Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2009, Qupperneq 58
OnkyO með sérstæða fartölvu Japanski raftækjafram- leiðandinn Onkyo er best þekktur fyrir ýmiss konar hljómtæki hér á Vesturlöndum. Fyrirtækið framleiðir þó einnig tölvur og á dög- unum kom á markað þessi sérstæða fartölva í Japan sem búin er tveimur skjáum. Öðrum skjánum er einfaldlega rennt til hliðar ofan af hinum. Þrátt fyrir að hinn almenni tölvunotandi þurfi alla jafna ekki tvo skjái hefur þessi tölva mikið notagildi fyrir ýmsar starfsstétt- ir svo sem verðbréfamiðlara eða kerfisstjóra. Innanríkisráðherra Bretlands, Alan Johnson, hafnaði því alfarið á dög- unum að fresta framsali hins 43 ára gamla Garys Mckinnon til Banda- ríkjanna þrátt fyrir beiðnir lögfræð- inga og mannréttindasamtaka. McKinnon, sem er kerfisstjóri að mennt, var handtekinn árið 2002 og sakaður um að hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi bandaríska hersins og Geimferðastofnunar Bandaríkj- anna stuttu eftir hryðjuverkaár- ásirnar þann 11. september 2001. Afleiðingin varð sú að loka þurfti tímabundið hluta varnarkerfis Bandaríkjamanna og er tjónið met- ið á 700 þúsund Bandaríkjadala. McKinnon hafði áður lagt málið fyr- ir Mannréttindadómstól Evrópu en tapaði því í fyrrahaust þegar dóm- stóllinn úrskurðaði framsalið ekki vera brot á mannréttindum hans. Mannréttindasamtök hafa hins vegar ítrekað bent á að yrði réttað í máli McKinnons í Bretlandi myndi hann að öllum líkindum hljóta að- eins skilorðsbundinn dóm og ekki þurfa að fara í fangelsi. Í Bandaríkj- unum má hann hins vegar eiga von á allt að tíu ára vist í sérstöku ör- yggisfangelsi en McKinnon er með Asperger-heilkenni sem er tegund af einhverfu og þjáist að auki af þunglyndi. Mannréttindasamtök túlka þetta sem „grimmdarlega og óvenjulega refsingu“ (e. cruel and unusual punishment) sem stang- ist á við stjórnarskrá Bretlands því framsalssamningar megi ekki vega meira en stjórnarskrárbundin rétt- indi borgaranna. McKinnon verð- ur fyrsti Bretinn sem framseld- ur verður til Bandaríkjanna vegna tölvuglæpa. palli@dv.is Fyrsti Bretinn framseldur til Bandaríkjanna vegna tölvuglæpa: einhverfur Og þunglyndur ekki ég, bara þú! Þegar umræðan í þjóðfélaginu berst að farsímanotkun undir stýri án handfrjáls búnaðar eru flestir ef ekki allir sammála um að slíkir ökumenn séu hættulegir öðrum í umferðinni. Reyndin virðist hins vegar vera sú að enginn treystir öðrum en treystir samt sjálfum sér. Þannig leiða sálfræðingar að því líkur að hver einstaklingur hafi það jákvæða sjálfsmynd að trúin á eigin getu yfirtaki heilbrigða skynsemi og útkoman verður: „Ég get þetta en þú ert stórhættulegur!” fyrir þá sem ekki rata heim Notkun staðsetningartækja til að fylgjast með börnum, gæludýrum og jafnvel afbrotamönnum er ekki ný af nálinni. Bandarískt fyrirtæki hefur nú sett á markað álíka tæki sem ætlað er fyrir Alzheimer- sjúklinga og fólk með ákveðin heilkenni sem geta orðið til þess að viðkomandi einstaklingar leggi af stað fyrirvaralaust í gönguferðir eitthvert út í óvissuna án þess að rata til baka. Aðstandandi getur þá hringt í lögreglu sem staðsetur einstaklinginn nákvæmlega á skammri stundu með upplýsingum úr tækinu og kemur honum til síns heima. CyClus PangOlin Kólumbíski töskuframleiðandinn Cyclus sérhæfir sig í að framleiða töskur úr endurunnum úrgangi. Hönnunin er í flestum tilvikum framandi og skemmtileg eins og þessi bakpoki sem er að stórum hluta unninn úr gömlum hjólbörð- um. Útlit bakpokans og nafn er sótt í suður-ameríska mauraætu að nafni Pangoline. UmsJóN: Páll sVANssON, palli@dv.is 34 gígabæt hvern dag Samkvæmt nýrri rannsókn Háskól- ans í Kaliforníu tekur meðalheimili í Bandaríkjunum við um hundrað þúsund orðum og rúmlega þrjá- tíu og fjórum gígabætum stafrænna upplýsinga dag hvern. Þetta þýðir þó ekki að meðalmaðurinn lesi um hundrað þúsund orð á hverjum degi heldur ber þau fyrir augu hans og inn um eyrun án þess að hann veiti því alltaf sérstaka athygli. Og hvaðan koma þessi orð? Jú, þau streyma til okkar frá ýmsum miðlum eins og sjónvarpi, útvarpi, vefnum, textaskilaboðum og tölvu- leikjum. Sex prósent á ári Magn þeirra stafrænu upplýsinga sem við meðtökum dag hvern eykst um sex prósent á hverju ári og hef- ur samanlagt aukist um heil 350 pró- sent síðustu þrjá áratugina. Rannsóknin leiðir einnig í ljós síaukna þörf okkar fyrir upplýsing- ar og afþreyingu og hversu miklum tíma við eyðum í hvern miðil. Með- al Bandaríkjamaður tekur við upp- lýsingum sem samsvara tæpum tólf tímum á dag, að mestu fyrir fram- an sjónvarpsskjáinn eða um fjóra og hálfan tíma en í öðru sæti er heim- ilistölvan með um tvo tíma að með- altali. Rannsóknin leiddi einnig í ljós stóraukningu á þeim tíma sem eytt er í tölvuleiki hvers konar, ekki síst þá leiki sem finna má á samskipta- síðum eins og Facebook. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þrátt fyrir að dregið hafi töluvert úr lestri bóka síðastliðna tvo áratugi er niðurstaðan sú að ef lestur þeirra er lagður saman við lestur á vefnum kemur í ljós að mannskepnan hefur aldrei lesið jafnmikið og nú. palli@dv.is 58 föstudagur 11. desember 2009 helgarblað Á hverju ári eykst magn stafrænna upplýsinga sem við meðtökum um sex prósent. Stað- an í dag er um þrjátíu og fjögur gígabæt dag hvern á meðalheimili í Bandaríkjunum. Gary McKinnon Er með Asperger-heilkenni sem er tegund af einhverfu og þjáist að auki af þunglyndi. sjónvarp 44,85 prósent Útvarp 10,59 prósent símtæki 5,24 prósent Prentmiðlar 8,61 prósent Tölvan 26,97 prósent Tölvuleikir 2,44 prósent Kvikmyndir 0,2 prósent Tónlist 1,11 prósent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.