Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 38
38 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað Frægir Fangar Morð, fíkniefnainnflutningur, fíkniefnaneysla, skjalafals og umferðarlagabrot eru meðal þess sem íslenskar stjörnur hafa setið inni fyrir. Íslenskar stjörnur hafa gert sig sekar um mistök og þurft að gjalda fyrir með vist í ísköldum fangaklefa. Ármann reynisson Vinjettumeistarinn Ármann var moldríkur maður á árum áður, en hann var dæmdur fyrir svokallað Ávöxtunarævintýri. Fjöldi fólks tapaði fé á viðskiptum við hann og var hann dæmdur fyrir lögbrot. Sjálfur hefur hann þó sagt að hann hafi ekki gert annað en hafi síðar viðgengist á hjá ýmsum fjármála- fyrirtækjum. Kalli Bjarni Fyrsta Idol-stjarna Íslands þurfti að dúsa á bak við lás og slá í tvö ár fyrir að flytja inn tvö kíló af kókaíni. Þegar hann fór inn sagðist hann vera feginn. Kalli er nú frjáls maður og er kominn aftur í tónlistina - betri en nokkru sinni. BoBBy Fischer Fischer virti að vettugi alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu þegar hann tefldi skákeinvígi við Spasskíj í Sveti Stefan árið 1992. Eftir einvígið var hann eftirlýstur í Bandaríkjunum og eigur hans þar gerðar upptækar. Hann fluttist seinna til Japans, en var hnepptur í fangelsi þegar vegabréf hans rann út. Hann sendi Davíð Oddssyni bréf og fékk ríkisborgararétt í kjölfarið. Hann bjó í Reykjavík til æviloka og lést eftir baráttu við alvarleg nýrnaveikindi. Fischer var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk í Laugardæla- kirkjugarði í Flóa þann 21. janúar 2008. Ívar Örn KolBeinsson Ívar Örn tónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Dr. Mister, hefur komist í kast við lögin og greindi Séð og Heyrt frá því að hann hefði farið ránshendi um verslun 10-11. Þá hefur hann verið dæmdur fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. ragnar erling hermannsson Ragnar er einn af íslensku Brasilíuföngunum en hann er langfrægastur þeirra. Hann tók þátt í Leitinni að strákunum og lék veigamikið hlutverk í myndinni Reykjavík-Rotterdam. Ragnar situr í fangelsi í borginni Recife í Brasilíu, bíður enn eftir að mál hans verði tekið fyrir hjá þarlendum dómstólum en hann var tekinn með fulla ferðatösku af eiturlyfjum. Þorsteinn Kragh Þorsteinn Kragh var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að smygla til landsins tæpum 200 kílóum af hassi og hálfu öðru kílói af kókaíni. Þorsteinn hefur gengið á fjöll með Halldóri Ásgrímssyni, slegist með Jet Black Joe, veitt rjúpu með Bubba, verið umboðsmaður GCD og hann fór með Þóru í Atlanta til Barcelona til að ná í stórtenórinn Domingo sem síðan söng hér á landi. gunnar smÁri egilsson Fjölmiðlakóngurinn sat í fangelsi fyrir um- ferðarlagabrot 1997. Gunnar Smári skrifaði grein um reynslu sína í klefanum og hæddist að hinni pólitísku réttstjórn landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.