Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað
Þjóðin verður spurð
n Bjarni Benediktsson varar við sovéskri auðlindaspurningu
M
eirihluti Alþingis samþykkti
á fimmtudag að leggja sex
spurningar fyrir almenning
í allsherjar atkvæðagreiðslu
í október. Valgerður Bjarnadóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar, sagði að með samþykkt at-
kvæðagreiðslunnar væri enn eitt
skrefið stigið í átt að nýrri stjórnarskrá.
„Stjórnarskráin er okkar allra en ekki
bara stjórnmálaflokkanna og okkar al-
þingismanna,“ sagði Valgerður. Þjóð-
aratkvæðagreiðslan um spurning-
arnar sex var samþykkt með atkvæði
35 þingmanna gegn 15 atkvæðum. 13
voru fjarverandi eða greiddu ekki at-
kvæði.
Atkvæðagreiðslan er afar umdeild
en þingsályktunartillagan um ráðgef-
andi þjóðaratkvæðagreiðslu um til-
lögur stjórnlagaráðs hefur verið rædd
í um 50 klukkustundir á Alþingi. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, er meðal þeirra þingmanna
sem lýstu sig andvíga þjóðaratkvæða-
greiðslunni. Hann varaði við spurn-
ingu vegna ákvæðis stjórnlagaráðs
um að náttúruauðlindir sem ekki eru í
einkaeign verði lýstar þjóðareign.
„Það getur beinlínis verið andlýð-
ræðislegt að fara fram með spurningu
sem menn geta togað og teygt niður-
stöðuna til þess að styrkja sinn málstað
eftir á,“ sagði Bjarni á Alþingi. Hann
sagði tillöguna minna á ákvæði stjórn-
arskrár Sovétríkjanna fyrrverandi. „Þar
sem enginn mátti fara með einkaeign-
arhald á neinum auðlindum í Sovét-
ríkjunum – enginn. Það mátti einungis
nýta allar auðlindir í þágu þjóðarinnar
allar og enginn mátti hafa fjárhagsleg-
an ávinning af nýtingu þeirra. Menn
vita hvernig það gekk, það fyrirkomu-
lag sem Sovétríkin komu sér upp í
þessum efnum. Allt bundið í stjórnar-
skrá – ofsalega lýðræðislegt.“
R
únar Bjarki Ríkharðsson,
sem dæmdur var fyrir tvær
nauðganir og fyrir morð árið
2000, gengur núna laus. Rúnar
Bjarki afplánaði aðeins 12 ár
af 18 ára dómi sem hann fékk fyrir
ódæðisverkin. Fáir einstaklingar hafa
fengið jafn þungan dóm hér á landi.
Rúnar hefur undanfarin ár afplánað
í opnu fangelsi en það gera fangar
sem fljótlega eiga kost á reynslulausn.
Samkvæmt heimildum DV hefur
reynslulausnin verið samþykkt.
Hrottaleg afbrot
og engin eftirsjá
Ekki er hægt að segja annað en að
Rúnar Bjarki hafi brotið af sér með
hrottafengnum hætti. Hann framdi
tvær nauðganir í Keflavík og myrti
síðan 19 ára stúlku með hníf. Rúnar
Bjarki réðst inn á heimili vinkonu
fyrrverandi sambýliskonu sinnar með
því að sparka upp hurð. Hann réðst
þegar að stúlkunni sem var 19 ára og
banaði henni með hnífstungum. Alls
fundust 35 áverkar á stúlkunni, þar af
28 stungusár sem voru á síðu, brjósti,
höfði og víðar á líkamanum. Stúlkan
sem hann myrti, sem hét Áslaug
Óladóttir, hafði gefið skýrslu hjá
lögreglunni vegna fyrra kynferðisbrots
hans gegn sambýliskonu sinni.
Í umfjöllun DV árið 2007 um afbrot
Rúnars Bjarka var rætt við fjölda
einstaklinga, sem ekki vildu koma
fram undir nafni af ótta við hann, sem
sögðu að hann sæi ekki eftir brotum
sínum. Þá sögðu viðmælendur
blaðsins að hann hafi talað um lítið
annað en nauðganir, dráp, klám,
ofbeldi og fíkniefni þannig að flestum
þótti nóg um og gátu vart hlustað á
lýsingar á þeim aðferðum sem hann
hafi hugsað um til þess að fremja
glæpi.
Sakhæfur en með
persónuleikaröskun
Geðlæknir sem mat sakhæfi
Rúnars árið 2000 komst að þeirri
niðurstöðu að þrátt fyrir að Rúnar
hafi verið metinn með ýmis einkenni
persónuleikaröskunar, sérstaklega
andfélagslegrar, þá hafi ekki komið
neitt fram sem benti til þess að
Rúnar væri haldinn alvarlegum
geðsjúkdómi, alvarlegu þunglyndi
eða kvíðaröskun sem hafi getað haft
áhrif á dómgreind hans þegar hann
framdi nauðganirnar og morðið.
„Hann virðist ekki geta iðrast gjörða
sinna og hefur tilhneigingu til að
kenna öðrum um hvernig komið er
fyrir sér,“ sagði í dómnum.
Dómurinn taldi Rúnar ekki eiga
neinar málsbætur; árásin hafi verið
tilefnislaus, hrottaleg og heiftúðleg.
Hróp Áslaugar og köll hafi einungis
orðið til að efla Rúnar Bjarka við
ódæðisverk sitt. Litið var þó til þess
við ákvörðun refsingarinnar að Rúnar
hafði ekki áður hlotið dóm og að hann
væri ungur.
Ekki náðist í Pál Winkel
fangelsismálastjóra vegna málsins.
n Var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir nauðganir og hrottalegt morð
eftir
laus
12 ár
í fangelsi
Reynslulausn
Rúnar Bjarki gengur laus
til reynslu en hann hefur
undanfarin ár setið í opnu
fangelsi sem er liður í að
undirbúa fanga undir frelsi.
SkjáSkot af faceBook.com
rúnar Bjarki ríkharðsson
Vakta geimbrak
Franska rannsóknarskipið Monge
liggur nú við bryggju í Sundahöfn
í Reykjavík og verður þar næstu
sex daga. Skipið er 230 metra langt
og um borð er 220 manna áhöfn.
Ástæðan fyrir viðkomu skipsins
í Reykjavík er sex daga frí sem
áhöfnin fær en hún hefur nýtt það
í að skoða svæðið og brá sér til að
mynda í Bláa lónið.
Aðalverkefni skipsins er að
fylgjast með flugskeytum sem
og gervihnöttum en það er búið
gífurlega öflugum tækjum sem
nýtast við eftirlitið. Til að mynda
er búnaður skipsins þess megn-
ugur að finna mynt í 800 kílómetra
fjarlægð. Skipið er búið það öfl-
ugum sjónaukum að það getur séð
stjörnur yfir hábjartan daginn.
Á blaðamannfundi með
hæstráðendum á skipinu kom
fram að um 36 þúsund hlutir séu
nú á sveimi í geimnum en allt er
þetta brak sem tengist geimbrölti
mannfólksins. Aðeins eitt prósent
af því er í notkun og er því geim-
brak orðið verulegt vandamál. Er
skipið notað til að fylgjast með
slíku braki og beðið um að kanna
hvort það stefni á gervihnetti eða
hvar það lendir á jörðu.
Dómari á
Hraunið
Ekki var þorandi að flytja Börk
Birgisson í Héraðsdóm Suður-
lands þar sem kveða átti upp
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hon-
um klukkan ellefu á fimmtudags-
morgun. Var ákveðið að dómari
færi á Litla-Hraun til að kveða upp
úrskurðinn. Börkur og Annþór
Kristján Karlsson voru úrskurðaðir
í gæsluvarðhald til 13. júní næst-
komandi. Þeir eru grunaðir um að
hafa veitt Sigurði Hólm Sigurðs-
syni áverka sem síðar leiddu til
þess að hann lést.
Stjórnlagaráð Spurningarnar fjalla um
tillögur þess að breyttri stjórnarskrá.