Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 4
óvirkir
alkar
fá síður
líftryggingu
4 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað
Þ
etta er bara fáránlegt, róninn
á Hlemmi sem drekkur dag-
lega getur fengið líftryggingu
en ég sem hætti að drekka fyr-
ir mörgum árum og lifi mjög
heilbrigðu lífi í dag fæ hana ekki,“
segir rúmlega þrítug kona sem er ein
fjölmargra óvirkra alkóhólista sem
DV hefur rætt við sem annaðhvort
fá ekki líftryggingu eða hafa þurft að
hafa mikið fyrir því að fá hana loks-
ins. Ástæðan er sú að þeir eru alkó-
hólistar sem hafa leitað sér meðferðar
við vandanum. Sumir hafa bara verið
í áfengisneyslu en aðrir líka neytt eit-
urlyfja.
Það fólk sem DV ræddi við átti það
þó sameiginlegt að nokkur tími var
liðinn frá því að það leitaði sér með-
ferðar en átti samt sem áður í vanda
með að fá líftryggingar. Þau líftrygg-
ingafyrirtæki sem DV talaði við sögðu
hvert tilvik fyrir sig vera metið.
Annars flokks þegnar
„Þetta er alþekkt innan edrúheims-
ins,“ segir konan, sem vill ekki láta
nafns síns getið. Sjálf hætti hún að
drekka fyrir rúmlega áratug, hún er
með líftryggingu sem hún fékk eftir
töluvert maus og nokkrar synjanir.
Sambýlismanni hennar hafði verið
synjað fjórum sinnum áður en hann
fékk sína líftryggingu fyrr á þessu ári
en hann hætti að drekka fyrir tæpum
áratug.
„Það eru alltaf þessir fordómar
fyrir óvirkum alkóhólistum og þeir
speglast í þessu. Ég varð edrú fyrir
mörgum árum og líkt og margir sem
taka sig í gegn í lífinu þá lifi ég ábyggi-
lega heilsusamlegra lífi en margir.
Samt sem áður er litið á óvirka alkó-
hólista sem annars flokks þegna þeg-
ar kemur að þessu,“ segir konan.
Orsök flestra dauðsfalla
Gunnar Smári Egilsson, formaður
SÁÁ, segist kannast við vandann þótt
hann þekki hann ekki persónulega.
„Að hluta til er vandinn sá að alkóhól-
ismi er mjög alvarlegur sjúkdómur.
Lífslíkur alkóhólista eru mun minni
en annarra, þetta er sá sjúkdómur
sem dregur flesta til dauða á unga
aldri. Þetta er orsök flestra dauðs-
falla hjá fólki undir þrítugu, fertugu
og fimmtugu,“ segir hann og segir það
skiljanlegt út frá hagsmunum trygg-
ingarfélaganna.
„Þannig að það er kannski skiljan-
legt að þeir sem eru að reikna út hag
tryggingarfélaganna komist að því að
það sé ekki sniðugt að hafa mikið af
þessu fólki í viðskiptum hjá sér.“
Fíkniefnaneyslan meira vandamál
Hjá Lífís, sem er líftryggingafélag
VÍS, fengust þær upplýsingar að
hvert tilfelli fyrir sig væri metið.
„Þegar fólk fer í áfengismeðferð eru
forsendurnar jafn mismunandi og
þær eru margar. Ástæður okkar fyr-
ir meðferð eru misjafnar. Hér er að-
gengi að meðferð vegna vímuefna-
neyslu gott og mun betra en víða
annars staðar í kringum okkur. Ein-
staklingar þurfa ekki endilega að
vera orðnir langt leiddir og komnir
á götuna til þess að eiga kost á að
komast í meðferð. Við horfum nú
á meira vandamál í sambandi við
fíkniefnaneyslu,“ segir Sigríður Ein-
arsdóttir, sérfræðingur í persónu-
tryggingum hjá Lífís.
„Fíkniefnaneysla er aftur á móti
orðin mun algengara vandamál í
dag meðal ungs fólks og eru efnin
sem neytt er jafn misskaðleg eins og
þau eru mörg. Eftir því sem efnin eru
harðari því mun skaðlegri eru þau og
geta sum þeirra haft áhrif á hjarta og
taugakerfi svo dæmi sé nefnt.“
Metið út frá umsókninni
Vigfús M. Vigfússon, vörustjóri líf-
og heilsutrygginga hjá Trygginga-
miðstöðinni, segir fólk ekki sjálfkrafa
fá synjun eftir að hafa leitað sér með-
ferðar við áfengisvanda. „Það að vera
óvirkur alkóhólisti þýðir ekki að þú
fáir ekki tryggingu, það þarf að líða
ákveðinn tími frá því að viðkomandi
fór í meðferð til þess að hann geti sótt
um,“ segir hann. Þá er hver umsókn
metin.
„Þetta er ekki ósvipað og með
aðra sjúkdóma. Fólk veikist, fer í
gegnum læknismeðferð, það tekur
tíma fyrir meðferðina að sanna sig og
fá árangur. Þeir sem leitað hafa með-
ferðar við áfengisvandamálum geta
sótt um líftryggingu þegar þrjú ár eru
liðin frá meðferð. Ég myndi segja að
í flestum tilvikum væri slík umsókn
samþykkt haldi menn bindindi,“ seg-
ir hann en tekur þó fram að fólki hafi
verið synjað en hvert tilvik fyrir sig sé
metið.
Samkvæmt þeim sem DV hefur
talað við virðist raunin vera sú að
fjölmörgum sé neitað. „Þetta er bara
svo ósanngjarnt,“ segir konan. „Ég
veit um svo ótrúlega marga sem hafa
fengið synjun og það er svo neyðar-
legt og leiðinlegt að fá höfnun. Þetta
skiptir mann máli og veitir manni ör-
yggi ef eitthvað skyldi gerast,“ segir
hún.
Vantar mælitæki
Gunnar Smári segir að það vanti
einhvers konar mælitæki sem segi
til um hversu langt batinn sé á veg
kominn.
„Gallinn fyrir hópinn er sá að
það eru engar mælingar til, engin
svona greiningartól um bata. Það er
það sem við í SÁÁ erum að undir-
búa eða gera kröfur um, að það verði
mótuð slík tól til að meta bata. Auð-
vitað verður það ekki í fyrsta kastinu
gert á einhvern fullkominn hátt en
það er mjög nauðsynlegt að þróa slík
tól sem myndu mæla kannski fyrsta
stigs bata, annars stigs bata og þriðja
stigs bata,“ segir hann.
Slík mælitæki eru ekki til neins
staðar í heiminum en Gunnar Smári
segir ekki óeðlilegt að Ísland yrði
fyrsta landið til þess að þróa slík
mælitæki.
„Samfélag alkóhólista í bata á Ís-
landi er hlutfallslega stærra en ann-
ars staðar í heiminum. Þú finnur
hvergi jafn marga AA-fundi á íbúa og
hér. Þannig er miklu stærri hópur af
fólki sem hefur náð bata ungt og fleiri
fjölskyldur þar sem eru margir í bata.
Þannig að það er ekki óeðlilegt og
við eigum ekki að vera hrædd við að
þróa eitthvað sem er ekki til annars
staðar,“ segir hann. n
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
n Erfitt er fyrir óvirka alkóhólista að fá líftryggingu n SÁÁ vill mælitæki„Þetta er
bara svo
ósanngjarnt
Hvert tilvik metið Bæði hjá Vís og TM fengust þær upplýsingar að hvert tilvik væri metið
fyrir sig.
Gunnar Smári
Formaður SÁÁ segir
að það vanti að
þróa einhvers konar
greiningartól sem
skilgreini hversu
langt á veg í bata
fólk er komið.
Niðurskurður hjá
Landsbankanum
50 starfsmenn Landsbanka Ís-
lands koma til með að missa
vinnuna á næstunni en tekin hef-
ur verið ákvörðun um að loka átta
útibúum bankans um land allt.
Áætlar bankinn að spara um 400
milljónir króna með þessum að-
gerðum sem ná til útibúa á Aust-
urlandi, Vestfjörðum, Snæfells-
nesi auk sameiningar starfstöðva
á höfuðborgarsvæðinu.
Heimildir DV herma að þetta
sé aðeins fyrsti niðurskurður
bankans af nokkrum á næstu
misserum og því ljóst að enn
fleiri starfsmönnum verður sagt
upp áður en yfir lýkur. 29 starfs-
menn hafa þegar fengið uppsagn-
arbréf auk þess sem 15 öðrum
hefur verið boðinn starfsloka-
samningur vegna aldurs. Aðrir
sem nú hætta höfðu áður sagt
upp störfum.
Talið er að stjórnendur bank-
ans séu með þessu að undirbúa
bankann undir skráningu á mark-
að en að því hefur verið stefnt um
tíma.
Vopnaður
leikari
Sem betur fer eru útköll lögreglu
stundum byggð á misskilningi.
Þannig var því farið á miðviku-
dag þegar tilkynning barst um
byssumann á ferli á höfuðborg-
arsvæðinu. Brugðist var skjótt
við enda málið litið mjög alvar-
legum augum. Fljótt kom hins
vegar á daginn að ekki var hætta
á ferðum enda var um leikfanga-
byssu að ræða. Ástæðan fyrir
vopnaburðinum mun hafa verið
sú að „byssuna“ ætlaði maðurinn
að nota í atriði í stuttmynd.