Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 72
Eina með öllu, takk! Kom hjólandi til bjargar n Evrópusérfræðingurinn Baldur Þórhallsson tók sæti á Alþingi í vik- unni sem varamaður Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra. Athygli vakti þegar Baldur hjólaði í vinn- una fyrsta daginn sinn á Alþingi og ekki var að sjá annað en hann væri spenntur fyrir nýja starfinu, þó það væri aðeins tímabundið. Hann fékk svo að greiða atkvæði í máli sem hann hefur líklega einna mestan áhuga á, aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu. Enda var hann fljótur að setja inn færslu á Facebook þar sem hann fagnaði atkvæðagreiðslunni eftir að tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu um að hætta viðræðun- um var felld. Ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að vikan hafi verið Baldri góð. Forsetinn á Fabrikkunni n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, gerði sér dagamun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff, Tinnu dóttur sinni, barnabörnum og fleirum á Hamborgarafabrikk- unni á miðvikudagskvöld. Forset- anum stóð til boða að panta sam- nefnda máltíð af matseðlinum en engum sögum fer af því hvað varð fyrir valinu hjá honum. Forsetinn og föru- neyti hans sátu dá- góða stund í góðu yfirlæti á staðnum en það vakti athygli viðstaddra að á meðan mátti forsetabílstjór- inn Einar Sigur- jónsson bíða með bílinn kláran fyrir utan veit- ingastað- inn – von- andi ekki svangur. Blása í gamlar glæður n Hljómsveitin Sóldögg kemur fram á Bestu útihátíðinni í ár en bandið var mjög vinsælt á tíunda áratugnum. Besta útihátíðin verður haldin í þriðja sinn í ár en í fyrra kom hljómsveitin Quarashi fram á hátíðinni en hún hafði ekki spilað saman í nokkur ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar virðast leggja tölu- vert upp úr því að koma gömlum hljómsveitum saman en hljóm- sveitin 200.000 naglbítar hefur líka boðað komu sína á hátíðina og auk þess hafa skipuleggjendur boðað að önnur fræg hljómsveit muni koma fram á hátíðinni. Þ að vantaði bara svona stað hér, góðan skyndibita,“ seg- ir Friðrik Þorbergsson, einn þriggja Íslendinga sem opnað hafa pylsubar í Pattaya í Taílandi. Á barnum eru seldar pylsur að íslensk- um sið ásamt drykkjum. Meðeig- endur Friðriks að staðnum eru þeir Sigurður Ingi Lúðvíksson og Valgeir Blöndal en þeir hafa allir búið meira eða minna í Taílandi undanfarin ár og því vel kunnugir á þeim slóðum. Pylsurnar segir hann vera að ís- lenskum sið. „Þetta er svona íslenska módelið,“ segir hann en allt hráefni fá þeir þó úti nema sinnep og remúl- aði sem kemur frá Danmörku. „Þetta er mjög líkt íslensku pylsunum. Við látum baka brauðið fyrir okkur hér og fundum svo pylsur sem eru mjög svipaðar þeim íslensku.“ Pylsubarinn er staðsettur í miðbæ Pattaya og Friðrik segir heimamenn jafnt sem ferðamenn taka vel í pyls- urnar. „Hér er mikið af útlendingum, Bretum og Þjóðverjum, og svo kem- ur mér á óvart hvað Taílendingarn- ir eru sólgnir í pylsurnar, hvað þeim finnst þetta gott.“ Á pylsubarnum er líka sjónvarps- tæki og þar verða beinar útsending- ar. „Við erum með þrjá stóra skjái og erum með íþróttarásir þannig að hér er hægt að fylgjast með íþrótta- viðburðum. Svo ætlum við að sýna Eurovision um helgina,“ segir hann. Friðrik segir þá félagana ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort þeir opni fleiri pylsubari á svæðinu. „Það kemur bara í ljós, tíminn leiðir það í ljós hvort við opnum fleiri.“ Taílendingar sólgnir í pylsur n Selja pylsur að íslenskum sið í Taílandi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 25.–27. Maí 2012 60. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Á pylsubarnum Friðrik á pylsubarnum. Hann segir það hafa komið á óvart hvað Taílendingar eru sólgnir í pylsur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.