Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 30
30 Umræða 25.–27. maí 2012 Helgarblað Fundarstjóri: Ólöf Skaftadóttir spyr: Þú hefur nefnt að þú viljir setja þak á eignarrétt – geturðu útskýrt það nánar?  Herdís: Ég hef kallað eftir umræðum um eignarréttinn þar sem auður og völd hafa verið að þjappast á æ færri hendur og sum fyrirtæki sem teygja anga sína víða eru orðin sterkari en þjóðríkin sjálf. Höfundum bandarískrar stjórnskipunar fannst þetta lýð- ræðisspurning á 18. öld. Umræður eru nauðsynlegar. Samþjöppun á auði og valdi er ógn við lýðræðið. Elísa Snæ: Ertu femínisti?  Herdís: Femínismi er aðgerðarstefna um að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þegar jafnréttislög eru virt að vettugi. Að því leyti er ég femínisti – það hallar enn á konur og ef réttur þeirra er fyrir borð borinn – þá er réttur barna þeirra, drengja og stúlkna, einnig fyrir borð borinn. Harpa Hjálmtýsdóttir: Hvað finnst þér um skopmyndina sem var nýlega birt af núverandi forseta?  Herdís: Mér fannst hún ekki smekkleg. Skop er mikilvægur þáttur af tjáningarfrelsinu og George Washington var einu sinni teiknaður sem afturendi en þetta var ekki fyndið. Jónas Bjarnason: Sem forseti Íslands, hyggst þú þá reyna að hafa áhrif á pólitíkina áður en gengið er frá frumvörpum í þinginu?  Herdís: Nei, ég tel það ekki hlut- verk forseta Íslands. Hann sver eið að stjórnarskránni og verður að virða höfuðeinkenni okkar stjórn- skipunar sem er þingræðið. Hann getur haft áhrif með öðrum móti. Arnar Björnsson: Hefur þú starfað fyrir einhvern stjórnmálaflokk? Ef já, hvaða flokk og með hvaða hætti?  Herdís: Nei, ég hef ekki starfað í stjórnmálaflokki. Skilst að það séu fleiri spurningar um hvort ég hafi starfað í stjórnmálaflokki. Nei, vildi aldrei koma nálægt pólitísku starfi sem ritstjóri og ekki heldur sem fræðimaður. Þuríður Einarsdóttir: Hverjar eru áherslur þínar í náttúruverndarmálum? Hvernig getur forsetinn beitt sér í þeim efnum?  Herdís: Ég er náttúruverndarsinni. Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til þess hvernig við högum okkur gagnvart náttúrunni. Við verðum að nýta auðlindirnar betur og ganga ekki hraðar á þær en þær endurnýjast. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Sæl, Herdís. Hvert yrði þitt fyrsta embættisverk næðir þú kjöri?  Herdís: Að hóa í starfsmenn og ræða embættið – kynnast þeim og leggja drög að samstarfi okkar. Hrönn Hauksdóttir: Hverjir styrkja kosningabaráttu þína?  Herdís: Við treystum á framlög frá almenningi – sjá Herdis.is þar er hægt að finna kennitölu og reikningsnúmer. Margt smátt gerir eitt stórt. Þetta er spurning um lýðræði fyrir okkur. Kara Hergils: Hvað varð til þess að þú varðst snemma svona áhugasöm um mannréttindi?  Herdís: Ég las bækur sem krakki – t.d. eftir Charles Dickens, sem vöktu hjá mér samkennd með lítilmagnanum. Ég er alin upp í kristnum gildum og tel mikilvægt að við vinnum saman að réttlátari heimi. Viktoría Hermannsdóttir: Hvað hefur þú fram yfir hina frambjóðendurna?  Herdís: Ég er hvorki bundin stjórn- málaöflum né peningaöflum; ég hef mikinn skilning á stjórnskipun, mannréttindum og lýðræði; ég hef öðlast talsverða lífsreynslu, rekið eigið fyrirtæki og fleira – þjóðin á að geta sameinast um fram- bjóðanda sem hefur hennar hags- muni að leiðarljósi – EINGÖNGU. Marteinn Kristjánsson: Í hvers konar málum finnst þér að forseti eigi helst að beita málskotsréttinum?  Herdís: Áhugaverð spurning, Marteinn. Í umdeildum, mikil- vægum málum þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf – og skapast hefur gjá milli þings og þjóðar. Andri Sturluson: Ég spyr þig sömu spurningar og Ólaf sem því miður fór undan í flæmingi: Ef þú værir ekki í framboði hver væri líklegastur til að hreppa atkvæði þitt?  Herdís: Þá væri ég í standandi vandræðum :) Eggert Eyjólfsson: Óháð núverandi kosningabaráttu, telur þú að hámark eigi að vera á fjölda kjörtímabila sem forseti getur setið?  Herdís: Vald spillir – valdafíkn er mönnum í blóð borin og því verður að stemma stig við langri valdasetu. Átta ár eru hæfilegur tími. Kristín Guðnadóttir: Sæl, Herdís, geturðu upplýst um afstöðu þín til sambands ríkis og kirkju?  Herdís: Mér þykir vænt um kirkjuna. Ég er í þjóðkirkjunni og hef mína trú. Sem fræðimaður á sviði mannréttinda virði ég eins og stjórnarskráin trúfrelsi. Það má breyta kirkjuskipan með lögum og þjóðin á síðasta orðið. Nú skilst mér að um einn fimmti hluti Íslendinga sé ekki í þjóðkirkjunni. Þegar höfundar bandarískrar stjórnskipunar voru að kljást við aðskilnað kirkju og ríkis var kirkjan mjög voldug og víða mjög spillt. Í mínum huga er „kirkjumál“ nútímans þau sterku peningaöfl sem bráðnauðsynlegt er að að- skilja frá ríkisvaldinu – þjóðkirkjan virkar „meinlaus“ í samanburði. Hinrik Hinriksson: Sæl, Herdís og takk fyrir að bjóða þig fram. Hefðir þú beitt málskotsréttinum í þeim málum sem ÓRG gerði? Hvers vegna (ekki)?  Herdís: Ég hefði beitt mál- skotsréttinum í Icesave – eins og hann gerði í fyrra skiptið – jafnvel í síðara skiptið – það á að lesa stjórnarskrána út frá grundvallarreglunni um lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt fólksins. Eggert Eyjólfsson: Í framhaldi af fyrri spurningu minni, telur þú að rétt væri að setja sama eða svipuð ákvæði um þingmenn?  Herdís: Já, alfarið. Hámark 8 ár. Brýnt mál í þágu lýðræðis að setja hámark á fjölda kjörtímabila þing- manna. Sveinn Þórarinsson: Til baka í spurninguna um þak á eignarréttinn. Er það rétt að þú hafir nefnt að 100 millj. kr. sé hæfilegt þak/upphæð fyrir hvern og einn að eiga?  Herdís: Nei. Fjarri því. Ég var að hvetja til umræðu en ekki til skerðingar á eignum fólks – heldur umræðu um samþjöppun gífurlegs auðs og valds sem er mikil ógn við lýðræðið. Elísa Snæ: Ef gerð væri bíómynd um líf þitt, hver myndi leika þig?  Herdís: Meryl Streep ef ég fengi að ráða – hún er svo mikil leikkona – getur brugðið sér í flest hlutverk. Ef ekki hún – þá yngri systir mín, Katla Margrét, sem er leikkona. Hún þekkir mig. Bryndís Torfadóttir Sæl, Herdís, hvernig hyggst þú nýta stöðu þína sem forseti Íslands á alþjóðavettvangi?  Herdís: Ég hyggst tala máli Íslands og Íslendinga; máli mann- réttinda og lýðræðis – hjálpa íslenskum hagsmunum eins og ég get en um leið styrkja stöðu okkar í samfélagi þjóðanna – og best væri ef ég gæti komið Íslandi á kortið vegna áhuga hér á grund- vallarspurningum samtímans. Fundarstjóri: Sigríður Ásgeirsdóttir spyr: Það er algengt að framagjarnar konur og hommar séu kölluð frekjur, og hefur frekjuorðræðan loðað að einhverju leyti við þig. Af hverju heldur þú að það sé?  Herdís: Kannski af því að einhverj- um finnst ég frek – eða ákveðin :) en þetta kann líka að stafa af öðrum ástæðum – af því að ég er komin í framboð … Erla Einarsdóttir Sæl, Herdís. Hver er skoðun þín á inngöngu Íslands í ESB?  Herdís: Afi minn sagði við dætur sínar þegar þær kynntu manns- efni sín fyrir honum: Er jafnræði með ykkur? Það eru mjög erfiðir tímar núna í Evrópu og meirihluti þjóðarinnar virðist á móti aðild. Það eru áhyggjur vegna ástandsins í Evrópu – ég held að það sé rétt að skoða hvað kemur út úr aðildarviðræðum – það liggur ekki einu sinni fyrir hvernig stóru málunum reiðir af. Þjóðin á að eiga lokaorðið. Njörður Helgason: Hvaða stefnu vilt þú marka þér í embætti verðir þú kosin?  Herdís: Ég vil verða þjóðinni að liði með því að tala fyrir þeim málum sem ég hef „helgað“ líf mitt – það er mannréttindum og lýðræði; ég vil hvetja þjóðina til samræðu um þau mál – hvetja fólk til þátttöku í lýðræðislegu stjórnarfari – efla vitund fólks um réttindi sín og hvetja til borgaralegs hugrekkis. Þannig getum við bægt frá ótta og stefnt fram á við til betra og réttlátara samfélags. Við verðum að taka meiri þátt sjálf – annars stefnir í óefni. Ég vil tala fyrir samvinnu okkar, ættjarðarást, nægjusemi, sjálfbærni, afturhvarfi til gamalla gilda, t.d. dyggða. Elvar Örn Unnþórsson: Ólafur Ragnar svaraði ekki þessari spurningu þegar hann mætti í Beina línu DV, vona að þú gerir betur. Hefðir þú veitt Árna Johnsen uppreisn æru?  Herdís: Ég hefði aldrei veitt einum umfram öðrum uppreisn æru og alls ekki á pólitískum forsendum. En þekki ekki/man ekki rökin að baki þeirri kröfu að veita Á.J. upp- reisn æru. Ólafur Sindri: Þú ert lögst í freyðibað með rauðvínsglas á baðbrúninni og ilmkerti á borðinu. Hvaða tónlist myndirðu setja á fóninn, hvaða bók myndirðu grípa í og hvernig ilmur væri af kertunum?  Herdís: Ólafur, nú erum við að tala saman. Kannksi Al Green – Bowie, jafnvel eða Debussy. Bók – góður reyfari – jafnvel tímarit sem má blotna – og lavander-ilmur. Elísa Snæ: Áttu þér uppáhaldstónlistarmann? Og hverjir eru skemmtilegustu tónleikar sem þú hefur farið á?  Herdís: Nei, margir góðir – Bítl- arnir – Bowie, reggae-tónleikar í Boston þegar ég var þar í námi – skemmtilegustu tónleikar sem ég man eftir. Arnar Sigurðsson: Sæl, Herdís, hver er afstaða þín gagnvart hvalveiðum Íslendinga?  Herdís: Við eigum að fara eftir alþjóðalögum . Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Nú hefur komið í ljós að spurningar tengdar stjórnlagaráði verða settar í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Hvernig hugnast þér það?  Herdís: Lýðræði er alltaf svarið – þjóðaratkvæðagreiðsla er ágæt lausn í þessu samhengi. Vera Sölvadóttir: Telur þú að forseti Íslands ætti að hafa meiri völd en hann hefur nú?  Herdís: Þetta er flókin spurning. Ég tel brýnt að undirstöður okkar stjórnskipunar virki þannig að þrískipting ríkisvaldsins sé tryggð – forsetinn hefur ýmis völd – þótt formleg séu samkvæmt stjórnarskrá. Hann gegnir ákveðnu öryggishlutverki og ég tel mikil- vægt að tryggja það áfram. Kristín Þórðardóttir: Ef Dalai Lama eða ráðherrar úr útlagastjórn Tíbet kæmu hingað, tækirðu á móti honum sem forseti á Bessastöðum opinberlega þrátt fyrir augljósa andstöðu (og jafnvel þrýsting) kínversku stjórnarinnar?  Herdís: Dalai Lama er virtur út um allan heim – ef hann kæmi til Íslands myndi ég að sjálfsögðu vilja bjóða honum til Bessastaða og ræða við hann. Hef reyndar hitt hann einu sinni. Vera Knúts: Nú förum við eftir alþjóðalögum í sambandi við hvalveiðar þar sem við höfum sett fyrirvara við ályktanir IWC. Hver er þín afstaða til hvalveiða?  Herdís: Ég get ekki sagt að ég sé hrifin af þeim. Hallur Guðmundsson: Hyggst þú stíga það skref að aðstoða við útrás íslenskrar dægurtónlistar náir þú kjöri sem forseti?  Herdís: Ég mun – eins og ég best get – verða öllu listafólki að liði – og hjálpa til við kynningu á verkum þeirra ef til mín yrði leitað. Fundarstjóri: Hver er hjúskaparstaða þín? Spyrjandinn kallar sig „Valur“.  Herdís: Ég er fráskilin. Sigríður Gísladóttir: Hvað finnst þér um samskipti sitjandi forseta við Kínverja? Hvað myndir þú gera öðruvísi, m.t.t. áhuga þíns á mannréttindum?  Herdís: Ég myndi með sama hætti og alltaf – vilja ræða mann- réttindamál við kínverska for- ystumenn – setja þau í samhengi við pólitík og þau viðmið sem við byggjum á. Hannes Þórisson: Hvernig hefur þér fundist kosninga- baráttan hafa farið af stað núna í vor? Og hefur þér fundist fjölmiðlar draga taum einhvers ákveðins frambjóðanda fram yfir annan?  Herdís: Kosningabarátta mín fór frekar hægt af stað. Þeir sem vinna með mér eru allir sjálfboðaliðar – fólk í fullu starfi annars staðar, sem hefur samt verið tilbúið að leggja dag við nótt. Sökum þess að það er engin „maskína“ á bak við mig verðum við að gera allt sjálf – þannig vann ég sjálf að gerð heimasíðu o.s.frv. – fór ekki á Beina línu á DV í apríl af því að ég var að sinna störfum erlendis o.s.frv. Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að sumir frambjóðendur hafa verið mun meira áberandi í fjölmiðlum en aðrir – en ég kýs ekki að gagn- rýna þá meira en gert hefur verið – sjáum hvort fjölmiðlarnir taka sig ekki á – núna þegar framboðs- frestur er útrunninn. Það verður spennandi að sjá. Ólafur Sindri: Með hvaða liði heldurðu í enska boltanum?  Herdís: Ég held með sama liði og sonur minn, 17 ára – Arsenal! Herdís Þorgeirsdóttir telur að forseti Íslands eigi að sitja að hámarki í 8 ár í embætti. Óbundin öllum stjórnmálaöflum Rangfærslur um bóluefni leiðréttar Í opnu bréfi frá Þorsteini Scheving Thorsteinssyni sem birt er í DV sl. miðvikudag, er því ranglega hald­ ið fram að lát 14 barna í Argent­ ínu á árunum 2007 til 2008 tengist bóluefni sem notað var í læknis­ fræðilegri rannsókn á vegum Glaxo­ SmithKline (GSK) sem fram fór í Argentínu, Kólumbíu og Panama. Jafnframt er látið að því liggja að GSK hafi verði sektað vegna þessara dauðsfalla. Þessar fullyrðingar eru rangar. Sekt Lyfjastofnunar Argentínu (ANMAT) varðaði utanumhald rannsóknargagna í COMPAS rann­ sókninni í fylkjunum Mendoza, Santiago del Estero og San Juan á árunum 2007 og 2008. Málið varð­ aði á engan hátt öryggi bóluefnis­ ins Synflorix sem notað var í rann­ sókninni. GSK viðurkennir að mistök áttu sér stað varðandi meðferð rann­ sóknargagna. Þessi mistök upp­ götvuðust flest við eftirlit fyrirtækis­ ins á framkvæmd rannsóknarinnar á árunum 2007 og 2008 og vörðuðu aðeins lítinn hluta nærri 14.000 þátttakenda. GSK hafði frumkvæði að því að tilkynna málið þegar í stað til AN­ MAT og greip strax til ráðstafana til að leiðrétta þá misfellu sem komið hafði í ljós við framkvæmd rann­ sóknarinnar. Öryggi þátttakenda var aldrei hætta búin og því heimilaði ANMAT að rannsóknin héldi áfram samkvæmt áætlun. GSK áfrýjaði þeirri ákvörðun ANMAT að sekta GSK í þeim þrem­ ur fylkjum sem um ræðir. Í fylkinu Mendoza tapaði GSK þessari áfrýj­ un. COMPAS rannsóknin er mjög mikilvæg rannsókn og sú fyrsta sinnar tegundar í S.­Ameríku. Henni er ætlað að svara lykilspurn­ ingum um virkni pneumokokka­ bóluefnisins frá GSK. Gerðar eru vonir um að niðurstöður rannsókn­ arinnar staðfesti notagildi bólu­ efnisins gegn alvarlegri sýkingu til hagsbóta fyrir milljónir barna í S.­ Ameríku þar sem há sýkingartíðni pneumokokka er víða landlæg. Alþjóðaheilbrigðismálastofn­ unin WHO áætlar að árið 2000 hafi meira en 800 þúsund börn yngri en 5 ára látist af völdum pneumo­ kokka og að 90% þessara dauðs­ falla hafi orðið í þróunarlöndum. Synflorix­bóluefnið gegn pneumo­ kokkasýkingum var skráð og leyft til notkunar í Evrópu í mars 2009 og í Argentínu af ANMAT í ágúst 2009 og það er nú fáanlegt um allan heim sem vörn fyrir börn gegn sýking­ um af völdum pneumokokka. Frá árinu 2009 hefur yfir 50 milljónum skammta af Synflorix verið dreift til bólusetningar á börnum í meira en 100 löndum. Aðsent Mest lesið á DV.is 1 Ragna hefur ekki efni á lögfræðingi Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar Laurens. 2 Þorðu ekki með Börk í Héraðsdóm Suðurlands Dómarinn kom á Litla-Hraun. 3 „Þau ákváðu þetta bara sjálf“ Starfs-brautarnemendur í Flensborgarskólanum tóku ákvörðun um að vera með hvítar húfur líkt og nýstúdentar. 4 Jim Parsons kemur út úr skápnum Jim Parsons, sem leikur Sheldon Cooper í Big Bang Theory, er samkynhneigður. 5 Vill kæra rangt verð til lögreglunnar Viðskiptavinur Krónunnar segist íhuga að kæra Krónuna til lögreglunnar fyrir að auglýsa lágt verð en viðskiptavinir greiða mun hærra verð. 6 Kom alblóðug í Arion banka eftir árás hunds Ko na kom alblóðug inn í Arion banka í Austurstræti eftir að hundur hafði ráðist á hana. 7 Alin upp í flugvél Fjölmiðlakonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir er búin með bóklega hlutann af flugnáminu og er byrjuð á verklega þættinum. Hjörleifur Þórarinsson framkvstj. GlaxoSmithKline Nafn: Herdís Þorgeirsdóttir Aldur: 58 ára Menntun: Doktorspróf í lögfræði frá lagadeild Lund- arháskóla (Dr. Juris) Starf: Lögmaður á sviði mannréttinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.