Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Blaðsíða 64
föstudagur 3. október 200864 Helgarblað DV
Tónlist
Með flestar tilnefningar
björk leiðir tilnefningar til bresku tónlistarmynd-
bandaverðlaunanna ásamt the ting tings og Hot
Chip. Myndband söngkonunnar við lagið Wand-
erlust hefur verið tilnefnt í flokkinum besta „altern-
ative“ tónlistarmyndbandið og í flokknum besta
listræna stjórnunin. Verðlaunaafhendingin fer fram
odeon-kvikmyndahúsinu í West end í London 14.
október næstkomandi.
uMsjón: krista HaLL krista@dv.is
Airwaves-listinn klár
Nú þegar tæpar tvær vikur eru í Iceland
Airwaves hefur endanleg dagskrá hátíðar-
innar litið dagsins ljós en á hátíðinni í ár
koma fram hátt í tvö hundruð listamenn.
Þar af verða hundrað og sautján innlendir
listamenn og hljómsveitir á hátíðinni og
fjörutíu og níu erlendir. Hátíðin fer fram
dagana fimmtánda til nítjánda október
á eftirtöldum stöðum: Listasafni Reykja-
víkur, NASA, Tunglinu, Hressó, Organ, 22
og Iðnó. Ekki má gleyma svokallaðri off-
venue-dagskrá hátíðarinnar sem fram fer
á fjölda staða í miðbænum.
Meðal helstu erlendu listamanna sem
fram koma í ár eru CSS, Crystal Castles,
Familjen, Vampire Weekend, Young Kni-
ves, Munich, Florence & The Machine og
Biffy Clyro. Í gær bættust svo við endan-
legan lista plötusnúðurinn Michael Mayer
frá Köln, þýska raftónlistarkonan Gu-
drun Gut og tónlistarmaðurinn Thomas
Fehlmann.
Af íslenskum böndum var stúlkna-
sveitin Amiina að bætast við langan lista
auk Bens Frost, Nicos Muhly, Valgeirs Sig-
urðssonar og Sams Amidon.
Listann í heild sinni má sjá inni á
heimasíðu hátíðarinnar: Icelandairwaves.
com en á næstu dögum birtist dagskrá
hátíðarinnar á heimasíðunni. Miðasala fer
fram á midi.is
Meira partí
Hljómsveitin Skátar beitir heldur óvenju-
legri aðferð við gerð annarrar breiðskífu sinn-
ar. „Við erum að gera plötuna í hlutum og tök-
um hana upp í smáskífum. Okkur langaði að
prófa að taka hana upp með mismunandi
upptökumönnum á mismunandi stöðum,“
segir Benedikt Reynisson, einn af hljómsveit-
armeðlimum.
„Við fengum styrk frá félagi textahöfunda
og tónskálda til að byrja með og okkur langaði
að prófa okkur áfram með þetta form. Að taka
ekki upp heila plötu á sama staðnum. Næsta
smáskífa kemur svo vonandi út í byrjun næsta
árs, sú þriðja um vorið og breiðskífan vonandi
haustið 2009.“
tekið upp í lubba
Fyrsta smáskífan, Goth báðum megin, kom
út í gær og var fagnað með flottu partíi á Kaffi-
barnum. Um er að ræða tveggja hliða smá-
skífu sem innheldur tvö lög, eitt á hvorri hlið.
Smáskífan kemur út í tveimur formum, á sjö
tommu vínylplötu og stafrænt á heimasíðu
Grandmothers Records á Grapewire.net.
Lögin heita Party Liners (I Make Blade,
You Crusade) og Pantee Lions (Riding Beasts
at the Mini Bar). „Þessi smáskífa var tekin
upp í litlu stúdíói í Keflavík sem heitir stúd-
íó Lubbi. Það er hægt að ná í þau og forpanta
vínylplötuna inn á grandmothersrecords.-
grapewire.net.“
Í túr um landið
Á síðasta ári gáfu Skátar út breiðskífuna
Ghosts of the Bullocks to Come sem fékk víð-
ast hvar glimrandi dóma gagnrýnenda. Að-
spurður hvort tónlist sveitarinnar hafi tekið
miklum breytingum svarar Benedikt: „Nýju
lögin eru meira partí. Við erum komin með
nýjan gítarleikara, Kolbein Huga Höskulds-
son, sem hefur verið vinur okkar í mörg ár.
Gítarleikarinn sem spilaði með okkur áður
elti konuna og barn til Bandaríkjanna eins
og gengur og gerist.“
Í október munu Skátar túra um landið
ásamt hljómsveitunum Bloodgroup og hinni
hálfírsku/hálfíslensku sveit Dlx Atx. „Tón-
leikaferðin er að mestum hluta gerleg með
tilstuðlan styrktarsjóðsins Kraums en við
fengum innrásarstyrk svokallaðan úr sjóðn-
um. Við byrjum túrinn á Egilsstöðum átt-
unda október en þá höfum við reyndar feng-
ið hljómsveitina Skakkamanage til að spila
með okkur líka. Svo förum við í Borgarnes,
á Ísafjörð, Akureyri, Hafnarfjörð, Keflavík og
endum í Reykjavík.“
krista@dv.is
Hljómsveitin Skátar gaf út smáskífuna Goth báðum megin í gær sem inniheldur
tvö lög. Sveitin vinnur nú að gerð annarrar breiðskífu sinnar og tekur hana upp
í hlutum með mismunandi upptökumönnum á mismunandi stöðum.
Ævintýraleg
skátar rokka um landið
Hljómsveitin heldur í
tónleikaferðalag um landið
ásamt bloodgroup og dlx atx.
H&n-Mynd gúndi