Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 16
Bjóða sátt: Vilja fiskinn til 2052 16 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Símkerfi RÚV nær hrunið Það varð hreint út sagt allt brjál- að á þriðjudag þegar Sjónvarp- ið endursýndi fyrir mistök þátt af Leiðarljósi sem sýndur hafði verið á mánudag. Á fréttavef Rík- isútvarpsins er greint frá því að síminn á fréttastofunni hafi ekki stoppað á fimmta tímanum i gær þegar aðdáendur þáttarins létu starfsmenn ríkisfjölmiðilsins vita af þessum mistökum. „Svo rammt kvað að innhring- ingum að erfitt var að ná línu til að hringja út úr húsinu,“ segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins en ástæðan fyrir þessum mistökum var röng merking á efni. „Með réttu hefði þátt gærdagsins átt að senda út í dag, en í gær annan þátt, sem enn er ósýndur. Hann verður sýndur á föstudaginn,“ segir í fréttinni.  Ökumenn enn á nagladekkjum Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði á annan tug öku- manna í upphafi vikunnar en hinir sömu voru allir á bílum á nagladekkjum en það er óheimilt á þessum árstíma og hefur verið síðan í apríl. Lögreglan sektar öku- menn um fimm þúsund krónur fyrir hvert nagladekk sem er undir bílnum og kemur því trassaskap- urinn verulega við pyngjuna hjá áðurnefndum ökumönnum. Lög- reglan ítrekar þau tilmæli til eig- enda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Kannabis í kílóavís Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni á þriðjudagsmorgun en við hús- leit hjá pari á fertugsaldri fundust 50 kannabisplöntur. Á heimilinu fundust einnig 1,5 kíló af tilbúnu, þurrkuðu marijúana. Parið var handtekið á vettvangi og fært til yfirheyrslu. Nýtingarréttur – núverandi kerfi Ótímabundinn nýtingar- réttur sem miðast við veiðireynslu áranna 1980 til 1983. Þrátt fyrir að fyrsta grein núverandi laga kveði á um að aflaheimildir séu sameign þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Virðist stærsti hluti deilna um kerfið byggja á ósætti um túlkun ákvæðisins. Frumvörpin Núverandi handhafar geta gert 20 ára nýtingarsamninga án framlengingar- ákvæðis. Samningarnir eru uppsegjanlegir eftir fimm ár. Ákveði útgerð að taka við nýtingarleyfum felur það í sér ígildi sam- komulags milli handhafanna og ríkisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að núverandi handhafar aflaheimilda fái stærstan hluta heimilda. LÍÚ leggur til Nýtingarsamninga til jafns við nýtingar- samninga jarðvarma og vatnsafls. Í dag er sá tími allt að 65 árum en til stendur að stytta samningstímann til 40 ára. LÍÚ leggur til að ákvæði um framlengingu verði virk þegar samningstíminn er hálfnaður og að heimilt sé að framlengja nýtinguna um jafn langan tíma og liðinn er. Landssam- tökin hafa bent á að réttur útgerðar til nýtingar sé í raun mun meiri en aðila sem gera einstaka nýtingarsamning við ríkið. Núverandi aflamarkskerfi sé enda byggt á veiðireynslu. Gjaldtaka – núverandi kerfi Útgerðarfélög greiða auðlindagjald sem reiknað er af framlegð. Gjaldið er í dag 13,3 prósent af framlegð útgerðar. Til grundvallar veiðigjaldinu liggja aflaverðmæti útgerðar. Frádráttabær kostnaður er reiknaður olíukostnaður, annar rekstrarkostnaður og launakostnaður á fiskveiðiári. Hagstofa Ís- lands vinnur árlega úr skattframtölum útgerðarfélaga, þær upplýsingar eru nýttar til grundvallar innheimtu gjaldsins. Það er í dag 9,50 krónur á þorskígildiskíló. Frumvörpin Fast veiðigjald er átta krónur á hvert þorskígildiskíló, að auki verður sér- stakt veiðigjald innheimt og miðast við þorskígildi. Sérstakt veiðigjald skal vera 70 prósent af stofni til útreiknings sem er umframarður útgerðar þegar búið er að draga frá rekstrarkostnað og gert hefur verið ráð fyrir útgreiddum arði auk sérstaks veiðigjalds. Hagstofa Íslands vinnur árlega úr skattframtölum fyrirtækja í fiskveiðum og fiskvinnslu. Gjaldið verður í upphafi 60 prósent, því næst 65 prósent. Fyrstu 30 tonnin eru þó undanskilin sérstöku gjaldi en hálft gjald er innheimt af næstu 70 tonnum. LÍÚ leggur til Allt veiðigjald verði afkomumiðað og aðeins tekið af útgerð. Útvegsmenn telja ekki eðlilegt að reikna auðlindarentu af vinnslu né af virðisaukandi starfi innan útgerðar líkt og markaðsstarfi eða við- skiptatengslum enda sé það bein afleiðing af auðlindanýtingu. Þá munu útvegsmenn tilbúnir í að skoða sérstakan tekjuskatt sem lagður verði á fyrirtæki sem nýti auð- lindir en ekki aðeins á útgerðarfyrirtæki. Meðal útgerðarmanna er andstaða við ákvæði um ekkert og lægra gjald á fyrstu 100 tonn aflaheimilda. Útgerðarmenn telja í raun að ákvæðið sé hannað með þarfir smábáta í huga og að þannig sé ríkið að skapa hvata til óarðbærari tegundir veiða. Útvegsmenn telja núverandi gjald eðlilegt og að ekki sé sérstök ástæða til að hækka gjaldið. Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ nemur gjaldið þegar um fjórðungi af lang- tímahagnaði útgerðar. Framsal – núverandi kerfi Litlar takmarkanir eru á heimildum til fram- sals á kvótahlut- deild. Flutningur úr krókakerfinu yfir í afla- markskerfi er óheimill, þótt flytja megi kvóta hina leiðina. Framsal á heimildum umfram veiðigetu skips er einnig óheimilt. Í núverandi lögum má finna ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga hafi sala aflaheimildar úr byggðarlagi eða sveitarfélagi afgerandi áhrif á atvinnulíf á svæðinu. Ákvæðið hefur ekki verið notað í nokkur ár. Líklegasta ástæðan er sú að fæst sveitarfélög hafa fjárhagslega burði til stórtækra kaupa á aflaheimildum. Frumvörpin Framsal er heimilt að uppfylltum skilyrðum. Skip sem aflaheimildir eru fluttar á skal hafa veiðileyfi og ekki má flytja heimildir á skip svo að bersýnilega séu heimildirnar umfram veiðigetu þess. Þá skulu fylgja upplýsingar um kaupverð aflahlutdeilda. Þegar aðilaskipti verða að fiskiskipi, eða aflahlutdeild er flutt milli fiskiskipa skerðist aflahlutdeild um 3 prósent við skiptin og er úthlutað í 2. flokk heimilda. Heimild til framsals fellur niður árið 2032. Ráðherra er heimilt að neyta for- kaupsréttar á aflaheimildum sé flutningur þeirra talinn hafa veruleg áhrif á atvinnulíf svæðisins. Fénýting aflaheimilda er dregin töluvert saman en samkvæmt frum- varpinu er aðeins hægt að leigja 30 prósent aflaheimilda frá sér en sá réttur er áunninn með veiðum. Útgerð verður að hafa veitt 9 tonn til að geta leigt frá sér 3 tonn. LÍÚ leggur til LÍÚ telur framsal aflahlutdeildar raunar vera drifkraftinn í kvótakerfinu. Það hafi skipt sköpum í auknum hagnaði og fram- legð útgerðar að hægt sé að sameina aflaheimildir á færri skip. Landssam- bandið hefur lagt til aðgerðir til að draga úr leiguframsali en að nauðsynlegt sé að geta flutt heimildir á milli skipa innan fisk- veiðiárs til að jafna sveiflur. LÍÚ telur ekki forsendu fyrir útgerð sem leigja þarf allar aflaheimildir. Það sé nauðsynlegt til þess að útgerð sé arðbær að hún geti gengið að ákveðnum heimildum vísum. Pottar – núverandi kerfi Meðal sérstakra potta í núverandi kerfi eru út- hlutanir til strand- veiða, línuívilnun, byggðakvótar sem og rækju- og skelbætur. Þá er kvóti vegna frí- stundaveiða sem og áfram- eldis á þorski. Samtals eru rúmlega 20 þúsund þorskígildistonn í ýmsum pottum núverandi kerfis. Þá voru rækjuveiðar gefnar frjálsar á síðasta fiskveiðiári. Frumvörpin Auk núverandi potta verða rúmlega fimmtán þúsund þorskígildistonn til kvótaþings sem rekið verður af Fiskistofu. Kvótaþing á að vera vettvangur viðskipta með aflamark. Verði heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2012/2013 ákveðinn meiri en afli yfirstandandi árs, það er 177.000 tonn, skulu fyrstu 4.500 tonnin af þeirri aflaaukningu renna til flokks 2. Samanlagt verða um 36 þúsund í frumvarpinu. LÍÚ leggur til Stefna LÍÚ hefur í langa tíð verið að víkka aflamarkskerfið enn frekar en þegar er. LÍÚ vill að byggðakvóti verði trappaður niður og leggst gegn núverandi kerfi línuívilnunar og er mótfallið strandveiðum. Lands- samtökin leggja til að settur verði á fót tólf þúsund tonna pottur sem hefur það hlutverk að bregðast við viðkomubresti líkt og núverandi rækju- og skelbætur sem eru til komnar vegna aflabrests og til að trappa niður byggðakvóta á meðan hann er við lýði. Þjóðareign – núverandi kerfi 1. grein Nytjastofnar á Íslands- miðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Út- hlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Frumvörpin 1. grein Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sam- eiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðar- innar. Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi, fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar. Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir þeim. LÍÚ leggur til: „Við teljum að hugtakið „þjóðareign“, sem ekki er til í lögfræðilegum skilningi, sé ómarkvisst og einungis til þess fallið að skapa rugling og réttaróvissu,“ segir í bókun fulltrúa LÍÚ í nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem skilaði í sept- ember 2010. Það er hins vegar afstaða LÍÚ að ásættanlegt sé að aflaheimildir fari frá núverandi kerfi sem ótímabundin réttindi til langtímaréttinda. n Ekki bara sáttanefnd, ráðuneytisfundir og umsagnarferli á Alþingi n Stjórnvöld dragi frumvörpin til baka n Telja ekki sérstaka þörf á hærra veiðigjaldi Ú tvegsmenn vilja að stjórn- völd dragi frumvörp sjáv- arútvegsráðherra um breytta tilhögun fiskveiði- stjórnunar og auðlinda- gjalds til baka og hvetur yfirvöld til að leggja grunn að samráðs- vettvangi svo skapa megi sátt um deilur um stjórn fiskveiða. Með- al tillagna þeirra er að nýtingar- samningar verði að lágmarki til 40 ára auk ákvæða um framlengingu. Í raun myndi það þýða að núverandi kvótahafar héldu yfirráðum sínum yfir fiskimiðunum að lágmarki til ársins 2052. Þá telja útgerðarmenn enga ástæðu til að hækka veiðigjald frá því sem nú er. Áskorun um sátt birtist meðal annars í auglýsingu frá LÍÚ síðast- liðinn laugardag. LÍÚ hefur ítrek- að kvartað yfir skorti á samráði við gerð frumvarpanna og sagt þau ekki unnin í samráði. „Hvatt er til þess að fulltrúar allra stjórnmála- flokka, sveitarfélög og hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi komi að þess- ari vinnu,“ segir í tilkynningu LÍÚ. Að kæfa málið í nefnd Sáttavilji útvegsmanna kann að koma nokkuð spánskt fyrir sjón- ir í ljósi viðbragða LÍÚ undanfar- ið. Frumvörpum stjórnvalda hefur meðal annars verið líkt við ofsóknir á gyðingum auk þess sem útgerðar- menn víða um land hafa keppst við að lýsa þeim ragnarökum sem lík- ast til munu fylgja samþykkt frum- varpanna fyrir smáþorp landsins. Árið 2009 skipaði sjávarútvegs- ráðherra starfshóp um endurskoð- un laga um fiskveiðistjórnun. Þar áttu sæti fulltrúar allra stjórnmála- flokka auk tveggja fulltrúa LÍÚ. Þess utan voru skipaðir fulltrúar frá Landssambandi smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasam- bandi Íslands, Sjómannasamband- inu, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Þess utan áttu Starfsgreinasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva sögðu sig úr sáttanefndinni um tíma vegna óánægju með starf starfshópsins. DV hefur áður fjallað um ítrekað- ar sáttaumleitanir vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árið 1993 skipaði Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, tvíhöfða- nefndina svokölluðu. Árið 1998 kaus Alþingi svo auðlindanefnd en árið 1999 tók endurskoðunarnefnd- in til starfa. Loks var sáttanefnd skipuð árið 2009 og skilaði af sér Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ráðuneytisfundir LÍÚ Útvegsmenn eru ósáttir við það sem þeir kalla lítið samráð, þrátt fyrir að hafa fundað að lágmarki fjórum sinnum með fulltrúum sjávarútvegsráðuneytis frá því að frumvarpssmíðin hófst um síðustu áramót. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, Adolf Guðmundsson formaður og Ólafur Marteinsson stjórnarmaður mættu til fundanna fyrir hönd útvegsmanna. Í grófum dráttum Hér má sjá stuttan samanburð á núverandi kerfi og því sem lagt er til í frumvörp- um sjávarútvegsráðherra sem og kröfum LÍÚ. Það skal þó tekið fram að listinn er ekki tæmandi en gefur nokkra mynd af mismunandi áherslum deiluaðila.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.