Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Side 8
föstudagur 3. október 20088 Fréttir „Ef það er mat seðlabankastjóra að væringar á milli flokka hér innanlands muni spilla svo mikið fyrir að ástæða sé til að tala um þjóðstjórn er ástand- ið mjög alvarlegt.“ Þetta segir Birgir Guðmundsson, lektor í stjórnmála- fræði við Háskólann á Akureyri, um þær fréttir að Davíð Oddsson seðla- bankastjóri hafi viðrað hugmyndir sínar um að nú kunni að vera ástæða til að taka upp þjóðstjórn á Íslandi. Davíð talar um þjóðstjórn Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær, fimmtudag, lét Davíð orð sín um þjóðstjórn falla á aukafundi í banka- ráði Seðlabanka Íslands, þar sem til- kynnt var um að þjóðnýta Glitni. Það er ekki í eina skiptið sem Davíð viðr- aði þessa skoðun sína í vikunni því á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag á hann einnig að hafa sagt að ef einhvern tímann hafi verið ástæða til að koma saman þjóðstjórn hér á landi, sé það nú. Heimildir DV herma að þögn hafi slegið á ríkisstjórnina þegar Davíð viðraði þessa hugmynd sína. Stjórnarliðar ósáttir „Ég tjái mig ekki um það sem fer fram á ríkisstjórnarfundum og það sama gildir um misvitur orð aðvíf- andi gesta,“ sagði Össur Skarphéð- insson, iðnaðarráðherra og sitjandi leiðtogi Samfylkingarinnar, í kjölfar þessara fregna. Hann sagði að seðla- bankastjóri ætti að vinna með ríkis- stjórn þegar vandi steðjaði að. „Það er ekki hans hlutverk að hafa skoð- anir á ríkisstjórnum eða grafa undan þeim með gáleysislegum yfirlýsing- um, reyna að koma réttkjörinni rík- isstjórn frá eða vera með gáleysisleg- ar hugmyndir um stjórnmál,“ sagði hann í viðtali við DV. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, menntamálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, skamm- aði Davíð í viðtali við Vísi í gær. „Ég tel rétt að seðlabankastjóri einbeiti sér að þeim ærnu verkefnum sem Seðlabankinn þarf að takast á við en láti stjórnmálamönnum eftir stjórn landsins,“ sagði hún. Þá lýsti Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, því yfir að „vangaveltur manns úti í bæ“, eins og hann orðaði um- mæli Davíðs Oddssonar, hefðu enga þýð- ingu. Kannski ókeypis ráð Birgir Guðmundsson er ósam- mála Ágústi Ólafi um að þessi orð Davíðs hefðu enga þýðingu. „Þetta er yfirlýsing seðlabankastjóra um að staðan í efnahagsmálum sé svo erfið, að menn þurfi að taka hönd- um saman,“ segir Birgir en slær þó þann varnagla að hann viti ekki ná- kvæmlega á hvaða forsendum hann gefi þetta út. „Kannski var hann bara að bjóða ríkisstjórninni ókeypis ráð, fyrst hann var þarna,“ segir hann létt- ur í bragði. Róið í takt Birgir segir að þjóðstjórnir séu stundum myndaðar þegar eitthvað sérstakt komi upp. „Þetta gerist yfirleitt í tengslum við styrjaldir eða vegna stórkostlegrar kreppu eða áfalla. Þá eru skilaboðin þau að allir þurfi að leggjast á árar og róa í takt,“ segir hann en frumkvæð- ið þurfa stjórnmálamennirnir sjálf- ir að hafa. „Þetta snýst um að fá sem flesta pólitíska aðila að ríkisstjórnar- borðinu til að hægt sé að samhæfa eða samstilla áherslur í erfiðum mót- vindi,“ segir Birgir en þjóðstjórn hefur aðeins einu sinni verið mynduð á Ís- landi. Það var 17. apríl árið 1939 með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu. Þá fékk Sósíalistaflokkurinn ekki aðild að stjórninni, einn flokka. Þarf sameiginlegt átak Birgir segir að allir séu sam- mála um það að staðan á fjár- málamörkuðum sé rosalega erfið. Hann segir aðspurður að nú kunni vel að vera for- sendur til myndunar þjóð- stjórnar. „Alveg eins já. Það er örugglega margt vitlausara. Það þyrfti þá að finna flöt á því með hvaða hætti slík þjóðstjórn ætti að starfa. Það þarf að skil- greina hvert verkefnið er og búa helst til yfirlýsingu um markmið stjórnarinnar,“ segir Birgir. Hann segir að myndun þjóðstjórnar þurfi ekki endilega að tákna að stjórnar- flokkarnir treysti sér ekki til að stýra skútunni. Heldur geti stjórnarliðar metið það svo að sameiginlegt átak þurfi til að koma ástandinu í viðunandi horf. Ekki hlutverk seðlabankastjóra Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, vildi óvenju lítið tjá sig um um- mæli Davíðs en sagði þó að hann væri ekki fyrsti maðurinn til að viðra slíkan möguleika. Þeir Guðni Ágústsson hafi einnig talað um þjóðstjórnir. „Ég veit nú ekki hversu áreiðan- legar þessar heimildir Fréttablaðsins eru. Þetta hljómar í mínum eyrum eins og Davíð hafi notað þetta til að leggja áherslu á það hversu alvarlegt ástandið væri. Hafi viljað gefa þeim orðum sínum aukið vægi til að fá rík- isstjórn og aðra slíka aðila til að taka ástandið alvarlega. Það er hins veg- ar ekki hlutverk seðlabankastjóra að mynda ríkisstjórnir,“ segir hann en bætir því við að ekki sé óeðlilegt að menn skuli velta slíkum hlutum fyrir sér í ljósi þeirra erfiðleika sem þjóðin stendur frammi fyrir. Brosað að hugmynd Guðna „Það hefur enginn úr forystu- sveit Sjálfstæðisflokks eða Sam- fylkingar ýjað að því að þeir líti á þetta sem lausn vandans. Seðla- bankastjóri hefur heldur ekki rætt þetta svo ég hafi heyrt. Ég hef hins vegar séð að það er vaxandi skoð- un í atvinnulífinu, verkalýðshreyf- ingu og bankakerfinu að þetta er samstarfsverkefni heillar þjóðar að fást við þann mikla vanda sem nú blasir við,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, um þær fregnir að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi tvívegis viðr- að hugmyndir um þjóðstjórn í vik- unni. Hann segist hins vegar sjálfur hafa varpað fram slíkum hugmynd- um fyrir ári. Þá hafi verið brosað að hugmyndinni. Ummæli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að nú kunni að vera ástæða til að taka upp þjóðstjórn á Íslandi fóru illa í æðstu menn Samfylkingarinnar. Varaformaður hennar sagði að ummælin hefðu enga þýðingu. Því er stjórnmálafræðingurinn Birgir Guðmundsson ósammála. Hann segir ummæli seðlabankastjóra yfirlýsingu um að ástandið í efnahagslífinu sé mjög slæmt. Aðeins einu sinni hefur þjóðstjórn verið mynduð á Íslandi, það var árið 1939 vegna yfirvofandi heimsstyrjaldar. Þjóðstjórn Davíðs BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Þetta er yfirlýsing seðlabankastjóra um að stað- an í efnahagsmálum sé svo erfið, að menn þurfi að taka höndum saman.“ Davíð við stýrið samfylking- armönnum þykir ekki mikið til hugmyndar davíðs koma. DV mynd: Róbert Steingrímur J. Sigfússon segir ekki hlutverk seðlabanka- stjóra að mynda ríkisstjórnir. Tjáir sig ekki um „misvitur orð aðvífandi gesta“ össur skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir hlutverk seðlabankastjóra að vinna með ríkisstjórn. „Vangaveltur manns úti í bæ hafa enga þýðingu“ segir Ágúst ólafur Ágústsson, varaformaður samfylkingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.