Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Page 18
18 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað E iginkona Gísla hét Hanna Lilja Valsdóttir og lést í ágúst í fyrra eftir að hafa fengið blóð- tappa í lunga. Hún átti von á tvíburadætrum og átti um mánuð eftir af meðgöngunni. Allt var reynt til bjargar Hönnu Lilju en án ár- angurs. Hönnu Lilju var ekki bjargað en tvíburasystrunum var hins vegar hugað líf þótt þær hefðu fæðst afar veikburða. Þeim var haldið í öndun- arvél og þær skírðar á sjúkrahúsinu, Valgerður Lilja og Sigríður Hanna. Var baráttukona Valgerður Lilja lést aðeins viku- gömul en Sigríður Hanna dafnar vel eftir harða baráttu og er mikill gleði- gjafi í lífi Gísla. Fyrir áttu þau Gísli og Hanna tvö börn. „Áfallið var svo gríðarlegt og skall á mér á nokkrum sekúndum, en ég man allt mjög vel. Það grópast inn í minni manns og helst þar alla tíð. Allar minningar um hana Hönnu Lilju held ég fast í. Ég er meðal ann- ars að vinna minningabækur með börnunum þar sem við setjum inn myndir og skrifum minningar um hana,“ segir Gísli sem nú ætlar að taka upp baráttumál Hönnu Lilju sem hafði árum saman unnið að því að bæta þjónustu við barnshafandi konur. Hanna Lilja var einn stofnenda Lífs styrktarfélags sem vinnur að því að styrkja fæðingarþjónustu og kven- lækningar á kvennadeild Landspítal- ans. „Þegar Hanna Lilja mín gekk með frumburð okkar veiktist hún skyndilega af meðgöngueitrun. Hún var lögð inn á meðgöngudeild LSH um það bil mánuði áður en barn- ið fæddist. Hún hafði margt við þá mánaðarlöngu vist að athuga og sá margt að aðbúnaði kvenna á deild- inni. Hún skrifaði bæði landlækni og lækni okkar mörg bréf. Það má segja að vistin á kvennadeild á þeim tíma hafi verið hvatinn að því að hún tók ákvörðun um að gerast stofnfélagi í styrktarfélaginu Lífi og fór hún á stofnfund þess í Háteigskirkju og var alltaf ákaflega stolt af því,“ segir Gísli. „Það er ég líka, hún var glaðlynd baráttukona, það er sjaldgæfur og góður eiginleiki,“ segir hann og þegir um stund. „Ég á erfitt með að ræða um Hönnu Lilju án þess að beygja af,“ segir hann svo og tekur sér smá stund til að jafna sig. Vildi gefa tekjur sínar Gísli segir frá því að þegar Hanna Lilja lést hafi hún haft alls kyns hugmynd- ir um hvernig hún gæti lagt félaginu lið. „Það var svo margt sem hún ætl- aði að gera eftir að tvíburadætur okkar væru fæddar. Hún ætlaði til dæmis að gefa ákveðinn hluta tekna sinna til Lífs og hafði líka margar hugmyndir að verkefnum til fjáröfl- unar fyrir félagið sem hún ræddi oft við mig. Hennar stærstu draumar snerust um að gjörbreyta aðbún- aði kvenna og barna á kvennadeild Landspítalans og nú ætla ég að láta þá rætast,“ segir Gísli. „Ég og fjölskylda Hönnu Lilju ákváðum til að byrja með að leggja styrktarfélaginu Líf lið með því að afhenda félaginu afnotarétt af einu málverka hennar til styrktar mál- staðnum. Styrktarfélagið ákvað að nota myndina á minningarkort í nafni félagsins. Mér finnst það í hennar anda.“ Verndarar „Á myndinni finnst mér vera ein- hvers konar hulduverur. Ég kalla þær verndara, en ég trúi því að hún og Valgerður Lilja, Liljurnar okkar tvær, verndi okkur öll,“ segir Gísli sem seg- ir frá því að eiginkona sín hafi verið mikil listakona og framtíðardraum- ar hennar hafi meðal annars verið þeir að læra listmálun og ljósmynd- um. „Hún var svo lífsglöð og listfeng. Þessi mynd er mjög í hennar stíl og hún málaði margar þar sem svipaðar verur koma fyrir.“ Hann óskar þess að verði einhver fyrir áfalli eins og hann sjálfur þá verði þetta minningarkort fyrir val- inu. „Ég auðvitað vona svo innilega að það þurfi enginn að upplifa það að senda svona kort. En ef þess þurfi þá sé það þetta kort og að hennar hlýi baráttuhugur fylgi með þegar ein- hver á um sárt að binda. Ég get ekki hugsað mér betri leið til að minn- ast ástkærrar eiginkonu minnar og dóttur minnar Valgerðar Lilju.“ Sálufélagi frá fyrstu kynnum Sorg og missir Gísla og barna hans er mikill. Gísli og Hanna Lilja voru þekkt fyrir að vera miklir vinir og sýna hvort öðru takmarkalausa ást og virðingu. „Hún Hanna mín var allt fyrir mér og við vorum sálufélagar frá fyrstu kynnum. Við áttum heim sem var fullur af ást og hamingju. Það er satt. Og það er sárt. Ég horfi í kringum mig og sé marga sem sóa tímanum og gleyma að sýna ást og virðingu og því að eiga makann sinn fyrir vin. Ef það er eitthvað sem ég segi sem getur skipt máli þá er það að hvetja alla til þess að gefa meiri kærleika og meiri ást. Ég er duglegur að minna fólk á þetta. Við Hanna kysstumst til dæmis í hvert einasta skipti sem við sáumst og kvöddusmt og vorum dugleg að minna hvort annað á hvað við elsk- uðum hvort annað og hvað við skipt- um miklu máli. Í vikunni sem hún dó sagði ég henni til dæmis að mig lang- aði að gera allt með henni um alla framtíð. Hanna brosti, kyssti mig og sagði: Ég líka. Ég er mjög þakklátur því að við áttum þessi orð við hvort annað. En svona er aldrei gert nógu oft,“ leggur hann áherslu á. „Í dag kenni ég börnum mínum þetta. Þau fá að vita á hverjum degi hversu mikið ég elska þau,“ segir hann í einlægni. „Þetta skiptir svo gríðarlega miklu máli. Sama hvernig dagarnir líða, hversu mikið er að gera og hvort við erum í vondu skapi eða góðu skapi. Ástin má aldrei gleym- ast.“ „Ég er bæði móðir og faðir“ Nú leggur Gísli hart að sér í föður- hlutverkinu. Hann er ekkill með þrjú börn og viðurkennir að vissulega geti það verið krefjandi. Hann finnur þó mikla gleði í föðurhlutverkinu. „Ég hef fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu og vinum og ég reyni að gera allt sem best ég get. Ég er bæði móðir og faðir í dag,“ segir hann. „Ég reyni að halda í jákvæðni Hönnu sem var ólýsanleg. Brosið og hjartahlýjan höfðu áhrif á alla sem kynntust henni. Hún var líka alltaf fyrst og fremst móðir og eiginkona og rækti það hlutverk af alúð. Ekk- ert var henni ofviða en ég viðurkenni að það er stundum erfitt að horfast í augu við það að börnin fá hennar ekki notið. En ég geri mitt besta í að halda í okkar uppeldisaðferðir og að viðhalda góðum venjum svo að sem „Ég skulda henni það að halda áfram að vinna að hennar baráttumálum,“ segir Gísli Kr. Björnsson, en árið 2011 var harmi þrungið ár í lífi hans. Gísli missti eiginkonu sína og nýfædda dóttur, en eftir stendur litla Sigríður Hanna, sem þykir lifandi eftir- mynd móður sinnar. Gísli ræddi við Kristjönu Guð- brandsdóttur um lífið, sorgina og baráttumál Hönnu sem hann hefur gert að sínum eigin; að bæta að- búnað fjölskyldna á kvennadeild Landspítalans. „Barátta Hönnu Lilju er barátta mín“ Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Berst áfram Gísli segist skulda Hönnu Lilju það að halda áfram að vinna að baráttumálum hennar. Kraftaverk „Hún hefur fengið lífsviljann frá móður sinni,“ segir Gísli um Sigríði Hönnu sem hann kallar litla kraftaverkið sitt. Tví- burastúlkur þeirra fæddust afar veikburða Valgerður Lilja lést aðeins vikugömul en Sigríður Hanna vex og dafnar. Valgerður Lilja „Ein örfárra mynda sem til eru af Valgerði Lilju, litlu dóttur okkar Hönnu sem fylgdi mömmu sinni nokkrum dögum. Þessi stund gleymist aldrei, hún lifir í hjarta mínu alla mína daga.“ Faðir og börn Mynd sem Hanna Lilja tók af Gísla og börnunum þeirra tveimur í síðasta ferðalagi þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.