Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 20
LagarfLjótið verður aLdrei samt 20 Úttekt 25.–27. maí 2012 Helgarblað n Gunnar Jónsson bóndi er ósáttur n Jökulsá er veitt út í fljótið n Gruggið hefur stóraukist n Fiskurinn virðist vera að hverfa n Aldan ber á bökkunum G unnar Jónsson, bóndi á Eg­ ilsstöðum, var og er virkj­ unarsinni. Hann harm­ ar þó hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu vegna Kárahnjúkavirkjunar. Fljótið sem einu sinni var fallega blágrænt að lit er nú orðið grábrúnt, straumþungt og aldan ber á bökkunum. Hólmarn­ ir sem hafa hingað til verið griðland fuglanna eru að hverfa. Gunnar segir sárt að horfa upp á þetta og að ekki hafi verið tekið tillit til landeigenda á svæðinu. Fiskurinn var ágætis búbót „Ég er náttúrulega mjög ósáttur við það að þegar þetta var virkjað og Jök­ ulsá á Dal kom hér í Lagarfljótið, þá breyttist það ansi mikið. Vatnsfall­ ið er gjörbreytt, orðið dökkt og ljótt. Ljós kemst ekki ofan í vatnið og þör­ ungagróður minnkar sem veldur því að fiskurinn hverfur. Enda eru vís­ bendingar um það að silungurinn sé á undanhaldi í fljótinu. Þó að það séu ekki komnar endanlegar skýrslur um þetta, þá eru vísbendingar í þá átt,“ segir Gunnar. Þegar hann var lítill aflaði hann sér fjár með því að veiða silung í fljótinu og selja í kaupstaðnum. „Þetta voru fyrstu peningarnir sem ég eignaðist, ég veiddi silung og seldi í matvörubúð í þorpinu. Ég fékk 25 krónur fyrir kílóið og pinnaísinn kostaði fimm krónur,“ segir hann hlæjandi. „Ég man alltaf eftir þessu. En ég var ekki gamall þegar ég var að leggja net og gekk síðan með kipp­ urnar af silungi hér upp eftir og seldi hann. En svo var svo mikill útgerðar­ hugur í mér að ég var alltaf að kaupa fleiri net og held að ágóðinn hafi all­ ur farið í það. En það var mokveiði í fljótinu. Ef þú lagðir net þurftir þú ekkert að verða hissa á því að fá 20 bleikjur yfir nóttina, fínar bleikjur. Þetta var mest bleikja en alltaf svo­ lítið af urriða með. Í gegnum tíðina hefur það verið heilmikil búbót fyrir landeigendur hér að geta veitt sér til matar en það var hvergi skýrslufært. Ég veit það sjálfur að ég skýrslufærði aldrei það sem ég veiddi, var ekkert að hugsa um það, og nú er það not­ að gegn okkur, ýjað að því að þetta sé bara í kollinum á okkur.“ Árin 2005 og 2006 fór fram til­ raunaveiði og aftur sumarið 2010. Út við Egilsstaði veiddist um og innan við tíundi hluti þess sem fékkst árin 2005 og 2006, en inn við Hallorms­ stað um fjórðungur. Undanfarin ár hefur Gunnar ekkert veitt sjálfur en sonur hans var svolítið duglegur síð­ asta ár og Gunnar segir að það hafi verið ósköp lítið og lélegt sem skilaði sér í netin. Aldan ber á bökkunum Við erum stödd í Fjósakaffi, kaffihúsi sem þau hjónin reka á Egilsstaða­ bænum og framleiða vörur beint frá býli. Rökkrið læðist að, það var tekið að líða á kvöldið þegar Gunnar gat tekið á móti blaðamanni en honum stóð á sama, bauð hann velkominn til að ræða þetta mál sem er honum og öðrum heimamönnum mikið hjartans mál. „Vatnsyfirborðið hefur einnig hækkað því Lagarfossvirkjun var stækkuð til að nýta þetta aukna vatnsmagn sem fylgdi Jökulsánni,“ segir hann en mælingar staðfesta þetta. „Í raun er erfiðast að horfa upp á það. Straumurinn er orðinn svo mikill og fljótið frýs ekki eins og það gerði áður, reyndar hafa verið mild­ ir vetur í ofanálag og norðanaldan hamast í bökkunum allan veturinn. Aldan er svo slæm því hún skolar sandinum bara undan bökkunum og það hefur valdið verulegu landbroti sem mér þykir óásættanlegt. Þetta hefur líka áhrif á grunnvatnið í landinu við fljótið. Þar er sandur og vatnið lekur inn. Því hærra sem það verður því verra er það fyrir gróður­ inn því þessu fylgir ákveðinn kuldi. Lægsta landið líður fyrir það, land sem er á viðkvæmu svæði og hér er víða lágt land. Það má ekki gera þetta. Innst inni viðurkenna menn þetta en það er ekki tekið á því.“ Hólmarnir eru að hverfa Hann bendir til dæmis á hólmana fjóra sem standa úti í fljótinu rétt við brúna. Hólmarnir eru ekki að­ eins prýði, fallegt skraut sem fljótið skartar, heldur hafa þeir einnig ver­ ið griðland fugla og mikilvægir sem slíkir. En nú eru þeir smám saman að hverfa. „Hólmunum er að skola burt,“ segir Gunnar. „Bakkarnir eru að stórskemmast og þetta er innan þéttbýlismarka. Reyndar er mér mál­ ið skylt því þetta er hér í okkar landi en það breytir því ekki. Þetta er ekki nytjaland en þetta er mjög fallegt land. Þessir hólmar eru ákveðnar náttúruperlur og þekktir vegna fugla­ lífs. Þar er geysilega mikið fuglalíf og fuglarnir verpa þarna, þetta er ákveð­ ið griðland því fólk fer ekki þangað og einhverra hluta vegna er mikið af fuglum þarna. Þarna sjást skarfar sem eru sjófuglar sem er svolítið merkilegt, ég hef aldrei skilið hvað þeir eru að gera þarna,“ segir Gunnar og hlær létt. Bætir því svo við að þarna megi líka sjá hegra á haustin. „Þeir eru oft á þessu svæði, þessir flæk­ ingar. Það er ekki ásættan­ legt hvernig það skol­ ar undan bökkunum og runnarnir og trén falla bara ofan í ána. Á end­ anum mun koma að því að þetta mun hafa áhrif á fuglalífið. Ég vil ekki taka svo stórt upp í mig að segja að fuglarnir séu í hættu. En þeir eiga eftir að fara ef ekkert er að gert.“ Vill sjá aðgerðir Gunnar er maður með skoðanir, hann er í bæjarstjórn og er forseti bæjarráðs. Og hann var hlynntur Kárahnjúkavirkjun. En það breytir því ekki að þetta þykir honum sárt. „Það sem mér finnst svo sárt í þessu sambandi er að við sem erum í Félagi landeigenda við Lagarfljót höfum reynt að ræða þetta við hlutaðeig­ andi aðila, Landsvirkjun og Orku­ söluna. Það er búið að halda fund eftir fund með þessum aðilum, þeir mæta yfirleitt aldrei báðir á fundi og vísa alltaf hvor á annan. Þeir reyna að skjóta sér undan þessari ábyrgð, ég segi það bara hreint út. Ég er búinn að segja þetta við þá og er ekkert að koma aftan að þeim þar. Þeir eru ekki tilbúnir til að taka á þessu. Þeir vísa alltaf í skýrslur, það er til endalaust af skýrslum og nú er verið að bíða eftir skýrslu sem átti að koma um áramót­ in en er ekki komin. Við komumst aldrei áfram með málið. Ég er ósáttur við það.“ Að sögn Gunnars stóð til í aðdrag­ anda framkvæmdanna að dýpka far­ veginn frá Lagarfljótsbrú út að Lagar­ fossi eins og til þurfti en það varð aldrei neitt úr því. „Á síðustu metrun­ um flautaði þáverandi umhverfisráð­ herra þetta af því hann taldi umhverf­ isspjöll af mokstrinum. En að mínu mati þarf að grafa úr farveginum til að friður ríki um þetta. Landsvirkjun er þannig fyrirtæki að því er ekki stætt á því að vera í þessari andstöðu við okk­ ur og það hef ég sagt við þá. Reyndar er búið að lofa því að botninn verði rannsakaður í sum­ ar, hugsanlega með þetta í huga. En það það er ekki búið að viðurkenna að þetta sé nauðsynlegt. Innst inni geta samt allir séð það. Allir sem vilja sjá það geta séð að það er hindrun í farveginum frá Lagarfljótsbrúnni og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Menn þorðu varla að hreyfa sig því þeir voru ekki vinsælir sem töluðu um eitthvað sem vann gegn virkjun- inni, uss, uss, við verðum að fá þetta. Annar litur Lagarfljótið var mikil prýði fyrir Hérað. Nú er það orðið grábrúnt, breyttist þegar Jökulsá var veitt út í það og gruggið jókst. mynd ingibjörg dögg Lagarfljót eins og það var Þessi mynd var tekin í júlí 2004. Þá var liturinn fallega grænblár. Hólmarnir láta á sjá Þórhallur Þorsteinsson sagði sögu sína í DV á mánudag. Hann bendir á hólmana sem hafa verið griðland fyrir fugla en minnka hratt. mynd ingibjörg dögg m y n d s k A r p H éð in n þ ó r is s o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.