Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2010, Qupperneq 38
38 ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is 22. október 2010 föstudagur 80 ára á laugardag Ingi Bergþór Jónasson bifvélavirki í Mosfellsbæ Ingi fæddist á Skógum í Þorskafirði en ólst upp á Múla í Þorskafirði og víðar. Hann flutti til Reykjavíkur um tvítugt þar sem hann starfaði við bílaverkstæði, lengst af sjálfstætt. Árið 1984 flutti Ingi til Noregs ásamt fjölskyldu sinni og starfaði þar í Rasta og víðar. Ingi flutti aftur heim 1997 og hefur verið búsettur í Reykjavík og síðan Mosfellsbæ. Hann starfaði hjá Bílaleigu Flugleiða á árunum 1997– 2000 og síðan á Réttingaverkstæði Þórarins til 2008. Ingi starfaði með Alþýðuflokkn- um um árabil og síðan í Bandalagi jafnaðarmanna. Fjölskylda Eiginkona Inga er Kristrún G. Gests- dóttir, f. 16.6. 1946, sjúkraliði. Hún er dóttir Gests Óskars Friðbergssonar, f. 7.10. 1902, d. 30.4. 1982, vélstjóra hjá Eimskip, og Önnu Maríu Friðbergs- son, f. Andreasen 12.2. 1908, í Fær- eyjum, d. 19.12. 2004, húsmóður. Börn Inga og Kristrúnar eru Jónas Rafnar Ingason, f. 27.2. 1964, viðskiptafræðingur í Mosfellsbæ, kvæntur Synthiu Trililane og eiga þau þrjá syni, Inga Benedikt, Jónatan Jópie og Óliver Aradana; Anna Björg Ingadóttir, f. 29.7. 1965, húsmóð- ir í Mosfellsbæ, var gift Páli Borgari Guðjónssyni húsasmið og eiga þau fjögur börn, Alexöndru, Áróru, Jak- ob og Júlíu Rún; Óskar Ingi Ingason, f. 6.7. 1969, sóknarprestur í Búðar- dal, en kona hans er Guðrún Krist- insdóttir og eru börn hennar Erla, Kristinn og Hlöðver en börn þeirra eru Kristrún Inga og Jónas Vilberg; Fanney Kristrún Ingadóttir, 19.11. 1970, vinnur að hjálparstörfum í Kenía, gift Jóni Fjölni Albertssyni húsasmið og eru synir þeirra Daní- el, Markús Salómon Sandel og Dav- íð Pálmi. Bróðir Inga er Kristján Jón Jónas- son, f. 5.3. 1938, d. 4.1. 2010, vélvirki og eignaðist hann eina dóttur, Guð- björgu, og uppeldisson, Guðmund. Auk þess misstu foreldrar Inga tvo drengi nokkurra vikna gamla. Foreldrar Inga voru Jónas Aðal- björn Andrésson, f. á Þórisstöðum 27.3. 1905, d. 14.7. 1974, bóndi á Skógum, Múla í Þorskafirði og víðar, og s.k.h., Guðbjörg Bergþórsdóttir frá Alheim í Flatey á Breiðafirði, f. 21.6. 1917, d. 29.6. 1943, húsmóðir. Fyrri kona Jónasar var Ketilríð- ur Gísladóttir, f. 1.10. 1897, d. 12.12. 1932, ljósmóðir. Þau áttu ekki börn saman en hún átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Sambýliskona Jónasar og fóstur- móðir þeirra bræðra var Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir, f. 3.7. 1904, d. 5.8. 1988, ljósmóðir. Ætt Jónas var sonur Andrésar, b. á Þór- isstöðum Sigurðssonar, í Múla Jóns- sonar, á Hólum Björnssonar. Móðir Andrésar var Jóhanna Magnúsdótt- ir, Andréssonar í Veiðileysu. Móðir Jónasar var Guðrún Sig- ríður, húsfreyja á Þórisstöðum Jónsdóttir, á Kleifastöðum í Kolla- firði Jónssonar, á Galtará Guðna- sonar. Móðir Jóns á Kleifastöðum var Helga Guðmundsdóttir. Móð- ir Guðrúnar Sigríðar var Valgerður Hafliðadóttir en hún og Jón, maður hennar, voru bræðrabörn. Guðbjörg, móðir Inga, var dóttir Bergþórs, sjómanns í Flatey Einars- sonar, í Flatey Sveinssonar. Móðir Bergþórs var Björg Sólmundsdóttir, úr Dölum. Móðir Guðbjargar var Ingibjörg Jónsdóttir, í Flatey Árnasonar, á Bæ á Bæjarnesi Jónssonar, á Bæ Árnar- sonar, á Vattarnesi Jónssonar. Móð- ir Ingibjargar var Sigurrós Jónsdóttir frá Litlalóni á Snæfellsnesi. 70 ára á sunnudag Þórdís fæddist i Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg 1946 og síðar stúdentsprófi þaðan 1992. Auk heimilisstarfa vann Þórdís við bókhald hjá heildverslun Ól- afs Gíslasonar & Co og á bæjar- skrifstofu Hafnarfjarðar í þrjátíu ár. Þórdís starfaði mikið í skáta- hreyfingunni á æsku- og ung- lingsárunum, starfaði með Kvenskátafélagi Hafnarfjarðar og starfar með eldri skátum, St. Georg gildinu. Fjölskylda Þórdís giftist 24.12. 1948 Bene- dikt Sveinssyni, f. 23.3. 1926, sem starfrækti innrömmunina Gallerí jörð. Hann er sonur Sveins Bene- diktssonar, f. 28.1. 1881, d. 16.4. 1962, útvegsbónda frá Borgareyri í Mjóafirði, og k.h., Steinunnar Þorsteinsdóttur, f. 21.6. 1892, d. 26.10. 1969, húsmóður. Börn Þórdísar og Benedikts eru Kristinn Helgi, f. 4.10. 1948, ljósmyndari, búsettur í Grinda- vík, og eru börn hans Hildur Sigrún, Jóel og Rakel; Steinunn María, f. 23.4. 1952, sérfræðingur hjá Teris, búsett í Hafnarfirði, gift Sverri Bergmann Friðbjörnssyni, f. 21.4. 1951, svæðisstjóra hjá Ís- landspósti og er dóttir þeirra Þórdís en sonur Sverris er Þór- hallur; Svava Björk, f. 25.1. 1957, starfsmaður hjá Flugleiðum, bú- sett í Kópvogi, gift Gesti Kristj- ánssyni, f. 15.5. 1952, fararstjóra og starfsmanni hjá Olíudreif- ingu og er dóttir hennar frá fyrra hjónabandi Lísa Ragnoli en börn Gests frá fyrra hjónabandi eru Anna Dóra og Ívar. Systkini Þórdísar: Magnús, f. 18.2. 1917, d. 14.3. 1991; Bertha Helga, f. 29.2. 1929, d. 23.3. 1997; Kristjana Ósk, f. 3.6. 1921, lengst af húsmóðir á Raufarhöfn; Gísli Sigurður Bergmann, f. 27.8. 1922, nú látinn, málarameistari í Hafnarfirði; Sigurbjörn Óskar, f. 5.3. 1924, listmálari í Garðabæ; Albert Júlíus, f. 4.6. 1926, fyrrv. verkstjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Þórdísar: Kristinn Jóel Magnússon, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1983, málarameistari í Hafnarfirði, og k.h., María Al- bertsdóttir, f. 9.11. 1893, d. 28.5. 1979, húsmóðir. Þórdís Kristinsdóttir húsMóðir og fyrrv. skrifstofuMaður 30 ára á föstudag Unnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs en síðan í Svíþjóð. Hún var í barnaskóla í Sví- þjóð, stundaði nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2000, lauk BS- prófi í tölvunarfræði frá Háskól- anum í Reykjavík og M.Sc.-prófi í viðmótshönnun frá Chalmers-há- skólanum í Gautaborg 2008. Unnur var í unglingavinnunni, starfaði hjá Myndvali í Mjódd í eitt ár, starfaði hjá Landsbankan- um 2004–2008 og hefur starfað hjá Skýrr frá því nú í ársbyrjun. Fjölskylda Maður Unnar er Elías Raben Gunnólfsson, f. 27.7. 1979, múr- arameistari. Sonur Unnar og Elíasar er Andri Hrafn, f. 12.1. 2009. Systkini Unnar eru Helga María Guðmundsdóttir, f. 9.3. 1984, menntaskólakennari í Svíþjóð; Davíð Erik Mollberg, f. 16.5. 1994, framhaldsskólanemi. Foreldrar Unnar eru Karen Garðarsdóttir, f. 8.10. 1957, hús- móðir í Svíþjóð, og Guðmundur Hafsteinsson, f. 1.7. 1955, ráðgjafi. Unnur K. Guðmundsdóttir vefsíðuforritari 30 ára á mánudag Hildur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hún var í Hjallaskóla, stundaði nám við Menntaskólann í Kópavogi og Keili en stundar nú matsveinanám við MK. Þá hefur hún lokið prófum fyrir kennararéttindi í Fit Pilates. Hildur var starfsmannastjóri hjá Bakarameistaranum í Mjódd í nokkur ár en hefur verið kennari í Sporthúsinu frá 2008. Fjölskylda Maður Hildar er Henry Birgir Gunnarsson, f. 18.5. 1977, íþrótta- fréttastjóri Fréttablaðsins og rit- höfundur. Börn Hildar og Henry Birgis eru Ísak Daði Henrysson, f. 9.3. 2003; Ísabella Henrysdóttir, f. 5.8. 2005. Systur Hildar eru Una Björk Sig- urðardóttir, f. 4.3. 1983, listamaður í Reykjavík; Sigrún Ýr Sigurðar- dóttir, f. 30.9. 1990, tamningakona í Árnessýslu. Foreldrar Hildar eru Sigurð- ur Leifsson, f. 9.5. 1955, pípu- lagningameistari í Kópavogi, og Hallfríður Ólafsdóttir, f. 8.7. 1958, leikskólastjóri. Hildur Sigurðardóttir fit pilates-kennari við sporthúsið Erlendur Magnússon fyrrv. vitavörður og oddviti Erlendur fæddist á Siglunesi við Siglu- fjörð og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn landbúnaðarstörf þess tíma og sjósókn. Erlendur tók við vita- vörslu og veðurathugunum á Siglu- nesi árið 1958 og gegndi því starfi, ásamt búskap og sjósókn, þar til 1968. Þá varð hann vitavörður á Dalatanga og sinnti því starfi til 1994. Þau hjónin fluttu þá til Egilsstaða þar sem þau búa enn. Á Egilsstöðum starfaði Erlendur hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa. Erlendur var oddviti Mjóafjarðar 1972–94. Þá er hann gjaldkeri í Félagi eldri borgara á Egilsstöðum í tíu ár. Fjölskylda Erlendur kvæntist 29.6. 1951 Elfríð Pálsdóttur, f. 26.5. 1930, þýsk-ættaðri, en hún kom hingað til lands 1949, þá ráðin kaupakona á Siglunesi í eitt ár. Hún er dóttir Pauls Friedrichs Her- manns Plötz, lögreglumanns í Lübeck í Þýskalandi, og k.h., Magdalene Anna Kristine Plötz, húsmóður og verslun- armanns, en þau eru bæði látin. Börn Erlends og Elfríðar eru Ant- onía, f. 8.4. 1951, húsmóðir á Egils- stöðum en eiginmaður hennar er Guðmundur Baldursson og eiga þau einn son en Antonía á þrjú börn úr fyrri sambúð; Regína Magðalena, f. 30.9. 1952, húsmóðir í Mjóafirði, í sambúð með Jóhanni Egilssyni og eiga þau tvo syni, auk þess sem Jó- hann á þrjú börn úr fyrri sambúð; Helga Erla, f. 22.10. 1953, skólastjóri í Borgarfirði eystra, gift Birni Gíslasyni og eiga þau eina dóttur; Hörður, f. 6.6. 1956, vélstjóri í Neskaupstað, kvænt- ur Guðrúnu Ásgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn; Marsibil, f. 20.2. 1960, bóndi og vitavörður á Dalatanga, gift Heiðari W. Jons og eiga þau tvö börn, auk þess sem Heiðar á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Erna Jóhanna, f. 17.6. 1962, starfrækir bílaleigu á Egils stöðum og á hún einn son; Her- dís, f. 23.5. 1967, bóndi og vitavörður á Sauðanesi við Siglufjörð, gift Jóni Trausta Traustasyni og eiga þau þrjú börn. Systkini Erlends eru Baldvina, f. 21.4. 1925, nú látin, var húsmóðir í Reykjavík, var gift Snæbirni Pálssyni og eignuðust þau tvo syni; Erla Guð- laug, f. 16.5. 1926, nú látin, var hús- móðir á Akureyri, vaf gift Lýð Bogasyni sem er látinn og eignuðust þau tvær dætur; Haraldur, f. 26.11. 1927, fyrrv. starfsmaður KEA, búsettur á Akureyri, var kvæntur Ásgerði Sigurbjörnsdótt- ur sem er látin og eignuðust þau fimm börn; Guðmundur, f. 24.2. 1929, fyrrv. kaupmaður á Akureyri, var kvænt- ur Sigríði Jónsdóttur sem er látin og eignuðust þau fjögur börn; Hreinn, f. 20.5. 1932, fyrrv. starfsmaður á Kefla- víkurflugvelli, nú búsettur á Siglufirði, kvæntur Pálínu Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni. Foreldrar Erlends voru Magn- ús Baldvinsson, f. 5.11. 1895, d. 15.9. 1956, bóndi á Siglunesi, og k.h., Ant- onía Vilhelmína Guðbrandína Er- lendsdóttir, f. 5.5. 1901, d. 22.7. 1987, húsfreyja. Erlendur er að heiman. 80 ára sl. fimmtudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.