Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 19
minnst breyting hljótist af,“ bætir hann við. Kraftaverk að dóttirin er á lífi Sigríður Hanna litla dafnar vel og er að sögn Gísla afar lík móður sinni. „Hún hefur að minnsta kosti fengið lífsviljann frá móður sinni því það er kraftaverk að hún sé á lífi. Hún þurfti að hafa fyrir því að vaxa og dafna og er baráttubarn. Ég finn það á mér að í henni býr eitthvað stórkostlegt úr lífsneista Hönnu minnar og ég finn ótrúlega gleði í því að fylgjast með henni og hversu vel henni gengur þrátt fyrir erfiða byrjun.“ Erfitt að elska Gísli segir lífið smátt og smátt falla í skorður. Erfiðast finnst honum að finna enn allar þær sterku tilfinn- ingar sem hann hefur ávallt bor- ið til eiginkonu sinnar en finna á sama tíma að hún er ekki enn í lífi hans. „Það er mjög skrýtin tilfinn- ing og á margan hátt erfiðasta til- finningin að glíma við í sorgarferl- inu. Ég elskaði hana svo mikið og ég geri það enn. Það er svo ótrú- lega mikill söknuður sem ég finn fyrir og mér finnst oft ósanngjarnt að elska Hönnu svona mikið þegar hún er ekki hér til að njóta og efa það sama á móti. En á sama tíma er ég þakklátur fyrir að hafa þó átt ást hennar og líf með henni. Það var minn mesti lífssigur. “ Hversdagsleikinn er heilandi Gísli tók meðvitaða ákvörð- un um að fara snemma út í lífið. Ábyrgðar tilfinning hans er mik- il og hann segist drifinn áfram af henni. Hann skuldi Hönnu Lilju að standa sig vel. „Miðað við það sem hefur hent okkur í lífinu þá gengur okkur mjög vel. Lífið er einhvern veginn smátt og smátt að setjast. Ég ákvað snemma að fara út í lífið, því mér fannst ég skulda Hönnu minni að standa mig sem best. Núna finnst mér ég geta sinnt mörgu sem ég taldi óhugsandi áður. Ég er til dæmis farinn að vinna aftur en á tímabili þá fannst mér ég mig ekki geta hrært. Í sorginni þá eru það litlu hlutirnir sem eru heilandi. Hversdagsleikinn. Því betur sem maður tekst á við hversdagsleik- ann því meiri heilun er í því.“ n B jarney Harðardóttir, for- maður styrktarfélagsins Lífs, tekur á móti blaða- manni og ljósmyndara í anddyri kvennadeildar Landspítalans. Styrktarfélagið var stofnað af starfsmönnum kvennadeildar og konum sem hafa dvalist á kvenna- deild. „Ljósmæður og hjúkrunarkon- ur ákváðu að bregðast við í stað þess að sætta sig við það að aðbúnaðar og aðstaða kvenna hefur verið ábóta- vant áratugum saman. Í dag eru allir ákveðnir í því að breyta því sem þarf að breyta og karlar og konur vinna saman að því markmiði. Það er körlum í hag að breyta til betri vegar. Þeir hafa horft á konur sínar dveljast hér við misgóð- ar aðstæður sem feður eða aðstand- endur þegar þær veikjast alvarlega.“ Bjarney fer með blaðamann í leið- angur um kvennadeildina. Í þeim leiðangri fær blaðamaður að sjá góð- an árangur af starfi styrktarfélags- ins á sængurkvennagangi og líka það sem þarf að færa til betri vegar á kvenlækningadeild þar sem sex, oft mikið veikar konur, dvelja saman og nota lítið baðherbergi í sameiningu. Í dag er hlustað á þessar konur Þegar Hanna Lilja átti von á frum- burði þeirra Gísla fékk hún með- göngueitrun og var lögð inn mán- uði áður en hún var sett. Mánuður er langur tími á meðgöngu frumbyrju og Hanna Lilja sá strax að aðbúnað- inum var mjög ábótavant. Hún fór strax að skrá hjá sér og skrifa bréf um hvað betur mætti fara. „Bæði starfs- menn og þeir sem hafa dvalist hér starfa að því að bæta þessa einingu með reynslu að baki sér og í dag er hlustað á þessar konur. Ég trúi því að minnsta kosti,“ segir Bjarney. Brýn verkefni í pattstöðu „Næstu verkefni okkar eru brýn. Við þurfum að fara í miklar breytingar á kvenlækningadeild. En því miður eru þessi verkefni í ákveðinni patt- stöðu,“ útskýrir Bjarney. „Það hafa ekki enn verið teknar ákvarðanir um það hvernig kvennadeildin á að fun- kera í heildarskipulagi spítalans.“ Hér hafa konur dáið Á kvenlækningadeild eru flest her- bergin tóm. Það er vegna þess að á þeim tíma sem blaðamaður er í heimsókn eru þær konur sem þarna dvelja í uppskurði. Hrund Magnús- dóttir deildarstjóri kemur aðvífandi og segir frá því að aðgerðirnar séu af ýmsum tegundum. Helstu aðgerðir á deildinni séu keiluskurðir, kviðspeglanir, kvið- skurðir, legnám, aðgerðir vegna blöðru- og endaþarmssigs, fóstur- eyðingar og útsköf. Einnig fleyg- skurðir á brjóstum, brottnám brjósta og uppbyggingar á brjóstum. Hrund leiðir okkur inn í eitt her- bergjanna. Þar eru sex rúm og pínu- lítið baðherbergi. Hrund útskýr- ir fyrir blaðamanni að eftir nokkrar stundir verði sex konur í herberginu. Allar að jafna sig eftir aðgerð. „Hér hafa konur dáið,“ skýtur Bjarney inn í. „Já, það dó ein hér hjá okkur í síð- ustu viku,“ segir Hrund. Ekkert pláss fyrir maka „Það er ekkert pláss fyrir maka eða fjölskyldu á þessum erfiða tíma í lífi þeirra kvenna sem koma hingað til meðferðar,“ segir Bjarney. „Í bæklingi sem var gefinn út vegna nýbygging- arinnar var sérstaklega tekið fram að markmið væri að allir fengju einbýli. Þar var tekið fram að með einbýlum væri öryggi sjúklinga meira og sýking- arhætta minnkuð,“ segir Bjarney. „Það sem er erfiðast er hversu lítið næði þær fá hér. Kona sem er að fara í fóstureyðingu liggur kannski við hliðina á konu sem er að missa leg. Svo blæðir þeim mjög mikið. Þetta eru þungar og miklar blæðingar og þær þurfa að skiptast á að nota þetta litla baðherbergi. Við þurfum oft að aðstoða þær mikið vegna plássleysis. Þær eru að fá svima vegna mikilla blæðinga og eru eftir aðgerð líka í viðkvæmu andlegu ástandi. Þau þrengsli sem deildin býr við í dag eru auðvitað ekki samboðin þeirri virðingu sem bera á fyrir einkalífi fólks enda er í allt of mörg- um tilvikum því miður um afar við- kvæmt ástand að ræða, svo sem krabbameinssjúkar konur og konur sem koma vegna beiðni um fóstur- eyðingu og ekki má gleyma aðstand- endum á viðkvæmum stundum. Hér er því úrbóta þörf á öllum sviðum þjónustu kvennadeildar.“ Forgangurinn ætti að vera hér „Hér er unnið mikið og erfitt verk af mikilli hlýju og hugvitssemi,“ bend- ir Bjarney á. „Ef einhvers staðar á að vera einbýli þá ætti forgangur- inn að vera hér. Þetta er eini staður- inn þangað sem ungar konur koma, jafnvel táningsstúlkur. Karlar koma oft fyrst inn á spítala um fimmtugt, þegar heilsubrestir gera vart við sig. Hvað konur varðar þá er ekki bara eitthvað að koma fyrir líkama þeirra, heldur er þetta líka ofboðs- legt andlegt álag. Ef konur fara út með upplifun sem er ekki jákvæð þá geta þær burðast með það árum saman.“ Bjarney fylgir blaðamanni að bráðamóttökunni. Hún bendir á dyraopið. „Það er of lítið, það er ekki einu sinni hægt að renna sjúkrarúmi hingað inn.“ Hún bendir einnig inn á bráða- móttökuna. Þar er hilla með litlu útskoti. Þarna eru þvagprufurnar teknar,“ segir hún. „Þetta er afar lítið pláss og til vandræða.“ Konur og karlar vinna saman Bjarney segir tilgang styrktarfélags- ins afar skýran. Hann er sá að styrkja þessa deild, kvennadeild Land- spítalans. Bæta aðbúnað og þjón- ustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngunni. Og sérstaklega þær konur sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. „Þetta er langtíma- verkefni og við öflum fjár með félags- gjöldum sem eru greidd einu sinni á ári. Þá stöndum við að fjáröflunum og nú ætla ég að sýna þér það sem vel er gert,“ segir hún og fylgir blaða- manni og ljósmyndara á sængur- kvennadeild (22A). Sæluvika feðra á enda Þar hittum við fyrir Guðrúnu ljós- móður sem hefur starfað á deildinni árum saman og þekkir breytinguna vel. „Ég er svo þakklát fyrir það starf sem Líf hefur unnið,“ segir hún. „Við erum alveg með geislabaug við erum svo ánægð með endur- bæturnar. Eftir að þær voru gerðar geta feður tekið virkan þátt í fæð- ingu barns síns. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta hefur góð andleg áhrif á mæður og er gott líka fyrir bæði feður og börn. Nú fer fólk heim á jafnréttis grundvelli. Búið að læra jafnmikið á barnið.“ Samfélagið krafði feður um að detta í það meðan konurnar voru hér, skýtur ljósmyndari inn í og vís- ar til gamalla tíma. „Já, nú er þessi sæluvika á enda hjá feðrum. Nú eru þeir hér með konum sínum.“ Rekið með gjafafé „Hér var allt endurnýjað og hér sjáum við til dæmis baðherbergi sem nýtist vel,“ segir hún og við göngum öll saman inn í rúmgóða sjúkrastofu. Þar eru tvö rúm, eitt fyrir konuna og eitt fyrir föðurinn. Lítið skiptiborð, hægindastóll og stórt baðherbergi með sturtu. „Rekstur kvennadeildarinnar hefur að miklu leyti byggst á gjafa- fé allt frá stofnun hennar árið 1975. Þannig hefur það verið og verður áfram. En þetta er mikið réttinda- mál.“ n Fréttir 19Helgarblað 25.–27. maí 2012 „Barátta Hönnu Lilju er barátta mín“ n Konur á kvenlækningadeild búa við þrengsli og óásættanlegar aðstæður Brýn verkefni Hér eru teknar þvagprufur Lítið borð og léleg aðstaða. Þarna er unnið í akkorði í mjög litlu plássi. Sex veikar konur þurfa að nota þetta herbergi Margar þeirra eru í afar bágu ástandi. Með miklar og þungar blæð- ingar og nýkomnar úr skurðaðgerð. „Ef einhvers stað- ar á að vera ein- býli þá ætti forgangur- inn að vera hér. Dóttir ljósmóður Bjarney Harðardóttir vinnur ötullega að því að færa kvennadeild til nútímans í anda jafnréttis ásamt móður sinni, ljósmóðurinni Högnu Sveinsdóttur, og tugum annarra sem vilja leggja mál- staðnum lið. Nýtt og betrumbætt Meira pláss, fyrir bæði móður og föður. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Verndarar „Á myndinni finnst mér vera einhvers konar hulduverur. Ég kalla þær verndara, en ég trúi því að hún og Valgerður Lilja, Liljurnar okkar tvær, verndi okkur öll,“ segir Gísli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.