Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Síða 28
föstudagur 3. október 200828 Umræða DV HIN HLIÐIN Skrifaði Davíð Oddssyni bréf Nafn og aldur? „Sóley Ástudóttir, 30 ára“ Atvinna? „Förðunarmeistari, mamma, eigandi og kenn- ari í EMM School Of Make Up og bráðum búðarkona í snyrtivöru- og fatabúð á Laugavegi 33.“ Hjúskaparstaða? „Nýtrúlofuð“ Fjöldi barna? „Tvö sem eru best í heimi.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Tónleika með Sign, Mugi- son sem var æði og Kiss á Download.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Telst með að keyra pínu- ponsu of hratt? Ég skamm- ast mín reyndar mjög mikið fyrir það og biðst afsökun- ar aftur. Þar sem ég er núna komin á annan bíl sem kemst ekki hraðar en 80 blöskrar mér hversu hratt aðrir keyra, ekki bara ungl- ingarnir heldur líka allir hinir.“ Hefur þú tekið þátt í skipu- lögðum mótmælum? „Mig rámar í Ísland úr Nató: Herinn burt. Reyndar skrif- aði ég Davíð Oddssyni bréf sem krakki og mótmælti byggingu nýja ráðhússins. Var ekki ánægð með að hann væri að taka skauta- svellið frá mér. Hann svar- aði mér með handskrifuðu krúttlegu bréfi sem var með nokkrum stafsetningarvill- um og það var nóg fyrir mig. Ég var, á þeim tíma, með 10 í stafsetningu í skólanum. Ég er klárlega til í að mótmæla öllum sem eru að fíflast með peningamálin í dag. Þetta er Ísland, ekki Bold and the Beautiful.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Að opna og taka á móti nýjum kúnnum í búðina um helgina, halda áfram að kenna yndislegu nemend- unum mínum, knúsa börnin mín og fá „hubby“ heim úr allt of löngu tónleikaferðalagi.“ Afrek vikunnar? „Að leika smið með Ástu uppi í búð.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, því miður, en fikta stund- um í hljóðfærunum heima og þá meina ég fikta, ekki spila. Hljóma verr en Phoebe í Fri- ends.“ Styður þú ríkisstjórnina? „Hvaða ríkisstjórn? Þú meinar pappakassana? Nei, ég geri það ekki. Það er svo margt sem ég er ósátt við og ég vona að nýir sterkir leiðtogar með almenna skynsemi og stórt hjarta komi í stað þeirra sem nú eru. Þum- all upp til þeirra sem eru að standa sig hvar sem þið eruð.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Ástin, börnin, að vera heil- brigður og súkkulaði.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég vil hitta áhugavert fólk með dýpri pælingar sem ég get lært af - frægt eða ekki. Það skiptir ekki máli. Það er alveg nóg að horfa upp til himins til að sjá stjörnur.“ Ert þú með tattú? „Ég er með sex tattú. Hjarta með stöfum barnanna minna, nokkur unglingatattú frá Nonna tattú tímabilinu og eitt sem er mjög sérstakt og þýðing- armikið.“ Hverjum líkist þú mest? „Mömmu.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Illsku og heimsku.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Þeir eru margir. Uppáhalds- staðurinn minn er heimilið mitt, líður best uppí rúmi með fullan poka af nammi, góða grínmynd í jogginggalla og ullarsokkum, Nandos í London sem er besti kjúklingastaður í heimi og ógleymanlega Sví- þjóð. Þar er sko gott að vera.“ Sóley ÁStudóttir, eigandi eMM School of Makeup, opnar uM helgina nýja verSlun Á laugaveginuM ÁSaMt ÁStu kriStjÁnSdóttur, eiganda e-label.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.