Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Page 44
föstudagur 3. október 200844 Helgarblað Frægustu Suðurnesja- mennirnir Topp 15 Margir frægir suðurnesjamenn voru tilkallaðir, til að mynda fjölmargir aðrir úr tónlistargeiranum, en því miður þurfti einhvers staðar að setja línuna. Magnús og Jóhann, Jóhann g., Þóra kristín, Jón kr., bríet sunna og öll hin – auðvitað ættuð þið líka að vera á listanum. en þið sleppið kannski inn næst þegar svona listi verður tekinn saman. Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson Það er eiginlega ekki hægt að gera upp á milli þessara tveggja ljúflinga. Þeir voru hjartað og sálin í einni vinsælustu hljómsveit Íslandsögunnar, Hljómum, og eru gjarnan kallaðir Lennon og McCartney Íslands þar sem Hljómar voru fyrsta íslenska bítlahljómsveitin. rúnni gat sér einnig frægðar fyrir afrek á knattspyrnuvellinum en hann varð Íslandsmeistari með keflavík á sjöunda áratugnum, auk þess að vera með þáverandi fegurðar- drottningu Íslands. gunni Þórðar er annálaður öðlingur og framúrskarandi lagasmiður, enda höfundur laga eins og bláu augun þín, Þitt fyrsta bros og einkennislags ungfrúr Íslands. Í seinni tíð hefur gunnar svo sýnt hversu fjölhæft tónskáld hann er með því að snara fram messum og sálmum eftir pöntun. Gunnar Eyjólfsson einn dáðasti leikari þjóðarinnar, gunnar eyjólfsson, bjó lengst af æskuárunum í keflavík. Hann stundaði nám við royal academy of dramatic art í Lundúnum 1945-47 og lék um skeið í stratford og Lundúnum. gunnar var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá árinu 1961 til 1996 og lék fjölda burðarhlutverka, meðal annars titilhlutverkin í Pétri gaut, Hamlet, fást, ödípus konungi og galdra-Lofti. Hlutverk gunnars í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eru líka mýmörg, nú síðast í Mannaveiðum á rÚV og kvikmyndinni Heiðinni sem frumsýnd var fyrr á árinu. Guðbergur Bergsson einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar og af mörgum talinn besti núlifandi íslenski rithöfundurinn. guðbergur er fæddur og uppalinn í grindavík. uppvaxtarárum sínum þar og áhrifum umhverfisins á listamann í mótun lýsir hann svo listilega í skáldævisögu sinni (kom út í tveimur bindum: faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og eins og steinn sem hafið fágar) að vart verður betur gert. guðbergur hlaut enda Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir fyrra bindið og báðar bækurnar voru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta er aðeins brot af þeim verðlaunum og viðurkenningum sem guðbergur hefur hlotið og bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Magnús Kjartansson Maðurinn sem samdi eitt vinsælasta og besta lag sem samið hefur verið á íslensku, Lítill drengur, sem varð ódauðlegt í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar. keflvíkingur- inn Magnús, sem er betur þekktur sem Maggi kjartans, var vikulegur gestur í stofum landsmanna um árabil þegar hann var píanóleikari og stjórnandi húshljómsveitarinnar í einum ástsælasta sjónvarpsþætti þjóðarinnar, Á tali hjá Hemma gunn. Minna hefur farið fyrir Magga undanfarin ár, en hann lætur þó heyra í sér við og við í fjölmiðlum undir merkjum stefs (samtaka tónskálda og eigenda flutnings- réttar). Þá hefur hann vitanlega verið nokkuð áberandi upp á síðkastið í tengslum við minningartónleika um Villa Vill sem fram fara í Laugardalshöll í næstu viku. Ruth Reginalds um miðjan júní 1974 kom sjö ára stelpa í keflavík að máli við Magnús kjartansson og spurði hvort hún mætti syngja með hljómsveitinni Júdasi sem átti að spila undir beru lofti í bænum 17. júní. Magnúsi leist vel á það og hún söng lítið lag um sigga sæta en hún var einmitt skotin í strák sem hét siggi, að því er fram kemur á vef Poppminjasafns Íslands. stúlkan stóð sig framúrskarandi vel og má segja að þetta hafi verið upphafið að ferli frægustu barnastjörnu Íslands, keflavíkur- fljóðsins ruth reginalds. Því miður náði hún ekki að fylgja góðri byrjun á ferlinum eftir á fullorðinsárum, en það verður ekki af ruth tekið að hún er full af hæfileikum. Annþór Karlsson einn frægasti undirheimamaður Íslands. annþór hefur mörg undanfarin ár haft aðsetur í Vogum á Vatnleysuströnd en samkvæmt heimildum dV er hann þó ekki borinn þar og barnfæddur. annþór hefur margoft verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna ofbeldisverka og fíkniefnamisferlis. Þá hefur hann einnig verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla sinna við menn sem hafa ýmislegt á samviskunni, nú síðast ragnar Magnússon sem benjamín Þór Þorgrímsson lagði hendur á fyrir framan myndavélar fréttaskýringaþáttarins kompáss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.