Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 56
56 Lífsstíll 25.–27. maí 2012 Helgarblað
H
ryssurnar klára þetta yfir-
leitt sjálfar en ég fer út
nokkrum sinnum á dag og
fylgist með þeim. Annars er
ég farin að þekkja þær svo
vel og veit hvenær þetta gerist,“ seg-
ir Svanhildur Hall hjá Úrvalshestum
sem hefur fylgst með ófáum hryss-
um kasta. „Ég hef séð þetta gerast á
tveimur mínútum, frá því að hryssan
er farin að vera óróleg þar til folald-
ið er komið út. Svo hef ég líka orðið
vitni að því að þetta taki klukkutíma.
Það var mjög erfið fæðing þótt hún
hafi komið þessu frá sér óstudd á
endanum,“ segir Svanhildur og bætir
við að hún haldi sig í fjarlægð á með-
an hryssurnar kasti. „Þær þekkja mig
þannig að ég er nokkuð viss um að
ég sé ekki að trufla þær en samt er
ég alltaf nokkra metra í burtu ef allt
gengur vel. Ég hef þó bjargað folaldi
með því að rífa gat á belginn. Þá var
farið að snörla í því svo ég stökk til.“
Öll folöldin sem koma í heiminn
hjá Svanhildi fá að lifa. „Ég er með
þetta á mjög stórum skala. Þetta er
bara búskapur. Þótt dýrin séu mér
ekki eins og gæludýr þá þekki ég
hvert hross ansi vel en vissulega þykir
manni misjafnt um þau. Þær hryssur
sem ég hef sjálf tamið, sýnt og rækt-
að eru í ákveðnu uppáhaldi og minn
uppáhaldshestur er 18 vetra gömul
hryssa sem heitir Kráka. Ég tamdi
hana og sýndi hana sjálf í fyrstu verð-
laun. Þetta er okkar besta og flott-
asta hryssa,“ segir hún og bætir við
að geðslagið og útlitið skipti máli.
„Við viljum kraft, áræðni og yfirveg-
un. Svo verða þeir að vera reistir, með
langan og hringaðan háls, háfættir
og með mikið fax.“
Svanhildur segir engan skilja í
þessum hestaáhuga hennar. „ Ég er
fædd í Reykjavík og það voru aldrei
neinir hestar í minni fjölskyldu. Samt
var ég alltaf alveg vitlaus í hesta. Þetta
var bara vesen. Ég endaði á því að
kaupa mér hest fyrir fermingarpen-
ingana. Mamma og pabbi voru skít-
hrædd um að sitja uppi með hestinn
þegar ég nennti þessu ekki lengur. En
bakterían hefur hins vegar bara vax-
ið,“ segir Svanhildur brosandi að lok-
um. indiana@dv.is
n Svanhildur Hall hefur fylgst með mörgum hryssum kasta
Vitlaus í hesta
Spæta Hryssan Spæta frá Hólum komin að því að kasta. Á leið í heiminn Litla folaldið er á leiðinni í heiminn.
Snilld Folaldið Snilld er undan Kveik frá Miðsitju.
Fallegt Litla folaldið hlaut nafnið Snilld.
Komið á fætur Folaldið var komið á fætur stuttu eftir að það kom í heiminn.
Móðurást Spæta sleikir nýfædda folaldið sitt.
Viltu léttast?
Drekktu vatn
Þarftu að losna við aukakíló. Þá er
gott ráð að drekka glas af vatni fyr-
ir hverja máltíð.
Helst hálfan lítra. Þeir sem
venja sig á þetta innbyrða, sam-
kvæmt rannsóknum, 13–75 kalorí-
um minna í hverri máltíð.
Það hljómar kannski of lítið til
að gera veður út af en ef þú inn-
byrðir 100 kaloríum meira en þú
þarft þá bætir þú á þig 5 kílóum á
einu ári.
Þetta eru 100 kaloríur:
1. Einn banani
2. Ein lítil dós af kók
3. Eitt glas af rauðvíni
Heimild: balance og levebroedskuren.dk
Banvænt
framhjáhald
Getur framhjáhald verið banvænt?
Ný rannsókn háskólans í Flórens
gefur að minnsta kosti til kynna að
karlmenn sem halda framhjá
eiginkonu sinni eigi frekar á hættu
að fá hjartaáfall en aðrir. Þau
hjartaáföll sem tengjast kynlífi
beint og eiga sér stað í miðri
kynlífsathöfn eru einnig mun
líklegri til að henda í framhjáhaldi
en í kynlífi með maka.
Hamingjusamir ungling-
ar líklegri til að skilja
Nýleg rannsókn Cambridge-há-
skóla leiddi nokkuð óvænt í ljós.
Unglingar sem eru hamingjusamir
á þeim umbrotatímum sem ung-
lingsárin geta verið eru líklegri til
að skilja við maka sinn seinna meir.
Vísindamenn notuðu gögn úr
breskri rannsókn á hamingju og
líðan unglinga árið 1946 og tóku
stöðuna í nútímanum og í ljós kom
að því hamingjusamari sem þessir
unglingar voru því meiri voru lík-
urnar á að þeir hefðu skilið.