Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 44
44 Viðtal 25.–27. maí 2012 Helgarblað hann ekki telja að fjarveran hafi neikvæð áhrif á börnin. „Það góða við að búa á Íslandi er hvað maður er umkringdur miklu af góðu fólki. Mamma býr í næstu götu við okkur og passar mikið fyrir okkur. Amma og afi bjuggu alla mína æsku í Noregi svo ég náði bara að vera hjá þeim í skólafríum. Mér finnst ofsalega gaman að börnin mín eigi ömmu sem er næstum því eins og þriðja foreldri og held að það sé fátt jafn gefandi fyrir börn og að eiga trausta ömmu. Bara ró. Ekkert rugl. Og allt í röð og reglu. Heima hjá henni er allt önnur orka í gangi. Annars er ég ofsalega afslappaður að eðlisfari og hef ekki miklar áhyggjur af hlutunum. Auðvitað er frábært og best í heimi að vera pabbi. Þá fyrst fer maður að átta sig á því hvað tíminn líður hratt og maður er í rauninni að eldast. Það er fátt skemmtilegra og sárara en að sjá börnin sín eldast. Það gerist svo hratt.“ Skyldurnar meira á Nínu Hann viðurkennir að það að sinna skyldum heimilisins lendi meira á herðum Nínu þar sem hann sé á stöðugum ferðalögum. Þó svo að hún sé nú yfirleitt líka með í ferð- um Vesturports. „Þá kemur amman sterk inn. En við erum með lítið heimili svo þetta er ekki mikið mál. Ég kann líka vel við óreglu, reglu- lega óreglu,“ segir hann og játar að eflaust sé eitthvað til í því að lista- menn verði að setja sjálfa sig í for- gang vilji þeir ná langt í faginu. „Það er bara þessi gullni meðalvegur sem er bestur. Ef manni líður vel í vinnunni og er að gera gefandi hluti er maður gefandi í sínum heima- högum. Ég held allavega að börnin mín líði ekki fyrir það að ég sé í þess- um bransa.“ Skemmtilega klikkaður heimur Sjálfur kemur Gísli ekki úr leiklistar- fjölskyldu. „Það eru afar fáir listrænir einstaklingar í minni fjölskyldu enda spurði pabbi hvað ég ætlaði eiginlega að gera við þetta nám þegar ég sagði honum að ég væri kominn í gegn. Ég held að ég muni ekki hvetja börnin okkar til að feta í okkar fótspor. Ekki af því að þessi bransi sé eitthvað slæmur heldur út af því hvað mér fannst gott að geta fundið það sem ég vildi sjálfur. Ég reyndi að feta í fótspor for- eldra minna án þess að vera undir pressu frá þeim. Þegar það gekk ekki upp var ég ekki að svíkja tilfinning- ar neins. Leiklistin er frábær bransi, svo litríkur og margbreytilegur og persónulega vildi ég ekki vera að gera neitt annað en það sem ég er að gera núna. Þetta er svo skemmtilega klikkaður heimur.“ Þrátt fyrir að vera einn þeirra ís- lensku leikara og leikstjóra sem hafa náð hvað lengst er Gísli Örn hóg- værðin uppmáluð. Hann viðurkenn- ir að hafa verið iðinn frá útskrift en segir þann dugnað tilkominn af ótta við atvinnuleysi. „Ég vildi frekar vera að gera eitt- hvað sjálfur heldur en að bíða við símann. Ég er mjög metnaðarfull- ur og það skiptir mig miklu máli að gera hlutina vel og koma því vel frá mér sem ég er að gera. En ég fæ ekki magasár af áhyggjum. Ég vinn mikið, ég er alltaf að en ég hef gaman af því sem ég er að gera. Mér líður ekki eins og ég sé að vinna of mikið þótt dag- arnir séu oft ansi langir.“ Setur ekki stefnuna á Hollywood Hann hefur ekki sett stefnuna á Hollywood til að fylgja eftir kvik- myndinni Prince of Persia. „Ég skil- greini lífið engan veginn fyrir og eftir þessa mynd. Líf mitt er ekki línulaga. Vissulega hefur margt gerst í kjölfar myndarinnar í tengslum við sam- bönd og verkefni sem eru á dag- skránni í framtíðinni og ég er með umboðsmann og ég veit ekki hvað og hvað þarna úti. En ég held að það sé mjög erfitt að „managera“ mig. Ég hlýði engu sem þeir biðja mig um, eins og að flytja til Los Angeles og mæta í hæfnisprufur á hverjum degi. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að skipta því út sem ég er að gera til að reyna að meika Holly- wood-drauminn. Ef það verða fleiri verkefni í Hollywood þá verður það vegna annarra verkefna. Ég fékk hlutverkið í Prince of Persia út af því að leikstjórinn hafði séð Rómeó og Júlíu í London.“ Aldrei kröftugri Hann segist vona að velgengnin hafi ekki stigið sér til höfuðs. „Leiklistar- ferill er ekki upphaf, miðja og endir. Þetta er ein stór hringrás sem þenst í allar áttir. Ég vona að vinir mínir myndu segja það sama þegar ég segi að velgengnin hafi ekki stigið mér til höfuðs. Ætli það sé ekki þessi fimleika- agi sem heldur mér niðri á jörðinni. Þótt maður geri þrefalt heljarstökk kemur að því að maður lendir aftur. Og ekki vill maður lenda á hausnum. Við drengirnir í fimleikunum vorum oft sendir til íþróttasálfræðings þeg- ar við vorum litlir þar sem rætt var um hvernig maður eigi að halda geð- heilsunni þegar maður er að fara að framkvæma eitthvað hættulegt. Við lærðum að einbeita okkur og loka allt annað úti. Þegar þú ert að fara að taka tvöfalt heljarstökk þá er enginn tími til að hugsa um eitthvað annað. Öll sú sálfræði miðast að því að halda ró sinni og einbeita sér að verkefninu. Þetta situr enn í mér. Maður verður að muna að fólkið sem maður mætir á leiðinni upp verður þarna líka þegar maður er á leiðinni niður. Líf mitt snýst um að mæta í vinnuna og skila góðu verki. Viðtöl og það að vera þekktur skiptir ekki máli. Raunveruleikinn er sá að ég lifi við það að mæta í vinn- una, sinna leiklistinni, skrifa, leika, leikstýra eða framleiða. Það er mitt líf og ég reyni að vanda til við hvað ég vinn og með hverjum og reyni að gera vinnuumhverfið eins og ég held að það sé best.“ Hvað varðar leiklistina eða leik- stjórnina segist hann eiga erfitt með að velja annað fram yfir hitt. „Oftast hef ég þörf fyrir að búa til verkefnin. En stundum hef ég þörf fyrir að leika – að verða hluti af einhvers annars draumi. Og þurfa ekki að taka allar ákvarðanir sjálfur. En sköpun verk- efna dregur mig mest áfram. Það er þá sem ég fæ „fiðringinn“. Bakveikur Vesturport hefur tekið upp sýningar á Rómeó og Júlíu að nýju í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá frumsýn- ingunni. Sýningin byggist mikið á loftfimleikum en Gísli kvíðir engu. Enda í fantagóðu formi. „Ég get svo svarið það að sýningin hefur aldrei verið kröftugri eða í betra formi en nú. Vissulega hafa búningar sumra skroppið saman en samt finnst mér menn upp á sitt besta. Sjálfur blæs ég minna úr nös en áður og hef bætt heljarstökkum við, svona til að krydda þetta meira. Það er samt augnablik í sýning- unni þar sem ég stekk á milli tveggja rólna sem ég verð alltaf jafn kvíðinn. Enda hef ég misst takið og meitt mig. Hingað til hef ég verið að drepast í bakinu í þessari erfiðu sýningu. Ég hef alltaf verið rosalega bak- veikur svo ég hef stundum ekki getað gengið. Fyrir einu og hálfu ári hvarf verkurinn og því er ég núna, 400 sýn- ingum og sex spítalaferðum síðar, að leika í Rómeó og Júlíu í fyrsta skiptið sársaukalaust.“  Norðmaður og lúði Hann segist ekki eiga nein drauma- verkefni fram undan. „Ég náði að klára þjóðleikhúsið í Ósló í vetur ásamt Ingvari E. Sigurðssyni, þeim fallega manni, og norskum þjóðleik- húsleikurum í Hamskiptunum. Ég er svo mikill Norðmaður í mér, sem skýrir að hluta til af hverju ég er svona mikill lúði,“ segir hann brosandi og bætir við: „Varðandi draumana, þá hef ég aldrei verið drifinn áfram af einhverju einu frekar en öðru. Ég fæ kannski hugmynd á morgun og átta mánuðum síðar er hún komin á svið. Þar með er sá draumur uppfylltur. Núna er ég til dæmis að skrifa verkið Bastarðar, með óskarstil- nefnda handritshöfundinum Rich- ard Lagravanese, sem hefur skrifað handrit að myndum á borð við The Bridges of Madison County, The Fisher King og The Horse Whisperer, svo fátt eitt sé talið, ásamt vinum mínum úr Vesturporti og Borgar- leikhúsinu og snillingnum Jóhann- esi Níels. Sýningin er gríðarlega umfangs- mikil og verður sýnd tvisvar í Borgar- leikhúsinu í júní og svo fer hún á flakk í Skandinavíu. Þar er ég að uppfylla drauminn um að vinna með einum af eftirsóttustu handritshöfundum Hollywood. Það er gefandi að geta unnið stóra norræna samstarfssýn- ingu eins og þessa frá Íslandi. Ríkur af hamingju Þegar hann er spurður um önnur áhugamál hugsar hann sig um: „Ég er algjör dellugæi og er í alls konar. Ég á til dæmis hest, sem ég næ ekk- ert að sinna og kajak sem ég hef far- ið á tvisvar og seglbretti sem ég hef aldrei farið á. Ég er mikill dútlari. Ætli ég sé ekki nett einhverfur í mér,“ segir hann í gríni og bætir við: „Ég vinn við áhugamálið. Það er lítið annað sem kemst að.“ Hann fer undan í flæmingi þegar hann er spurður hvort hann sé orð- inn ríkur af leiklistinni. „Það er komið í svo mikla ótísku að tala um peninga. Er ekki best að allir haldi sínum fjár- málum út af fyrir sig? Ég er allavega ríkur af hamingju,“ segir hann og hlær. Hann viðurkennir að heimilis- lífið litist af leiklistinni og að það sé um fátt annað talað við eldhúsborðið. „Leiklistin er allavega alltaf ofarlega á dagskránni. Það er hún sem sameinar okkur, hún og þetta fyrirtæki sem við erum hluti af og sinnum, sem og lífið í kringum það. Og svo fjölskyldan. Það eru þessi hlutir sem gera mann ham- ingjusaman. Að fá að vakna inn í nýj- an dag á hverjum morgni.“ n „Okkur fannst þetta ógeðslega fyndið en ég lét engu að síður slag standa, til að fylgja brandaranum eftir. Hollywood kallar Gísli lék við hlið stór- stjarna úr Hollywood í kvikmyndinni Prince of Persia. Hann vill ekki skipta því út sem hann er að gera í dag fyrir Hollywood-drauma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.