv. vitavörður og oddviti Erlendur fæddist á Siglunesi við Siglu- fjörð og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn landbúnaðarstörf þess tíma og sjósókn. Erlendur tók við vita- vörslu og veðurathugunum á Siglu- nesi árið 1958 og gegndi því starfi, ásamt búskap og sjósókn, þar til 1968. Þá varð hann vitavörður á Dalatanga og sinnti því starfi til 1994. Þau hjónin fluttu þá til Egilsstaða þar sem þau búa enn. Á Egilsstöðum starfaði Erlendur hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa. Erlendur var oddviti Mjóafjarðar 1972–94. Þá er hann gjaldkeri í Félagi eldri borgara á Egilsstöðum í tíu ár. Fjölskylda Erlendur kvæntist 29.6. 1951 Elfríð Pálsdóttur, f. 26.5. 1930, þýsk-ættaðri, en hún kom hingað til lands 1949, þá ráðin kaupakona á Siglunesi í eitt ár. Hún er dóttir Pauls Friedrichs Her- manns Plötz, lögreglumanns í Lübeck í Þýskalandi, og k.h., Magdalene Anna Kristine Plötz, húsmóður og verslun- armanns, en þau eru bæði látin. Börn Erlends og Elfríðar eru Ant- onía, f. 8.4. 1951, húsmóðir á Egils- stöðum en eiginmaður hennar er Guðmundur Baldursson og eiga þau einn son en Antonía á þrjú börn úr fyrri sambúð; Regína Magðalena, f. 30.9. 1952, húsmóðir í Mjóafirði, í sambúð með Jóhanni Egilssyni og eiga þau tvo syni, auk þess sem Jó- hann á þrjú börn úr fyrri sambúð; Helga Erla, f. 22.10. 1953, skólastjóri í Borgarfirði eystra, gift Birni Gíslasyni og eiga þau eina dóttur; Hörður, f. 6.6. 1956, vélstjóri í Neskaupstað, kvænt- ur Guðrúnu Ásgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn; Marsibil, f. 20.2. 1960, bóndi og vitavörður á Dalatanga, gift Heiðari W. Jons og eiga þau tvö börn, auk þess sem Heiðar á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Erna Jóhanna, f. 17.6. 1962, starfrækir bílaleigu á Egils stöðum og á hún einn son; Her- dís, f. 23.5. 1967, bóndi og vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð, gift Jóni Trausta Traustasyni og eiga þau þrjú börn. Systkini Erlends eru Baldvina, f. 21.4. 1925, nú látin, var húsmóðir í Reykjavík, var gift Snæbirni Pálssyni og eignuðust þau tvo syni; Erla Guð- laug, f. 16.5. 1926, nú látin, var hús- móðir á Akureyri, vaf gift Lýð Bogasyni sem er látinn og eignuðust þau tvær dætur; Haraldur, f. 26.11. 1927, fyrrv. starfsmaður KEA, búsettur á Akureyri, var kvæntur Ásgerði Sigurbjörnsdótt- ur sem er látin og eignuðust þau fimm börn; Guðmundur, f. 24.2. 1929, fyrrv. kaupmaður á Akureyri, var kvænt- ur Sigríði Jónsdóttur sem er látin og eignuðust þau fjögur börn; Hreinn, f. 20.5. 1932, fyrrv. starfsmaður á Kefla- víkurflugvelli, nú búsettur á Siglufirði, kvæntur Pálínu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. Foreldrar Erlends voru Magn- ús Baldvinsson, f. 5.11. 1895, d. 15.9. 1956, bóndi á Siglunesi, og k.h., Ant- onía Vilhelmína Guðbrandína Er- lendsdóttir, f. 5.5. 1901, d. 22.7. 1987, húsfreyja. Erlendur er að heiman. 80 ára sl. fimmtudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.