Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Síða 26
A f gervihnattamyndum að dæma bendir allt til þess að norðurkóresk stjórnvöld hafi á undanförnum mán- uðum hafið byggingu á nýj- um eldflaugaskotpalli. Við saman- burð á gervihnattamyndum frá því fyrr í mánuðinum og frá síðustu mán- uðum má greinilega sjá nýtt mann- virki sem gæti verið slíkur pallur. Þessar upplýsingar hafa verið eins og olía á eld ótta Vesturlandaríkja um að kommúnistaríkið á Kóreu skaganum sé að setja upp kjarnorkuvopnakerfi. Gæti verið fyrir geimflaugar Skotpallurinn gæti þó ekki bara nýst til að senda af stað langdrægar kjarn- orkueldflaugar heldur einnig fyrir geimflaugar. Líkt og áður hefur ver- ið greint frá gerðu Norður-Kóreu- menn misheppnaða tilraun til að senda geimflaug á loft fyrr á árinu. Tilgangurinn var að koma gervi- tungli á sporbraut um jörðu. Þrátt fyrir að pallurinn sé nú greinilegur á gervihnattamyndum er ekki lík- legt að hann verði nothæfur nærri því strax. Starfsmenn Bandarísk-kór- esku stofnunarinnar við Johns Hopk- ins-háskólann í Bandaríkjunum hafa farið yfir myndirnar og telja þeir að skotpallurinn verði tilbúinn til notk- unar fyrir árið 2016. „Þessi stóra viðbót og uppfærsla á kerfinu þeirra, sem er hannað til að auðveldara sé að skjóta upp stærri og betri eldflaugum í framtíðinni, er bæði vottur um ákveðni og ein- beittan vilja Norður-Kóreu í verk- efninu,“ segir á vef stofnunarinn- ar um eldflaugaskotpallinn. Bæði Bandaríkin og Kína hafa þrýst á Norður-Kóreu að hætta við kjarn- orkuáform sín en ríkið hefur ekki vilj- að ganga að kröfum þess efnis. Stríðið ennþá í gangi Deilurnar á Kóreuskaganum hafa verið ógn við frið í Asíu og víðar allt frá því að beinum hernaðaraðgerð- um í Kóreustríðinu lauk. Stríðinu hefur þó aldrei formlega lokið þrátt fyrir að núna sé hægt að segja að um kalt stríð sé að ræða. Norður-Kórea, eða Alþýðulýðveldið Kórea eins og það heitir opinberlega, er eitt lok- aðasta ríki heims og er eins konar svartur blettur á ratsjá alþjóðlegra stofnana og öryggissveita vestrænna ríkja. Lítið er vitað um raunverulega vopnaeign ríkisins og hvort norður- kóresk stjórnvöld búi í raun og veru yfir kjarnorkuvopnum. Stuðningur við ríkið hefur dalað mikið en áður fyrr átti það stuðning vísan frá bæði Rússlandi og Kína. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur dró verulega úr aðstoð við ríkið og erfiðar aðstæður til landbúnaðar í landinu hafa haft þau áhrif að ríkið hefur ekki getað sinnt íbúum eftir þeim leiðum sem hugmyndafræði stjórnvalda í landinu byggir á. 26 Erlent 25.–27. maí 2012 Helgarblað Væg refsing fyrir nýársnauðgun n Notfærðu sér ástand 14 ára stúlku og tóku myndir S autján ára piltur, Teejay Wal- ker, og 18 ára félagi hans, Da- vid Lindgard, voru í Burnley á miðvikudag dæmdir í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku á nýársdag. Breska dag- blaðið The Daily Mail tekur harða af- stöðu í umfjöllun sinni um dóminn og gagnrýnir harðlega hversu vægur hann er. Stúlkan var meðvitundarlaus af áfengisneyslu og gat því ekki sporn- að við því þegar Walker og Lind gard færðu hana upp í rúm, afklæddu hana og þukluðu á henni. Lindgard nauðg- aði henni síðan meðan Walker tók myndir og myndband af glæpnum með farsíma sínum. Fram kom fyrir dómi að Walker hefði á hótað að birta myndefnið á netinu ef stúlkan kjaft- aði frá. Upp komst um nauðgunina þegar stúlkan brotnaði saman og sagði kennaranum sínum frá því sem henni hafði verið gert. Dómari málsins var ómyrkur í máli þegar hann dæmdi piltana. „Þið eruð ekki börn, heldur ungir menn sem ákváðuð að hunsa alla viður- kennda siðferðisstaðla og lög þegar þið frömduð þennan glæp.“ Dómarinn hafnaði beiðni verj- enda piltanna um að nöfn þeirra yrðu ekki birt sökum aldurs þeirra. Báðir játuðu þeir sök fyrir dómi og fengu þrjú ár og fjóra mánuði í refsingu. Þeir verða í þokkabót á skrá yfir kynferðis- glæpamenn um ókomna tíð. Verjandi Lindgards fullyrti fyrir dómi að piltarnir hefðu ekki hellt stúlkuna ölvaða í þeim tilgangi að nauðga henni. Verjendur beggja sögðu fyrir dómi: „Gjörðir hans eru algjörlega úr karakter við þennan unga mann.“ Verjandi Walkers sagði engar skýr- ingar á því sem gerðist. „Það gerðist. Það var skelfilegt. Hann er miður sín yfir þessu en getur ekki breytt því sem gerst hefur.“ The Daily Mail slær því upp í fyrir- sögn að refsing piltanna sé væg, þeir hafi „bara“ fengið þriggja ára dóm. mikael@dv.is Hjálpsömum lækni refsað fyrir landráð Pakistanski læknirinn Shakil Afridi sem Leon Panetta, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í janúar að ætti að öðrum ólöstuð- um hvað mestan heiður af því að Bandaríkjamönnum tókst að hafa uppi á Osama bin Laden hefur verið dæmdur í 33 ára fangelsi í heimalandinu fyrir hjálpsemina. Dómurinn er síst til að bæta síversnandi samband Banda- ríkjanna og Pakistan, enda hefur ríkisstjórn Baracks Obama ítrekað krafist lausnar Afridis. Hann stýrði bólusetningarátaki í Abbottabad sem talið er hafa verið yfirskin til að að hafa upp á bin Laden. Og það virkaði. Einhverra hluta vegna fannst stjórnvöldum í Pakistan þetta ekki jafn sniðugt uppátæki og ákærðu og dæmdu nú Afridi fyrir landráð. Hann þarf að auki að greiða 320 þúsund pakistanskar rúpíur í sekt. Birti mynd af röngum manni Breska samgöngulögreglan hefur viðurkennt að það hafi verið mistök að birta mynd á þriðjudag af manni sem leitað var vegna kynferðisbrots um borð í lest á leið frá London til Birmingham í febrúar síðast- liðnum. Þá hafði 29 ára kona sofnað um borð í lest snemma morguns en vaknaði við að ókunnugur maður var að þukla á brjóstum hennar. Konunni var skiljanlega afar brugðið og stökk úr lestinni á næstu stoppistöð til að ná áttum. Að svo búnu stökk hún aftur um borð og tók mynd af mannin- um sem hún taldi hafa framið verknaðinn. Á næstu stoppi- stöð fór hún frá borði og hafði samband við lögreglu. Þessa mynd birti lögregan á þriðju- dag í von um að hafa uppi á manninum. Á miðvikudag lýsti lögreglan því yfir að maðurinn á myndinni væri saklaus. Á þríhjóli í umferðinni Það fór talsvert betur en á horfðist í Wenzou í Kína á dögunum þegar þriggja ára labbakútur á þríhjóli slapp frá afa sínum og hjólaði út í traffíkina á stórum gatnamótum í borginni. Atvikið óhugnanlega náðist á eftirlitsmyndavélar og á mynd- bandi má sjá hvar pjakkurinn fer með öllu óhræddur út á miðja götu, í veg fyrir rútur og aðrar að- vífandi bifreiðar. Klukkan var hálf sex um dag og því um háanna- tíma að ræða. Eftir að hafa sloppið undan fjölmörgum bifreiðum var drengnum á endanum bjargað af lögreglumanni og skilað til afa sem skiljanlega var afar brugðið. Nauðgarar Walker (t.v.) og Lindgard fengu rúmlega þriggja mánaða dóm fyrir að nauðga 14 ára stúlku á nýársdag. MyNd SkjáSkot af vef tHe daily Mail n Halda áfram að byggja upp varnarkerfi n Fara ekki að tilmælum Norður-Kórea eflir eldflaugavarNirNar Nýi skotpallurinn Á þessari gervihnattamynd má sjá nýjan eldflaugaskotpall norður- kóreskra stjórnvalda. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is enn í stríði Deilurnar á Kóreuskaganum hafa verið ógn við frið í Asíu og víðar allt frá því að beinum hernaðaraðgerðum í Kóreustríðinu lauk. Stríðinu hefur þó aldrei formlega lokið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.