Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 12
12 föstudagur 11. desember 2009 fréttir Þegar tryggingafélagið Sjóvá, sem var í eigu Werners-bræðra í gegnum eignarhaldsfélagið Milestone, keypti sig inn í fasteignaverkefni í Makaó í Suðaustur-Asíu árið 2006, fyrir um sjö milljarða króna var ætlun þess að græða milljarða með tiltölulega lít- illi fyrirhöfn. Hugmyndin var að eiga fasteignaverkefnið, sem var 41 hæðar hár turn með 68 lúxusíbúðum í hjarta Makaó, í nokkur ár og selja bygging- una svo á uppsprengdu verði - ljúka við háhýsið á næsta ári. Eignarhalds- félagið Vafningur, sem var í meira en helmingseigu Sjóvár, keypti fast- eignaverkefnið af félaginu í febrúar í fyrra og urðu eigendur olíurisans N1 stórir hluthafar í því í kjölfarið. Efnahagsþrengingar síðastliðna árs settu hins vegar strik í reikning- inn fyrir Milestone og Vafning, líkt og fyrir önnur eignarhaldsfélög, og hefur félagið verið tekið til gjald- þrotaskipta. Sjóvá seldi svo turninn í sumar og er laus allra mála undan fjárfestingunni í Makaó. Trygginga- félagið tapaði hins vegar rúmlega þremur milljörðum króna á fjárfest- ingunni og um svipað leyti og Sjóva losaði sig út úr henni lagði íslenska ríkið 12 milljarða króna inn í félag- ið til að bjarga því frá þroti. Því má segja að tapið af fasteignaverkefninu í Makaó lendi á endanum á íslensku þjóðinni. Hver Íslendingur þarf því að greiða um 10.000 krónur vegna taps Vafnings í Makaó. Lúxusíbúðir fyrir ungt og ríkt fólk Íbúðirnar í One Cent- ral - fasteignaverkefn- inu voru hannaðar með ungt og ríkt fólk á framabraut í huga, samkvæmt heimild- um DV. Alls var um að ræða sjö háhýsi og keypti Sjóvá eitt þeirra: Turn IV. svo- kallaðan. Sá turn var rúmlega 16.500 fermetrar að stærð. Sitt hvoru megin við háhýsin voru Mandarin-hótelið og 37 þúsund fer- metrar af lúxusverslunarhúsnæði sem og þrjú stór spilavíti. En Makaó er gjarnan kölluð hin asíska Las Ve- gas sökum þess hversu mikið er um spilavíti þar - samtals eru þau um 30 talsins - og er hún vinsæll áningar- staður hjá erlendum ferðamönnum. Makaó er gjarnan borin saman við Las Vegas enda er hún talin vera sú skemmtanaborg heims sem er í hvað örustum vexti. Í kynningarefni um One Central- verkefnið frá breska fasteignafyrir- tækinu Savills var sagt að bygging- arnar ættu að breyta ásýnd himinsins yfir Makaó. „One Central mun breyta ásýnd himinsins yfir Makaó með því að setja nýja staðla í hönnun. Stór- kostlegur veggur úr gleri mun minna á skipssegl sem endurspeglar, bæði eiginlega og óeiginlega, sjóinn og höfnina sem liggur að turnunum,“ segir í kynn- ingarefninu. Ljóst er að íbúar turnanna áttu að búa við mikinn lúxus. Þannig áttu íbú- ar turnsins númer 4 að hafa aðgang að 5 hæða hárri íþrótta- og tómstundamið- stöð með 50 metra sundlaug, spa, full- komnum líkams- ræktarsal og ýmsum íþróttaleikvöllum. Íbúðirnar voru sömuleiðis auglýstar með stórfeng- legu 180 gráðu útsýni. Saksóknari skoðar Sjóvá Sérstakur saksóknari íslenska efna- hagshrunsins, Ólafur Hauksson, hefur verið með Sjóvá og Milestone til rannsóknar um margra mán- aða skeið. Verið að skoða hvort ein- staka þættir í starfsemi félagsins séu mögulega brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga og eins hvort starf- semi Sjóvár samræmdist lögum um vátryggingastarfsemi. Ástæðan fyrir þessum vinklum er meðal annars sú að það þykir grunsamlegt hvað Mile- stone tapaði gríðarlega miklum fjár- munum á síðastliðnu ári. Ekki hefur verið gefið upp hvort saksóknari sé sérstaklega að skoða viðskipti Sjóvár og Vafnings í Makaó en ljóst er að embættið þarf að taka tillit til þeirra fjárfest- inga í rann- sókninni. Ástæð- an er sú að hluta taps Sjóvár má rekja til fasteignaverkefn- isins í Makaó og Vafningur var fjár- magnaður með láni frá Sjóvá. Einn viðmælandi DV segir meðal annars að á bak við fjárfestinguna í Makaó hafi verið ábyrgðir sem hefðu getað knésett Sjóvá ef verkefnið hefði ekki verið selt. „Þetta hefði getað keyrt Sjóvá í þrot,“ segir viðmælandinn. Rannsókn saksóknara á Sjóvá og Milestone er gríðarlega flókin þar sem net dótturfélaga Milestone var afar þéttriðið og ruglingslegt og herma heimildir DV að að erfitt sé að sjá lógíkina í því. Rannsókninni mun þó miða nokkuð vel þrátt fyrir þetta mikla flækjustig, samkvæmt heim- ildum DV. Gróðavon hvatinn í Makaó DV leitaði til eins innanbúðarmanns í viðskiptalífinu eftir skýringum á viðskiptum Vafnings í Makaó. Fyrsta spurningin sem DV spurði hann að var sú hvaða hvati gæti hafi legið að baki hjá þeim sem tóku þátt í fjárfestingum Vafnings í Makaó, til að mynda hjá eigendum N1. „Hvat- inn er bara sá að allt það sem þessir drengir eins og Karl Wernersson og Jón Ásgeir voru að gera á þessum árum breyttist í gull. Þeir bara skuldsettu sig upp í rjáfur og tóku svo stöður í alls kon- ar verkefnum og eignirnar hækkuðu alltaf. Karl var búinn að græða alveg rosalega á árinu þarna á undan. Ég held að mönnum hafi bara litist vel á Karl og talið hann kláran og viljað vera með í fjárfestingum hans og fá ágóðann. Það var náttúrlega kom- ið langt árabil þar sem hann græddi á öllu sem hann gerði, sama hversu vitlaust það var. Menn ætluðu bara að nýta sér snilli Karls til að græða alveg ofboðslega mikið,“ segir heim- ildarmaðurinn um aðkomu Bjarna Benediktssonar, Benedikts Sveins- sonar, föður hans, og Einar Sveins- sonar að Vafningi í fyrra. „Þetta var bara stemningin hjá mönnum á sín- um tíma: Menn óðu áfram um víð- an völl án allrar umhugsunar,“ segir viðmælandi DV en líkt og greint hef- ur verið frá í blaðinu hefðu eigend- ur Vafnings getað grætt milljarða á fjárfestingunni í Makaó ef hún hefði gengið upp. Íslenskir skattgreiðendur þurfa að greiða fyrir milljarðatap Sjóvár og Vafnings af fasteignafjárfestingum í Mak- aó. Íslenska ríkið þurfti að leggja Sjóvá til 12 milljarða til að bjarga því frá þroti. Lúxusíbúðaturn Sjóvár og Vafn- ings átti að breyta ásýnd himinsins yfir Makaó og ætluðu þeir sér að græða marga milljarða á honum. Reikna má með að viðskipti Sjóvár og Vafnings séu hluti af rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone. SKATTBORGARAR GREIÐA MILLJARÐATAPIÐ Í MAKAÓ InGI F. VILhjáLMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is fRAMhALd á næSTu OPnu „Menn ætluðu bara að nýta sér snilli Karls til að græða alveg ofboðslega mikið.“ Vafningur og Turn 4 Vafningur keypti einn af turnunum í One Central-fasteignaverk- efninu í Makaó, sem sést hér á myndinni til hægri. Ætlun Sjóvár og síðar Vafnings var að eiga turninn í í nokkur ár og selja hann svo með miklum hagnaði. Annað kom hins vegar á daginn og þurfa íslenskir skattgreiðendur að borga brúsann. Vafningsmenn Karl og Steingrímur seldu turninn til eignarhaldsfélagsins Vafnings í febrúar í fyrra. Þá urðu bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir eigendur hans á móti þeim. Bjarni, sonur Benedikts, kom einnig að félaginu. Fjölskyldufyrirtæki Bjarni, Einar og Bene- dikt fóru inn í Vafning með Wernersbræðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.