Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 41
Katrín snýr aftur í stól iðnaðar- ráðherra að loknu fæðingar- orlofi. Hún bendir á að kosn- ingavetur sé að ganga í garð, ráðuneyti hafi verið sameinuð og mikið um tilfæringar á milli ráðuneyta. „Það á enginn neitt í pólitík svo við verðum bara að sjá hvernig það fer og hvernig þetta passar. Ég er algjörlega opin fyrir hverju sem er. Ég er búin að vera svo lengi í pólitík og búin að gera svo margt að ég er orðin alveg óhrædd við ný verkefni.“ Hún segir ekkert verkefni skipta meira máli en annað. „Þó að mörgum þyki það ofsa- legt kappsmál að verða ráð- herrar þá má ekki vanmeta hvað þingið er mikilvægt og það að vera góður þingmaður. Það skiptir rosalega miklu máli að við eigum góða þingmenn og fólk sem lítur á það þannig að þingmennskan skipti máli. Mér myndi ekki þykja erfitt að snúa aftur inn í þingið, aldrei. Það er gríðarlega mikilvægt starf.“ En henni hefur liðið vel sem ráðherra, hún viðurkenn- ir það. Iðnaðarráðuneytið hafi átt sérstaklega vel við hana. „Þetta eru rosalega skemmti- legir málaflokkar. Það eru þessir málaflokkar sem iðnað- arráðuneytið er þekktast fyrir, stóriðjan og orkan, en svona 75 prósent af mínu starfi snérist um ferðaþjónustu, nýsköpun og skapandi greinar.“ Hún segir frábært að hafa fengið að vinna að uppbygg- ingu í ferðaþjónustunni síð- ustu ár og hún verði ávallt stolt af því að hafa tekið þátt í að koma á fót verkefnum á borð við Inspired by Iceland og Ís- land allt árið. „Mér finnst ég hafi átt gríð- arlega góðan tíma þarna. Ég hef haft bæði gaman af þessu og líka gott af þessu. Ég hef séð hliðar á samfélaginu sem mað- ur hefði kannski ekki séð ann- ars og líka það að fara svona á bólakaf ofan í málaflokka, það gefur manni reynslu sem er ofsalega dýrmæt og ég get vonandi nýtt einhvern veginn í þágu samfélagsins í framtíð- inni.“ Útlokar ekki að hætta í pólitík Þar sem næsta kosningavet- ur hefur borið á góma er ekki úr vegi að spyrja Katrínu hvort hún stefni á forystusæti í sínu kjördæmi. En svör hennar eru sveipuð dulúð. „Sko, núna er ég bara í fæðingarorlofi og hef ekki tekið neinar ákvarðan- ir, bara algjörlega ærlega sagt. Ég hef alltaf fyrir hvern einasta kosningavetur, síðan ég byrj- aði í pólitík í fullu starfi, vegið og metið þetta alveg blákalt frá öllum hliðum og ég mun gera það núna.“ Hún sér framboð ekki sem einstaklingsframtak heldur hópframtak og segist alveg eiga eftir að fara yfir þessi mál með sínum félögum. Það muni hún hins vegar ekki gera fyrr en í haust. Katrín hefur áður látið hafa það eftir sér að hún líti ekki á starf stjórnmálamanns sem ævistarf og sú afstaða hennar hefur ekki breyst. Hún útilokar ekki að stjórnmálaferli henn- ar gæti verið lokið. „Nei, það er nefnilega mitt sjónarmið og þess vegna hef ég metið þetta svona og það kemur að því að ég tek þá ákvörðun að hætta, hvort það verður núna eða síð- ar, það bara kemur í ljós. Hver einasti stjórnmálamaður verð- ur að líta svona á þetta. Þetta er ekki ævistarf og þetta má aldrei verða ævistarf. Eitthvað sem þú hangir bara í, því þetta er fulltrúalýðræði.“ Hún telur þó mikilvægt að hafa einstaka reynslubolta í þinginu en fjöld- inn eigi ekki að sitja áratugum saman. Katrín bendir á að sjálf hún hafi verið kosin á þing aðeins 28 ára gömul. Á næsta ári yrði hún því búin að sitja í 10 ár á þingi og viðurkennir að það sé drjúgur tími. „Svo náttúrulega núna, ég skal viðurkenna það, er ég með miklu meiri reynslu en ég hef haft áður, sem gæti kannski gagnast í einhvern tíma áfram. Það er þá spurning um að skila henni og hætta svo. Það er ein hlið á málinu og svo eru líka fleiri sem kannski beina manni í einhverjar aðrar áttir. Þetta skoða ég bara,“ segir hún örlít- ið dularfull á svip. En hvað langar hana til að gera þegar hún hættir í stjórn- málum? Hún stynur hlæjandi yfir spurningunni, finnst hún erfið. „Það er svo margt, hvar á ég að byrja? Ég hef gaman af því að takast á við algjörlega nýja hluti og það er bara ótrú- lega margt sem ég vil gera. Ég er algjörlega óhrædd við ný verkefni þannig að það getur allt gerst. Mér finnst margt í okkar samfélagi núna rosalega spennandi. Margar greinar al- veg rosalega spennandi. Margt spennandi í ferðaþjónustunni og þessum skapandi greinum sem gæti alveg kallað á mann í spennandi verkefni. Hvort það verði núna eða síðar það kem- ur bara í ljós.“ Gagnrýnir kjarkleysi þingmanna Hún viðurkennir að það sé svolítið sérstakt að sitja heima og fylgjast með þinginu úr fjar- lægð þessa dagana. „Það sem kannski angrar mig mest núna er að mér finnst of fáir þing- menn hafa kjarkinn sem þarf til að standa að þessari mik- ilvægu samfélagslegu mála- miðlun sem á að skapast inni á þingi. Það eru svo allt of marg- ir þingmenn sem telja að það sé þeirra verkefni að standa þar fast á sínu til hins ítrasta. Þingmennskan snýst ekki um það. Þingmennskan snýst um það að hafa kjark til þess að standa að málamiðlun.“ Hún telur kjarkleysi þingmanna og óttann við dóm götunn- ar eiga sinn þátt í þeim vanda sem hrjáir þingið í dag. Henni finnst sem sumir þingmenn skilji einfaldlega ekki það verk- efni þingsins sem felur í sé að búa til sáttmála. „Mér finnst við svolítið skulda þjóðinni það og fólk- ið sem kaus þessa þingmenn verður líka að gefa þeim svig- rúm til þess að ná þessum sátt- mála og átta sig á að þeirra full- trúar ná aldrei þeirra ýtrustu sjónarmiðum. Það er bara ekki hægt. Ég held að ef mönnum tekst einhvern veginn að slaka á og losa sig við óttann við þess- ar málamiðlanir þá hljóti að losna um og hlutir fari að ger- ast. Lífið er ein málamiðlun og þingið er ekkert undanskilið frá því. Þetta er allavega það sem ég hef um málin að segja núna, þar sem ég sit á mínum háa hesti heima hjá mér. Ég er orðin svona eðaleldhússtjór- nmálamaður og þá getur mað- ur haft alls konar svona skoð- anir,“ segir Katrín hlæjandi. Hún viðurkennir þó að hana klæi stundum í fingur- gómana að leggja eitthvað til málanna. Segir að hún þurfi stundum að hafa sig alla við til blogga ekki eða skrifa eitt- hvað á Facebook. Hún tók þó ákvörðun um að gera það ekki. „Svo stundum horfi ég ekki á fréttir í marga daga. Ég næ stundum ekki í blöðin í tvo, þrjá daga, tæmi ekki póstkass- ann. Ég bara er að gera annað. Ég er bara í öðru verkefni sem er ótrúlega mikilvægt. Núna ætla ég bara að njóta tímans í botn með þessum litlu köll- um og manninum mínum. Það er náttúrulega ekkert smá dásamlegt fyrir okkur tvö að geta verið með strákana okkar saman í sumar.“ Fékk bónorðið skriflegt Katrín og Bjarni áttu pappírs- brúðkaup fyrir um mánuði, en þau giftu sig með pomp og prakt þann 23. apríl í fyrra. „Þetta var rosa partí, við ákváð- um bara að hafa þetta svona afslappað. Þetta var ekki sitj- andi, heldur buðum bara í partí. Héldum brúðkaupið að kvöldi til og þetta var rosa gaman. Það sem gerðist var að það bara dönsuðu allir af sér rassinn, eins og það heit- ir. Og mér fannst svona merki um hve þetta var vel heppnað hvað margir héldu á skónum sínum heim,“ segir Katrín og hlær. Svo endaði þetta í fær- eyskum hringdansi, því Bjarni á fjölskyldu í Færeyjum. Við brúðhjónin vorum ekki komin heim fyrr en að verða þrjú held ég.“ Talan 23 er því hálfgerð lukkutala fjölskyldunnar, en fyrir utan að tvíburarnir fædd- ust þann 23. febrúar, þá á Katr- ín afmæli 23. nóvember. Blaðamann leikur að lok- um forvitni á að vita hvort skáldið, maðurinn hennar, sé ekki sífellt að semja til hennar ástarljóð. Katrín hlær feimnis- lega að spurningunni. „Hann hefur ekki samið til mín ástar- bréf en bónorðið var úthugs- að og ég fékk það skriflega líka eftir á. Ég ætla ekkert að segja ykkur hvernig það var, það er bara persónulegt, en það var ofboðslega fallegt. Ég segi ekki meir,“ segir hún Bjarni birtist aftur í stof- unni á meðan við ræðum bónorðið. „Hún var að spyrja hvort þú hefðir einhvern tíma samið til mín brjálað ástar- ljóð,“ segir Katrín við mann sinn og þau skella bæði upp úr. „Nú er komin pressa á þig,“ bætir hún við. „Nó komment,“ segir Bjarni sposkur á svip. „Við erum allavega gift. Svo ég gerði engin alvarleg mistök,“ bætir hann við og hugar að drengj- unum. „Það var rosalega róm- antískt. Hann gerði allt rétt þar og bara í daglega líf- inu. Hann er alveg yndis- legur. Þetta er eiginlega bara eins og lygasaga allt saman, þetta er svo skemmtilegt,“ segir hún brosandi og blaða- maður verður hálf klökkur að heyra hvað hún er ham- ingjusöm. „Já, bara upplifa sína eigin ástarsögu. Þetta er bara ótrúlega gaman eins og þú heyrir, ég er bara eitt sólskinsbros,“ segir hún og bendir á andlitið á sér. Og það fer ekkert á milli mála, þar er sólskinsbros. „Ég held líka bara að það hafi allir svo- lítið gott af svona „time out“. Og hvað þá til að sinna fjöl- skyldu. Það er ótrúlega dýr- mætt að geta gert það,“ segir Katrín og er að þeim orðum sögðum farin að sinna litlu herramönnunum sínum sem eru aðeins farnir að ókyrr- ast. Blaðamaður fær þó eitt lítið bros frá öðrum þeirra í kveðjuskyni. n Viðtal 41Helgarblað 25.–27. maí 2012 „ … það kemur að því að ég tek þá ákvörðun að hætta, hvort það verður núna eða síð- ar, það bara kemur í ljós. Fjölskyldan Katrín ætlar að njóta þess að vera með öllum strákunum sínum í sumar, stórum sem smáum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.