Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 28
Sandkorn M argrét Frímannsdóttir, fang- elsisstjóri Litla-Hrauns, á með réttu að víkja á meðan fram fer rannsókn á láti fangans Sigurðar Hólm Sig- urðssonar sem líklegt er að hafi verið barinn til dauða í klefa sínum. Sá at- burður er í eðli sínu þannig að fang- elsisyfirvöld þurfa að sæta opinberri rannsókn. Morð eða manndráp í fang- elsi er stærri atburður en svo að hægt sé að afgreiða með venjulegum hætti. Aðstæður gætu hafa haft úrslitaáhrif hvað ógnaratburðinn varðar. Annar tveggja sem eru grunaðir er Annþór Karlsson. Hann er þekktur ofbeldismaður sem hefur áður setið í ríkisfangelsinu á Litla-Hrauni. Félagi hans, Börkur Birgisson, liggur einnig undir grun. Heimildir DV herma að þessir tveir menn hafi undanfarið kúg- að aðra fanga til hlýðni við sig og hald- ið þeim í fjötrum óttans. Það skelfilega er að þarna eru samverkamenn á ferð sem sitja inni fyrir glæpi sem þeir eru grunaðir um að hafa framið sameigin- lega. Stjórnendur fangelsisins skópu þeim aðstæður til að þess að halda áfram að vinna saman. Eftir að þeir hafa verið sviptir frelsi fá þeir að dvelja á sama gangi. Við blasir að samfangi þeirra er látinn eftir að hafa orðið fyrir ofbeldi. Skýrt skal tekið fram að sök þeirra er ekki sönnuð. Við blasir þó að glæpafélagarnir fengu að viðhalda tvíeyki sínu áfram þótt öllum hugsandi mönnum væri ljóst að þeir ættu ekki einu sinni að vera í sama fangelsi. Annþór Karlsson hefur verið í há- vegum inni á Litla-Hrauni. Hann var í sérstakri náð fangelsisstjórans í fyrri vist í fangelsinu og var haldið á lofti sem fyrirmyndarfanga. Þannig fór hann, í umboði Margrétar Frímanns- dóttur fangelsisstjóra, með umtalsverð lyklavöld í fangelsinu og hafði mun meira lífsrými en flestir aðrir fangar. Óhjákvæmilegt er að setja þetta í sam- hengi við þær ógnir sem undanfarið hafa dunið á fangasamfélaginu á Litla- Hrauni. Fangelsisstjórinn virðist vera blind- ur á ábyrgð sína í málinu. „Miðað við þær aðstæður sem við höfum búið við í mörg ár varðandi þrengsli og það að geta ekki aðskilið menn nógu vel á deildum, þá erum við auðvitað heppin að það skuli ekki hafa átt sér stað alvarleg atvik hér áður,“ sagði Margrét Frímannsdóttir við Ríkisút- varpið. Þetta eru stór orð sem lýsa því sjónarmiði helsta ábyrgðarmanns fangelsisins að fangar séu í lífshættu. Svo er að skilja að dauði fangans sé næstum því óumflýjanlegt tilfelli. Í við- tali við DV í dag segir Margét ekki vera neina ástæðu til að bæta úr eftirliti eða vinnubrögðum inni í fangelsinu. Þetta viðhorf lýsir embættismanni sem hefur ekki nægan skilning á hlutverki sínu. Rannsókn verður að fara fram og fangelsisstjórinn og aðrir sem komið hafa að brengluðum ákvörðunum um Annþór og Börk eiga að hafa til þess manndóm að víkja á meðan málin eru krufin til mergjar. Náhirð með Ara n Sá kjarni Sjálfstæðis- flokksins sem fylgir Davíð Oddssyni fastast að málum er nú talinn ætla að halla sér að Ara Trausta Guð- mundssyni í baráttunni um Bessa- staði. Ná- hirðin svokallaða hefur fram að þessu verið talin vera höll undir Ólaf Ragnar Gríms- son forseta sem hefur notið náðar hennar vegna fram- göngunnar í Icesave. Nú er komið annað hljóð í strokk- inn eins og sjá má af bloggi Björns Bjarnasonar, fyrrver- andi ráðherra, sem mærir Ara Trausta. „Hann hefur mótað sér skýra afstöðu til stöðu forsetaembættisins meðal þjóðarinnar og setur hana fram á sannfærandi hátt.“ Kaldur hrollur n Ástæða þess að sjálfstæð- ismenn eru nú sumir hverjir að snúa baki við Ólafi Ragn- ari Grímssyni er sú að menn þykjast vera þess nokkuð vissir að flokkurinn komist í næstu ríkisstjórn sem verði undir forsæti Bjarna Bene- diktssonar. Sá veruleiki er að renna upp fyrir mönnum að með Ólaf Ragnar á Bessa- stöðum verður ekki stundar- friður og hann stöðugt á bremsunni með hótanir um þjóðaratkvæði. Menn leita því að frambjóðanda sem líklegur er að verða til friðs. Ábyrgð Margrétar n Hermt er að ófremdar- ástand hafi verið í fangels- inu á Litla-Hrani undan- farið vegna ógnana og ofbeldis af hendi Ann- þórs Karlsson- ar og Barkar Birgissonar. Þeir tveir eru sagðir hafa haldið fanga- samfélaginu í járngreipum óttans án þess að Margrét Frí- mannsdóttir fangelsisstjóri eða önnur yfirvöld fangels- isins gripu þar inn í. Annþór hefur staðið í skjóli fang- elsisstjórans og var lengi vel talinn fyrirmyndarfangi. Eftir að fangi lést í klefa sín- um eftir innvortis blæðing- ar er spurt um rannsókn og ábyrgð yfirvalda fangelsisins á því sem gerðist. „Nei takk“ n Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á það til að vera kotroskinn. Hann upp- lýsti í Silfri Egils á dög- unum að honum hefði verið boðið af mönnum AGS að taka við efnahags- málum á Grikklandi og koma á þau skikk. Lýsti hann því þannig að þetta hefði verið nefnt á göngunum. „Ég sagði nú nei takk,“ sagði Stein- grímur sem í eina tíð vildi reka sjóðinn úr landi. Nú er sjóðurinn kominn á stall og vill Steingrím í vinnu. Fagmennska fram í fingurgóma Þetta var rosalegt Páll Óskar var ánægður með Gretu Salóme og Jónsa. – DV Ásdís Rán upplifði jarðskjálfta í Búlgaríu. – DV Fyrirmyndarfangi„Fangels- isyfirvöld þurfa að sæta opinberri rann- sókn Á kvæðið um auðlindir í þjóðar- eigu í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er nýmæli, en það á sér þó langa forsögu. Þjóðareignarhugtakið á sér virðulega sögu í rökræðum um náttúruauðlindir. Auðlindaákvæðið í stjórnarskrárfrum- varpi stjórnlagaráðs er sprottið af og nátengt fyrri frumvörpum um málið. Samt klifa sumir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins á því, að þjóðareignarhug- takið sé óljóst. Þeir snúa baki við fyrri frumvörpum sjálfstæðismanna og annarra um nýja stjórnarskrá. Prentuð greinargerð með frumvarpi stjórnlaga- ráðs rekur söguna. Gefum sjálfstæðismönnum orðið Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra og formaður stjórnarskrárnefnd- ar 1978–1983, lagði fram á Alþingi 1983 stjórnarskrárfrumvarp með nýrri grein um náttúruauðlindir: „Náttúruauð- lindir landsins skulu vera ævarandi eign Íslendinga. Auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu eru þjóðareign.“ Í athugasemdum við frumvarpið segir m.a.: „Lýst er yfir þjóðareign að auðlindum hafs og hafs- botns við Ísland. Jafnframt að náttúru- auðlindir landsins skuli vera ævarandi eign Íslendinga.“ Gunnari Thoroddsen þótti þjóðareignarhugatkið ekki tor- skilið. Ekki þótti Davíð Oddssyni þjóðar- eignarhugtakið heldur torskilið. Hann lagði fram á Alþingi sem forsætis- ráðherra stjórnarfrumvarp 1995 með nýrri grein um náttúruauðlindir í stjórnarskrá: „Nytjastofnar á hafsvæði því sem fullveldisréttur Íslands nær til eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Hér er notað orðalagið „sameign ís- lensku þjóðarinnar“ um þá þjóðar- eignarhugsun, sem lýst var í frumvarpi Gunnars Thoroddsen tólf árum áður með orðinu „þjóðareign.“ Í frumvarpi oddvita ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, Geirs H. Haarde forsætisráð- herra og Jóns Sigurðssonar, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, á Alþingi 2007 var lögð til ný stjórnarskrárgrein: „Náttúruauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign …“ Í skýrslu auðlindanefndar árið 2000 undir forystu dr. Jóhannesar Nordal, fv. seðlabankastjóra, var lagt til svo- hljóðandi stjórnarskrárákvæði: „Nátt- úruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóð- areign eftir því sem nánar er ákveð- ið í lögum.“ Frumvarp oddvita ríkis- stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Alþingi 2009, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Steingríms J. Sigfús- sonar fjármálaráðherra og fleiri flutn- ingsmanna bauð upp á sama orðalag: „Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign.“ Breið samstaða Af þessari sögulegu upprifjun má ráða þá breiðu samstöðu, sem ríkt hefur um að leiða ákvæði um auðlindir í þjóðar- eigu í nýja stjórnarskrá. Í ljósi þess- arar forsögu ber að skoða og skilja auðlindaákvæðið í frumvarpi stjórn- lagaráðs: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameig- inleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja.“ Hér er fylgt langri hefð á bak við notkun hugtaksins þjóðareign. Orða- lag Þingvallalaganna frá 1928 er not- að í anda Gunnars Thoroddsen til að skýra, að þjóðareign er eign, sem má aldrei afhenda til eignar eða varan- legra afnota og má því aldrei selja eða veðsetja. Þessari hugsun er einnig lýst í greinargerð með ákvæðinu um menn- ingarverðmæti, t.d. þjóðminjar og forn handrit, svo að ekkert fari á milli mála. Eftir þessum skilningi deilir núlifandi kynslóð náttúruauðlindum í þjóðareign með óbornum kynslóðum og hefur því ekki rétt til að ráðstafa auðlindunum í eigin þágu. Skorðurnar, sem ákvæðinu er ætlað að reisa við ráðstöfun auðlinda í þjóðareign, eiga einnig við um réttindi tengd auðlindunum og ekki aðeins við auðlindirnar sjálfar. Færeyingar skilja Auðlindaákvæðið er í nánu efnislegu samræmi við fyrirliggjandi drög að nýrri stjórnarskrá Færeyja, en þar segir svo um auðlindir og umhverfi: „Marg- feldið á landi og á havleiðum lands- ins, sum privat ikki eiga, er tilfeingi og ogn fólksins.“ Sem sagt: Þjóðin á auð- lindirnar. Færeyingar eiga ekki í nein- um erfiðleikum með að skilja hugtakið þjóðareign. Þjóðareign er auðskilin Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 25.–27. maí 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Hér er notað orða- lagið „sameign ís- lensku þjóðarinnar“ um þá þjóðareignarhugsun, sem lýst var í frumvarpi Gunnars Thoroddsen tólf árum áður með orðinu „þjóðareign“. Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.