Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 2
Útskúfað vegna álvers 3 Þórhallur Þorsteinsson er einn þeirra Austfirðinga sem mótmæltu aðgerðum á hálendi Austurlands vegna Kára­ hnjúka­ virkjunar. Fyrir vikið var hann úthróp­ aður um­ hverfissinni og svikari, sakaður um að standa í vegi fyrir framþróun í samfélaginu. Áhrifamenn reyndu að hrekja hann úr starfi, hann þurfti að svara til saka gagnvart vinnuveitanda sínum og vinir hans snerust gegn honum. Þrátt fyrir að nokkur ár séu liðin frá baráttunni hafa sárin ekki enn gróið. Hefnd vegna bíls 2 Sigurður Hólm Sigurðsson lést á Litla­Hrauni fimmtudaginn 17. maí, 49 ára að aldri. Í fyrstu var talið að ekkert saknæmt hefði átt sér stað en síðar voru tveir samfangar hans færðir í einangrun grunaðir um að hafa veitt Sigurði áverka sem drógu hann til dauða. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, margdæmdir ofbeldismenn, eru hinir grunuðu. Samkvæmt heimildum DV sjást þeir á upptökum úr öryggismyndavélum fara inn í klefa Sigurðar nokkru áður en hann lést. Heimildir herma að árásin hafi verið vegna árgreinings um bifreið sem tvímenningarnir sökuðu Sigurð um að hafa stolið. Í felum í fimm mánuði 1 Berglind Stein dórs­ dóttir varð fyrir hrottafenginni líkamsárás í desember þegaur hópur fólks sem tengist glæpa­ samtökunum Hells Angels réðst á hana. Hún steig fram af miklu hugrekki og lýsti árásinni og því hvernig líf hennar hefur gjörbreyst í kjölfarið. Hún væri búin að vera í felum í fimm mánuði. „Þau eru búin að eyðileggja líf mitt,“ sagði hún í viðtalinu. Kveikt var í bíl hennar, fjölskyldu hennar var hótað og hún þurfti að láta barnið frá sér af ótta við ofbeldishrottana. 2 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 21.–22. maí 2012 mánudagur/þriðjudagur 5 8 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Meint árásarfólk tengist Hells Angels n Fjölskyldunni hótað n Þurfti að láta barnið frá sér „Mig langaði í Hörpu“ n Er óviss með þingframboð Komin heim með stúlkuna n „Þrjósk og skelegg,“ segir pabbinn 26 Efnahagur Spánar lEikur á rEiðiSkjálfi n Búsáhaldabylting í fæðingu 14 2–3 n Nýbakaðir foreldrar í öngum sínum 3 Brotist inn hjá barnafólki ÚtSkÚfað vEgna álvErS Þórhallur ÞorStEinSSon: n „Mér var hótað lífláti“ 8 10–11 „Þau hætta ekkert fyrr en ég er dauð n Kveikt í bílnum hennar Í fElum Í fimm mánuði bErglindi var miSÞyrmt hroðalEga w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 23.–24. maí 2012 miðvikudagur/fimmtudagur 5 9 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Grunur um morð á LitLa-Hrauni n Landsbankinn afskrifaði 650 milljónir Hlífar Vatnar Stefánsson Börn fræga fólksins vinsæl Dorrit suðar um að fá hænur og kindur Feta í fótspor foreldranna 16–17 4 26 2–3 Bein lína eGGert er sLoppinn Skuldir fótboltakóngs HeFnD VeGna BÍLs Nágrannar flúðu til Ásdísar n Jarðskjálftar í Búlgaríu n Hinn látni barinn í klefa sínum n Sáust á öryggismyndavélum „Gæðablóð sem gerði engum neitt GRUNAÐIR Annþór Kristján Karlsson Börkur Birgisson Sigurður Hólm Sigurðsson f. 01.05.1963 d. 17.05.2012 Jós fúkyrðum yfir lögmann Játar morðið á unnustu sinni 10 29 n Ísland komst áfram í lokakeppni Eurovision „Stórkostlegt“ 20 Þ órhallur Þorsteinsson er einn þeirra Austfirðinga sem mótmæltu aðgerð­ um á hálendi Austurlands vegna Kárahnjúkavirkjun­ ar. Fyrir vikið var hann úthrópaður umhverfis sinni og svikari, sakaður um að standa í vegi fyrir framþróun í samfélaginu. Áhrifamenn reyndu að hrekja hann úr starfi, hann þurfti að svara til saka gagnvart vinnuveitanda sínum og vinir hans snerust gegn honum. Undirbúningur vegna virkj­ unarinnar hófst árið 1999 en fram­ kvæmdir hófust árið 2002. Virkjunin var síðan gangsett árið 2007 en þrátt fyrir að nú séu nokkur ár liðin frá því að baráttan stóð sem hæst hafa sárin ekki gróið. „Það eru heimili hér á Egilsstöð­ um sem ég kem ekki inn á út af þess­ um deilum. Heimili þar sem ég var gestur kannski einu sinni til tvisvar í viku áður. Ég veit ekki hvort ég væri velkominn þangað í dag. Kannski. En þarna var ég að ósekju særður þeim sárum að ég hef ekkert þar inn að gera. Ég heilsa þessu fólki en ég hef ekkert inn á heimili þeirra að gera. Ég varð nánast fyrir einelti,“ segir Þór­ hallur þar sem hann situr í hæginda­ stól á heimili sínu á Egilsstöðum. Heimilið ber þess merki að hann er mikill náttúruunnandi, hér er fjöldi bóka um hálendi Íslands, nátt­ úruna og dýralíf. Þórhallur hefur líka lengi ferðast um hálendið og þekkti þetta svæði betur en margir. „Ég var búinn að ferðast um þetta svæði ára­ tugum saman. Ég var búinn að fara þarna um gangandi, á bíl og fljúga yfir það. Ég fór um þetta svæði sumar og vetur. Ég fór þarna sem leiðsögu­ maður og þekkti þetta svæði mjög vel. Þannig að ég er ekki einn af þeim sem eru að tala um þetta og hafa ekki þekkt það.“ Hann þekkti svæðið og honum þótti vænt um það. Honum þótti sárt að sjá landinu sökkt fyrir lónið og hefur aldrei tekist að sætta sig við það. „Ég er gríðarlega ósáttur við allt sem þessu viðkemur. Virkjunina, ál­ verið, umhverfisáhrifin og í ofanálag hefur þetta ekki fært okkur það sem ætlast var til. Þannig að ég sé ákaf­ lega lítið jákvætt við þetta“ segir Þór­ hallur. „Fórnin inn frá, umhverfisáhrifin af þessum framkvæmdum, er þannig að það er ekki hægt að réttlæta það sem þarna var gert. Tugir fossa sem margir hverjir voru mjög fallegir eru að hverfa og eru nánast vatnslaus­ ir. Þar sem lónið er fór mjög merki­ legt svæði undir vatn. Hálsinn sem var aðalburðarsvæði hreindýranna. Þetta var líka eini staðurinn á Íslandi þar sem samfelldur gróður var frá sjó og upp að jökli. Nú er búið að rjúfa það með Hálslóni.“ Andstaðan á Austurlandi Á ferð blaðamanns um svæðið var heimafólki tíðrætt um það hvern­ ig listamenn úr 101 mótmæltu þessum aðgerðum. Þórhallur bendir hins vegar á að fyrsta andstaðan sem myndaðist gegn þessum fram­ kvæmdum var á Héraði. „Það virð­ ist oft gleymast því það er alltaf talað um 101 Reykjavík. En hér var stofnað félag um verndun hálendis á Austur­ landi áður en þessar deilur hófust. Félagið var stofnað gegn þessum framkvæmdum, Kárahnjúkar voru ekki einu sinni komnir í almenna umræðu þá þótt við vissum auðvitað af þeim.“ Á stofnfundinn mættu um tuttugu til þrjátíu manns sem sammæltust um mikilvægi þessa félags. Fljótlega fór þó að tínast úr hópnum. „Menn sem voru að öndverðum meiði mið­ að við það sem almennt gekk voru kúgaðir. „Dæmið var sett upp með þeim hætti að Austfirðingar stæðu saman. Við hinir sem vorum and­ vígir þessum aðgerðum vorum ekki sannir Austfirðingar. Og við vorum alls ekki góðir borgarar. Við vorum svikarar í huga fólksins. Við vorum bara fólkið sem vildi að aðrir færu aftur í torfkofana eins og sagt var. Við vorum sagðir á móti framförum, á móti því að skapa börnunum fram­ tíð, þetta dundi á manni, að börnin kæmu ekki aftur heim eftir nám, að þau fengju ekki vinnu. Í huga þessa fólks var ég að taka lífsviðurværið af börnunum þeirra með andstöðunni, koma í veg fyrir atvinnusköpun og lækka verð á húsnæði hér fyrir aust­ an. Þetta fékk ég allt að heyra. Svona var þetta.“ Fyrstu mótmælaaðgerðirnar Einu sinni gekk fúkyrðaflaumurinn þó lengra en eðlilegt getur talist. „Mér var hótað lífláti. Maður sem ég hafði unnið með mætti mér úti á götu og sagði að það ætti bara að skjóta mig. Auðvitað var sárt að mæta þessu, það var sárt því það var verið að reyna að kúga mig. Persónu­ gera málið þannig að ég væri að hafa eitthvað af fólki, koma í veg fyrir að fólkið hér lifði eðlilegu lífi. Það var viðhorfið. Ég hef búið hér frá því að ég var lítill krakki og hef frá unga aldri ver­ ið að vinna þessu samfélagi gagn. Ég tók þátt í því að byggja það upp, félagslega og sem einstaklingur. Ég hef verið hér allt mitt líf. Þrátt fyr­ ir andstöðu mína við þessar fram­ kvæmdir leit ég svo á að ég væri ekki síður meðlimur þessa samfélags enda hef ég ekkert gert hér sem rétt­ lætir það að ég sé borinn þeim sök­ um að vilja spilla fyrir samfélaginu, ég var bara á móti þessari aðgerð. En það átti að kúga mig eins og aðra til hlýðni.“ Þrátt fyrir allt sem á gekk á þess­ um tíma voru hugsjónir Þórhalls þess eðlis að hann neitaði að þegja, staðráðinn í að láta ekki þagga niður í sér og hann barðist áfram fyrir hug­ sjónum sínum með orðum og gjörð­ um. „Ég er líklega eini Austfirðingur­ inn sem var sektaður fyrir andstöðu sína gegn Kárahnjúkum. Ég lokaði ásamt fleirum uppi á brú við Bessa­ staðaá og fékk sekt fyrir,“ segir hann og bætir því glottandi við hann hafi glaður greitt sektina. „Þessi mótmæli voru táknræn fyrir ástandið, tákn­ rænt fyrir það að málið væri komið í hnút. Við ætluðum aldrei að hefta för þeirra sem þarna voru á ferð,“ segir Þórhallur en það var stjórn Lands­ virkjunar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem var þá borgarstjóri, og deilan var um Eyjabakka. „Við lás­ um fyrir þau tvær ályktanir frá félagi um verndun hálendis Austurlands og þar með var þessum mótmælum lokið.“ Hann sér ekki eftir þessu þótt hann hafi þurft að taka afleiðing­ um gjörða sinna. „Ég var þarna í mínum frítíma en starfaði á þessum tíma fyrir Rafmagnsveitu ríkisins. Og það upphófust einhverjar almestu nornaveiðar á Austurlandi fyrr og síðar. Harkan er mér minnisstæð.“ Hart sótt að honum Þau voru þrjú sem stóðu fyrir þess­ um mótmælum. Þórhallur, Karen Erla Egilsdóttir, sem starfaði sem grunnskólakennari, og Hrafnkell A. Jónsson, sem nú er látinn. „Foreldr­ ar hringdu í skólastjórann og kröfð­ ust þess að nemendur yrðu ekki í tíma hjá þessari konu. Pólitíkusar á Austurlandi reyndu ítrekað að láta reka mig úr vinnu. Það var hringt í rafmagnsveitustjóra ríkisins, raf­ veitustjórann hér og þess var krafist að ég yrði rekinn úr vinnunni vegna þess sem ég gerði í mínum frítíma. Stjórnarformaður Rarik fékk ekki frið fyrir þessum mönnum. Og ég þurfti að standa fyrir máli mínu, ég var kallaður inn til rafmangsveitustjór­ ans hér og þurfti að sanna það fyrir honum að ég hefði verið í fríi, mín orð nægðu ekki og ég þurfti að kalla verkstjórann til sem gaf mér frí. Það var allt reynt. Þetta var harka. Og þegar ég fékk þau skilaboð að áhrifamenn á Austurlandi, virtir borgarar í sínu samfélagi, væru að reyna að klekkja á mér og hrekja mig úr vinnu vegna skoðana minna fékk ég mjög einkennilega tilfinningu fyr­ ir því hvernig samfélagi ég bý í. Ég varð líka vitni að framferði lög­ reglu sem var að eltast við mótmæl­ endur inni á hálendi sem varð til þess að ég velti því fyrir mér hvort ég byggi í lögregluríki. Reynt var að taka hvíld af fólki með því að setja sírenu á um miðjar nætur, það var stöðugt verið að keyra fram hjá þeim og í kringum bíla þeirra, taka flassmyndir í rökkri og loka vegum þannig að ekki var hægt að færa þeim vistir. Ég sá þetta gerast.“ Vissi alltaf af fleirum Mótmælendur slógu upp búðum á hálendinu tvö sumur í röð. Fyrra sumarið komu þeir upp búðum á landi Biskupsstofu. „Umburðarlyndi kirkjunnar var ekki meira en svo að Biskupsstofa óskaði eftir því að þeir yrðu fjarlægðir. Ári seinna höfðu mótmælendur samband við mig vegna þess að ég hafði fært þeim mat með því að fara aðrar leiðir að búð­ unum þegar veginum var lokað. Ég studdi þetta fólk því það var að vinna starf sem við gátum ekki unnið, heimamenn. Þau voru að andmæla því sem fáir treystu sér til að and­ mæla hér fyrir austan vegna þess að framkoma við þá fáu sem þorðu því var þess eðlis. Fólk fylgdist með því og vissi hvernig þetta var. Það var lát­ ið berast hvernig lið við værum. Þess vegna hafði fjöldi fólks samband við mig sem annars þorði ekki að láta uppi sína skoðun, þorði ekki að vera í baráttunni. Ég vissi alltaf að ég talaði fyrir hönd fleiri.“ Þannig að þegar fulltrúi Saving Iceland hafði samband var Þórhallur allur af vilja gerður til að hjálpað þeim. Hann var í forsvari fyrir Ferða­ félagið og benti þeim á að það væri nánast útilokað að vísa þeim frá Snæfellsskálanum þar sem tjald­ stæðið hefði verið opið áratugum saman. Úr varð að þar yrðu reistar tíu daga mótmælabúðir. „Síðan fór þetta að spyrjast út og ég fékk símhring­ ingu frá Biskupsstofu þar sem ég var spurður hvort það væri ekki hægt að koma í veg fyrir þessar búðir. Ég sagði að þetta hefði verið opið tjaldstæði síðan skálinn var byggður og bauð manninum að koma sjálfur austur til að vísa fólki frá. Nokkrum dögum seinna hringdi blaðafulltrúi Lands­ virkjunar og hafði sömu áhyggjur af þessu. Spurði hvort við gætum tak­ markað fjöldann, hvort heilbrigðis­ yfirvöld myndu samþykkja og þann­ ig fram eftir götum. Ég sagði honum það sama, að þetta væri opinbert tjaldstæði og við gætum ekki flokkað inn á það. En þú sérð ástandið.“ Innan Ferðafélagsins voru heldur ekki allir á eitt sáttir. „Sumir stjórnar­ menn voru andvígir þessu og það voru deilur innan félagsins. Ég spurði þá hvað þeir ætluðu að gera, hvort Ferðafélagið ætlaði þá að velja inn á tjaldstæðið í framtíðinni. Fólkið kemur bara inn á tjaldstæðið, fer eft­ ir þeim reglum sem þar eru og borg­ ar sín gjöld. Á meðan getum við lítið gert. Og menn áttuðu sig á því að þeir voru að seilast ansi langt. Þannig að þau komu og voru þarna í tíu daga. Það gekk prýðilega en svo fóru þau annað og lentu í ýmsum hremmingum.“ Friðlýsingu aflétt Meðferð pólitíkusa á málinu er hon­ um líka hugleikin. „Það er áhuga­ vert að fylgjast með umræðunni um rammaáætlun núna. Talað er um að pólitíkusar séu að hringla með álit sérfræðinga. Þá er vert að minnast þess að Kárahnjúkavirkjun var tekin út úr rammaáætlun. Það fékkst ekki fjallað um hana nema að mjög litlu leyti. Það voru pólitík­ usar sem tóku ákvörðun um það. Þetta fór í umhverfismat og skipu­ lagsnefnd hafnaði þessum fram­ kvæmdum vegna umhverfisáhrifa en þá fór málið í pólitískan feril og sú ákvörðun var tekin að virkja þrátt fyr­ ir álit umhverfisstofnunar sem sagði umhverfis áhrifin óásættanleg. Það væri rannsóknarefni að skoða hvernig staðið var að þessari virkjun. Þarna var aflétt friðlýsingu af landi til að hægt væri að sökkva því. Það hefur ekki gerst áður á Íslandi en það gerði Siv Friðleifsdóttir. Það er hennar minnismerki að vera sá um­ hverfisráðherra sem stóð fyrir hvað mestum umhverfisspjöllum,“ segir Þórhallur og er ómyrkur í máli. Gamla fólkið komst burt Að hans mati hefði aðeins verið verra út frá umhverfisáhrifum að sökkva Þjórsárveri. „Næst í röðinni voru Kárahnjúkar. En þetta snýst allt um pólitík, Íslend­ ingar þurfa ekkert á pólitík að halda. Danir komast fínt af án stóriðju. Þetta er alltaf bara spurning um póli­ tíska stefnu og það eru áratugir síð­ an það var farið að lofa Reyðfirðing­ um því að það ætti einhver að koma og gera eitthvað fyrir þá. Þá gleyma menn sjálfsbjargarviðleitninni. Gengið var allt of hátt skráð og iðnaðurinn fór úr landi. Skinney­ Þinganes flutti með allt sitt á Höfn í Hornafirði, Samherji keypti upp kvóta á Stöðvarfirði og Eskifirði og fór með hann þaðan en fólk taldi að það gerði ekkert til því það var að koma álver. Það er alltaf hægt að svelta menn til hlýðni. Það er hægt að gera umhverfið þannig að það taki við. Álverið kom allt í einu sem einhver björgunarhringur. Það já­ kvæða við það er að yngra fólk býr í Fjarðabyggð en áður. Gamla fólkið komst í burtu. En á bak við það ligg­ ur fórnin. Fórnin var allt of mikil og fórnin var Héraðsins. Við fórnuðum þessu fyrir amerískan auðhring. Við fórnuðum öllu fyrir allt of lítið. Á meðan þetta var allt að ganga í gegn átti samstaðan að ríkja á öllu Aust­ urlandi og það var talað um lands­ hlutann sem eina heild. En um leið og þetta var orðið þá var slík sam­ staða úti.“ Beinar og óbeinar greiðslur Hann hefur þó skilning á því af hverju Fjarðamenn töluðu fyrir þess­ um framkvæmdum og lögðu áherslu á að fá álver. „Ég skil þá ósköp vel enda fengu þeir eitthvað út úr þessu. En við fengum of lítið út úr þessu, það er alveg ljóst. Ég held að það séu um 200 manns sem sækja vinnu í ál­ verið héðan. 200 störf eru allt of lítið fyrir þessa fórn. 500 störf hefðu líka verið of lítið fyrir landsvæðið sem var spillt. En í flestum tilfellum getur þú keypt menn með því að bera fé á þá og ég skil bændur sem höfðu aldrei séð peninga og fengu allt í einu lof­ orð um fjármuni sem þeir hefðu annars aldrei getað látið sig dreyma um. En er það þannig sem við vilj­ um hafa það? Að það sé hægt að villa mönnum sýn með fé? Ef þeir hefðu staðið í lappirnar og hafnað þessu, ef Fljótsdalshérað hefði hafnað þessu, pólitíkusar og almenningur, þá hefði þetta aldrei orðið að veruleika. Þeir sem segja að við höfum ekki haft neitt um þetta að segja eru menn sem hafa slæma samvisku yfir því að hafa ekki barist gegn þessu. Alls staðar í heiminum nema á Ís­ landi hefðu þessar mótvægisaðgerð­ ir, sem svo eru kallaðar, verið álitn­ ar mútur. Sveitarstjórnarmenn voru hreinlega keyptir. Bændur og áhrifa­ menn voru ráðnir á góðum launum og bændur fengu traktor til að bera áburð á óræktað svæði. Allar svona óbeinar greiðslur til áhrifamanna hafa áhrif á það hvaða ákvarðanir eru teknir og út frá hvaða forsendum. Bændur fengu bætur fyrir spjöllin en það að borga einni kynslóð skaða­ bætur er ekki eðlilegt. Eðlilegra hefði verið að tengja bæturnar við raforku­ framleiðslu og greiða þær árlega til íbúa á svæðinu.“ Gullfoss gæti gleymst Aðspurður hvaða máli þetta land­ svæði skipti í raun svarar Þórhallur: „Við getum sagt sem svo að þetta hafi verið aðdráttarafl. Fossarnir sem eru nú orðnir þurrir, gróðurlendið sem fór undir, víðernið sem er alltaf að verða dýrmætara. Að fá að hafa þetta er engu líkt. Þarna hefði verið hægt að fara með mörg hundruð þúsund ferðamenn án þess að eyðileggja landið ef það væri vel skipulagt. Til lengri tíma litið myndi það skapa meiri tekjur. Hugsaðu þér, einu sinni voru Gullfoss og Geysir ekki fjölmenn­ ir ferðamannastaðir. Fyrir fimmtíu til hundrað árum síðan var erfitt að komast þangað. Með tímanum hefði líka verið hægt að byggja þetta svæði upp. Við getum ekki fórnað ein­ hverju svæði af því að það eru fáir sem þekkja það. Með sömu rökum væri hægt að þurrka upp Gullfoss því að á nokkrum áratugum gleymum við honum og komandi kynslóðir munu ekki vita að þarna var einu sinni fallegur foss. Við getum ekki hugsað með þessum hætti. Ein kyn­ slóð getur ekki farið svona með þjóð­ argersemina sem náttúra Íslands er. Ég fór fyrst akandi inn í Hafra­ hvamma árið 1972 og það hafa legið vegir og slóðar þarna áratugum sam­ an en það var erfitt að fara þá. En það hefði verið hægt að auka aðgengið að svæðinu.“ „Sama skelfingarástand víða“ Að lokum segir hann að áhrif ál­ versins hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem samfélagið hafði. „Það hefur ekki enn tekist að manna þetta með Íslendingum. Álverið ræð­ ur aðeins íslenskumælandi fólk til starfa en þrátt fyrir allt atvinnuleysið og auglýsingamennskuna manna undir verktakar sín fyrirtæki að miklu leyti með útlendingum því það er ekki hægt að fá Íslendinga í þetta. Starfsmannaveltan hefur verið allt að 25 prósent. Þrátt fyrir allar hörmung­ arnar sem dundu á þjóðinni er þetta ekki betri vinnustaður en það. Vorum við að sökkva þessu landi, vorum við að eyðileggja þessa náttúru, vorum við að þurrka upp fossana til þess að flytja inn farandverkamenn? Vill ekkert af þessu atvinnulausa fólki á Suður­ nesjum koma austur, flytja hingað í tómar íbúðir og vinna í álverinu í Reyðarfirði? Er ekki eitthvað að? Af hverju sækir fólk ekki um vinnu þarna?“ spyr Þórhallur og bætir því við að það sé ekki eftirsóknarvert að vinna í kerskálanum eða stey­ puskálanum, þótt önnur störf séu vissulega áhugaverð. „Þarna eru tólf tíma vaktir og ég þekki eng­ an sem vinnur í álverinu sem lítur á það sem sitt framtíðarstarf. Ég þekki líka fólk sem hætti að vinna þarna af því að vaktirnar voru of langar og það vildi ekki fórna fjöl­ skyldunni. Fólk vinnur þarna þar til það fær betra starf. Efnahags­ kreppan mun jafna sig á nokkrum árum og hvernig verður þetta þá? Munum við manna álverið með útlendingum sem koma hingað á vertíð? Þetta átti að bjarga öllu en það er enn sama skelfingarástandið víða. Álverið hafði til dæmis engin áhrif til batnaðar á Stöðvarfirði eða í Breið­ dalsvík. Fólksfjölgun á Austurlandi varð ekki sú sem stefnt var að. Og hér fór allt á annan endann því stjórnleysið var algjört. Hér voru byggð hús sem enginn er í, hér voru lagðar göt­ ur fyrir hús sem aldrei voru byggð. Sveitarfélagið er á hausnum, enda dýrt að fara í svona framkvæmdir og eins er það kostnaðarsamt að vera með mikið af hálfbyggðu gatna­ kerfi. Eflaust mun það jafna sig á einhverjum áratugum. En þetta var ekki þess virði.“ n 10 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur Fréttir 11 Mánudagur 21. maí 2012 Sakaður um Svik vegna Skoðana Sinna n Þórhallur Þorsteinsson mótmælti Kárahnjúkavirkjun n Vinir sneru baki í hann n Vinn ufélagi hans hótaði honum lífláti Kelduá Jökulsá í FljótsdalIngibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Vorum við að sökkva þessu landi, vorum við að eyðileggja þessa náttúru, vorum við að þurrka upp fossana til þess að flytja inn farandverkamenn? Á ferð um svæðið Þessi mynd var tekin sumarið áður en fossarnir þornuðu en Þórhallur leiddi þá þrjátíu manna hóp um svæðið ásamt sambýliskonu sinni, Dagnýju Pálsdótt ur. n Fossarnir sem Þórhallur sér eftir voru annars vegar í Kelduá og hins vegar í Jökulsá í Fljótsdal. Vatni er stundum hleypt á Jökulsá seinni hluta sumars. Fossarnir sem hurfu Fossarnir sem hurfu Alblóðug kona í Arion banka Vegfarendum í Austurstræti var mjög brugðið þegar kona kom al­ blóðug inn í Arion banka í Austur­ stræti á fimmtudaginn. Reyndist hundur hafa leikið konuna svo grátt að hún var stórslösuð með bitsár á framhandlegg. Það blæddi talsvert og konan var í miklu upp­ námi. Hundurinn mun vera í eigu útigangsfólks, en ekki liggur fyrir hvernig eða hvers vegna hundur­ inn réðst á konuna. Er líklegt að árásin hafi átt sér stað á Austur­ velli. Bæði vegfarendur og starfs­ fólk Arion banka hringdu á lög­ reglu og sjúkrabíl og komu báðir að vörmu spori. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Grunur um falsanir „Við höfum grun um það en ég vil helst ekki staðfesta mikið,“ segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjör­ stjórnar Norðausturkjördæmis, en enginn af þeim tíu meðmælend­ um sem stjórnin ákvað að sann­ reyna af meðmælendalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda kannaðist við að hafa veitt Ástþóri meðmæli sín. Í samtali við DV á fimmtudag segir Páll að Ástþóri hafi á miðvikudag verið gefinn frestur til að bæta við nöfnum sem upp á vantaði og það hafi hann gert. „Við tókum bara smávægilegt úrtak. Það var sirka tugur sem við athuguðum og ekkert nafnanna stóðst,“ segir Páll sem man ekki til þess að slíkt hafi gerst áður. Páll segir kjörstjór­ nina hafa kannað um það bil eitt nafn af hverjum lista frá Ástþóri. Páll segir að svo virðist sem nöfnin hafi verið skrifuð með svipaðri rit­ hönd. „Þau virtust vera skrifuð með mjög svipaðri hendi. Án þess að við séum einhverjir sérfræðingar í að meta það,“ segir Páll. Hann segir Ástþór fá vottorð frá yfirkjörstjórn Norðausturkjör­ dæmis. „En við tökum fram að við tökum ekki afstöðu til nafnanna, gefum bara fjöldann eins og okkur ber að gera,“ segir Páll en innan­ ríkisráðuneytið mun taka afstöðu til nafnanna.  Flöskuskeytið fannst í Kanada F yrir þremur árum fundu nokkrir krakkar af leikskól­ anum Holti í Reykjanesbæ flöskuskeyti þar sem þau voru í fjöruferð með kennara sín­ um. Þeim þótti flöskuskeytið afar spennandi og langaði sjálfum mikið að senda svoleiðis líka, í von um að einhver fyndi það síðar. Með hjálp leikskólakennara síns, Sigurbjartar Kristjánsdóttur, ritaði hvert og eitt þeirra bréf og teiknaði mynd. Bréfin og myndirnar voru síðan plöstuð og sett í flösku. Síðan var arkað niður í fjöru, en einnig fengu börnin hjálp frá sjómanni, föður eins barnsins. Hann fór með nokkur flöskuskeyt­ anna á sjóinn og henti þeim frá borði þar sem þau hafa síðan verið á reki. Eitt flöskuskeytanna rak síðan nýlega á land við lítinn bæ í Kanada sem heitir Twillingate. Þrjú ár í sjónum Það var flöskuskeyti Lárusar sem fannst en Lárus sem nú er fimm ára var þriggja ára þegar hann sendi skeytið. „Það er búið að vera þrjú ár í sjónum,“ sagði Lárus þegar blaða­ maður ræddi við hann um hinn merka fund. „Ég var bara ánægður,“ segir hann aðspurður hvernig hon­ um hafi liðið þegar hann fékk frétt­ irnar að flöskuskeytið hefði fund­ ist og bætir við: „Það var stelpa sem fann það í Kanada.“ Stúlkan sendi síðan Lárusi bréf og sagði honum frá sér og fjölskyldu sinni í Kanada en hann segist ekki alveg vita hvort þau verði kannski pennavinir í fram­ tíðinni. Lárus fer í sex ára bekk í haust og hlakkar mikið til. „Ég fer í Akur­ skóla, það er grunnskóli,“ segir hann spenntur. Í framtíðinni ætlar hann að senda fleiri flöskuskeyti en seg­ ist ekki viss um að þau finnist aftur í landi svona langt í burtu. „Fer þetta í fréttirnar,“ spurði hann blaðamann að lokum áður en hann fór aftur til vina sinna á leikskólanum. Skemmtilegt verkefni Það var sjómaður á Nýfundnalandi sem fann flöskuskeytið ásamt barna­ barni sínu í fjöru og skrifaði bréf til tímaritsins Grapevine í von um að komast í samband við þann sem sendi það. Glöggur lesandi sá bréfið í blaðinu og hafði samband við leik­ skólann sem síðan sendi manninum póst og hafa bréfin gengið á milli síð­ an. Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Holti, segir krakk­ ana hafa haft mjög gaman af því að senda flöskuskeytin og ekki hafi gleðin minnkað þegar kom í ljós að eitt þeirra hafi fundist. „Það voru sjö börn sem gerðu flöskuskeyti eftir að hópurinn þeirra fann flöskuskeyti hérna niðri í fjöru hjá okkur. Bæði var hent út sjö flöskum hér í fjörunni og síðan fór einn pabbinn, sem er sjó­ maður, með sjö flöskur með sér á sjó­ inn og henti þar. Þannig að þetta var mjög skemmtilegt verkefni sem þau voru mjög áhugasöm um.“ Skemmtilegt ferli Kristín segir skemmtilega umræðu hafa komið upp á meðal krakk­ anna eftir að flöskuskeytið fannst og þau hafi skrifað bréf til manns­ ins sem fann skeytið og síðan feng­ ið viðbrögð frá honum. „Við feng­ um myndir af barnabarni hans, sem fann þetta með honum, með bréfið og teikninguna sem var í flöskunni og við munum örugglega gera þetta aftur. Það er mjög gaman þegar þetta finnst og við komumst í sam­ band við einhvern úti í heimi. Það er eitthvað sem börnunum finnst mjög merkilegt og gaman fyrir þau að sjá þetta ferli. Eitthvað sem þau gerðu fyrir löngu og kemur síðan í ljós núna.“ n Sjö krakkar settu flöskuskeyti í sjóinn fyrir þremur árum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ánægður Lárus, fimm ára leikskólanemi, sendi flöskuskeytið sem fannst í fjöru á Nýfundnalandi. Bréf og teikning Bréfið og teikingin sem Lárus sendi höfðu varðveist vel þrátt fyrir þriggja ára volk í sjónum enda í plasti. Útgáfa DV Ekkert blað kemur út mánu­ daginn 28. maí, annan í hvíta­ sunnu. Næsta blað DV kemur út miðvikudaginn 30. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.