Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 32
B laðamaður hittir Katr- ínu á fallegu heimili hennar og eiginmanns hennar í Kópavog- inum. Þau eru til- tölulega nýflutt og varla búin að koma sér fyrir. Enda haft í mörgu að snúast síðustu mán- uði með tvo litla drengi. Bjarni Bjarnason, rithöfundur og eig- inmaður hennar, tekur á móti blaðamanni með annan tví- buradrenginn á öxlinni. Katrín er að klæða hinn. Hún leggur hann svo á teppi á gólfinu þar sem hann hjalar við sjálfan sig á meðan við spjöllum saman. „Svolítið súrrealískt“ „Þeir ákváðu að koma mjög fljótlega eftir að við giftum okk- ur og þeir komu okkur aðeins á óvart, sem var svolítið skemmti- legt. Við fórum í brúðkaupsferð í sumar og þar komst ég að því að það væri mjög líklegt að einhver væri á leiðinni. Svo komst ég að því að þeir væru að koma þegar við komum heim. Það var bara rosaleg hamingja og ég get ekki lýst því hvernig tilfinning það er þegar þér er sagt að það séu tvö en ekki bara eitt,“ segir Katrín og ljómar öll þegar hún rifjar þetta upp. „Maður á náttúrulega ekki að segja á „mínum aldri“,“ segir Katrín og grettir sig kímin. „Ég er bara á mjög góðum aldri, ég er ung. En hins vegar þá er ég ekkert á hátindi í barn- eign þannig lagað, ég er orðin 37 ára. Ég var 36 ára og alveg í góðu standi og allt það, en samt var maður orðin dálítið óör- uggur og var aðallega að fara til að tékka hvort það væri örugg- lega einhver þarna. Svo var mér sagt að það væri ekki bara einn heldur tveir. Og svo fór ég beint á fund,“ segir hún og skellir upp úr. „Þetta var svolítið súrreal- ískt. En þetta var rosalega mikill hamingjudagur og það er búin að vera mikil hamingja síðan. Þetta voru sannkölluð óska- börn.“ Katrín lítur stolt í átt að drengnum sem liggur á tepp- inu. „Þeir eru rosalega góð- ir,“ segir hún brosandi þegar blaðamaður hefur orð á því að það heyrist varla í þeim. Tvíburarnir mjög ólíkir Drengirnir, sem komu í heim- inn þann 23. febrúar síðastlið- inn, hafa fengið nöfnin Krist- ófer Áki og Pétur Logi. Þeir eru tvíeggja og mjög ólíkir, ann- ar er rauðhærður og hinn ljós- hærður. „Þeir eru mjög ólíkir í framan og það er allt annað að halda á þeim. Þetta eru bara ólíkir kroppar líka,“ út- skýrir Katrín. Bjarni kemur að- vífandi inn í stofuna þar sem við sitjum. „Annar þeirra líkist mömmu sinni mjög mikið, en þessi hérna. Við vitum ekki al- veg hvaðan hann kemur,“ seg- ir Bjarni og lyftir upp öðrum drengnum. Blaðamaður stenst ekki freistinguna og kíkir aðeins betur á drengina. Svipur Katrín- ar leynir sér ekki á öðrum þeirra. „Hann er býsna líkur mömmu sinni en ég sé líka töluvert af pabba hans,“ seg- ir Katrín sposk. „Hann er líka mjög ákveðinn í skapinu. En þessi er mjög blíður og góður,“ segir Bjarni og lítur á dreng- inn sem hann er með í fanginu. Þau hlæja bæði og blaðamað- ur ræður af svip þeirra að þessi umræða hafi farið fram á milli þeirra áður. „Jú, ég veit ég er það. Ég er svona, veit hvað mér finnst og ligg ekkert á því,“ viðurkenn- ir Katrín aðspurð hvort það sé eitthvað til í því að hún sé ákveð- in í skapinu. Gekk of langt og vann of mikið Meðgangan hjá Katrínu gekk nokkuð vel, fyrir utan að hún þurfti að eyða jólunum uppi á kvennadeild. Hún segist lít- ið hafa fundið fyrir því framan af að hún gengi með börn. Það var ekki fyrr en á 28. viku að það urðu einhver kaflaskil, enda kúl- an þá orðin eins og hún væri fullgengin með eitt barn. „Það leit út fyrir að þeir ætl- uðu að koma snemma í heim- inn. Ég gekk of langt sjálf og vann of mikið. Þannig ég lá um jólin.“ Allar varúðarráðstafanir voru gerðar og Katrín var með- al annars sprautuð með sterum til að hjálpa til við lungnaþroska drengjanna. Allt fór þó betur en á horfðist. „Síðan fór ég aftur af stað og ég held að það hafi verið 13. janúar þá fékk bara eiginlega hríðir en sem betur fer stopp- aði það allt saman. En það leit allavega ekki vel út.“ Í framhaldi af því lá Katrín fyrir það sem eftir var meðgöngunnar. Hún lét þó ekki staðar numið í vinnu strax heldur lá með tölvuna í fang- inu og sinnti því sem þurfti að sinna. Um mánaðamótin janú- ar/febrúar lagði hún loksins frá sér tölvuna og hætti að vinna. Hún viðurkennir að það sé stundum erfitt fyrir hana að hlýða fyrirmælum, en þarna hafi verið tilefni til þess. „Í seinna skiptið hugsaði ég sem svo að ég bæri mjög mikla ábyrgð, að koma tveimur herramönnum heilum í heiminn og ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þann- ig ég lá bara eins og klessa eftir það.“ Flökkuðu á milli íbúða í sex vikur Það hitti þannig á að fjölskyldan stóð í flutningum akkúrat á síð- ustu mánuðum meðgöngunn- ar. Þau voru búin að festa kaup á íbúðinni í Kópavogi en nokkr- ir mánuðir liðu á milli afhend- inga á gömlu íbúðinni og þeirri nýju. „Við vorum í bráðabirgða- húsnæði á Eyrarbakka og lækn- arnir vildu ekki hleypa mér heim ef ég færi á Eyrarbakka, það var svo snjóþungt í janúar. Ég hafði lent í því einu sinni að þurfa að fara með björgunar- sveitinni heim. Þannig við vor- um í bænum í fimm eða sex vikur á flakki á milli íbúða,“ seg- ir Katrín og brosir. Blaðamað- ur sýpur hveljur yfir öllu rask- inu sem ólétt konan mátti þola, komin á steypirinn. Hún virðist þó lítið hafa látið þessar erfiðu aðstæður á sig fá. „Þetta hjálp- aði til við að láta tímann líða hraðar og þetta verður eftir- minnilegt fyrir okkur.“ Katrín viðurkennir að fjöl- skyldan hafi þó verið mjög fegin þegar þau fengu loks- ins íbúðina afhenta. „Þannig við erum svona ennþá bara að dúlla okkur við að koma okk- ur fyrir hérna. Við eigum eftir að hengja upp allar myndir og ennþá eftir að kaupa húsgögn inn í herbergin. Það fjölgaði um svo mörg herbergi að við eigum ekki húsgögn inn í þau,“ segir Katrín hlæjandi. Blaðamaður lítur í kringum sig en getur ekki betur séð en að fjölskyldan hafi komið sér huggulega fyrir í Kópavoginum. Dót litlu herra- mannanna á heimilinu er eðli- lega fyrirferðarmikið, enda þarf tvennt af öllu. „Það hefur mikið gerst síð- asta árið, flutningar og börn og brúðkaup og alls konar. Við Bjarni höfum ekki setið auðum höndum,“ segir Katrín dreymin á svip og geislar af hamingju. Dreymdi um átta börn Bjarni kemur aftur inn í stof- una með drenginn í fanginu, hann drekkur úr pela af áfergju og virðist líða vel. Katrín lítur í áttina að þeim og ástin og að- dáunin leynir sér ekki í aug- um hennar. „Það mæddi mik- ið á Bjarna. Hann var alltaf að pakka okkur niður og keyra okkur á milli íbúða sem við fengum lánaðar.“ Katrín segir að á þessum tíma hafi það glögglega kom- ið í ljós hvað þau eiga góða að og það hafi verið dásamlegt að finna hvað allir voru boðn- ir og búnir að bjóða fram að- stoð sína. „Ein vinkona okkar var að fara út í tvær vikur. Við fengum íbúðina hennar. Eina á systir sem að býr erlendis, við fengum að vera í íbúðinni hennar. Svo bjuggum við inni á einni vinkonu minni. Þetta voru tvær vikur hér og tíu dag- ar þar,“ segir Katrín. „Við vor- um eins og sígaunar,“ skýtur Bjarni inn í. Katrín ætlar að taka sér sex mánaða fæðingarorlof sem hún er hálfnuð með núna. Hún vill njóta þess að vera með drengjunum sínum eins lengi og hún getur. „Ætli þetta sé ekki í síðasta skipti sem maður gerir þetta. Þó maður eigi aldrei að segja aldrei. Mig dreymdi nú um átta börn þegar ég var unglingur. En ég veit nú ekki hvort ég næ því. En það er mjög líklegt að þetta sé í síðasta skipti sem ég geri þetta.“ Bjarni ætlar svo að vera áfram heima með dreng- ina í haust þannig að þeir fara ekki í daggæslu fyrr en eftir áramótin. Katrínu finnst gott að vita til þess að drengirn- ir nái að vera í tæpt ár heima áður. Ekki mikil regla á hlutunum „Ég verð bara að segja alveg eins og er, ég er ofboðslega hamingjusöm í þessu hlut- verki. Mér finnst þetta alveg frábært og veit ekkert betra.“ Hún segir dagana líða alveg ótrúlega hratt. Þeir fari allir í að sinna börnunum og það finnst henni æðislegt. „Allir dagar frábærir, eða já, ókei, ég er stundum svolítið þreytt,“ viðurkennir hún hlæj- andi. „Ætli það yrði ekki send- ur sálfræðingur á mig ef ég full- yrti þetta. Nei, auðvitað koma alveg dagar þar sem maður er svefnlaus og svona. Við áttum erfiða nótt í nótt en þetta er samt svo gaman að maður læt- ur sig hafa það.“ Katrín og Bjarni áttu hvort sinn drenginn fyrir sem nú eru báðir að komast á ung- lingsaldur. Þau vita því bæði hvað tíminn með börnunum er dýrmætur. „Ég veit líka að þessi tími líður rosalega hratt og áður en maður veit af, mað- ur á að njóta hans þó að hann sé erfiður. Maður veit að allt í einu er hann búinn og allt í einu áttu barn sem vill ekki leiða þig úti á götu. Þannig að ég er voða mikið í því að njóta þess að halda á þeim og vera með þá í fanginu. Þó það sé erfiðara fyrir mann sjálfan þá vil ég það bara því ég vil njóta þess.“ Þrátt fyrir að vera með tvö ung börn á heimilinu segir Katrín þau ekkert hafa of mikla reglu á hlutunum. Þau leyfa litlu drengjunum svolítið að ráða hvernig þeir vilja hafa þetta. Þau geti haft það þannig því þau eru tvö. Þegar Katrín átti eldri strák- inn sinn var hún ekki í sam- bandi með barnsföður sínum og hún lýsir upplifuninni núna allt öðruvísi. Þrátt fyrir að faðir hans hafi verið frábær og sinnt honum vel þá hafi þau bara búið tvö saman. „Það er alveg ótrúlegur munur að vera með einhverjum öðrum sem er al- veg á fullu í þessu,“ útskýrir hún. Óljóst með ráðherrastólinn Á þessari stundu er óljóst hvort 32 Viðtal 25.–27. maí 2012 Helgarblað Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Þetta er bara eins og lygasaga“ „ Það leit út fyrir að þeir ætluðu að koma snemma í heiminn. Ég gekk of langt sjálf og vann of mikið. Þannig ég lá um jólin. Síðastliðið ár er búið að vera heldur betur viðburðaríkt hjá Katrínu Júlíusdóttur. Um páskana í fyrra giftist hún rithöfundinum Bjarna Bjarnasyni og í febrúar á þessu ári fæddust þeim tvíburadrengir. Hún hefur aldrei verið hamingjusamari og nýtur þess að vera heima í fæðingarorlofi frá starfi sínu sem iðnaðarráðherra. Hún sér nú þingið úr fjarlægð og leyfir sér að gagnrýna störf þess. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir sett- ist niður með Katrínu og ræddi við hana um barnauppeldið, ástina og pólitíkina, sem hún sér ekki sem ævistarf. „Bón- orðið var úthugsað og ég fékk það skriflega líka eftir á Ólíkir Tvíburarnir eru tvíeggja og mjög ólíkir. Annar rauðhærður og hinn ljós- hærður. mynDir SiGTryGGur ari jÓHannSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.