Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 36
Grikkland Eleftheria Eleftheriou Aphrodisiac n Eleftheriou, 23 ára, öðlaðist frægð í heimalandi sínu eftir að hafa tekið þátt í X Factor árið 2010. Þótt hún hafi ekki unnið hæfileikakeppnina hefur hún átt mikilli velgengni að fagna og túrað með sumu frægasta tónlistarfólki Grikklands. Rússland Buranovskiye Babushki Party For Everybody n Ömmurnar frá Udmurtia sigruðu stjörnur á borð við fyrrverandi Eurovision-farann Dima Bilan. Elsti meðlimur hópsins verður 77 ára í haust. Hópurinn vakti fyrst athygli árið 2008 en ömmurnar syngja lög þekktra hljómsveita á borð við Bítlana og Queen. Ungverjaland Compact Disco Sound Of Our Hearts n Bandið Compact Disco samanstendur af fjórum meðlimum sem hafa spilað saman frá árinu 2005 en um eina vinsælustu hljóm- sveit Ungverjalands er að ræða. Fyrsta platan þeirra kom út árið 2005. Moldóva Pasha Parfeny Lutar n Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Pasha. Tónlistarmaðurinn, sem er 34 ára, var í hljómsveitinni Sunstroke Project sem tók þátt í forkeppninni árið 2009 með lagið You Should Like. Írland Jedward Waterline n Tvíburunum í Jedward gekk svo vel í fyrra að nú mæta þeir aftur til leiks. Lagið Lipstick sveif upp vinsældarlistana í Belgíu, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki en velgengnin varð til þess að bræðurnir voru fengnir til að spila á tónleikum sem haldnir voru vegna heimsóknar Baracks Obama til Írlands. Bretland Engelbert Humperdinck Love Will Set You Free n Engelbert Humperdinck hefur verið stórt nafn innan tónlistarbransans í yfir 40 ár. Hann hefur selt yfir 150 milljón plötur víðsvegar um heiminn. Humperdinck hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Grammy- verðlaunanna og á 63 gull og 24 platínu- plötur í safni sínu. Frakkland Anggun Echo (You And I) n Anggun hefur selt yfir tvær milljónir hljómplatna í Evrópu. Hún var þegar orðin stjarna í Asíu þegar hún ákvað að yfirgefa heimalandið og flytja til Evrópu. Hún hefur unnið með tónlistarframleiðandanum sem kom Céline Dion á kortið og sungið með Peter Gabriel, Pras (úr The Fugees), Julio Iglesias og Michael Bolton. Ítalía Nina Zilli L‘Amore È Femmina (Out of Love) n Nina hefur ferðast um allan heiminn til að elta drauma sína um frægð og frama í tónlistarbransanum. Hún ólst upp í litlu þorpi í Val Trebbia. Hún hefur fengið fjölda verðlauna fyrir sína fyrstu plötu sem kom út í fyrra. Aserbaídsjan Sabina Babayeva When The Music Dies n Sabina stígur á svið fyrir gestgjafina. Sabina fæddist árið 1979 í Baku. Mamma hennar er píanóleikari og kynnti dóttur sinni snemma fyrir tónlist. Sabina er menntaður lögfræðingur. Spánn Pastora Soler Quédate Conmigo (Stay With Me) n Pastora fæddist árið 1978 og hefur unnið fyrir sér sem söngkona í 18 ár. Hún hefur gefið út níu plötur og fengið þrjár platínu- og fjórar gullpötur. Hún hefur unnið með listamönnum á borð við Alejandro Sanz, Armando Manzanero, Raphael og Miguel Poveda. 36 Eurovísir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Albanía Rona Nishliu Suus n Nishliu er þekkt poppsöngkona og djass- tónlistarkona í Albaníu, Kosovo, Makedóníu og Svartfjallalandi. Hennar sterkustu eigin- leikar eru breitt raddsvið og sterk túlkun. Nishliu hefur látið að sér kveða í mannúðar- málum á heimaslóðunum. Rúmenía Mandinga Zaleilah n Hljómsveitarmeðlimir Mandinga eru sjö talsins en aðeins sex þeirra munu stíga á svið í Bakú. Sveitin hefur spilað í tíu ár og er fræg í heimalandi sínu. Hljómsveitin hefur gefið frá sér fjórar plötur en sú fimmta er á leiðinni. Kýpur Ivi Adamou La La Love n Hin 18 ára Ivi Adamou vakti fyrst athygli þegar hún tók þátt í gríska X Factor. Eftir keppnina sendi hún frá sér plötuna Kalokeri Stin Kardia en platan San Ena Oniro kom út í fyrra. Danmörk Soluna Samay Should‘ve Known Better n Samay, 21 árs, hafði unnið fyrir sér sem götutónlistarmaður á strætum Kaup- mannahafnar og annarra stórborga Evrópu. Soluna er fædd og uppalin í Gvatemala en flutti til Danmerkur með fjölskyldu sinni þegar hún var tíu ára. Svíum spáð sigri n Íslendingum, Rússum, Rúmenum og dívum frá Kýpur og Ítalíu einnig spáð góðu gengi S öngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva verður haldin í 57. skiptið í maí í Bakú í Aserbaídsjan. Gestgjafarnir að þessu sinni eru Aserar en það voru Ell og Nikki, með lagið Running Scared, sem heilluðu Evr- ópubúa í fyrra. Söngvakeppnin er ein af elstu sjónvarpsviðburðum sög- unnar. Fyrsta keppnin var haldin 24. maí árið 1956. Enn þann dag í dag er keppnin eitt vinsælasta sjónvarpsefni Evrópu. Greta Salóme og Jónsi flytja lagið Never Forget fyrir Íslands hönd og verða sjöundu í röðinni. Ísland Greta Salóme og Jónsi Never Forget n Jónsi snýr aftur í keppnina átta árum eftir að hafa tekið þátt fyrir Íslands hönd í Istanbúl með laginu Heaven. Með honum í ár er hin 26 ára hæfileikaríka Greta Salóme sem spilar á fiðlu en hún samdi lag og texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.