Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Síða 4
föstudagur 3. október 20084 Fréttir DV
Verð á þorskkvóta hefur lækkað um helming frá því sem það varð hæst eftir að kvótinn
var skorinn niður. Kílóverðið af þorski fór í allt að 4.700 krónur þegar það varð hæst en
nú er það komið í um það bil tvö þúsund krónur.
ÞORSKKVÓTINN
HRYNUR Í VERÐI
Varanlegur þorskkvóti selst nú
á um það bil tvö þúsund krónur
kílóið. Þetta er mikil breyting frá
því sem var síðasta vetur. Þá seld-
ist kílóið af þorski á 3.800 til 4.700
krónur. Lækkunin nemur því rúm-
um helmingi af því sem verðið fór
hæst í.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Kvóta- og skipa-
sölunni, segir takmarkaðan að-
gang að lánsfé og þá staðreynd að
lánsfé sé mjög dýrt vera ástæðu
þess hversu mjög kvótaverð hef-
ur fallið. Hann tekur þó fram að á
þeim tíma sem þorskkvótinn varð
dýrastur hafi verið mjög lítið um
viðskipti. „Það voru fáar sölur á
svona verði. Þetta voru sölur sem
áttu sér stað eftir að skerðingin fór
í gegn.“ Árni vísar þarna til þeirr-
ar ákvörðunar að skera þorskkvót-
ann niður um þriðjung.
Færri og verðmætari
Árni segir að eftir kvótaniður-
skurðinn hafi menn vonað að hvert
kíló yrði verðmætara. „Menn voru
að gæla við það að fá það sama úr
77 tonnum eins og 100 tonnum.“
Fyrir ári seldist þorskkvóti á
nær þrjú þúsund krónur kílóið í
aflamarki og á 2.500 til 2.700 krón-
ur í krókaaflamarki. Þetta seg-
ir Árni að hafi verið eðlilegt verð.
„Síðan kemur út tilkynning eftir 1.
júní 2007 að það þurfi að skerða
þorskkvótann og þá fóru af stað
þessi viðskipti. Þessi lausafjár-
krísa var að byrja þá og fjármagn
varð mjög dýrt og ekki hefur það
lagast.“
Misjafn hagur útgerða
Mjög misjafnt er hvernig út-
gerðirnar standa og Árni segir erf-
itt að gera sér grein fyrir hvernig
þær fari út úr þeirri stöðu sem nú
er komin upp. Hann segir að þær
útgerðir sem skuldi lítið standi vel
en að skuldsettar útgerðir geti far-
ið mjög illa út úr þessu. „En það er
ekki farið að bera á því að útgerð-
irnar séu farnar á hausinn,“ segir
Árni og bætir við: „Það eru við-
skipti núna í gangi á þessum verð-
um þannig að þetta er nú ekki al-
veg kolsvart.“
Lengi að borga
Kvótinn er dýr og menn geta
verið lengi að greiða hann upp ef
þeir þurfa að taka lán. Þegar kvót-
inn seldist á þrjú þúsund krónur
kílóið í apríl í fyrra þurfti að veiða
þorsk í 20 ár til að borga upp lán-
ið. Þá var miðað við að allar tekjur
af veiðunum færu í að borga upp
lánið en ekki tekið tillit til launa-
greiðslna, vaxta og annars rekstr-
arkostnaðar.
„Hver sem er getur keypt kvóta.
Viðkomandi þarf hins vegar að
eiga ansi þokkalegt í buddunni
og ekki verra ef viðkomandi hefur
áhuga á að fara í galla og út á sjó.
Málið er að síðan þarf maður að
selja hvert kíló í nærri tvo áratugi
og nærri helmingi lengur ef mað-
ur tekur allan rekstrarkostnað og
lánsvexti inn í dæmið,“ sagði Egg-
ert Jóhannesson, skipa- og kvóta-
miðlari hjá Bátum og kvóta, í við-
tali við DV í apríl í fyrra. Þá kostaði
þorskkílóið þrjú þúsund krónur.
Tíu mánuðum síðar hafði verðið
hækkað verulega og uppgreiðslu-
tíminn lengst í 30 ár, líkt og af
góðu húsnæðisláni.
Alltaf í boltanum
Skáldið Skrifar
ótt knattspyrnutímabilinu hér á Fróni
sé að mestu lokið og þó að margt hefði
mátt betur fara á vellinum þetta árið
lítur maður yfir sumarið með söknuði.
Og rétt í þann mund að maður leggur áhorf-
endaskóna á hilluna og allt loft virðist farið úr
boltanum gerist hið óvænta: Menn sem ég hélt
að aldrei gætu skorað, láta lappir standa niður
úr skálmum, sækja fram og brjóta allar varnir
á bak aftur.
Já, kæra þjóð, það var í flóðljósunum á vellin-
um við Seðlabankann að fótboltaleikur aldar-
innar fór fram. Og hvílík tilþrif. Í framlínunni
voru þeir Geir, Matti og Dabbi bankastarfs-
maður. Í sinni fyrstu sókn skoruðu þeir áður
en andstæðingarnir höfðu komið sér almenni-
lega fyrir á vellinum. Staðan var 1–0 nánast um
leið og leikurinn hófst. Aðdragandi marksins
var svo ótrúlegur að honum verður vart lýst
með orðum, því eftir að Dabbi og þeir byrjuðu
á miðju og eftir stuttan samleik Geirs og Matta
kom sending inn í teiginn, nánast við mark-
ið og enginn annar en bankastarfsmaðurinn
Dabbi stökk upp og skoraði. Dómarinn dæmdi
markið að sjálfsögðu gilt og aðstoðardómarinn
sá ekki ástæðu til að setja út á þann dóm, jafn-
vel þótt allir áhorfendur héldu því fram að um
rangstöðu hefði verið að ræða.
Á myndum, sem sýna mark Dabba banka-
starfsmanns, má sjá að engu er líkara en sjálfur
Maradonna sé mættur á svæðið – dvergvaxinn,
krullhærður og búlduleitur. Að vísu er þessi
Maradonna í þybbnara lagi og hærugrár, auk
þess sem hann virðist eilítið guggnari en mað-
ur á að venjast. En þarna stekkur þessi hetja
nokkra sentímetra í loft og virðist skalla knött-
inn í autt markið. Og fagnaðarlætin ætla aldrei
að byrja.
Þegar myndir eru skoðaðar nánar, kemur
í ljós að ekki er það höfuð Dabba sem snert-
ir boltann. Nei, kæru landsmenn, við nánari
athugun kemur í ljós að það er hægri hönd
Dabba bankastarfsmanns sem snertir knött-
inn og blakar honum í autt markið – hin bláa
hönd guðs snertir knöttinn á svo lymskulegan
hátt og svo leiftursnöggt að mannlegt auga má
það ekki nema.
Það sem var broslegast við þennan einkenni-
lega knattspyrnuleik var að dómarinn ákvað að
flauta leikinn af áður en andstæðingar Dabba
bankastarfsmanns fengju tekið miðju.
Ef einhver sparkar uppí loft
er eðlilegt að skamm’ ann
en föstu skotin fara oft
fyrir utan rammann.
Þ
Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Já, kæra þjóð, það var í flóðljósunum á vellinum við Seðlabankann að fótboltaleikur aldarinnar fór fram.“
Sandkorn
n Ekki voru allir þingmenn við-
staddir umræðu um stefnu-
ræðu Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra á Alþingi í gær.
Meðal þeirra sem vantaði var
fyrrverandi aðstoðarmað-
ur Geirs,
Ragnheið-
ur Elín
Árnadóttir.
Ragnheiður
eignaðist á
dögunum
sitt annað
barn með
eiginmanni
sínum Guðjóni Inga Guð-
jónssyni og er hún því komin í
fæðingarorlof frá þingstörfun-
um. Nýja barnið er drengur og
fæddist 25. september, sem er
fyrir kaldhæðni örlaganna sami
dagur og stjórnendur Glitnis
gengu á fund Seðlabanka en
eftir það virðist allt á fleygiferð
niður á við í efnahagsmálum.
n Heimir Karlsson hefur vak-
ið athygli fyrir kraftmikla og
örugga þáttstjórn í útvarpi og
þar áður í sjónvarpi. Heimir er
þó aðeins
mannlegur
eins og fólk
er flest. Það
kom í ljós
þegar hann
mismælti
sig í umræð-
um í þættin-
um Í býtið á
Bylgjunni í morgun þegar hann
sagði að menn hefðu verið á
undan sinni framtíð. Einkar
fráir menn það án vafa. Heimir
er þó ekki eini maðurinn til að
nota þetta orðalag. Á Flateyri
var eitt sinn rekinn skemmti-
staðurinn Vagninn sem skreytti
sig með slagorðunum „Bar á
undan sinni framtíð“.
n Himinháir reikningar sem
eiga bara eftir að hækka virðast
hafa hrætt marga til aðgerða
í fjármálum sínum. Þannig
heyrðust
þær fréttir í
útvarpi allra
landsmanna
í gær að allir
tímar á Ráð-
gjafarstofu
um fjármál
heimilanna
hefðu bók-
ast upp fyrsta dag mánaðar-
ins eftir uggvænlegar fréttir af
efnahagsmálum. Má því búast
við að margir séu í þröng. Þeir
sem komast ekki að hjá ráð-
gjafarstofunni ættu kannski að
leita uppi bók Ingólfs H. Ing-
ólfssonar „Þú átt nóg af pen-
ingum – þú þarft bara að finna
þá!“ Sú bók hjálpaði mörgum
þegar hún kom út og spurn-
ing hvort hennar sé ekki þörf
núna.
Kvótaverðið lækkar færri
krónur þarf til að kaupa kvótann
nú en áður, erfiður aðgangur að
lánsfé gerir það þó áfram erfitt.
miðvikudagur 18.
apríl 2007
6
Fréttir DV
Það er aðeins á hö
ndum stærri út-
gerðarfyrirtækja að k
aupa þorskkvóta.
Kvótaverðið er það h
átt að nær ógern-
ingur er fyrir óbre
yttan að kaupa
kvóta og ætlast til þ
ess að geta greitt
afborganir og vext
i af lánum með
sölu afurðarinnar. F
yrir unnin þorsk
fást að hámarki þrj
ú hundruð krón-
ur á markaði og mið
að við góða fram-
legð, 30 prósent, sta
nda eftir 90 krón-
ur. Að jafnaði má ge
ra ráð fyrir nærri
sex prósenta vöxtum
á kvótaláni frá
viðskiptabönkunum
og því á kvóta-
eigandinn ekki fyr
ir lánsvöxtunum
af núgildandi kílóve
rði á þorskkvóta.
Ef horft er framhjá
vöxtunum þarf
viðkomandi kvótaka
upanda að selja
hvert kíló af þorski
í nærri tvo ára-
tugi til að eignast kv
ótann skuldlaus-
ann. Þá á jafnframt e
ftir að taka með í
reikninginn rekstrar
- og launakostnað
vegna veiðanna. Þo
rskurinn er lang-
verðmætastur af bo
tnfiskaflanum og
gefur hann að jafna
ði fjörtíu prósent
aflaverðmætis botn
sfiska. Guðjón A.
Kristjánsson, form
aður Frjálslynda
flokksins, segir kaup
á þorskkvóta að-
eins fyrir fáa. „Þú ge
tur gleymt því að
ætla þér að kaupa k
vóta. Alveg sama
hversu lengi þú gen
gur í háskóla þá
færðu dæmið ekki
til að ganga upp.
Þeir sem minni eru r
áða bara ekki við
þetta,“ segir Guðjón.
Dæmið gengur ekki u
pp
Grétar Mar Jónss
on skipstjóri
tekur undir og bend
ir á að þegar út-
gerð selur þorskinn
í vinnslu, en ekki
beint á markað, fás
t 120 til130 krón-
ur á hvert kíló. Ha
nn segir dæmið
ekki ganga upp fyrir
aðra en stóru út-
gerðarfyrirtækin. „Þ
etta dæmi geng-
ur bara ekki upp, ne
ma hjá þeim sem
upphaflega fengu g
jafakvóta. Það er
ekki hægt að kepp
a við stóru fyrir-
tækin í þessu þar se
m þau eru í þeirri
stöðu að geta ve
ðsett gjafakvót-
ann sinn. Á markað
i getur þú feng-
ið nærri þrjú hund
ruð krónum fyrir
stóran þorsk, nærri
helmingur fer í
laun og góð framleg
ð eru þrjátíu pró-
sent,“ segir Grétar M
ar. „Hvernig sem
þú reiknar dæmið
þá getur enginn
byrjað í þessu umh
verfi. Málið er að
þú hefur ekki einu s
inni efni á bestu
vaxtakjörum. Þetta
kvótaumhverfi er
einfaldlega glatað þ
ar sem aðeins er
verið að hygla sérh
agsmunum stór-
fyrirtækjanna í stað
þess að huga að
heildarhagsmunum
. Það er því mið-
ur rauði þráðurinn
í kerfinu í dag og
ómögulegt að borg
a kvóta upp með
því að selja afurðina
.“
Friðrik Jón Arngrí
msson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, b
endir á að flestir
þeir sem kaupa kvó
ta eigi kvóta fyrir
og því sé um hreina
viðbót að ræða.
Hann telur að í slík
um tilvikum geti
verið minni krafa um
arðsemi en engu
að síður þurfi kaupe
ndur ávallt að slá
lán fyrir kaupunum.
„Það er auðvitað
heilmikill kostnaður
sem fylgir veið-
um og vinnslu. Í fles
tum tilfellum eru
menn að kaupa kvó
ta sem hafa sjálfir
vinnslumöguleika o
g fá þannig meira
útúr kílóinu. Engu a
ð síður er fram-
legðin aldrei nema
ákveðið mikil og
eftir það eru arðgrei
ðslur og afskriftir.
Miðað við sex próse
nt vexti af kvóta-
verðinu þá dugar fra
mlegðin ekki fyr-
ir vöxtunum,“ segir
Friðrik. „Miðað
við kílóverðið á ma
rkaði sé ég ekki
að þetta gangi upp
því góð framlegð
dugar ekki. Til að d
æmið gangi upp
þyrfti annað hvort
lægri vexti, meiri
framlegð eða hærra
afurðaverð. Eða
allt þetta til samans
. Það er hins veg-
ar eitthvað í þessu
því menn eru að
kaupa en einhverjir
eru náttúrulega
að viðhalda eignun
um með því að
kaupa viðbótarkvóta
. Þeir sætta sig þá
frekar við að fá lítið ú
túr kaupunum.“
Verðið hækkar áfram
Eggert Jóhannesso
n, skipa- og
kvótamiðlari hjá fyr
irtækinu Bátar og
kvóti, segir kílóverð
á þorskvóta vera
nærri þrjú þúsund k
rónum og til þess
að ná inn fyrir hverju
kíló þarf að selja
það ansi oft á ma
rkaði. Aðspurður
segir hann lítið um
brask með kvóta.
TrausTi hafsTeins
son
blaðamaður skrifar:
trausti@dv.is
20 ár að fiska fyrir kvó
tanum
Gengur ekki upp Næ
r ógerningur er fyrir b
yrjendur að kaupa þo
rskkvóta. Án vaxta og
rekstrarkostnaðar ge
tur tekið tvo áratugi
að selja þorskinn á m
arkaði til að ná inn fyr
ir kaupverðinu.
DV Fréttir
miðvikudagur 18
. apríl 2007 7
„Hver sem er getur
keypt kvóta. Við-
komandi þarf hins v
egar að eiga ansi
þokkalegt í buddun
ni og ekki verra
ef viðkomandi hefu
r áhuga á að fara
í galla og út á sjó. M
álið er að síðan
þarf maður að selja
hvert kíló í nærri
tvo áratugi og nærr
i helmingi lengur
ef maður tekur allan
rekstrarkostnað
og lánsvexti inn í dæ
mið,“ segir Egg-
ert. „Skýringin á þe
ssari þróun er að
fyrirtækin hafa sífell
t stækkað og afla-
heimildir færst á fæ
rri hendur. Fyrir
vikið er lítið til skipta
nna fyrir hina og
hér er um að ræða
takmarkaða auð-
lind. Kvótaverðið h
efur hækkað sí-
fellt á síðustu áratug
um og það mun
ekkert stoppa. Ég he
f hins vegar ekki
mikið orðið var við
braskara í þessu.
Ef maður leggur út þ
rjú þúsund krón-
ur fyrir kvótanum þá
stendur lítið eftir
og útkoman dugar v
arla fyrir vöxtun-
um, hvað þá afborgu
num.“
Ómögulegt að byrja
Róbert Agnarsson,
viðskiptastjóri
fyrirtækjasviðs Kaup
þings, segir við-
skiptabankana löng
u hætta að lána
byrjendum fyrir kvó
takaupum. Hann
bendir á að mikilv
ægt er að hafa í
huga að stór hluti k
vótans hefur ver-
ið keyptur inn á hag
stæðari verðum.
„Mestur kvóti fyrirtæ
kjanna í dag hef-
ur ekki verið keypt
ur á þessu verði
og því verður að sko
ða dæmið í sam-
hengi. Þetta er að m
estu jaðarverð og
á við viðbótarkvóta s
em fyrirtækin eru
að bæta við sig. Það
er enginn mögu-
leiki að byrja í þess
u, það er laukrétt
niðurstaða. Bankar
nir lána engum
sem eru að byrja o
g það eru aðeins
stærri fyrirtækin se
m hafa veð fyrir
þessum lánum. Það
er það sorglega
við þetta,“ segir Ró
bert. „Reiknings-
dæmið getur aðeins
gengið upp útfrá
því að fyrirtækin haf
a ákveðinn grunn
sem þeir fengu á nú
lli. Meðalverðið á
kvótanum er því mu
n lægra en kvóta-
verðið í dag og fyrirt
ækin eru að horfa
til framtíðar varða
ndi afurðaverð-
ið þar sem þorskuri
nn er takmörkuð
auðlind. Þannig ge
tur þetta gengið
upp hjá stóru fyrirt
ækjunum en það
er enginn sem getur
byrjað á þessum
forsendum.“
Snýst aðeins um pen
inga
Aðspurður telur Gu
ðjón núgild-
andi kvótakerfi ein
vörðungu sniðið
að þeim sem eigi k
vóta fyrir. Hann
segir kerfið löngu h
ætt að vera fiski-
veiðistjórnunarkerf
i og sé nú að-
eins peningakerfi.
„Við bentum á
það fyrir löngu að s
vona myndi fara.
Bankarnir vinna
eingöngu með
stórfyrirtækjunum
og vilja auðvitað
tryggja sín veð og á
vöxtun. Með því
þjappast markaðu
rinn enn frekar
saman og veðsetni
ng sjávarútvegs-
ins eykst stöðugt,“
segir Guðjón. „Á
móti skuldsetningu
nni hefur afla-
verðmæti útflutnin
gs ekki aukist
jafnhliða. Skuldirna
r keyra einfald-
lega uppúr öllu va
ldi en verðmæt-
in sitja eftir. Við þu
rfum að einbeita
okkur að því að
vinna okkur frá
þessu kerfi, annað
mun einfaldlega
þjappa markaðnum
enn frekar sam-
an og draga úr þr
ótti landsbyggð-
arinnar. Þetta lok
ar jafnframt al-
gjörlega fyrir nýliðu
n í greininni og
veikir sjávarbyggðir
. Áður gátu dug-
legir einstaklingar n
áð vopnum sín-
um í gegnum smáb
átaútgerðina eða
handfærakerfið, en
það er liðin tíð.
Fyrir kvóta þarf að
taka lán því pen-
ingarnir detta ekki
af himnum ofan.
Hærra kvótaverð e
ykur skuldsetn-
inguna og útgerða
raðilinn krossar
fingur yfir því að a
furðaverð lækki
ekki. Þróunin er stó
rhættuleg.“
þriðjudagur 19. Febrúar 2008
4
Fréttir DVInnlendarFréttIrritstjorn@dv.is
Skera niður
rekstrarkostnað
FL Group hefði þurft að fara í brunaútsölu á sínum eignum ef Baugur hefði ekki komið inn í félagið, sagði Jón Ásgeir Jóhann-esson í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær.
Jón Ásgeir sagði að tekið yrði verulega til í rekstri FL Group og vildi meina að því hefði ver-ið komið í var um stundarsakir. Núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við aðra eins útreið í framtíðinni. Hann sagði að gera þyrfti betur en svo að skera niður rekstrarkostnað FL Group um 50% eins og forstjóri félagsins Jón Sigurðsson hafði látið hafa eftir sér, rekstrarkostn-aður félagsins á síðasta ári nam rúmum 6 milljörðum króna.
Sektaður fyrir
lyfjaakstur
43 ára karlmaður var í
gær dæmdur til greiðslu 180 þúsund króna sektar fyrir að hafa ekið með leifar af
kannabisefnum í blóðinu. Maðurinn var stöðvaður 7. september síðastliðinn fyrir utan veitingahúsið Hafið Bláa í Ölfusi en í blóði hans reyndist vera tetrahýdrókannabínólsýra sem er óvirkt niðurbrotsefni frá kannabis.
Með fíkniefni
á ferðinni
Maður var handtekinn á Akureyri seinnipart sunnu-dags grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Uppruna-lega stöðvaði lögreglan mann-inn vegna umferðarlagabrots. Í kjölfarið kviknaði grunur um að maðurinn væri undir áhrifum lyfja. Þegar leit var gerð á mann-inum kom í ljós að hann var með nokkuð magn af fíkniefn-um meðferðis. Málið var unnið í samstarfi við lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra. Mað-urinn var yfirheyrður af lögreglu og síðan sleppt lausum.
Keypti vörur
með stolnu korti
Lögreglan á höfuðborg-arsvæðinu brýnir fyrir af-
greiðslufólki verslana að
skoða vel myndir á bakhlið greiðslukorta og bera saman við handhafa.
Tilefni þessa er að lögregl-an handtók fyrir helgina mann sem brotist hafði inn í íbúð og stolið þaðan meðal annars greiðslukorti húsráðanda. Kortið notaði viðkomandi síðan til að svíkja út vörur í verslunum. Nýlega komst upp um ungan mann sem keypt hafði vörur í einni verslun í tvígang sama dag fyrir rúmar 300 þúsund krónur. Hann lét útbúa raðgreiðslur í bæði skiptin, sem er sennilega til þess að eiga síður hættu á að fá synjun á kortið.
30 ár að borga kvóta
„Ef ég væri afar hugaður mað-ur og færi í gallann til veiða þá lít-ur þannig út að ég þyrfti að veiða hvert kíló í þrjá áratugi til þess eins að borga upp kaupverðið. Það tekur óratíma að vinna kvótakaupin upp, sérstaklega í sambandi við þorsk-inn. Ýsan er skárri en það er degin-um ljósara að vonlaust er fyrir byrj-endur að kaupa kvóta,“ segir Eggert Jóhannesson, kvótamiðlari hjá Bát-um og kvóta.
Kílóverð af þorskkvóta er nærri 4.000 krónur á hvert kíló. Síðast-liðið vor kostaði kílóið 3.000 krón-ur og þótti mörgum nóg um. Síðan þá hefur verðið hækkað nokkuð og ógjörningur er fyrir nýliða að kom-ast inn á markaðinn. Sé litið framhjá lántökukostnaði, vöxtum og rekstr-arkostnaði tekur það venjulegan kvótakaupanda 3 áratugi að vinna
fyrir kaupunum. Það þýðir að við-komandi þyrfti að selja hvert kíló í 30 ár til þess að ná inn fyrir kaup-verði hvers kílós.
Eggert staðfestir að kílóverð af þorskkvóta sé í kringum 4.000 krón-ur um þessar mundir. Kílóverðið hefur hæst farið í 4.200 krónur und-anfarið og nú er því afar hentugt að selja kvóta. „Bankarnir hafa verið mjög rólegir í að lána fyrir kvóta. Það er bara ekki lengur hægt að byrja í þessum bransa. Það var erf-itt í vor en ómögulegt í dag. Leigan á kvótanum er ekkert skárri. Leigan er erfið og kvótinn ómögulegur. Útlitið er ansi svart fyrir þá sem vilja byrja, það er eiginlega alveg vonlaust,“ segir Eggert.
„Reikni bara hver fyrir sig. Síð-an er hægt að horfa líka á þetta frá hinni hliðinni. Áður fékkst afar lít-
ið fyrir kvótann eða eiginlega brot af því sem nú fæst. Kílóverðið hefur þrefaldast á síðustu þremur árum.
Ef menn á annað borð vilja selja er tíminn núna. Verðtindinum hefur verið náð í bili að mínu mati.“
Ógjörningur Hátt kílóverð fyrir þorskkvóta hamlar nýliðun í atvinnugreininni þar sem aðeins voldug útgerðarfyrirtæki geta keypt kvóta í dag.
Rændu SaMa pitSuStað tviSvaR
„Þetta virðist hafa byrjað á einhverjum stympingum,“ segi Smári Hreiðarsson, eigandi Pizz Pronto, en unglingagengi ré st tvisvar sama kvöldið inn á staðinn um síðustu helgi. Í fyrra skiptið lentu þeir í orðaskaki við marókkóska starfsmenn sem stóðu vaktina. Þá rændu þeir einnig staðinn og komust undan með einhverja peninga. Að sögn Smára var það óveruleg upphæð, í rauninni klink, eins og hann orðar það. Aðeins nokkrum klukkutímum síðar, sama kvöld, réðust piltarnir aftur inn á staðinn. Nú vopnaðir piparúða. Þeir sprautuðu eitrinu í augun á starfsmanni og lömdu annan með kókdós. Málið er í rannsókn.
Átök á Pronto
Það var á föstud gskvöldið sem drengirnir, sem eru á bilinu 16 ára til tvítugs, komu inn á Pizza Pronto-veitin asta inn við Ingólfstorg. Svo vi ðist vera s m eitthvert orðaskak h fi átt sér stað á illi starsm n -anna og tveg j ilta. Það rifrildi virði t hafa ndið upp á sig með þeim afl ið ngum að átök urðu inni á staðnum. Í lundroða um eigpiltar ir að h fa tekið kl nk úr pen-ingak ssa um. Síð n hlupu þ ir á br tt. Atvikið var tilkynnt til lögreglu og fékk hún greinargóða lýsingu á mönnunum tveimur. Nokkru síðar hafði lögreglan hendur í hári þeirra. Þeim var svo sleppt að yfirheyrslu lokinni.
Sneru aftur
Það var svo rétt fyrir miðnætti sem einn sjónarvottur sem hafði samband við DV átti leið hjá staðnum.
Þegar hann kom fyrir hornið hjá Ingólfsstræti mættu honum 6–8 menn með hettur á höfðinu.
„Mér sýndust þetta vera svona sex til átta strákar. Mér fannst eins og þetta væru hnakkar og er ekki frá því að þeir hafi verið svolítið neyslulegir,“ sagði sjónarvotturinn sem er á þrítugsaldri.
Meisuðu Marókkóbúa
A koman virðist hafa erið nokkuð ljót. Einn starfsmannanna virðist hafa fengið einhvers konar úða í augun en sjálfur segir Smári að þetta virðist ekki hafa verið piparúði. Engir peningar voru teknir í þetta skiptið – enda nýbúið að ræna staðinn. Piltarnir virðast hafa gengið berserksgang inni á staðnum, stóli var hent í rúðuna en hún brotnaði ekki. Þá var allt á rúi og stúi inni á staðnum. Lögreglan var þá aftur kölluð á svæðið og tók hún skýrslur af starfsmönnum og vitnum
að atburðinum sem virðast h fa verið nokk r. Einn starfsmaðurinn var la inn með kókdós í andlitið og hlaut minniháttar skurð við eyra, að sögn Smára.
Heldur st ikinu
„Við höldum o kar striki,“ segir Smári en hann hef r rekið Pizza Pronto-staðinn núna í fjögur r í miðbæ Reykjavíkur. Ha n segir oft koma til stympinga í miðbæ Reykjavíkur eins og ge gur og gerist. Honum sé svo s m ekki brugðið vegna málsins, hann er b r sáttur við að ekki fó v rr. Starfsmö nunum tveimur var ftur móti brugðið en þeir fengu aðhlynningu læknis eftir atburðinn. Þeir eru hins vegar snúnir aftur til starfa og láta atvikið ekki á sig fá. „Maður sofnar alveg í kvöld. Ég held að það sé svo sem engin ástæða til þess að óttast þetta, hingað til höfum við alveg verið laus við þetta,“ segir Smári og bendir á að Reykjavík sé bara orðin stórborg. Þá megi búast við öðru eins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Yfirlögregluþjónn-inn Friðrik Smári Björgvinsson segir málið á frumstigi í rannsókn. Þá grunar aftur á móti hverjir eigi hlut að máli. Hann segir það þó óljóst hversu mikið fé var tekið í fyrstu atlögunni.
„Mér sýndust þetta vera svona sex til átta strákar. Mér fannst eins og þetta væru hnakkar og er ekki frá því að þeir hafi ver-
ið svolítið neyslulegir.“
Smári Hreiðarsson
valur grettiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Pizza Pronto rændur
tvisvar af sama gengi.
DV 18. ap íl 2007k óta-
v r i v r svo h tt það
t 20 ár að greiða l in þó
al ar tekjur færu í afborga ir.
DV 19. febrúar 2008 tæpu
ári síðar höfðu álö urnar
hækkað og þurfti þrjátíu ár til
að greiða upp kvótakaupalán.
20 % afmælisafsláttur
af öllum hefðbundnum
myndatökum og stækkunum
í október.
Nú er um að gera að panta stax
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
BrynjóLFur Þór GuðMunDsson
oG jón BjarKi MaGnússon
blaðamenn skrifa: jonbjarki@dv.is og brynjolfur@dv.is