Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 46
46 25.–27. maí 2012 Helgarblað Stórafmæli Stórafmæli Herdís Guðmundsdóttir, listakona og lýðheilsufræðingur, 40 ára 27. maí Ævar Geirdal, verkstjóri og flugáhugamaður, 50 ára 26. maí 48 ára 26. maí Lenny Kravitz er amerískur söngvari, lagahöfundur, hljóðfæraleikari, tónlistarframleiðandi og leikari. 37 ára 27. maí Andre 3000 er amerískur tónlistarmaður, framleiðandi, fatahönnuður og leikari sem er þekktastur fyrir þátttöku í sveitinni OutKast . 49 ára 25. maí Mike Myers er kanadískur leikari, grínisti, höfundur og kvikmyndaframleiðandi sem á ættir að rekja til Bretlands. Bestu súkkulaði- kökur í heimi? n Þetta er án nokkurs vafa ein einfaldasta uppskrift að „brown­ ies“ sem til er. Enda fer nánast bara tilbúið hráefni í kökuna sem fæst í öllum betri matvöruversl­ unum. Útkoman getur ekki klikkað og unaðsleg kakan hrein­ lega bráðnar á tungunni. Vert er að taka fram að þær gerast varla sætari kökurnar, en þannig eiga kökur líka að vera. Það tekur aðeins um það bil 45 mínútur að útbúa þessa dásamlegu köku sem getur engan svikið. Hráefni: n 1 pakki af „brownie mix“ (t.d. Betty Crocker) n 1 pakki af „cookie mix“ (t.d. Betty Crocker) n 2 egg n 2 pakkar af Oreo­kexi (ekki spillir fyrir að hafa það súkkulaði­ húðað) n Smá olía Aðferð: Fylgið leiðbeiningunum á smá­ kökudeigspakkanum (e. cookie mix) og hrærið þar til það er tilbúið til notkunar. Fletjið deigið út í heilu lagi í ofnskúffu, en gott er að hafa bökunarpappír undir. Raðið Oreo­kexkökunum ofan á smákökudeigið. Því fleiri kexkökur, því betra. Hrærið þar næst saman súkku­ laðikökudeigið (e. brownie mix) og fylgið leiðbeiningum á pakkanum. Hellið svo kökudeiginu yfir Oreo­ kexkökurnar og bakið í 30 mínútur við 180 gráður. Best er að bera kökuna fram volga úr ofninum með vanilluís. Þriggja laga dásemd Kökurnar gerast varla sætari en þetta. Nóg af kexi Það spillir ekki fyrir að nota súkkulaðiðhúðað Oreo­kex. Skriðu eins og skæruliðar um varnarsvæðið á Vellinum Svona er himnaríki É g er alin upp í ævintýra- landi þar sem voru fáar reglur. Við máttum ekki fara á gömlu bryggjurn- ar sem voru að hruni komnar og margar götóttar en ég fór stundum þangað með pabba þegar afi var að koma af sjónum. Stundum stálumst við samt krakkarnir en við fórum varlega, segir Herdís sem átti sína bernsku á Siglufirði. „Börn tóku þátt í öllu í þess- um ævintýrabæ, við vorum í kórum og kabarettsýningum, leiksýningum og alltaf að æfa einhverjar íþróttir jafnt sumar sem vetur. Það var svo gott fólk sem stóð að þessum hlutum á Sigló að börnum var velkomið að taka þátt í þessu öllu án þess að það kæmu gíróseðlar heim á undan þeim eins og hérna fyrir sunnan þar sem börn eru aðallega hugsuð sem fjáröfl- un.“ Herdís er íhugul kona og spáir í tilveruna og byrjaði á því strax í bernsku. „Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða stjörnufræðingur og búa alein og ættleiða stelpu frá Kína af því að það var svo mikil fátækt þar. Á þessum aldri eru strák- ar bara stríðnir og leiðinlegir, þess vegna vildi ég bara verða ein.“ Frá æsku hefur hún fengist við sitthvað en stjörnurann- sóknir hafa enn ekki verið teknar föstum tökum hvað sem framtíðin leiðir í ljós. „Eftir að ég flutti suður klár- aði ég Verzlunarskólann en var á villigötum með hvað ég vildi verða, langaði í lækna- nám eða myndlistaskóla og svo er alltaf draumurinn að ljúka námi á þverflautu. Til að vera aðeins hagsýn fór ég í við- skiptafræði á meðan ég var að hugsa um framtíðina. Það var fínt að starfa við ráðgjöf og fjár- stýringu en eftir hrunið varð allt eitthvað svo neikvætt og leiðinlegt að ég ákvað að gera mína tilveru skemmtilegri og fór í háskólann í lýðheilsu- og kennslufræði. Þetta hefur opnað mér svo marga glugga og gefið mér nýja lífssýn. Við þurfum að auka áhugaverðar forvarnir í samfélaginu. Ég er alveg heilluð af gildi forvarna. Öflug og skynsamleg fræðsla í skólum getur skilað ótrú- lega miklum samfélagslegum sparnaði,“ segir Herdís í full- vissu þess að hjálpa verði fólki að velja sér skynsamlegustu leiðirnar í lífinu. Hún er ekki kona einhöm þegar kemur að áhugamálum, í æsku hafði hún strax hasl- að sér völl við leik- og tónlist en um langt skeið hefur hún málað og verk eftir hana prýða veggi á heimili fjölskyldunnar. „Það er gaman að fást við eitt- hvað fleira en bara vinnuna og lærdóm. Ég hef líka gaman af að ferðast. Stundum verð- ur maður fyrir svo sterkum áhrifum á ferðalögum. Þegar ég var í Suður-Ameríku í út- skriftarferð vorum við að skoða Iguazu-fossana og hópurinn fór í einhverja ferð þarna um en ég sat eftir heilluð af fegurð- inni og þegar allir voru farnir varð ég bergnumin af útsýninu og því að láta hugann reika um árþúsundin sem sorfið hafa sig þarna. Eftir smástund fyllt- ist allt af fallegum skærgulum risastórum fiðrildum. Ég fann svo mikla vellíðan. Svona held ég að himnaríki sé, eitthvað þar sem staður og stund eru ekki til og maður finnur friðinn inni í sér.“ Björt á brá mætir þessi hug- ummikla kona því að verða fertug á hvítasunnudag. „Ég er búinn að gera svo margt á skammri ævi þannig að það er mikið ævintýri sem býður mín í allri framtíðinni sem enn er ólifuð og ókomin. Það hef- ur aldrei verið nein lognmolla í kringum mig og á ekkert eft- ir að verða það. Það er búið að gera heilmiklar kröfur á mig um að halda veislu en allir sem heimta veislu verða úti á landi á afmælisdaginn. Krakk- arnir mínir eru allir í íþróttum og yngri strákurinn mun spila þýðingarmikinn leik á sunnu- daginn og ég verð þar til að fylgjast með og hvetja hann til dáða. Við fjölskyldan fáum okkur svo gott að borða og njótum þess að láta okkur líða vel. Veislan verður svo bara þegar tími finnst.“ Fjölskylda Herdísar n Foreldrar: Guðmundur Pálsson rekstrarstjóri f. 1951 Rósa S. Einarsdóttir þroskaþjálfi f. 1953 n Maki: Oddgeir Reynisson rekstrarstjóri f. 1969 n Börn: Guðmundur Róbert Oddgeirsson, fótboltamaður og gítarleikari, f. 2000 Viktor Reynir Oddgeirsson, fótboltamaður og hugsuður, f. 2003 Stefanía Dís Oddgeirsdóttir, fimleikastjarna og söngfugl, f. 2005 n Systkin: Gyða Karen Guðmundsdóttir heilbrigðisstarfsmaður f. 1974 Haukur Guðmundsson verkfræðingur f. 1977 Sigríður Eir Guðmundsdóttir þroskaþjálfi f. 1981 Alin upp í ævintýralandi Herdís er alin upp á Siglufirði. É g er fæddur og upp- alinn í Keflavík í hópi bæjarvillinga sem þó voru af betri gerðinni. Það var mikið líf í bæn- um á þessum árum og mikið við að vera. Við fengumst við allan fjandann, smíðuðum mikið af kassabílum og ókum eins og herforingjar á þeim um allar götur. Stundum fór- um við í kassabílakappakstur á götum bæjarins og þá var nú eins fallegt að aðrir bílar væru ekkert að villast þar. Við feng- um ótrúlega mikinn frið með þetta og fólk var ekki mikið að skipta sér af okkur. Sennilega er skilningurinn tilkominn af því að þeir sem við vorum fyrir höfðu allir verið prakk- arar líka, segir Ævar íbygginn á svip. Hann man ekki til þess að hafa verið búinn að setja sér nein áform um framtíðarstarf þegar hann var barn en segir þó að flugið hafi snemma markað lífið enda nábýli við stóran herflugvöll og miðstöð millilandaflugs. „Flugið tosaði alltaf í okkur sem ólumst upp þarna, það var stöðug flugum- ferð yfir bænum og sífellt vélar að koma og fara,“ segir hann og strýkur ryk af fisvél sem hann er að gera upp. Innan girðingar þar sem Leifsstöð stendur nú var eins konar flugvélakirkjugarður og þangað komust krakkarnir með því að skríða eins og skæruliðar undir girðinguna og eftir móunum að ónýtu vél- unum. „Við skriðum þetta eins og þeir gerðu í bíómyndunum og komumst alltaf upp með það, það var ótrúlega gaman að leika í gömlu herflugvélun- um. Þarna æfðum við í raun bæði land- og lofthernað,“ segir þessi skemmtilegi flug- áhugamaður og skellihlær. Ævar fór í flugnám og hef- ur mörg undanfarin ár flogið á fisvélum um allt land. „Þetta eru mögnuð tæki, maður reimar þetta bara á sig og fer í loftið, ég er búinn að fljúga hringinn í kringum landið og svo finnst mér alltaf skemmti- legt að leika mér yfir Suður- landi.“ Ævar hefur réttindi til að kenna fólki á fisið og er líka úttektaraðili, svona loftför eru búin helstu öryggistækjum til að geta fylgst með loftumferð í kringum sig. Það þarf ekki að koma á vart að hann starfi í tengslum við flugið, eins snaran þátt og það hefur átt í lífi hans allt frá því að hann lítill drengur horfði á þoturnar koma og fara í Keflavík. „Ég er núna verkstjóri hjá flugfélaginu Erni þar sem hinn þjóðþekkti flug- kappi Hörður Guðmundsson er við stjórnvölinn. Það er ekki ónýtt að vinna með svona mönnum enda er þetta ein- hver besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér,“ segir Ævar ánægður og rennir aug- um yfir flugskýlið sem er snyrt og hreinsað eins og skurð- stofa. Þrátt fyrir allt sem þessi maður hefur prófað í lofti sem á jörðu man hann varla eftir neinu sérstöku úr lífshlaupinu eins og gengur með menn sem eru lítið fyrir að bera sitt á torg. „Kannski helst að sitji í mér að koma til Kosovo rétt eftir að stríðinu þar lauk. Það var svo hörmulegt að sjá ástandið, landið var í rúst og fólk mjög hrætt og taugaveiklað. Núna veit ég hvað við höfum það ofboðslega gott hérna heima þrátt fyrir allt tal um annað. Við þurfum ekki að væla.“ Hann mætir tímamótun- um með reistan makka. „Þetta leggst vel í mig. Ég hef alltaf verið á besta aldri, alveg frá því ég man eftir mér. Þau ár sem eftir eru verða ekki síðri ham- ingja en þau sem búin eru. Á afmælisdaginn sjálf- an verður svo flugsýning á Reykjavíkurflugvelli. Það er ekki hægt að biðja um meira.“ Í hópi bæjarvillinga Fæddur og uppalinn í Keflavík. Óáfengur sumarkokteill n Frísklegir óáfengir kokteilar eru alveg nauðsynlegir í veisl­ urnar á sumrin. Að útbúa góðan slíkan kokteil þarf hvorki að vera flókið né kostnaðarsamt. Þessi er líklega með þeim einfaldari, en í hann þarf aðeins appelsínu­ og trönuberjasafa og svo að sjálfsögðu klaka. Uppskrift: 1 bolli appelsínusafi 1 bolli trönuberjasafi klakar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.