Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Side 8
8 föstudagur 11. desember 2009 fréttir Þönglabakka (Mjódd) 4 sími 557 4070 myndval@myndval.is www.myndval.is Myndadagatal persónuleg jólagjöf Verð frá 3.300kr. Dagatölin okkar eru framkölluð hágæða ljósmyndapappír Sandkorn n Meðal þeirra nýliða sem hyggja á framboð hjá Sjálfstæð- isflokknum í Reykjavík í vor er Hildur Sverrisdóttir lögfræðing- ur 365. Hildur hefur ekki tekið þátt í hefðbundnu flokksstarfi fram að þessu og ekki komið hefðbundna leið í gegn- um Heim- dall eða SUS. Hún er þekkt- ur jafn- réttissinni og starfaði á sínum tíma sem framkvæmdastjóri V- dagssamtakanna. Þá skemmir væntanlega ekki fyrir að hún er sambýliskona Teits Björns Ein- arssonar og tengdadóttir Einars Odds Kristjánssonar heitins frá Flateyri. Heyrst hefur að hún sækist eftir sæti ofarlega á lista. n Mikil spenna er vegna prófkjörs Samfylkingar í Borginni. Dagur B. Eggertsson mun væntanlega ekki fá mótframboð í fyrsta sætið og því er spáð að Oddný Sturludóttir hreppi annað sætið. Hjálm- ar Sveinsson útvarps- maður mun væntanlega blanda sér í slaginn um þriðja sætið þar sem mikill kvennafans sækir einnig að. Óvissa er aftur á móti um borgarfulltrúann Dofra Her- mannsson sem ekkert hefur gefið upp um það hvort hann gefi kost á sér. n Því var slegið upp í Fréttablað- inu að bók Nönnu Rögnvaldar- dóttur matargúrús hefði fengið tilnefningu til „hinna virtu verð- launa Gourmand World Cook- book“ sem frumlegasta bókin og best mynd- skreytta árið 2009. Vefritið Pressan vakti athygli á því að Nanna hefði verið ljómandi hress með tíðindin í samtali við Fréttablaðið. Press- umenn hafa síðan gúgglað og komist að því að Nanna hafði á bloggi sínu, 5. júní árið 2007, fjallað um þessi verðlaun með af- gerandi hætti: „Ég var að fá mat- reiðslubók í póstinum áðan. Du- bai New Arabian Cuisine. Fínt, ég átti enga matreiðslubók frá Dubai ... Nema ég sé að hún er með lím- miða. Winner Gourmand World Cookbook Awards. Það eru nú meiri brandaraverðlaunin,“ vitnar Pressan í Nönnu og dáist síðan að viðhorfsbreytingunni. Lesendum DV gefst kostur á að velja Hetju ársins 2009: Hetja ársins hjá DV Hetja ársins hjá DV verður nú valin í annað sinn. Lesendur eru beðnir um að senda nafn eða nöfn þeirra sem þeim finnst verðugir þess að bera nafnbótina Hetja ársins 2009 fyrir eitthvað sem viðkomandi afrekuðu á árinu sem nú er senn á enda. Allir Íslendingar og þeir sem búa hér á landi koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn til- nefningar. Engu skiptir hvort fólk er þjóðþekkt, minna þekkt eða alls ekk- ert þekkt; ríkt, fátækt eða þar á milli; útrásarvíkingur, fiskverkakona eða meindýraeyðir - allir eru gjaldgeng- ir í kjörinu. Ef viðkomandi hefur ekki komist í fréttirnar fyrir afrek sitt verð- ur að fylgja með lýsing á því hvern- ig hinn tilnefndi lét gott af sér leiða á árinu. Ritstjórn DV velur hetjuna og tekur þar mið af innsendum til- nefningum, án þess þó að vera alfar- ið bundin af því að velja hetjuna úr hópi tilnefndra. Bæði er hægt að senda tilnefning- ar á netfangið hetjaarsins@dv.is og á Birtíngur útgáfufélag, Lynghálsi 5, 110 Reykjavík. Skilafrestur er til mið- nættis 21. desember en niðurstaða kosningarinnar verður kunngjörð í kringum áramótin. Hetja ársins 2008 Þráinn Bjarnason Farestveit framkvæmdastjóri var valinn hetja ársins hjá DV í fyrra. Hann bjargaði manni úr bifreið sem stóð í björtu báli í september árið 2008. Margir af núverandi framkvæmdastjórum Íslandsbanka eiga háar launakröfur í þrota- bú gamla Glitnis. Þrír þeirra fengu samtals 2400 milljóna króna kúlulán til hlutabréfa- kaupa í Glitni í maí 2008. Þeir eiga 140 milljóna króna launakröfu í þrotabúið. Athygli vekur að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Glitnis, er einungis með 12,5 milljóna króna kröfu. Bjarni Ármannsson hefur greitt 1.020 milljónir króna til baka til gamla Glitnis. HiminHáar kröfur kúlulánakónga Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Margir af núverandi stjórnendum Ís- landsbanka auk fyrrverandi stjórn- enda Glitnis gera háar kröfur í þrota- bú Glitnis vegna launagreiðslna. Skilanefnd Glitnis greindi frá því í gær að fullnaðaruppgjör hefði verið gert við Bjarna Ármannsson, fyrrver- andi bankastjóra Glitnis. Greiðslur Bjarna til bankans vegna starfsloka hans hafa því numið um 1.020 millj- ónum króna. Skilanefnd Glitnis þurfti sem kunnugt er að afskrifa 800 millj- ónir króna af skuldum félagsins Ima- gine Investment sem er í eigu Bjarna. DV greindi frá því í sumar að Lárus Welding, sem tók við bankastjóra- stöðunni af Bjarna, hefði gengið frá fullnaðaruppgjöri við skilanefnd Glitnis. Lárus er ekki á listanum yfir kröfuhafa Glitnis. Slitastjórn Glitn- is ákvað að hafna launakröfum allra fyrrverandi starfsmanna bankans sem sátu í framkvæmdastjórn hans. Vísaði Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, til 112. greinar gjaldþrotalaga. Kúlulánakóngar með himinháar kröfur Jóhannes Baldursson, núverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Íslandsbanka, ger- ir 68 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Jóhannes fékk 800 milljóna króna kúlulán í gegnum félagið sitt Gnóma ehf. í maí 2008. Kristinn Þór Geirsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður í Glitni, gerir 48 milljóna króna kröfu. Kristinn fékk 994 milljóna króna kúlulán í gegn- um félagið sitt KÞG Holding ehf. til að kaupa hlutabréf í Glitni. Kristinn lét nýverið af stjórnarformennsku bílaumboða Ingvars Helgasonar og B&L. Rósant Már Torfason, núverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Íslands- banka, gerir 37 milljón króna kröfu í þrotabú Glitnis. Félag hans Stranda- tún ehf. fékk 800 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni. Vilhelm Már Þorsteinsson, núver- andi framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs Íslandsbanka, gerir 33 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Félag hans AB 154 ehf. fékk 800 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni. Athygli vekur hversu lága kröfu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gerir í þrotabú Glitn- is. Einungis 12,5 milljónir króna. Fé- lag hennar Melkorka ehf. fékk sem kunnugt er 184 milljóna króna kúlu- lán sem gufaði upp vegna mannlegra mistaka. fyrrverandi starfsmenn líka kröfuháir Sá sem gerir hæstu launakröfuna í þrotabú Glitnis er Sigurgeir Örn Jóns- son, eða 166 milljónir króna. Hann starfaði um árabil hjá Bank of Amer- ica en hóf störf í fjárstýringu Glitnis nokkrum mánuðum áður en hann fór í þrot. Magnús Bjarnason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Glitnis, gerir 130 milljóna króna kröfu í þrotabúið. Magnús starfar í dag sem framkvæmdastjóri Capacent Glac- ier. Hann keypti jarðhitastarfsemi Glitnis út úr bankanum fljótlega eft- ir hrun og fór sú starfsemi til Capac- ent. Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá fyrirtækjaráð- gjöf Íslandsbanka gerir 32 milljóna króna kröfu í þrotabúið. Hann starf- ar í dag sem forstjóri olíufélagsins Skeljungs. Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka Gerir 12,5 milljóna króna kröfu í þritabú Glitnis Félag hennar Melkorka ehf. fékk 184 milljóna kúlulán jóhannes Baldursson Framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Gerir 68 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis Félag hans Gnómi ehf. fékk 800 milljóna kúlulán rósant már Torfason Framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs Gerir 37 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis Félag hans Strandatún ehf. fékk 800 milljóna kúlulán Vilhelm már Þorsteinsson Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka Gerir 33 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis Félag hans AB 154 ehf. fékk 800 milljóna kúlulán Kristinn Þór Geirsson Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni Gerir 48 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis Félag hans KÞG Holding ehf. fékk 994 milljóna kúlulán Aðrir sem gera launakröfur í þrotabú Glitnis: Sigurgeir Örn Jónsson, 166 milljónir Magnús Bjarnason, 130 milljónir Eggert Þór Kristófersson, 113 milljónir Ingi Rafnar Júlíusson, 85 milljónir Helgi Rúnar Óskarsson, 62 milljónir Magnús Arnar Arngrímsson, 34 milljónir Magnús Pálmi Örnólfsson, 32 milljónir Einar Örn Ólafsson, 32 milljónir Helstu kröfur núverandi og fyrrverandi starfsmanna Hófstillt Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gerir „einungis“ 12,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.