Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Side 48
Ættfræði DVföstudagur 3. október 200848 Böðvar fæddist á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1960, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1966 og varð hdl. 1966. Böðvar vann á lögfræðiskrifstofu Þorvalds Lúðvíkssonar hrl. og við Sparisjóð alþýðu í Reykjavík 1966- 68, var fulltrúi hjá yfirborgarfógeta í Reykjavík 1968-71, var bæjarfógeti í Neskaupstað 1971-77, sýslumaður í Rangárvallasýslu 1977-85 og var lög- reglustjóri í Reykjavík 1985-2006.. Böðvar var gjaldkeri í stjórn Dóm- arafélags Íslands 1973-77 og 1980-81, formaður skólanefndar Skógaskóla 1977-85, sat í stjórn Sýslumanna- félags Íslands 1979-81 og formaður þess 1979-80, oddviti Hvolshrepps 1982-85, varaþm. Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmis 1979-86 og sat í stjórn Landsvirkjunar 1981- 87. Böðvar var sæmdur Stórstjörnu íslensku fálkaorðunnar 1993. Fjölskylda Böðvar kvæntist 10.6. 1961 Gígju Björk Haraldsdóttur, f. 13.1. 1938, húsmóður. Foreldrar hennar voru Haraldur Sigurðsson, f. 12.7. 1882, d. 18.10. 1963, verslunarmaður á Sauð- árkróki, og k.h., Ólöf Sesselja Bjarna- dóttir, f. 6.6. 1904, d. 30.5. 1984, hús- móðir. Börn Böðvars og Gígju: Harald- ur Bragi, f. 4.7. 1960, d. 21.11. 1999; Ragnhildur Ólöf, f. 25.11. 1972. Systkini Böðvars eru Sigtryggur, f. 30.7. 1943, verkfræðingur í Reykja- vík, kvæntur Elísabetu Jóhannsdótt- ur, Eiríkur, f. 7.3. 1949, d. 21.7. 1954; Jóhann, f. 3.4. 1955, matreiðslumað- ur í Reykjavík. Foreldrar Böðvars voru Bragi Ei- ríksson, f. 29.6. 1915, d. 24.4. 1999, fyrrv. framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda og aðalræðis- maður fyrir Grikkland, og k.h., Ragn- heiður Valgerður Sveinsdóttir, f. 13.6. 1915, d. 26.12. 1999, húsmóðir. Ætt Bragi var bróðir Baldurs, fyrrv. bæjarstjóra á Ísafirði. Bragi var son- ur Eiríks Brynjólfs, fiskmatsmanns á Ísafirði Finnssonar. Eiríkur var bróðir Sigríðar, móður Marsilíusar Bernharðssonar, skipasmíðameist- ara á Ísafirði. Móðir Eiríks var Guð- ný Guðnadóttir, b. á Kirkjubóli í Ön- undarfirði Jónssonar. Móðir Guðna var Guðný Árnadóttir, b. í Dalshús- um í Valþjófsdal Bárðarsonar, ætt- föður Arnardalsættar Illugasonar. Móðir Braga var Kristín Einars- dóttir, b. á Hríshóli í Reykhólasveit Péturssonar, dbrm. á Hríshóli, bróð- ur Ragnheiðar, móður Gests Páls- sonar skálds. Pétur var sonur Gests, b. á Hríshóli, bróður Sturlaugs, lang- afa Haraldar Böðvarssonar, útvegs- manns á Akranesi. Gestur var sonur Einars, dbrm. í Rauðseyjum, bróð- ur Sigþrúðar, ömmu Snæbjarnar í Hergilsey. Einar var sonur Ólafs, b. á Brekku í Saurbæ Sturlaugssonar, bróður Sveins, afa Sveins Níelsson- ar á Staðastað, afa Sveins Björnsson- ar forseta, og Ólafs Björnssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forseta borgarstjórnar. Móðir Einars á Hríshóli var Ástríð- ur Magnúsdóttir, b. á Látrum Einars- sonar og Sigríðar Einarsdóttur, systur Þóru, móður Matthíasar Jochums- sonar skálds. Bróðir Sigríðar var Guðmundur á Kvennabrekku, faðir Theodóru Thoroddsen skáldkonu, móður Jóns Thoroddsen skálds, og ömmu Dags Sigurðssonar skálds og Skúla Halldórssonar tónskálds. Systir Theodóru var Ásthildur, móð- ir Muggs. Móðir Kristínar var Elín, systir Einars, afa Þorvaldar Garð- ars Kristjánssonar, fyrrv. alþm.. Elín var dóttir Jóhannesar, b. á Blámýr- um Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Þóra Jónsdóttir, b. á Laugarbóli Bárð- arsonar, bróður Árna í Dalshúsum. Ragnheiður var dóttir Sveins, kaupmanns og bæjarfulltrúa á Ak- ureyri Sigurjónssonar, b. á Sand- vík á Tjörnesi Árnasonar, b. á Sand- vík Halldórssonar, b. á Fremstafelli í Kinn Eiríkssonar. Móðir Halldórs var Guðný Halldórsdóttir, systir Borg- hildar, langömmu Björns, afa Stein- gríms Steinþórssonar forsætisráð- herra. Móðir Ragnheiðar var Jóhanna Sigurðardóttir, b. á Sámsstöðum í Eyjafirði, bróður Guðlaugs, afa Árna Jónssonar, amtsbókavarðar. Bróðir Sigurðar var einnig Jón, afi Jóns Ís- bergs sýslumanns, föður Arngríms Ísberg dómara. Sigurður var sonur Jóns, b. á Gilsbakka Jónssonar, bróð- ur Ingileifar, langömmu Valgerðar Sverrisdóttur alþm.. Systir Jóns sam- mæðra var Helga, langamma Bjarka Elíassonar yfirlögregluþjóns. Móð- ir Sigurðar var Valgerður Þórarins- dóttir, systir Jóhönnu, ömmu Jakobs Frímannssonar, kaupfélagsstjóra og forseta bæjarstjórnar á Akureyri, afa Jakobs Frímanns Magnússonar, mið- bæjarstjóra í Reykjavík. 70 ára í dag Böðvar Bragason fyrrv. lögreglustjóri í Reykjavík Ættfræði umsjón: kjartan gunnar kjartansson kgk@dv.is kjartan gunnar kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stóraf- mæli á netfangið kgk@dv.is Friðrik Júlíus Jónsson fyrrv. deildarstjóri KÞ, búsettur á Akureyri Friðrik fæddist og ólst upp í Sandfells- haga í Öxarfirði. Hann var í barnaskóla að Lundi í Öxarfirði og í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1938-40. Friðrik vann land- búnaðar- og verka- mannastörf, m.a. hjá hernámsliði Breta 1942. Hann réðst til Kaupfélags Norður- Þingeyinga á Kópa- skeri 1944, var fyrst bíl- stjóri, stundaði síðan bíla- og dráttarvélaviðgerðir og loks verslunarstörf. Friðrik var deildarstjóri véla- og varahlutaverslunar Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga 1962- 92 og stundaði ökukennslu um árabil. Friðrik var formaður klúbbs- ins Öruggur akstur um ára- bil, starfaði í kirkjukór Snart- arstaðarsóknar frá 1945, var formaður sóknarnefndar um árabil og safnaðarfulltrúi, sat í skólanefndum Tónlistarskóla Norður-Þingeyjarsýslu, Tón- listarskólans á Kópaskeri og að Lundi, og Öxarfjarðarhéraðs og sinnti málefnum aldraðra. Þá sat hann í hreppsnefnd Prest- hólahrepps 1968-78 og var odd- viti 1974-78. Fjölskylda Friðrik kvæntist 9.7. 1949 Önnu Guðnýju Ólafsdóttur, f. 5.12. 1930, verkakonu. Hún er dóttir Ólafs Jónssonar, f. 21.11. 1881 á Fjöllum, Kelduhverfi, d. 19.5. 1953, bónda á Fjöllum, og Friðnýjar Sigurbjargar Sigur- jónsdóttur, f. 31.8. 1898 á Gras- hóli, d. 27.5. 1999, húsmóður, Fjöllum í Kelduhverfi. Börn Friðriks og Önnu Guðnýjar eru Árni Viðar Frið- riksson, f. 20.11. 1949, fram- kvæmdastjóri Raftákns á Akur- eyri, kvæntur Gerði Jónsdóttur, f. 18.11. 1950, kennara, og eiga þau þrjú börn; Ólafur Friðriks- son f. 5.6. 1953, rekstrarhag- fræðingur og skrifstofustjóri hjá landbúnaðarráðuneytinu, búsettur í Hafnarfirði, kvænt- ur Freyju Tryggvadóttur, f. 4.3. 1957, bankamanni hjá KB banka og eiga þau þrjú börn; Kristín Helga Friðriks- dóttir, f. 26.4. 1962, bankastarfsmaður hjá Landsbankanum, bú- sett í Hafnarfirði, var gift Guðmundi Bald- urssyni, f. 22.2. 1960, verkstjóra, og eiga þau þrjú börn. Börn Árna Viðars og Gerðar eru Jón Heiðar Árnason, f. 4.8. 1967, rafmagnsverkfræðing- ur á Akureyri, kvænt- ur Guðrúnu Þorbjörgu Þórðardóttur, f. 29.11. 1966, og eru börn þeirra Gerð- ur Jónsdóttir, f. 2.2. 1991, Óttar Jónsson, f. 9.4. 1992, og Þórdís Jónsdóttir, f. 19.3. 1997; Anna Kolbrún Árnadóttir, f. 16.4. 1970, sjúkraliði og þroskaþjálfi á Akureyri; Katrín Árnadóttir, f. 22.4. 1980, MA í fjölmiðlun og starfar við undibúning að heið- ursþátttöku Íslands í bókakaup- stefnunni í Frankfurt 2011, bú- sett í Þýskalandi. Börn Ólafs og Freyju eru Friðrik Ingi Ólafsson, f. 30.4. 1977, flugstjóri, búsettur í Reykjanesbæ; Anna Guðný Ól- afsdóttir, f. 16.12. 1980, kennari í Hafnarfirði; Íris Ösp Ólafsdótt- ir, f. 6.5. 1989, nemi. Börn Kristínar Helgu og Guðmundar eru Baldur Guð- mundsson, f. 6.4. 1983, blaða- maður á DV; Lilja Guðmunds- dóttir, f. 20.4. 1985, háskóla- og söngnemi; Andri Guðmunds- son f. 22.6. 1991, nemi við VMA. Systkini Friðriks: Árni Jóns- son, nú látinn, landnámsstjóri; Hrefna Jónsdóttir, fyrrv. skrif- stofumaður, búsett í Reykjavík; Sigurður Jónsson, fyrrv. banka- maður, búsettur í Reykjavík; Ragnheiður Jónsdóttir, fyrrv. matráðskona, búsett í Reykja- vík; Stefán Ólafur Jónsson, fyrrv. deildarstjóri, búsettur í Reykjavík; Guðmunda Herborg Jónsdóttir, nú látin, var búsett í Danmörku. Foreldrar Friðriks voru Jón Sigurðsson, f. 17.12 1884, d. 1.2. 1971, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, og k.h., Kristín Helga Friðriksdóttir, f. 11.8. 1881, d. 2.4. 1970, húsfreyja í Sandfells- haga. 90 ára á sunnudag Ásrún Sólveig Ásgeirsdóttir húsmóðir á Stokkseyri Ásrún fæddist í Hafn- arfirði en ólst upp í Smá- löndunum við Reykjavík. Hún var í Árbæjarskóla og Langholtsskóla og Klébergsskóla. Ásrún stundaði fisk- vinnslu á Stokkseyri með hléum og vann við leikskóla þar. Ásrún hefur starfaði í Kvenfélagi Stokkseyrar um árbil og situr í stjórn þess. Fjölskylda Eiginmaður Ásrúnar er Vikt- or Tómasson, f. 10.8. 1948, sjó- maður og vörubílstjóri á Stokks- eyri. Börn Ásrúnar og Viktors eru Áslaug Júlía Viktorsdóttir, f. 10.9. 1974, aðstoðarverslunarstjóri hjá Bónus á Selfossi; Sturla Símon Viktors- son, f. 16.9. 1977, bú- settur í Danmörku; Ásgeir Viktorsson, f. 1.7. 1985, starfsmað- ur hjá SG-Einingar- húsum á Selfossi; Ey- þór Bjarni Viktorsson, f. 12.3. 1990, starfs- maður hjá Hróa hetti á Selfossi. Foreldrar Ásrún- ar eru Ásgeir Hall- dórsson, f. 21.7. 1911, d. 24.11. 1974, verkamaður og vörubílstjóri í Reykjavík og Hafnarfirði, og Kristrún Ósk Kalmansdóttir, f. 23.3. 1934, húsmóðir. Ásrún og Viktor halda sam- eiginlega upp á afmæli sín með fjölskyldu sinni. 50 ára á föstudag DV0810023795 50 ára á föstudag 40 ára á föstudag Gunnar Stefán Richter slippstjóri, búsettur í Hafnarfirði Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum í Reykja- vík til tólf ára aldurs og síðan á Sel- tjarnarnesi. Hann var í Melaskólan- um og Hagaskólanum og stundaði nám við Kvennaskólann. Gunnar vann í Daníelsslipp við Bakkastíginn á sumrin með skóla frá tólf ára aldri. Hann hefur síðan starfað við skipaviðgerðir í Daní- elsslipp í Reykjavík og síðan á Akra- nesi. Gunnar hóf rekstur á Daní- elsslipp árið 2004 og hefur verið framkvæmdastjóri slippsins síðan. Hann hóf slippstarfsemi á Akranesi árið 2007. Gunnar er mikill áhugamaður um hlaup, hefur stundað langhlaup frá fermingaraldri, hefur tekið þátt í tuttugu og fjórum maraþonhlaup- um hér á landi og erlendis, ásamt Laugavegshlaupum (Landmanna- laugar-Þórsmörk) og 100 kílómetra hlaupi í Lapplandi í Svíþjóð. Hann æfir hjá Laugaskokki í Laugum. Fjölskylda Eiginkona Gunnars er Guð- munda Steinunn Sigurbjörnsdóttir, f. 14.10. 1969, framreiðslumaður og matráður. Börn Gunnars og Guðmundu Steinunnar eru Gunnar Richter, f. 14.10. 1991; Sigurbjörg Richter, f. 8.2. 1993; Anton Richter, f. 22.7. 1997; Elín Richter, f. 30.5. 2000. Systkini Gunnars eru Ásta Richt- er, f. 27.3. 1961, skrifstofumaður í Reykjavík; Daníel Richter, f. 29.2. 1964, húsasmiður í Reykjavík; Ingi- björg Þórdís Richter, f. 19.11. 1977, háskólanemi. Foreldrar Gunnars eru Gunnar Richter, f. 8.9. 1944, skipasmíða- meistari í Reykjavík, og Gerður Ragna Sveinsdóttir, f. 24.3. 1942, sunddrottning. Gunnar heldur upp á daginn á Þjóðminjasafninu í Reykjavík, laug- ardaginn 4.10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.