Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2012, Side 37
01 Bretland 02 Ungverjaland 03 Albanía 04 Litháen 05 Bosnía og Hersegóvína 06 Rússland 07 Ísland 08 Kýpur 09 Frakkland 10 Ítalía 11 Eistland 12 Noregur 13 Aserbaídsjan 14 Rúmenía 15 Danmörk 16 Grikkland 17 Svíþjóð 18 Tyrkland 19 Spánn 20 Þýskaland 21 Malta 22 Makedónía 23 Írland 24 Serbía 25 Úkraína 26 Moldóva Þýskaland Roman Lob Standing Still n Roman sló ekki í gegn í heimalandi sínu fyrr en fyrir mánuði þegar hann sigraði þýska sjónvarpsþáttinn Unser Star Für Baku. Roman fæddist árið 1990 og var farinn að syngja þegar hann var enn í leikskóla. Serbía Zeljko Joksimovic Nije Ljubav Stvar n Joksimovic hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í keppninni bæði sem flytjandi og höfundur. Hann var einnig einn kynnanna þegar keppnin var haldin í Belgrad árið 2008. Zeljko er fæddur árið 1972 og kann að spila á 14 hljóðfæri. Makedónía Kaliopi Crno I Belo n Kaliopi er stærsta poppstjarna heima- lands síns, lagahöfundur, skáld og þekkt fyrir störf sín í þágu mannúðarmála. Hún vakti fyrst athygli þegar hún var aðeins níu ára þegar hún vann söngkeppni og hefur síðan gefið út níu plötur. Malta Kurt Calleja This Is The Night n Kurt, sem er 22 ára, hefur verið þekktur frá barnsaldri í heimalandi sínu en sló ekki almennilega í gegn fyrr en árið 2010. Þá vann hann alþjóðlega hæfileikakeppni sem haldin var á Ítalíu. Úkraína Gaitana Be My Guest n Gaitana hefur verið ein af vinsælustu söngkonum Úkraínu síðasta áratuginn. Hún hefur sent frá sér meira en fimm plötur og yfir 20 tónlistarmyndbönd. Svíþjóð Loreen Euphoria n Tæplega 700 þúsund manns kusu Loreen í sænsku símakosningunni sem hlýtur að vera frábær árangur. Loreen, 28 ára, var alin upp í sveit fyrir utan Stokkhólm en fjöl- skylda hennar á ættir að rekja til Marokkó. Hún vill alls ekki láta kalla sig R&B tónlistar- konu og hún elskar Björk og Enyu. Litháen Donny Montell Love is Blind n Donny heitir réttu nafni Donatas Montvy- das og er 24 ára, fæddur og uppalinn í Vilníus. Donny tók þátt í raunveruleikaþætt- inum Duets Of The Stars og sigraði litháísku útgáfuna af Dancing With the Stars. Tyrkland Can Bonomo Love Me Back n Can Bonomo er sjónvarpsmaður, plötu- snúður, framleiðandi og tónlistarmaður sem var að gefa frá sér sína fyrstu plötu. Eurovísir 37Helgarblað 25.–27. maí 2012 Land Gæði lags Frammistaða Sviðsframkoma Stig Eistland Ott Lepland Kuula n Hinn 24 ára Ott hefur unnið allt í heima- landi sínu sem hægt er að vinna þegar kemur að tónlist. Hann vann eistneska Idolið árið 2009, fékk aðalhlutverkið í söng- leiknum High School Musical árið 2010 og sigraði í forkeppni Eurovision-keppninnar árið 2012 með lag sem hann samdi sjálfur. Noregur Tooji Stay n Hinn íranski-norski Tooji er fæddur árið 1988. Hann flutti til Noregs áður en hann varð eins árs en fjölskylda hans heldur fast í persneska siði. Bosnía og Hersegóvína Maya Sar Korake ti znam n Maya er lagahöfundur og söngkona sem hefur unnið með stærstu nöfnum Balkan- skagans. Hún var í Dino Merlin bandinu um árabil og steig á svið Eurovision-keppninnar með hópnum árið 2011. Hún er að vinna að sinni fyrstu plötu ásamt eiginmanni sínum, framleiðandanum Mahir Sarihodzic.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.