Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 51
51Helgarblað 25.–27. maí 2012 „Spennandi og áhugaverð lesning“ Dauði næturgalans Uppáhaldskvikmyndin Heilsu hans hrakaði og hann horaðist mikið og þurfti að aflýsa allnokkrum tónleikum. Um miðjan apríl fékk Robin svæsna lungnabólgu og var í dái. Hann vaknaði úr dái 20. apríl og skildi við sama dag. Fjöldi tónlistarmanna hef- ur lýst sorg sinni vegna fráfalls Robins í orðum. Falsettunum fækkar n Bræðurnir Barry, Robin og Maurice Gibb voru Bee Gees – Barry Gibb lifir bræður sína Ummæli annarra n Mér hefur ávallt fundist að við sem erum í poppi og rokki séum í bræðralagi og Robin er einn okkar sem hefur kvatt of snemma. – Cliff Richards n Hann var dásamlegur. Hann hafði ótrúlega kímnigáfu og það var gaman að vera í kringum hann. – Dionne Warwick n Þetta er harmleikur fyrir tónlistarheiminn. Robin var hluti af einhverju einstöku. – Kenny Rogers n Robin var fyrst og fremst prýðisnáungi sem átti ekki skilið að deyja þetta ungur. Við munum öll sakna hans sem manneskju og vegna þess sem hann færði tónlistinni. – Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands n Robin verður minnst sem tón- listarmanns og sem söngvara og hluta af Bee Gees. Arfleifð þeirra verður Staying Alive, raddirnar og tónlistin sem þeir skrifuðu. – Ringo Starr n Við höfum misst sannarlega frábæran tónlistarmann í dag. Eitt af átrúnaðargoðum mínum. – Justin Timberlake n Hvíl í friði, Robin. Stórmenni í tónlistinni. – Mick Hucknall Bræðurnir saman á sviði 1997 Fremstur er Barry, síðan Robin og fjærst er Maurice. Jafnfrábær í dag Ingó Geirdal töframaður „Kvikmyndin Modern Times eftir Chaplin er í miklu uppáhaldi hjá mér, enda eitt af fjölmörgum meistaraverkum þessa mikla snillings. Jafnfrábær í dag og þegar ég sá myndina fyrst í bíó fjögurra ára gamall.“ „Ekki alvond sýning“ Svar við bréfi Helgu Þ eir sem eru komnir yfir miðjan aldur muna eftir lögunum Release Me, Quando Quando Quando, og The Last Waltz, svo ein- hver séu nefnd. Ungt fólk sem hefur gaman af gamalli tónlist þekkir þessi lög eflaust einnig. Sá sem gerði þau fræg var á sínum tíma mikið kvennagull og heillaði með huggulegu útliti og hljómmikilli rödd. Í dag er hann 76 ára og fulltrúi Bretlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva – Engelbert Humperdinck – elsti keppandinn ef undan er skilin rússnesk babúska. Engelbert er breskur, en fæddist í Madras á Indlandi 1936, sonur bresks foringja, Mervins Dorsey, og konu hans Oliviu sem var af ind- versku bergi brotin. Þegar Engelbert var tíu ára flutti fjöl- skyldan til Leicester á Eng- landi. Leiðin til frægðar Arnold George, eins og Engel- bert var skírður, hugði á frægð og frama og var um skeið, í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar, kallaður Gerry Dorsey af vinum sínum vegna þess hversu góð Jerry Lewis-eftir- herma hann var. Engelbert fékk sitt fyrsta tækifæri hjá hljómplötufyrir- tækinu Decca árið 1958 þegar hann hljóðritaði I‘ll Never Fall in Love Again. Lagið varð ekki smellur. Árið 1965 kynnt- ist Engelbert umboðs- manni söngvarans Toms Jones, Gordon Mills. Mills ráðlagði Engelbert að kasta nafni sínu fyrir róða og taka upp meira gríp- andi nafn – Engelbert Humperdinck – nafn 19. aldar þýsks tón- skálds. Mills útveg- aði Engelbert einnig samning við Decca. Slepptu mér Snemma árs 1967 uppskar Engelbert laun þolinmæði sinn- ar. Þá komst lagið Release Me á topp tíu lista beggja vegna Atl- antshafsins. Lagið komst í fyrsta sæti í Bretlandi og fyrir vikið urðu Bítlarnir að sætta sig við að smáskífa þeirra Strawberry Fields Forever/ Penny Lane sat í öðru sæti. Talið er að Release Me hafi selst í 85.000 eintökum á dag þegar vinsældir þess voru sem mestar. Það sat í 56 vikur á topp 50 lista yfir vinsælustu lögin og var lengi vel vinsæl- asta lag Engelberts Humper- dinck. Engelbert Humperdinck hefur ekki átt lag á topp 20 síðan 1972 en er vonarstjarna Breta í Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva í ár. Ekki dauður úr öllum æðum Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Engel- bert Humperdinck, eða Hump eins og hann er stund- um kallaður, átti smell hefur hann ekki setið aðgerðalaus með hendur í skauti. Hann ku njóta einhverra vinsælda í nokkrum þeirra landa sem taka þátt – og kjósa – í Euro- vision-keppninni í ár. Í fyrra lagði hann land undir fót og fór í hljómleika- ferðalag um Belgíu, Rúmen- íu, Holland og stakk meira að segja niður fæti í Ísrael. Engelbert er án efa vel þekktur og kynntur á alþjóð- lega tónlistarsviðinu. Hann hefur selt yfir 150 milljónir hljómplatna, verið tilnefnd- ur til Grammy-verðlauna fjórum sinnum og hlotið Gol- den Globe-verðlaunin sem skemmtikraftur ársins. Engelbert Humperdinck hefur fengið 63 gullplötur og 24 platínuplötur og varð þess heiðurs aðnjótandi að fá stjörnu á Hollywood Walk of Fame – geri aðrir betur. Hver veit nema vinsældir hans gangi í endurnýjun líf- daga með þátttöku hans í Eurovision. Aldraður, ekki andaður „Hump“ n Bretar tefla ekki fram neinu ungviði í Eurovision í ár „Ég þoli ekki þegar þær henda brjósta- höldurum í mig – eða nærbuxum. Það er svo mikil sóun. Ekkert af þessu passar á mig. n Engelbert er talinn einn auðugasti tónlistarmaður í heimi og er metinn á um 100 milljónir Bandaríkjadala. n Hann er í útlegð frá Englandi vegna skattamála. Útlegðin veldur því að hann getur aðeins dvalið þar 90 daga á ári. Tíma sínum ver hann annars á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. n Engelbert, líkt og Tom Jones, naut þess heiðurs að konur áttu til að fleygja í hann nærfatnaði þegar hann kom fram. Hver veit nema sú sé enn raunin. n Árið 1989 var eftirfarandi haft eftir honum: „Ég þoli ekki þegar þær henda brjóstahöldurum í mig – eða nærbuxum. Það er svo mikil sóun. Ekkert af þessu passar á mig.“ n Engelbert býr í bleiku höllinni, „Pink Palace“, í Hollywood. Villan var áður í eigu leikkonunnar Jayne Mansfield og þar er meðal annars að finna hjartalaga sundlaug. Engelbert Humperdinck Fyrir framan bleiku höllina sem hann býr í „Pink Palace“ í Hollywood var áður í eigu leikkonunnar Jayne Mansfield. Á náttsloppnum Engelbert Humperdinck virðist ekki eyða tíma fyrir framan arininn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.