Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2008, Qupperneq 64
föstudagur 3. október 200864 Helgarblað DV Tónlist Með flestar tilnefningar björk leiðir tilnefningar til bresku tónlistarmynd- bandaverðlaunanna ásamt the ting tings og Hot Chip. Myndband söngkonunnar við lagið Wand- erlust hefur verið tilnefnt í flokkinum besta „altern- ative“ tónlistarmyndbandið og í flokknum besta listræna stjórnunin. Verðlaunaafhendingin fer fram odeon-kvikmyndahúsinu í West end í London 14. október næstkomandi. uMsjón: krista HaLL krista@dv.is Airwaves-listinn klár Nú þegar tæpar tvær vikur eru í Iceland Airwaves hefur endanleg dagskrá hátíðar- innar litið dagsins ljós en á hátíðinni í ár koma fram hátt í tvö hundruð listamenn. Þar af verða hundrað og sautján innlendir listamenn og hljómsveitir á hátíðinni og fjörutíu og níu erlendir. Hátíðin fer fram dagana fimmtánda til nítjánda október á eftirtöldum stöðum: Listasafni Reykja- víkur, NASA, Tunglinu, Hressó, Organ, 22 og Iðnó. Ekki má gleyma svokallaðri off- venue-dagskrá hátíðarinnar sem fram fer á fjölda staða í miðbænum. Meðal helstu erlendu listamanna sem fram koma í ár eru CSS, Crystal Castles, Familjen, Vampire Weekend, Young Kni- ves, Munich, Florence & The Machine og Biffy Clyro. Í gær bættust svo við endan- legan lista plötusnúðurinn Michael Mayer frá Köln, þýska raftónlistarkonan Gu- drun Gut og tónlistarmaðurinn Thomas Fehlmann. Af íslenskum böndum var stúlkna- sveitin Amiina að bætast við langan lista auk Bens Frost, Nicos Muhly, Valgeirs Sig- urðssonar og Sams Amidon. Listann í heild sinni má sjá inni á heimasíðu hátíðarinnar: Icelandairwaves. com en á næstu dögum birtist dagskrá hátíðarinnar á heimasíðunni. Miðasala fer fram á midi.is Meira partí Hljómsveitin Skátar beitir heldur óvenju- legri aðferð við gerð annarrar breiðskífu sinn- ar. „Við erum að gera plötuna í hlutum og tök- um hana upp í smáskífum. Okkur langaði að prófa að taka hana upp með mismunandi upptökumönnum á mismunandi stöðum,“ segir Benedikt Reynisson, einn af hljómsveit- armeðlimum. „Við fengum styrk frá félagi textahöfunda og tónskálda til að byrja með og okkur langaði að prófa okkur áfram með þetta form. Að taka ekki upp heila plötu á sama staðnum. Næsta smáskífa kemur svo vonandi út í byrjun næsta árs, sú þriðja um vorið og breiðskífan vonandi haustið 2009.“ tekið upp í lubba Fyrsta smáskífan, Goth báðum megin, kom út í gær og var fagnað með flottu partíi á Kaffi- barnum. Um er að ræða tveggja hliða smá- skífu sem innheldur tvö lög, eitt á hvorri hlið. Smáskífan kemur út í tveimur formum, á sjö tommu vínylplötu og stafrænt á heimasíðu Grandmothers Records á Grapewire.net. Lögin heita Party Liners (I Make Blade, You Crusade) og Pantee Lions (Riding Beasts at the Mini Bar). „Þessi smáskífa var tekin upp í litlu stúdíói í Keflavík sem heitir stúd- íó Lubbi. Það er hægt að ná í þau og forpanta vínylplötuna inn á grandmothersrecords.- grapewire.net.“ Í túr um landið Á síðasta ári gáfu Skátar út breiðskífuna Ghosts of the Bullocks to Come sem fékk víð- ast hvar glimrandi dóma gagnrýnenda. Að- spurður hvort tónlist sveitarinnar hafi tekið miklum breytingum svarar Benedikt: „Nýju lögin eru meira partí. Við erum komin með nýjan gítarleikara, Kolbein Huga Höskulds- son, sem hefur verið vinur okkar í mörg ár. Gítarleikarinn sem spilaði með okkur áður elti konuna og barn til Bandaríkjanna eins og gengur og gerist.“ Í október munu Skátar túra um landið ásamt hljómsveitunum Bloodgroup og hinni hálfírsku/hálfíslensku sveit Dlx Atx. „Tón- leikaferðin er að mestum hluta gerleg með tilstuðlan styrktarsjóðsins Kraums en við fengum innrásarstyrk svokallaðan úr sjóðn- um. Við byrjum túrinn á Egilsstöðum átt- unda október en þá höfum við reyndar feng- ið hljómsveitina Skakkamanage til að spila með okkur líka. Svo förum við í Borgarnes, á Ísafjörð, Akureyri, Hafnarfjörð, Keflavík og endum í Reykjavík.“ krista@dv.is Hljómsveitin Skátar gaf út smáskífuna Goth báðum megin í gær sem inniheldur tvö lög. Sveitin vinnur nú að gerð annarrar breiðskífu sinnar og tekur hana upp í hlutum með mismunandi upptökumönnum á mismunandi stöðum. Ævintýraleg skátar rokka um landið Hljómsveitin heldur í tónleikaferðalag um landið ásamt bloodgroup og dlx atx. H&n-Mynd gúndi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.