Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Qupperneq 53
n Eitt prósent Íslendinga hefur kosið Birgittu áfram Lífsstíll 53Helgarblað 25.–27. maí 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ ar sem ég nálgaðist kletta- belti Þverfellshornsins fann ég hvernig óttinn færðist yfir mig. Smám saman kom lömunartilfinn- ingin og á end- anum gat ég ekki meir. Þreyta eftir langa göngu og lofthræðsla höfðu þau sameiginlegu áhrif að ég gekk á vegginn. Ég hafði bókstaflega lamast og lyppaðist niður á hnén í brekkunni. Samferðamaður- inn reyndi að fá mig til að standa upp en ekkert gekk. Ég gat hvorki haldið áfram né snúið við. Aðrir göngumenn gengu fram hjá hrúg- aldinu mér. Úr svip þeirra mátti ýmist lesa samúð eða undrun. En mér var alveg sama um það þar sem ég lá lamaður af ótta. Verk- efnið var að snúa við og komast lifandi frá meintri ógn. Þ etta var fyrir 20 mánuðum. Ég hafði náð að snúa við og komast niður Esjuna. Eftir sjö mánaða umhugsun og undir- búning fór ég aftur og komst þá alla leið þótt ég væri skíthræddur í klettunum. Allt mitt líf hef ég verið lofthræddur. Ég hef átt í erfið- leikum með að fara upp á þak rétt eins og brött fjöll. Mesta hryllings- saga sem ég hef heyrt á ævinni er um Svía sem málaði þakið hjá sér. Þetta var snarbratt þak og hann þurfti stiga til að renna ekki niður. Stiginn var tryggilega bundinn með því að reipi var kastað yfir mæni hússins og sett fast á jörðu niðri. Svíinn taldi besta haldið vera í Volvóbifreið sinni sem stóð í innkeyrslunni. Þetta var vanhugsað því þegar hann var kominn upp í stigann og byrjaður að mála þurfti eiginkona hans að bregða sér í búð. Hún fór á Volv- ónum og eiginmaðurinn sveif á eftir í stiganum og mölbrotnaði í fallinu. Þetta varð fréttaefni víða um heim. Í hvert sinn sem ég rifja þetta upp fæ ég léttan svima. E ftir að ég lá við rætur kletta- beltisins í Esjunni forðum hef ég farið tugi ferða upp klettana. Það undarlega er að ég finn varla til lofthræðslu lengur. Þetta var endanlega stað- fest á dögunum þegar ævareiður þingmaður hringdi í gems- ann minn þar sem ég var á niðurleið á versta stað í klettabeltinu. Ég svaraði til að hlusta á skammir vegna einhvers sem hafði verið skrifað um hann. Auðvitað hefði ég átt að stoppa á klettasyllu og ljúka samtalinu en ég hélt áfram niður eins og könguló og áður en ég vissi af voru klettarnir að baki. Nú hef ég farið á fjölda fjalla sem áður fyrr hefðu kallað fram hræðslu og jafnvel magnleysi. Og það get ég svarið að lofthræðslan er nánast horfin. Eft- ir stendur aðeins eðlileg varkárni þegar staðið er á fremstu brún snarbrattra fjalla. L ærdómurinn er sá að það er hægt að sigrast á lofthræðslu. Það gerist þannig að fólk snýr við en kemur alltaf aftur og gerir aðrar tilraunir. Sjálfur hika ég ekki við að snúa við ef aðstæð- ur eru erfiðar. En ef svo ólíklega vill til að ég gangi til þess verks að mála þakið mun ég hafa augun með bæði eiginkonunni og fjöl- skyldubílnum. Svíinn sem málaði þakið Morgunverður meistara n Fjórar góðar hugmyndir að hollum morgunverði Þ eir sem eru í átaki og vilja bæta heilsu sína og útlit ættu að huga vel að morgunverðinum. Flestum reynist erfitt að halda í góða siði einfald- lega vegna þess að þeir fá leið á fábreyttu fæði. Hér eru fjórar góðar hugmyndir sem koma meisturum til góða. Og já, það má borða brauð. Það er reyndar gott að skipta út grautnum og skyrinu öðru hverju fyrir orkumikið gróft og heil- korna rúgbrauð. Skyr með höfrum og rauðum berjum Fyrir fjóra n 6 dl skyr n 4 tsk. hunang n 5 msk. hafrar n 300 gr berjablanda að eigin vali n Góður bolli af tei að eigin vali Hrærðu skyrið út með hunangi, deildu í fjórar skálar og helltu berjablöndu og höfrum út á. Orka: 200 kcal, fita 7%, prótein 39%, kolvetni 54%. Gróft brauð með parmaskinku Fyrir fjóra Smyrðu átta heil- kornarúgbrauðs- sneiðar með mögrum rjómaosti, bættu við, salati, agúrku og þunnum sneiðum af parmaskinku, bætti basilíku við ef þú átt. Drekktu með þessu stórt glas af vatni með smávegis sítrónusafa út í. Orka: 240 kcal, fita 19%, prótein 25%, kolvetni 56%. Heimabakað heil- kornamuffins Fyrir fjóra Hrærðu 12,5 gr af geri út í 2,5 dl af volgu vatni. Bættu við 1 tsk. af salti, 1 tsk. af hunangi og 1 tsk. af ólífuolíu. Hrærðu saman við þetta 100 gr af heil- kornahveiti og 150 gr af hveiti. Láttu hefast í eina klukkustund. Settu í muffins- form og í kaldan ofn. Stilltu hitann á 200 gráður og bakaðu í 40 mínútur. Berðu fram með 100 grömmum af silkiskor- inni skinku. Drekktu heitt te með. Orka: 250 kcal, fita 9%, prótein 18%, kolvetni 73%. Saðsamur grautur Fyrir fjóra Kínóagrautur með möndlum, apríkósum og eplum Setjið kínóagrjón í pott með 1 dl af vatni og 6 dl af undanrennu. Sjóðið og hrærið í 20 mínútur. Meðan grauturinn eldast, blandið saman gróft hökkuðum apríkósum, skornum möndlum og rifnu epli. Setjið ávextina og möndlurnar á hvern grautar- skammt. Stráið kanil yfir, þeir sem vilja geta sett ögn af hlynsírópi ofan á. Orka: 230 kcal, fita 15%, prótein 18%, kolvetni 67%. S amkvæmt nýlegri rannsókn er sá sem þjáist af lotuofáti (e. binge eating) líklegri en aðrir til að verða eiturlyfj- um að bráð. Þetta kom fram í rannsókn sem var framkvæmd við Penn State-læknaháskólann. Vís- indamenn vonast til að niðurstöð- urnar muni auka skilning á eitur- lyfjanotkun, fíkn og bakslagi og verði til þess að í framtíðinni verði auð- veldara að meðhöndla einstaklinga með fíknisjúkdóma. „Dópneysla er meiriháttar vanda- mál í Bandaríkjunum,“ segir pró- fessor Patricia Sue Grigson við Department of Neural and Behav- ioral Sciences en Grigson meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. „Að sama skapi er lotuofát orðið að vandamáli. Hvort tveggja snýst um stjórnleysi í neyslu. Miðað við hvað margt er líkt með eiturlyfjanotkun og ofáti þá kemur ekki á óvart að marg- ir séu háðir hvoru tveggja. Um það bil 20 prósent rotta og manna sem komast í snertingu við kókaín þróa með sér fíkn í efnið undir eðlileg- um kringumstæðum. Í okkar rann- sókn jukust líkurnar um 50 prósent ef rotturnar höfðu þjáðst af lotuofáti.“ Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Behavioral Neuroscience. n Þeir sem stunda ofát eru líklegri til að þróa með sér eiturlyfjafíkn Huggar þú þig með mat? 1 Farðu út Áttu hund? Farðu með hann út að ganga. Reyndu að njóta alls þess sem náttúran og umhverfið hefur upp á að bjóða. Virtu blómin fyrir þér, skoðaðu húsin í götunni eða horfðu á háu trén. Listræn útrás Saumaðu, málaðu, teiknaðu og skapaðu eigin meistaraverk. Þú getur fengið útrás fyrir tilfinningar þínar í listinni. Af hverju kíkirðu ekki í hannyrðaverslun og prófar eitthvað sem þú hefur aldrei prófað áður? 2 Spilaðu erfið- leikana burt Sestu við píanóið, glamraðu á gítar, blástu í flautu. Hvaða hljóðfæri sem þú kemst í. Búðu til nýtt lag eða rifjaðu upp gamla takta. 3 5 Syngdu með Settu Mozart á fóninn eða láttu Beethoven færa þig inn í annan heim. Ef þú ert ekki fyrir klassíkina skaltu spila þína uppáhaldstónlist. Syngdu hátt og finndu hvernig skapið batnar. Skrifaðu þig til bata Skrif- aðu niður í dagbókina þína hvernig þér líður. Skrifaðu hvað það var sem gerðist sem varð til þess að þig langaði til að „detta í það“. Þér líður betur þegar þú hefur létt á hjarta þínu. Í framtíðinni geturðu svo lesið færslurnar með stolti vitandi að þarna gafstu ekki upp fyrir fíkninni. 6 Sannfærðu þig Skrifaðu niður setningu um að þú ætlir ekki að falla. Settu miða þess efnis um alla íbúð. Ekki gleyma að setja eintak á ísskápinn. Reyndu alltaf að telja þig af því að „falla“. 7 Keyrðu í burtu Farðu í bíltúr en mundu að skilja peninga og kreditkort eftir heima. Aktu á svæði þar sem lítið er um freistingar líkt og sjoppur. Þannig áttu allavega erfiðara með að missa þig. 8 Talaðu Taktu upp símann og hringdu í einhvern sem þú treystir og getur talað við um tilfinningar þínar. Ein- hvern sem gefur sér tíma til að ræða við þig þangað til þér er farið að líða betur. 9 Fáðu innblástur Lestu greinar eða bækur um fólk sem þú getur lært af og litið upp til. 10 Skapaðu ró Skapaðu réttu stemminguna fyrir notalegt heitt bað með kertum, róandi olíum og fallegri tónlist. Lokaðu augunum og njóttu kyrrðarinnar. 4 Tíu aTriði í sTaðinn fyrir ofáT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.