Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Blaðsíða 42
Var algjör lúði 42 Viðtal 25.–27. maí 2012 Helgarblað É g var lengi vel óákveðinn í hvað ég ætti að gera við líf mitt. Ein- hvern tímann ætlaði ég að verða lögfræðingur, gleraugnasmiður eða kírópraktor. Svo þegar ég var í félagsfræði í Háskóla Íslands fór ég í próf til að reyna að finna það út og skoraði hæst sem strætóbílstjóri. Síð- an hef ég horft hlýlega til strætisvagn- stjóra en furða mig þó á því hvað þeir virðast pirraðir, sérstaklega þeir sem keyra tvöfaldan strætó í London. Það er kannski meira áreiti á þá en maður heldur,“ segir leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson. Gísli Örn hefur átt mikilli vel- gengni að fagna síðan hann útskrif- aðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hann var einn af stofnendum leikhópsins Vesturports, sem hlaut Evrópsku leiklistarverð- launin árið 2011, en hópinn stofn- uðu meðal annarra bekkjarsystkini úr leiklistinni og Sjonni Brink, mágur hans og vinur, sem lést langt fyrir ald- ur fram í byrjun síðasta árs. Gísli Örn lék í og leikstýrði Rómeó og Júlíu, framleiddi og  fór með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Börn og skrifaði og leikstýrði söngleiknum Ást sem sýndur var í Borgarleikhúsinu, Kóreu og London. Hann leikstýrði Hróa hetti hjá The Royal Shakespeare Company í vetur og hefur unnið með Nick Cave í þremur leikhúsuppsetningum sem hafa farið um allan heim, svo eitthvað sé nefnt. Ekki má gleyma Hollywood- ævintýramyndinni Prince of Persia þar sem Gísli lék við hlið heimsfrægra stjarna á borð við Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley. Ósýnilegur í menntó Áhugi Gísla á leiklist vaknaði ekki fyrr en hann var kominn í háskóla í Ósló. Þá var líkt og örlögin gripu í taumana og leiddu hann á rétta braut. „Ég var alltaf í fimleikum og ákvað að fara út í fimleikaháskóla í Danmörku, sem svo leiddi mig inn í háskólann í Ósló. Þetta var praktísk ákvörðun. Ég hugsaði sem svo að það væri gott að vera með réttindi ef ég héldi áfram að vera svona týndur, þá gæti ég allavega leitað í fimleikaheiminn. Samt hafði ég eiginlega aldrei áhuga á að verða fimleikakennari,“ segir Gísli sem eyddi æsku sinni inni í fimleika- salnum. „Þar voru vinir mínir, mínir smásigrar og -töp. Ég var algjör lúði í æsku, eins og útskriftarbók MH ber vitni um. Í bókinni eru skopmyndir og textar með öllum nema mér. Ég var sá eini í árganginum með engan texta. Ég var líklega ósýnilegur,“ rifjar hann upp og bætir við að hann hafi ekki verið sá sem hafi staðið upp í tímum og látið í sér heyra eða tranað sér fram að öðru leyti. „Ég hafði engan áhuga á leikhúsi og fór aldrei til að horfa á leikrit nema vegna verkefna sem tengdust skólan- um. Og þá var það eina sem ég fékk út úr því það að pirrast yfir því hvað það var þröngt á milli sætanna. Mín hug- mynd um leikhús var sú að það væri hundleiðinlegt. Nema Kæra Jelena. Ég man eftir því sem sterkri upplifun.“ Æfði með landsliðinu Gísli æfði með norska landsliðinu í fimleikum meðfram háskólanámi. „Ég átti mér ennþá þann fjarlæga draum að komast á ólympíuleika eða heimsmeistaramót, sem var í raun alveg út í hött. Ég var 190 senti- metrar á hæð og átti frekar að fara í körfubolta en fimleika. Á kolleginu bjó ég með þremur norskum strákum, helvíti skemmti- legum og hressum. Einn af þeim var í lögfræði og í gríni skráði hann mig í leiklistarhóp lögfræðinnar. Einn daginn fékk ég svo símhring- ingu og mér var sagt að mæta á fyrstu æfingu fyrir leikritið. Okkur fannst þetta ógeðslega fyndið en ég lét engu að síður slag standa, til að fylgja brandaranum eftir. Ég mætti og þóttist vera í lög- fræðideildinni en passaði að halda mig til hlés þegar krakkarnir ræddu um námið. Svo fór ég að fá hlutverk og festist bara í þessu. Þetta var hrikalega skemmtilegt, endalaus partí og djamm. Menn voru jafnvel fullir á þriðjudegi til sjö um morguninn. Allt í einu var þessi stúdentatími, sem allir tala um að sé svo eftirminnilegur, að fæðast hjá mér. Þarna horfðist ég í augu við raunveruleikann, hætti að horfa til fimleikanna og ákvað að fara að læra eitthvað af viti.“ Fagnaðarfundir Gísli hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan með sýningar Vesturports við góðar undirtektir. Þegar hann frumsýndi Hamskipti í þjóðleikhúsinu í Ósló bauð hann gömlu bekkjarfélögunum sínum úr háskólanum á sýninguna. „Ég hafði hvorki séð né talað við þessa stráka í 16 ár – alveg frá því að ég flutti frá Ósló. Þarna urðu góðir fagnaðar- fundir og mikið hlegið að því hvern- ig mér var komið af stað inn í brans- ann – að þetta allt hefði gerst út af einum brandara sem þessi gæi púll- aði fyrir 16 árum,“ segir hann hlæj- andi. Saman í leiklistarnáminu Gísli reyndi á sínum tíma að kom- ast inn í leiklistarnám í Ósló án ár- angurs. „Ég datt út í fyrstu umferð þarna úti. Ég var kannski pirraður en sú reiði entist eina góða kvöld- stund á barnum. Það var vissulega skemmtileg tilhugsun að verða leik- ari en maður veit ekkert hvað það þýðir fyrr en maður upplifir það. Við höfnunina slokknaði þessi leik- listardraumur minn um tíma og ég hugsaði með mér að kannski væri best að hætta þessari vitleysu og snúa sér að einhverju almennilegu.“ Hélt sambandinu leyndu Í námi í Vestur-Evrópufræðum í Ósló fór hann að taka virkan þátt í félagslífinu í fyrsta skipti á ævinni. „Þetta var mikið djamm og langar andvökunætur sem varð til þess að allt mitt líf stöðvaðist. Ég hætti að stunda fimleikana og langaði að fara að einbeita mér að einhverju af viti. Fyrst eftir að ég kom heim fór ég út í dreifingu á ókeypis auglýsinga- póstkortum en þegar inntökuprófin í leiklistarskólanum nálguðust kom þessi stemming sem vill gjarnan myndast og pælingar um það hverjir ætla að sækja um. Til þess að sjá ekki eftir því seinna ákvað ég að reyna. Ég gæti þá frekar tekið ákvörðun um það hvort ég færi áfram ef ég kæmist inn. Ég var alls ekki vongóð- ur eftir reynsluna í Ósló. Nína Dögg ætlaði aldrei að verða neitt annað en leikkona, þannig að hún sótti um á sama tíma. Við héldum því leyndu að við værum par – eða vorum ekk- ert að flagga því enda voru alls konar sögur í gangi um að pör kæmust síð- ur inn,“ segir hann en kærasta Gísla og barnsmóðir er leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir. Hann segist lítið hafa hugsað út í það ef annað þeirra myndi komast inn en hitt ekki. „Auðvitað hefði líf okkar þá verið allt öðruvísi. Það er sagt að leiklistarskólinn rústi öllum samböndum. Það er að segja ef ann- að er í skólanum. Ef svo hefði farið hefðum við komist að því hvort það er satt,“ segir hann og bætir við að þeim Nínu hafi ekki reynst erfitt að vera saman í náminu. „Í leiklistarbekk verða allir eins og eiginmenn og eiginkonur. Fólk er saman allan sólarhringinn. Það passar því ágætlega að vera kær- ustupar í náminu. Ég mæli allavega ekkert gegn því. Saknar Sjonna Sjonni Brink, bróðir Nínu Daggar, var einn af stofnendum Vestur- ports. „Það var mikið áfall fyrir alla að missa Sjonna. Hann var einstakur drengur og vinur og hafði eina þá fal- legustu nærveru sem ég hef kynnst. Ég vildi óska þess að við hefðum náð að framkvæma meira saman. Hann var á kafi í tónlistinni og ég í leiklist- inni, þannig að leiðir okkar lágu ekki nógu oft saman í starfi. Allir sem þekktu hann finna fyr- ir miklu skarði. Það er mjög áþreif- anlegt að hann skuli vera farinn. Ég finn fyrir honum á hverjum degi. Traustur og stórkostlegur vinur er farinn. Hann samdi tónlistina fyrir leikverkið Brim og ég var með söng- leik í maganum sem ég hafði ætlað okkur að vinna saman. En lífið greip harkalega í taumana. Sumt fær mað- ur líklega aldrei skilið.“ Á hálfsystur Gísli Örn eyddi fyrsta ári ævinnar í Hafnarfirði. Mamma hans, Kolbrún Högnadóttir, starfar sem sjúkraliði en faðir hans, Garðar Gíslason, er Gísli Örn Garðarsson hefur náð einna lengst allra íslenskra leikara en er þó hógværðin uppmáluð. Leiklistaráhuginn kviknaði seint hjá Gísla sem segist hafa verið ósýnilegur í menntaskóla. Hann ætlaði sér alltaf að verða fimleikastjarna en í háskóla í Ósló gripu örlögin í taumana og leiddu hann inn á réttu brautina. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Gísla Örn um velgengnina, fjölskylduna, draumana og Hollywood sem hann lætur bíða eftir sér. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.